Morgunblaðið - 27.01.1994, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 27.01.1994, Qupperneq 52
ttrgnnWiifrtfe __________________________3 RE'-_____ SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Hvassviðri og stormur í frosthörkum víða um land í gær Lægðin flarlægist og veður stillist HVASSVIÐRI eða stormur, 8-9 vindstig, var um allt land í gær og frost í byggð mældist mest 10 gráður á Grímsstöðum. Þessu slæma veðri olli 963 milli- bara lægð, sem var um 400 km suðvestur af Vestmannaeyjum kl. 12 á hádegi í gær. I nótt var spáð 10-11 vindstigum, roki eða ofsaveðri, á suðaustan- verðu landinu en í dag á að draga úr vindi um allt land. Einna rólegast var veðrið í gær á Norðausturlandi, frá Eyjafirði að Héraði. Skafrenningur var um allt land, snjókoma eða éljagangur um norðan- og austanvert land og allt til Vestmannaeyja. Frost var ekki hart í gær, minnst 2 gráður undir Eyjafjöllum, ' 3 í Reykjavík, 4 á Akureyri, 6 á Sauðárkróki, Egilsstöðum og Raufarhöfn og 8 gráður á Isafirði. Samkvæmt upplýsingum Veð- urstofu snýst vindur í norður í dag. í nótt var spáð roki eða ofsa- veðri á suðaustanverðu landinu og áfram hvassviðri eða stormi ann- ars staðar á landinu. í dag verður norðanátt um land allt og vindur fer niður í 6 vindstig um miðjan dag víðast hvar. Áfram verður hvasst eða stormur á austanverðu landinu. í kvöld fjarlægist lægðin, dregur úr vindi en frost herðir. Morgunblaðið/Rúnar Þór Vetrarríki VETRARRÍKI hefur verið á Norðurlandi það sem af er janúar, hörð tíð með frosti óg snjókomu. Unga fólkið kann að meta snjóinn óg í gær voru félagarnir Ragnar og Eyjólfur að grafa sig í skafl á Akureyri. Skatturiim hefur átak gegn svartri atvinnustarfsemi SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI ríkisins hefur hafið sérstakt átak gegn svartri atvinnustarfsemi og verður þetta forgangs- verkefni stofnunarinnar. Sett hefur verið á stofn sérstök deild með 7 starfsmönnum sem mun einbeita sér að þeim starfs- greinum þar sem svört atvinnustarfsemi er talin vera mest. Þar er um að ræða byggingar- og verktakastarfsemi, bifreiða- þjónustu, veitingarekstur, flutningastarfsemi og lausaverslun. „Það eru dæmi um að menn hafi verið með fyrirtæki í gangi án þess að það hafi verið nokkurn tíma verið skráð eða nokkur að- föng til þess rekstrar hafi nokkurn tíma átt sér stað gegnum skráða aðila,“ sagði Skúli Eggert Þórðar- son, skattrannsóknarstjóri í sam- tali við Morgunblaðið. „Fyrirtækið kaupir vöruna inn dulið og selur áfram. Allir starfsmennirnir njóta dulinna launagreiðslna og síðan eru leigutekjurnar á húsnæðinu ekki gefnar upp.“ Þorrablót haldin án tilskilinna leyfa Meðal samstarfsaðila skatt- rannsóknarstjóra ríkisins er Sam- band veitinga- og gistihúsaeig- enda sem hefur látið stofnunina hafa ýmis gögn og upplýsingar. Byrjað er að taka aðila í skattrann- sókn sem stunda veitingarekstur án þess að vera með tilskilin leyfi HM í handbolta HSÍ tryggi milljónatugi TRYGGI Handknattleikssam- band íslands ekki greiðslu upp á milljónatugi fyrir mánaða- mót, vegna kostnaðar við sjón- varpssendingar frá heims- meistarakeppninni á næsta ári, er hætta á að keppnin fari ekki fram hérlendis. „Annaðhvort borga íslending- ar peninginn með einhverjum hætti eða keppnin er farin," sagði Hákon Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri framkvæmda- nefndar HM 95, eftir fund með fulltrúum RÚV og Klaus Anders frá svissneska fyrirtækinu CWL, sem á sýningarréttinn frá keppninni. Nánar á bls. 51. eða skráðan atvinnurekstur. „Núna eru að fara í hönd þorra- blótin og það er því miður allt of mikið um að allskonar aðilar taki að sér að halda þorrablót og árshá- tíðir án þess að hafa nokkrar heim- ildir