Morgunblaðið - 27.01.1994, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.01.1994, Qupperneq 30
iO MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 85 ára Haraldur Bjami Bjama- son frá Stokkseyri Hinn 24. júlí 1929 stóð rauð- hærður múrari með þijóskublik í auga og hamaðist við að múra turn- inn á Hótel Borg. Skyndilega kom öflugur jarðskjálfti, götur hnykluð- ust, hús hristust og vinnupallarnir gengu til og frá húsinu. Múrarinn náði með naumindum taki á járn- teini og hékk þar meðan ósköpin gengu á. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Haraldur Bjarni Bjarnason horfðist í augu við dauðann. En hann vissi að Guð er góður og hélt verndar- hendi yfir honum eins og fyrr. Haraldur fæddist á Stokkseyri 27. janúar 1909. Faðir hans var Bjarni Grímsson frá Oseyrarnesi og móðir Jóhanna Hróbjartsdóttir frá Grafarbakka. Þetta var kjarnafólk og vel efnað. Fjölskyldan bjó í Bjarnahúsi á Stokkseyri, Bjarni átti hálfa Stokkseyrina, tveir vinnumenn, nokkrar vinnukonur, bú, sjósókn í verið í Þorlákshöfn - mikil vinna setti svip sinn á lífið. Börnin urðu sjö: Ástríður, lést barn að áldri úr heilahimnubólgu, Grímur, pípulagn- ingamaður, Sigríður, húsfrú, Dag- bjartur, stýrimaður, Haraldur, múr- ari, Hróbjartur, heildsali, og Elín, húsfrú. Haraldur var 18 mánuðum yngri en Dagbjartur, fyrstu minningar hans eru frá því er þeir hentust blautir og sveittir í kríuvarpinu að safna eggjum. Fjaran í allri sinni fegurð, bryggjan þar sem hann datt í sjóinn fjögurra ára og hefði drukknað ef Dæi bróðir hefði ekki séð á lítinn putta og tekist að draga kauða upp. Líf og ijör, reisn og risna einkenndi fjölskyldulífið. Tólf ára gamall er hann kominn á sjóinn eins og bræður hans á undan honum á báti föðurins og rær á móti Friðbirni Björnssyni. Vin- áttuböndin milli þeirra tveggja hafa aldrei rofnað. „Ekki hefði ég viljað missa af þessu, þetta var svo stór- kostlegt," segir hann ákafur að- spurður um erfiðið. „Maður tognaði á árinni." Óvíst er hvernig líf ijölskyldunn- ar hefði þróast þegar sá atburður gerðist sem bryetti lífshlaupi þeirra. Bjarni hafði gengist undir fjárhags- skuldbindingar vegna fyrirtækis í Reykjavík sem varð gjaldþrota og allar eigur töpuðust. Nú voru góð ráð dýr. Bjarni vildi vera kyrr á æskuslóðum þar sem hann átti vini og ættingja en frú Jóhanna vildi flytja. í Reykjavík var ekki um auðugan garð að gresja í atvinnumálum og erfitt um húsnæði. Markús ívars- son, sá frábæri hugsjónamaður, leigði þeim kjallara á Ljósvallagötu. Fjölskyldan hafði misst verald- legar eigur sínar en raunverulegum auðæfum; samheldni og dugnaði hélt hún. Nú tóku við snöp á Eyr- inni. Farið í Verkamannaskýlið upp- úr sex á morgnana og Stokkseyr- ingurinn ungi tók eftir því hvað Eyrarvinnukarlarnir voru afmynd- aðir af þrældómi og vosbúð og illu viðurværi. Það höfðu ekki allir alist upp á kjarngóðum mat frú Jóhönnu móður hans. Hann komst í saltfisk- breiðslu í Skeijafirði hjá Sigurði í Görðum - varð ævilangt vinur þess fólks. Allir unnu það sem til féll og enginn dró af sér. Áfallið frá gnægtum til allsleysis sem hefði getað brotið niður fólk verkaði þver- öfugt, styrkti og stælti þesa sam- heldnu fjölskyldu. Haraldur talar oft um höpp sín í lífinu og víst er um það að þau eru til. Eitt slíkra verka var þegar honum tókst að fá vinnu á togara þegar Grímur bróðir hans fékk svo mikið handarmein að hann varð að vera þijá mánuði í landi. Hann var