Morgunblaðið - 27.01.1994, Side 51

Morgunblaðið - 27.01.1994, Side 51
51 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 HANDKIMATTLEIKUR Niðurstaða fundar HM 95 nefndarinnar, RÚV og svissneska fyrirtækisins CWLTelesport: HSÍ tryggi milljónatugi eða keppnin farin héðan KLAUS Anders, einn af markaðsstjórum svissneska fyrirtækis- ins CWL Telesport, áréttaði við Morgunblaðið í gærkvöldi að fyrirtækið greiddi ekki krónu fyrir upptöku og sendingar frá leikjum heimsmeistarakeppninnar í handknattleik á Islandi 1995 enda hefði það þegar greitt fyrir sýningarréttinn. Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, tekur heldur ekki þátt íóhjá- kvæmilegum kostnaði. Rikisútvarpið segist ekki skuldbundið. í þessu efni og Framkvæmdanef nd HM 95 telur að hún eigi ekki að leggja út pening vegna sjónvarpsmála. Eftir stendur að Handknattleikssamband íslands, sem sótti um að halda keppnina og tók framkvæmdina að sér, stendur frammi fyrir tveimur kostum: Annars vegar að tryggja greiðslu á umrædd- um kostnaði eða gefa keppnina frá sér. „Annað hvort borga íslendingar peninginn með einhverjum hætti eða keppnin er farin," sagði Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri fram- kvæmdarnefndar HM 95, við Morgunblaðið eftirfund með fulltrúum RÚV og Klaus Anders í gærkvöldi. IHF veitti frest til 31. janúar n.k. til að leysa sjónvarpsmálið, en takist ekki samn- ingar hefur Erwin Lanc, forseti IHF, vald til að bjóða öðrum mótshaldið. Ríkisútvarpið boðai til fyrr- nefnds fundar, en þetta var í fyrsta sinn, sem hlutaðeigandi hittust. Helsta ágreiningsmálið var og er ábyrgð viðkomandi varð- andi sjónvarpsmálin. Menn voru sammála um að lög og reglur IHF væru óljósar í þessu efni, en allir héldu fram rétti sínum. Milljónatugir á mllll Ingólfur Hannesson, íþrótta- stjóri RÚV, sagði við Morgunblað- ið að frétt blaðsins um málið frá því í september sem leið, stæði sem stafur á bók. Deilan snerist um hver bæri ábyrgð á sjónvarps- upptökum og sendingum; RÚV hefði gert kostnaðaráætlun, fyrir- tækið væri verktaki í málinu, en spurningin væri hver ætti að borga. Miðað við ámóta þjónustu og sænska sjónvarpið veitti á HM í fyrra væri kostnaðurinn 75 til 95 milljónir, en minni þjónusta þýddi minni kostnað. „Niðurstaða fundarins er sú að við erum langt frá samkomulagi — milljónatugi ber í milli. Hins vegar var ákveðið að nýta þann frest, sem IHF hefur gefið, og reyna að finna sameiginlega lausn,“ sagði Ingólfur. í því sam- bandi nefndi hann tillögu HM nefndarinnar um að reyna að skipta kostnaðinum á ýmsa aðila, hugmynd RÚV um að reyna að draga úr kostnaði, réttindi CWL og könnun á hugsanlegri breyttri afstöðu IHF til málsins. Mótshaldari alltaf ábyrgur Klaus Anders sagði að í öllum alþjóða mótum væri sjónvarps- upptaka og sending á ábyrgð mótshaldara. „Ábyrgð okkar [CWL] samkvæmt samningi við IHF er að finna heimasjónvarps- stöð til að sinna umræddum þætti og því höfðum við samband við RÚV í júní í fyrra. Við lögðum fram tillögur um lausn mála, en RÚV gat ekki gengið að þeim. Við keyptum sjónvarpsréttinn af IHF, en berum ekki ábyrgð á upptöku- og sendingarkostnaði." Anders sagði að menn hefðu reynt að ná saman á fundinum. „Eg bar upp nýtt tilboð; bauð RUV sýningarrétt frá HM 97, Evrópukeppninni og nokkrum knattspyrnuleikjum án þess að greiðsla kæmi fyrir. Nú verður RÚV að endurskoða kostnaðar- áætlunina og við reynum að finna lausn fyrir mánudag, sem IHF sættir sig við.