Morgunblaðið - 27.01.1994, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.01.1994, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 31 Sókn án sundrungar eftír Ellert Borgar Þorvaldsson Um næstu helgi, dagana 29. og 30. janúar, fer fram prófkjör Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði. Und- anfama daga og vikur hafa bæj- arbúar fengið ýmis konar skilaboð frá frambjóðendum í formi bréfa og bæklinga. í þessum bæklingum er fyrst og fremst að fínna upplýsingar um viðkomandi, hagi hans, mennt- un, fjölskyldu o.s.frv. Nokkrir láta í ljósi væntingar um gott gengi í prófkjörinu og hvað þeir muni láta af sér leiða nái þeir inn í bæjar- stjórn. Frambjóðendur hafa uppi mismikinn viðbúnað en greinilegt er að ýmsir vilja miklu til kosta, til að „krækja'sér í nógu þægilegt sæti“. Stuðningsmenn einstaka frambjóðenda fara mikinn og virð- ast ekki alltaf sjást fyrir í málfutn- ingi sínum. Eitt eiga þó allir frambjóðendur sameiginlegt. Þeir eru allir sjálf- stæðismenn, í framboði fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og þeir ásamt öllum væntanlegum þátttakendum í próf- kjörinu eru að vinna stefnumark- andi starf fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfírði. Opin sóknarfæri Það er deginum ljósara, að Sjálf- stæðisflokkurinn í Hafnarfirði á vaxandi fylgi að fagna meðal bæj- arbúa. Kemur það fyrst og fremst til af tvennu: annars vegar sterk málefnaleg staða Sjálfstæðisflokks- ins og hins vegar ákaflega óhönd- ugleg stjómun Alþýðuflokksins á bænum. Möguleikar Sjálfstæðis- flokksins til afgerandi áhrifa em því miklir og næstu bæjarstjórnar- kosningar munu vonandi staðfesta það. En möguleiki er annað en raun- veruleiki. Til þess að ná raunveru- legum árangri verða sjálfstæðis- menn að sækja fram sameinaðir undir forystu sem nýtur afgerandi stuðnings. Á tímum sóknarfæra má ekki dreifa áhrifamætti og kröftum flokksfólks í baráttu þar sem per- sónur em ríkjandi en flokkurinn víkjandi. Að eyða kröftum sínum í innanflokksátök er á við að gefa leik sem yfirgnæfandi líkur vom á að vinna. Sóknin getur borið árangur Það em fjölmörg mál er biða brýnnar úrlausnar í bænum okkar. Hver sá flokkur sem ætlar að vinna sér stundar lýðhylli með hástemmd- um loforðum og gylliboðum mun fljótt tapa allri tiltm. Staðreyndimar „Möguleikar Sjálfstæð- isflokksins til afgerandi áhrifa eru því miklir“. tala og frá staðreyndum verður ékki hlaupið. Á þessum málum verður að taka: Gífurlega erfiðri skuldastöðu bæj- arsjóðs. Stemma verður stigu við lausung í peningamálum. Atvinnumálum, en þau eru í brennidepli. Hundmð Hafnfirðinga em á atvinnuleysisskrá. Þeirri þróun verður að snúa við og deyfa svo sem kostur er neikvæð áhrif atvinnuleys- isins. Koma verður á festu í stjóm hús- næðismála félagslegra íbúða. Það er t.d. lágmarkskrafa að íbúar í félagslegum íbúðum búi við öryggi og þeir sem sækja um úthlutun fái skýr svör. Lækka værður álögur á einstakl- inga og fyrirtæki. Því betri skilyrði sem fyrirtækjum em búin, þeim mun ömggari verður afkoma þeirra og um leið launþega. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt það á þvi kjörtímabili sem nú er senn lokið að hann skynjar réttu leiðirnar. Sterkur og sameinaður listi Sjálfstæðisflokksins mun fara réttu leiðimar til hagsbóta og heilla fyrir Hafnfirðinga. Sókn af sanngirni Vonandi ber Sjálfstæðisflokkur- inn gæfu til þess að koma út úr prófkjörinu sem virkt afl fólks með áþekkar skoðanir. í stómm hópi koma alltaf upp einhver ágreinings- efni. Styrkur manna liggur í skiln- Ellert Borgar Þorvaldsson ingi og umburðarlyndi og því að leysa ágreining án þess að til skaða sé fyrir flokkinn. Mismunandi skoð- anir munu alltaf eiga hljómgmnn í Sjálfstæðisflokknum og engin regla er án undantekninga. „Orðin em til alls fyrst og áform er undanfari allra verka.“ Ég hef líkt prófkjörinu við dóm, - dóm sem þátttakendur í prófkjör- inu fella yfír þeim sem gefa á sér kost. Ég hvet stuðningsmenn fram- bjóðenda sérstaklega til sanngirni og yfírvegunar og týna ekki flokks- legri vitund í átökunum. Það er ef til vill ekki við hæfi að draga sálma- skáldið góða, Hallgrím Pétursson, in í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, en ég geri það þó með þessu erindi eftir Hallgrím: Vei þeim dómara, er veit og sér víst hvað um málið sannast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og leitar eftir stuðningi í 2. sæti í prófkjöri. Nýjar áherslur í Hafnarfjörð eftírÁrna Sverrisson Framundan em bæjarstjórnar- kosningar. Þá er tækifæri fýrir okk- ur til þess að láta í ljósi skoðun okkar á því hvemig til hefur tekist með stjórn bæjarmála síðastliðin fjögur ár og jafnframt að kjósa þann lista sem við treystum best til þess að halda um stjómvölinn næstu fiögur ár. í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins dagana 29. og 30. janúar nk. hefur þú kjósandi góður einnig tækifæri til þess að velja á lista flokksins það fólk sem þér líst best á að skipi efstu sæti listans í kom- andi kosningum. Mikils er um vert að vel takist til um val efstu manna þannig að listi flokksins endur- spegli kraftmikinn og samhentan hóp fólks sem er tilbúið að taka á sig þá ábyrgð sem því fylgir að sitja í bæjarstjórn. En hvað þarf að gera til þess að bæta stöðu bæjarsjóðs og gera Hafnarfjörð að betri bæ? Atvinnumál Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um einstaklinginn bæði til orða og athafna. Því ber að auka tæki- færi einstaklingsins til nýsköpunar. Ný atvinnufyrirtæki gætu fengið einhveijar skattaívilnanir fyrstu árin á meðan þau eru að ná fót- festu. Álögum á fyrirtæki verður að stilla í hóf og taka þá frekar mið af hagnaði eða hreinni eign frekar en að miða við veltu eða eignaskráningu eins og fasteigna- mat. Samkvæmt nýjustu áætlunum verða álögur á fyrirtæki í Hafnar- firði enn meiri á þessu ári en því síðasta. Þessu verður að breyta. Iþrótta- og æskulýðsmál Halda þarf áfram þeirri uppbygg- ingu íþróttamannvirkja sem sett hafa verið á áætlun. Með tilliti til þess að íþróttir em einn af öflug- ustu uppeldisþáttum bama og ungl- inga er mjög brýnt að bæjaryfirvöld fylgi þeim málum eftir. Einnig verð- ur að taka tillit til þeirra barna og unglinga sem ekki hafa áhuga á íþróttum. Þessir einstaklingar mega ekki verða útundan. Það þarf að skapa þeim vettvang og viðfangs- efni við hæfi með samvinnu á milli þeirra, foreldra og skóla. Komum í veg fyrir að unglingarnir leiti félags- skapar og afþreyingar utan bæjar- markana, þar sem reynslan sýnir að ýmsar hættur leynast. Með sam- vinnu við þau og úrvinnslu á þeirra hugmyndum