sjóveikur allan tímann, lét á engu bera, gubbaði í litla krús undan rakáhöldum Gríms, hellti úr þegar enginn sá til og stóð sig. Árið 1927 byijar Haraldur í múraraiðn og lauk því 1931. Með honum í námi var Stefán Jakobs- son, kvæntur fjölskyldumaður frá Galtafelli. Þeir urðu vinir ævilangt. Hann tekur alla vinnu sem hægt var að fá í kreppunni, múrar upp leiði á sunnudögum, vinnur langan vinnudág. Hendur hans koma við sögu í öllum stórbyggingum fjórða áratugarins: Sundhöllin, Austur- bæjarbarnaskólinn, Hótel Borg, nefndu það bara! Strákurinn sem kom með tvær hendur tómar á er- indi í þennan bæ! Dag nokkurn hafa Bjarni og Dagbjartur fari í göngu upp í Öskju- hlíð. I bakaleiðinni ganga þeir um svæðið þar sem nú er Leifsgata og Barónsstígur, þegar þeir ganga fram á húsgrunn. Þar hefur maður byijað af bjartsýni og orðið að gef- ast upp. Það fæðist hugmynd. Eng- ir peningar til. Bjarni er einstaklega vel kynntur maður og fær lán hjá þekktum hæstaréttardómara gegn því loforði að enginn fái að vita. Jón J. Víðis teiknaði þetta yndislega hús, Haraldur og Stefán múruðu og aldrei hefur þurft að gera við ytra byrði þess. Fjögurra hæða hús - fjölskyldan flutt í eigið húsnæði. Tímar líða vinna og aftur vinna. Dugnaðarforkurinn búinn að fá at- vinnusjúkdóm - vöðvi í upphand- legg hans að gefa sig vegna of. mikillar vinnu við að kasta á loft. Stríðið - atvinnuleysið búið, íbúatala bæjarins tvöfaldast, allir þurfa þak yfir höfuðið. Haraldur stofnar Byggingarfélagið Goða. Hann reisir Goðablokkirnar við Hringbraut. Allt er steypt úr land- efni - engar steypusprungur sem kosta eigendur ómæld peningaútlát þeirra sem kaupa steypu af öðrum byggingameisturum. „Þegar öllu er á botninn hvolft, verður maður að standa í eigin lappir sjálfur," segir hann. Uppbygging bæjarins sem nú er farið að nefna borg heldur áfram. Ráðist á hvert klapparholtið eftir annað. Erfiðar lóðir, stór hús byggð um alla borg. Alltaf er Haraldur á ferðinni, ýmist á Álftanesi í gryfjun- um eða á byggingarstað. Tækninni hefur fleygt fram frá því að hann lærði, en þeir sem kunna verða samt að líta eftir. Nýtt hús byggt yfir fjölskylduna á Högunum, systurnar giftar og bræðurnir hörkuduglegir við sitt. Þarf eitthvað meira? Já, þessi Stokkseyrarstrákur þarf líka að huga að menningu. Hann fær Guðna Jónsson prófessor til þess að taka saman Stokkseyrarsögu - ófáanlegt rit, Bergsætt og ætt Gríms í Óseyrarnesi. Öll Ijölskyldan starfar ötullega í Árnesingafélag- inu. Hróbjartur gengst fyrir minnis- varða um Áshildarmýrarsamþykkt og Haraldur hefur forgöngu um gjöf Stokkseyringa til Páls ísólfs- sonar á sextugsafmæli hans - hús niður við sjóinn þar sem tónskáldið getur heyrt sjóinn svarra og syngja. Alltaf er Haraldur veitandi - allt- af stórhuga - alltaf hittir hann gott fólk sem hann á auðvelt með að vinna með. Samt fer hann á sinn hátt eigin leiðir sem sýna höfðings- lund hans. Tengsl hans við heima- byggðina eru alltaf sterk - hann fær Stokkseyringa til þess að vinna hjá sér og sú mikla ræktarsemi sem hann hefur sýnt byggðarlaginu með því að láta rita menningarsögu þess, fær hann ríkulega endurgojdna með ómældri virðingu þeirra. Tengslin við Hrunamannahrepp eru ekki minni. Þar hefur hann reist sumarhús að Grafarbakka og öll fjölskyldan börn og barnabörn Jó- hönnu eiga þar dýrðardaga. Hró- bjartur afi hans var einn þeira bænda sem styrktu Einar Jónsson myndhöggvara til náms á sínum tíma. Hann á ekki