til þess. Þessir aðilar elda þann mat sem þarna er um að ræða, jafnvel í heimahúsum, og síðan er maturinn borinn inn í ýmiskonar einkasali og framreidd- ur ofan í fólk,“ sagði Skúli Eggert. Sjá nánar bls. B3 í viðskipta- blaði. Iðnaðarráðherra um undirboð í skipasmíðaiðnaði Ekkert í vegi fyr- ir jöfnun- artollum SIGHVATUR Björgvinsson iðnað- arráðherra ætlar að leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir undirboð erlendra aðila í íslenska skipasmíði á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að tillögurnar væru ekki fullmótaðar. Hins vegar sýndist sér ekkert koma í veg fyr- ir að jöfnunartollum yrði beitt. Alþingi og ríkisstjórn eru í frétta- tilkynningu stjórnar Málms, samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, hvött til að grípa nú þegar til ráða til að tryggja að breytingarverkefni á Svaninum RE og önnur slík verk- efni lendi ekki í höndum útlendinga sem einskis svífist í þessum efnum. Þorgeir og Ellert á Akranesi áttu lægsta boð í viðgerð á Svani RE en pólsk skipasmíðastöð bauð síðan nokkrum milljónum lægra í verkið. Sighvatur sagðist hafa leitað ráð- legginga lög- fræðinga á því hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að að- gerðum stjórnar- innar til varnar skipasmíði væri svarað með áframhaldandi undirboðum. Hann sagðist vonast til að lög- fræðingarnir lykju vinnu sinni fljótlega svo hann mætti á grundvelli hennar gera ríkis- stjórninni grein fyrir tillögum sínum á föstudag. Engir samningar við Pólverja Aðspurður sagði Sighvatur jöfn- unartolla eitt af því sem til greina kæmi í stöðunni. „Mér sýnist ekkert koma í veg fyrir að við getum beitt þeim. Við höfum t.d. ekki gert al- þjóðasamninga við Pólveija sem gætu komið í veg fyrir slíkt,“ sagði Sighvatur. Sjálfur sagðist hann ekki í vafa um að um undirboð væri að ræða og koma yrði í veg fyrir að viðgerð á Svaninum færi til Póllands, sem og önnur undirboð. Ljóst að búvörufrumvarpið kemur ekki fram fyrr en eftir helgina Beðið eftir að forsætis- ráðherra höggvi á hnútinn EKKI tókst að finna neina lausn á deilu ráðherra um búvörulagafrum- varpið á fundi þriggja ráðherra í gær. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur verið ákveðið að bíða eftir að Davíð Oddsson forsætisráð- herra komi til landsins um helgina til að leysa ágreininginn. Halldór Blöndal sagði aðspurður í gær að deilan væri komin í hnút og ljóst væri að frumvarpið kæmi ekki fram á Alþingi fyrr en eftir næstu helgi. Að sögn Friðriks Sophussonar verður unnið áð málinu áfram og sagði hann að allir væru sammála um að lögin þyrftu að vera skýr og byggjast á því samkomulagi sem náðist í desember. „Ég held að það sé tiltölulega auð- velt að leysa þetta mál ef menn eru ekki alltaf að koma með nýjar og nýjar kröfur,“ sagði Sighvatur Björg- vinsson viðskiptaráðherra. Sig- hvatur sagði að sem dæmi um hvern- ig framkvæmdin væri úr takt við all- an veruleika hefðu verið flutt inn 778 tonn af gæludýrafóðri, þar á meðal niðursoðnu kalkúnakjöti, lambakjöti, skinkubitum og þurrkuðu kjöti á ár- inu 1992. „Þetta hefur væntanlega verið gert með heimild Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins. Hvernig má það vera að þetta sé gert þegar það er stranglega bannað að flytja inn sömu vörur til manneldis," sagði Sighvatur.. „Staða málsins er sú, að það er kominn upp ágreiningur. Alþýðu- flokkurinn er fallinn frá þeim tillögum sem hann sjálfur beitti sér fyrir og lagði til og þess verður beðið að Davíð Oddsson komi til landsins. Það er alveg ljóst að frumvarpið kemur ekki fram í þessari viku vegna þess að Alþýðuflokkurinn er fallinn frá sínum eigin tillögum," sagði Halldór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.