fáum við fram fmm- kvæði og lífsgleði sem er grundvöll- ur framtíðarinnar. Árið 1994 er Ár fjölskyldunnar, höfum það í huga og fömm nýjar leiðir. Heilbrigðismál Það er viðurkennd staðreynd að heilbrigðiskerfið eins og það er í Hafnarfirði er eins og það gerist best hér á landi og njótum við þar að sjálfsögðu nálægðar við Reykja- vík, þar sem dýrari og sérhæfðari þjónusta er við hendina. Allir þættir Arni Sverrisson „Einnig- verður að taka tillit til þeirra barna og unglinga sem ekki hafa áhuga á íþróttum.“ heilbrigðisþjónustunnar vinna mjög vel saman í Hafnarfirði. Sérfræði- þjónustan á St. Jósefsspítala er í góðum tengslum við heilsugæslu og heimahjúkran, auk þess sem mjög náin tengsl eru við öldmnarþjón- ustuna á Sólvangi og Hrafnistu. Við eigum að standa vörð um þetta heilstæða kerfi og bæta það eins og nauðsynlegt er á hveijum tima. Mikið er um störf kvenna innan heilbrigðisþjónustunnar og því sjá- anleg aukning atvinnutækifæra þeim til handa sérstaklega með enn betri þjónustu við aldraða. Fjármál Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn hafa gagnrýnt harðlega marga þætti sem snúa að fjármálum bæjarins. Málefni húsnæðisnefndar, sýningin Vor ’93 og Listahátíð eru dæmi um slælega fyármálastjórn. Til að koma í veg fyrir hluti sem þessa þarf að auka innra eftirlit bæjarins. Markviss vinna vegna fjárhagsáætlunar og einstakra kostnaðaráætlana auðveldar eftirlit og ákvarðanatöku einstakra þátta þar sem oft er verið að fjalla um stórar upphæðir. Afleiðingar af þessari röngu fyármálastjóm hafa leitt til þess að skattaálögur á ein- staklinga hafa hækkað meira en nauðsynlegt er. Betri fjármálastjórn þýðir betri nýting á tekjum bæjar- ins. Ég vil hvetja alla stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins til þess að taka þátt í prófkjöri flokksins og stuðla með því að góðri samstöðu um það fólk sem kemur til með að skipa efstu sæti listans. ----------------------------------- Höfundur er framkvæmdasijóri og tekur þátt i prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Stórviðburðir í stjómmálum eftír Gunnar Gissurarson Nú hefur sá stórmerki atburður orðið að veraleika að fjórir stjóm- málaflokkar sem myndað hafa minnihluta í borgarstjórn um margra ára skeið hafa ákveðið að bjóða fram einn sameiginlegan lista gegn Sjálfstæðisflokknum í borgar- stjórnarkosningunum í Reykjavík í vor. Það hefur verið langþráður draumur alls félagshyggjufólks að hnekkja því ofríki og ofurvaldi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft í borginni og örlögum borgarbúa um margra áratuga skeið. Nú þegar félagshyggjuflokkamir hafa sam- einast í eitt sterkt afl með lýðræðis- lega og mannúðlega stefnuskrá, þar sem þarfír hins almenna borgara em teknar framyfir hagsmuni fárra útvalinna einstaklinga, virðist þessi langþráði draumur nú loksins vera orðinn að vemleika. Glæsiíegar nið- urstöður nýlegra skoðanakannana sýna að þetta sameiginlega framboð á miklu fylgi að fagna. Fólk er orð- ið úrkula vonar um að ævaforn og langþráð kosningaloforð Sjálfstæð- isflokksins f gegnum árin komi „Það er því mikilvægt að kjósendur átti sig á þeim nýja grundvelli sem þetta nýja tíma- mótaframboð býður upp á og láti ekki glepj- ast af áratuga gamal- dags og úreltum áróðri sjálfstæðismanna.