langt að sækja höfðingslundina. Að Grafarbakka býður hann oft heilum hópi fólks og veitir vel. Þeg- ar ég átel hann fyrir of ríflegar veitingar, vitnar hann í móður sína og slær mig algerlega út af laginu. Gestum skal veitt vel og nóg skal verða eftir. Nú í dag, fimmtudaginn 27. jan- úar, þegar höldurinn veituli sem lá margar vikur í mislingum í sjóbúð- inni í Þorlákshöfn 1923 með eins mikinn hita og mælirinn tók var nærri dauður á skurðborðinu þegar hann lenti í magaskurðinum, nú tekur hann á móti gestum sínum hress eins og venjulega. Alltaf er góða skapið á sínum stað, rauða hárið er farið að mestu, enn er þijóskublikið í augum þegar eitthvað á að ganga. Alltaf er hann hrifinn af nýrri tækni og fýlgist vel með henni. Maðurinn sem allt sitt líf var veitandi er í dag hylltur af ættingj- um og vinum. Þekki ég Harald rétt verður þar lífsgleði við völd og það sú farsæla skaphöfn sem líklega öðru fremur var happ hans í lífinu. Kæri Haraldur, þú áttir yndislega foreldra, átt dásamlega góða ijöl- skyldu og góða vini, það var hið raunverulega happ þitt í lífinu. Lifðu heill, þakka þér allt gamalt og gott. Erna. Uppbygging þjónustu fyrir aldraða á Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi eftir Birnu Kr. Svavarsdóttir Þar sem ár aldraðra, 1993, er á enda runnið er vel við hæfi að geta þess uppbyggingarstarfs fyrir aldr- aða sjúka sem átti sér stað á árinu og fyrirhugað er á hjúkrunarheimil- inu Eir á komandi árum. Þann fyrsta mars síðastliðinn tók starfs- fólk heimilisins á móti fyrsta heimil- isfólkinu og í október var opnuð önnur eining, þannig að nú búa á heimilinu 54 einstaklingar af þeim 120 sem fyrirhugað er að dveljist í húsinu þegar það verður fullbúið. Hjúkrunarþjónustan er þunga- miðjan í starfsemi heimilisins og skiptir þar mestu að farsællega takist að skipuleggja og fram- kvæma þjónustuna, þannig að þeir sem þiggja hana og jafnframt þeir sem fjármagna reksturinn séu ánægðir með árangurinn en góð hjúkrunarþjónusta er í eðli sínu kostnaðarsöm. Hér er auðveldara um að tala en ★ Pitney Bowes Frímerkjavélar og stimpilvélar Vélar til póstpökkunar o. fl. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 í að komast því eins og flestum er kunnugt hefur verið skorið niður í ijárveitingum til málaflokka • sem tengjast hjúkrunarþjónustu fyrir aldraða sjúka. Sem eðlileg framþróun í þjóðfé- laginu þá aukast kröfur um fleiri valkosti í þjónustunni þannig að ljóst er að verkefni stjómenda bein- ast í auknum mæli að því að leita nýrra leiða, til að nýta betur það fjármagn sem þeim er ætlað til rekstursins án þess að það komi niður á þjónustunni. Öldrunarlæknar, borgarfulltrúar og ýmsir aðrir hafa ítrekað bent á knýjandi þörf fyrir fleiri hjúkrunar- pláss, sérstaklega hér í Reykjavík og jafnframt að yfirvöld þurfi að taka á þessum vanda strax. Það er því ánægjulegt að horfa fram til þess að þriðja hjúkrunarein- ingin verði tekin í notkun á Eir á fyrstu mánuðum ársins 1994 og sú ijórða síðar á sama ári, en áætlað er að síðasta einingin komist í rekst- ur fljótlega í byijun ársins 1995. • ÍjÍiiÍÍ GfTIP plasthúöun • Fjölbreytt vandað úrval af efnum • Fullkomnar plasíhúðunarvélar • Fyrirtaks verð OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavík Símar624631 ■ 624699 Segja má að ef litið er á þjón- ustu fyrir aldraða sem veitt er og fyrirhugað er að verði í tengslum við Eir í náinni framtíð þá sé hér um nokkra nýjung að ræða. Hjúkrunarheimili sem sinnir mik- ið veikum einstaklingum sem þurfa hjúkrun allan sólahringinn og geta ekki dvalið Iengur heima þrátt fyrir heimilishjálp og heimahjúkrun. Hér er um að ræða, auk almennrar hjúknmareiningar, einingu fyrir heilabilaða einstaklinga, einingu hannaða með þarfir blindra og sjón- skertra í huga og einingu til skammtíma vistunnar, t.d. hvíldar- innlagna og fl., þar sem einstakling- arnir fara heim aftur eftir meðferð eða á einhveija eininguna á hjúkr- unarheimilinu. Lögð er áhersla á að nánasta umhverfi fólksins, sem er einbýli eða tvíbýli, sé sem heimil- islegast og þjónustan tengd þörfum og óskum einstaklinganna á hveij- um tíma. Það hefur sýpt sig í nágranna- löndum okkar að óskir einstakling- anna beinast að öllu jöfnu fremur ' að einbýlisherbergjum heldur en tvíbýlum og má ætla að svipuð þró- un sé einnig hérlendis. Hjúkrunaríbúðir sérstaklega hannaðar fyrir hreyfihamlaða sem verið er að hanna og undirbúa að verði byggðar við hliðina og í tengslum við Eir. Þar munu hjón þar sem annað er mikið veikt geta búið áfram saman við sem eðlileg- astar heimilisaðstæður. Hér er reynt að fjölga valkostum. Þannig að hjón eða fólk í sambúð hafi tök á að njóta samvista við ástvini sína, eins lengi og unnt er þrátt fyrir að annað þeirra þurfi hjúkrun meira eða minna allan sól- arhringinn. Birna Kr. Svavarsdóttir „Ráðamenn um þjón- ustu fyrir aldraða sjúka eru á einu máli um nauðsyn þess að heild- ræn stefna í öldrunar- þjónustu þurfi að koma til sem fyrst, ef á að sjá fyrir raunhæfa þörf og áætlun um hjúkrunar- pláss á komandi árum.“ Rofin er sú félagslega einangrun sem bæði sá sjúki og sá heilbrigð- ari lenda oft í. Vegna nálægðar og beinni tengsla við hjúkrunarheimilið verð- ur hægt að búa vel að öllum þáttum hjúkrunar og þjónustu. Betri og hagkvæmari rekstur vegna sameiginlegrar nýtingar á faglegri þjónustu starfsfólks við hjúkrun, læknisþjónustu, sjúkra- þjálfun, iðjuþjálfun, tannlækna- þjónustu, mötuneyti, ræstingar, hárgreiðslu fótaaðgerðarþjónustu og fl. en allri þessari þjónustu hefur nú þegar verið ætlað húsnæði í Eir. Sambýli fyrir heilabilaða ein- staklinga þar sem reynt er að skapa heimili þar sem einstaklingarnir hafa tækifæri til að mynda náin tengsl í litlum hópi en það hefur sýnt sig að vera mjög góð leið til þess að viðhalda og auka sjálfs- bjargargetu einstaklinga sem eiga við þennan sjúkdóm að stríða. Hverfaþjónusta fyrir aldraða í Grafarvogi verður möguleg, þannig að einstaklingar í heimahúsi gætu nýtt sér að einhveiju leyti þá þjón- ustu sem býðst í Eir. Ráðamenn um þjónustu fyrir aldraða sjúka eru á einu máli um nauðsyn þess að heildræn stefna í öldrunarþjónustu þurfi að koma til sem fyrst ef á að sjá fyrir raun- hæfa þörf og áætlun um hjúkrunar- pláss á komandi árum. Þrátt fyrir uppbyggingu á hjúkrunarheimilum svo sem Skjól og Eir hefur raun- veruleg fjölgun á hjúkrunarplássum orðið minni en ella. Skýrist það að hluta til vegna þess að víða er ver- ið að bæta aðbúnað heimilismanna á eldri hjúkrunarheimilunum, þann- ig að um fækkun á plássum verður að ræða eftir breytingarnar. Samkvæmt mannfjöldaskrá Hagstofunnar Ijölgar öldruðum ein- staklingum mikið á komandi árum, það er því nauðsynlegt að yfirfara stöðuna eins og hún er í dag og vinna markvisst að stefnumótun í öldrunarþjónustunni. Höfundur er hjúkrunarforstjóri á Hjúkrunarheimilinu Eir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.