“ nokkurn tímann til með að rætast. Fylgi Sjálfstæðisflokksins undan- farin ár hefur ekki byggst upp á góðri málefnalegri stöðu flokksins og brostnum kosningaloforðum. Það hefur byggst upp á hræðsluáróðri um ósætti, kæmust hinir flokkarnir til valda. Niðurstöður kosninga hafa sýnt að Sjálfstæðisflokkurinn getur náð meirihluta í borgarstjórn með innan við 45% heiidarfylgi vegna atkvæða sem fallið hafa dauð hjá hinum flokkunum bjóði þeir fram sjálfstæða lista en sameiginlega hefðu annars nægt til að fella Sjálf- stæðisflokkinn hefðu þau verið lögð saman. Þetta sýnir að um það bil helmingur borgarbúa er óánægður með stefnu Sjálfstæðisflokksins og stór hluti þeirra sem að kjósa hann er heldur ekki ánægður með hann en kýs hann einungis vegna hræðsluáróðurs um glundroða og ósætti ef hinir flokkamir kæmust að. Þessi áróður getur einmitt átt vel við borgarstjómarlista Sjálf- stæðisflokksins núna. Þar virðist almenn óánægja vera með borg- arstjórann og heyrst hefur að aðrir frambjóðendur óski eftir að merkt verði við þá í fyrsta sætið þó svo þeir gefi ekki formlega kost á sér í það. Þá hafa einnig reyndir borg- arstjórnarmenn ekki lengur áhuga að vera á listanum vegna stefnuleys- is og ósættis innan borgarstjórnar- flokksins. Þessi áróður getur virkað þegar flokkar, óundirbúnir undir samstarf, þurfa að byrja að semja frá grunni að afloknum kosningum, flokkar með mismunandi atkvæða- hlutfall og mismunandi áherslur. Þetta sjáum við berlega að afloknum alþingiskosningum undanfarinna ára og nægir þar að nefna glundroð- ann sem ríkt hefur innan Sjálfstæð- isflokksins í þeim málum allt frá Gunnari Thoroddsen, Albert og fram að Þorsteini og Davíð. Nú gilda þessi rök ekki. Flokkarnir sem standa að þessum sameiginlega lista Gunnar Gissurarson. leggja út í þetta samstarf löngu fyrir kosningar, af fúsum og frjáls- um vilja og með einróma samþykki allra flokksfélaganna. Þeir ganga til þessa samstarfs á jafnræðis- grundvelli þar sem atkvæðavægi og stærð skipta ekki máli. Þeir ganga til þessa samstarfs með fyrirframá- kveðna sameiginlega stefnuskrá. Þeir ganga til þessa samstarfs þar sem búið er að skipta embættum borgarfulltrúa niður milli flokkanna og fyöldi nefndarmanna skiptist jafnt á milli flokka. Öll deilumál sem oftast skapa deilur og ósætti eftir kosningar og hamla skynsamlegum samningum em leyst og samvinnan og framkvæmdimar geta strax haf- ist eftir kosningar. Það er því mikil- vægt að kjósendur átti sig á þeim nýja grandvelli sem þetta nýja tíma-1- mótaframboð býður upp á og láti ekki glepjast af áratuga gamaldags og úreltum áróðri sjálfstæðismanna. Borgin okkar þarf nýtt afl með nýj- ar hugmyndir til að komast út úr þeim vanda sem hún og íbúar henn- ar em komin í. Það sem blasir við hinum almenna borgara núna em húsnæðisvandamál láglaunafólks, vöntun á vistrýmum og þjónustu við aldraða, heimaþjónusta fyrir aldr- aða í lágmarki, eilífðarvandamál með dagvistarrými barna, unglinga- aðstaða virkar ekki, atvinnuleysi -r stóreykst, atvinnuuppbygging í lág- marki og hefur engan stuðning borgaryfirvalda og fátækt og ör- birgð eykst. Er það þetta sem við viljum? Höfundur stefnir á 4. sætifyrir AJþýðuflokkinn í sameiginlegu framboði í borgarstjórnar- kosningunum í vor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.