“ Heldurðu að samningar takist? „Ég veit það ekki. Það er erfitt að segja.“ Ertu bjartsýnni nú en fyrir fundinn? „Ég veit það ekki, en það eykur bjartsýnina að RÚV staðfesti áhuga á tilboði okkar. Hins vegar geri ég mér grein fyrir vandamál- unum hér — það er dýrt að leigja nauðsynleg tæki.“ Anders sagði að menn væru ekki á eitt sáttir um hvernig túlka bæri lög og reglur um sjónvarps- málin, hvar ábyrgð hvers lægi. En hver er ábyrgur fyrir kostnaði vegna sjónvarpsupptöku og send- inga? „Við greiddum IHF fyrir sjón- varpsréttinn og því erum við ekki tilbúnir til að borga aftur fyrir sama hlut. Við höfum gert RÚV tilboð og framhaldið er undir RÚV komið," svaraði Anders. Hann áréttaði að mótshaldari hverju sinni bæri ábyrgð á upptökum og sendingum. „I öllum alþjóða mót- um ábyrgist mótshaldari þessa hlið mála.“ Nefndin getur ekki borgað Hákon Gunnarsson sagði að hingað til hefði framleiðslukostn- aður vegna sjónvarpsupptöku og sendinga frá HM í handknattleik lent á Sambandi evrópskra sjón- varpsstöðva, EBU, og aldrei verið neitt vandamál. Hins vegar hefði samningur CWL við EBU runnið út um s.l. áramót og því væri þessi staða kominn upp. „Reglur IHF um sjónvarpsútsendingar eru mjög misvísandi. í ljósi hefðar hefur IHF túlkað það þannig að um leið og borgað hefur verið fyrir sjónvarpsrétt hefur einnig verið greitt fyrir sjónvarpsupp- töku. Um þetta eru að okkar áliti ekki skýrar reglur hjá IHF og um það stendur styrrinn. í fyrsta sinn er EBU ekki aðili að HM og það gerbreytir öllu.“ Hver er þá staðan? „Framkvæmdanefnd HM eða viðkomandi handknattleikssam- band hefur aldrei sett krónu í sjón- varpsupptöku. Sænska hand- knattleikssambandið græddi 60 milljónir á síðustu keppni, sem er sama upphæð og sjónvarpstekjur okkar. Fjárhagslegur grundvöllur framkvæmdaraðilans, sem gegnir ákveðnum skyldum, er farinn, ef þessi peningur fer. Málið er kom- ið á það stig að það snertir marga áhrifaaðila í íslensku þjóðfélagi, langt út fyrir raðir handknatt- leikshreyfíngarinnar. “ Hugað að söfnun Hákon sagði að enn væri tími til að leysa málið. Hann hefði vit- að um stöðu mála og því hefði fátt komið á óvart á fundinum, en næst væri að fá saman aðila til að sameinast um kostnaðinn. Æsispennandi að Hlíðarenda VALSMENN fóru á topp 1. deildarinnar í handknattleik á ný í gærkvöldi, er þeir gerðu jafntefli við Selfyssinga að Hlíðarenda í gærkvöldi, 22:22, í leik sem frestað var um helgina vegna Evr- ópuleiks Selfoss-liðsins. Lengi vel leit út fyrir að heimamenn sigruðu nokkuð örugglega, en seinni hluta leiksins fór Sigurður Sveinsson í gang svo um munaði og Gísli Felix Bjarnason á kost- um í markinu hjá Selfyssingum. Við það þróuðust hlutirnir á annan veg. Mórgunblaðið/Sverrir Gústaf Bjarnason Selfyssingur í færi í gærkvöldi. Það er Valsarinn Ólafur Stefánsson sem gerir tilraun til að stöðva hann. KNATTSPYRNA Toppslagur í byrjun Valsmenn voru talsvert betri í fyrri hálfleiknum; vömin nokk- uð góð, sóknaraðgerðimar markviss- ari en gestanna og Skaoti Guðmundur góður í Hallgrímsson markinu. Selfyssing- skrilar ar virkuðu aftur á móti ekki vel upp- lagðir; líklegt má telja að ævintýra- ferðin til Ungveijalands hafi setið í þeim. Sóknarleikurinn var óömggur og vörnin afleit. Heimamenn höfðu völdin og þriggja marka forystu í leikhléi. Valsmenn héldu sínu striki í upp- hafi seinni hálfleiks svoog forskotinu, en þegar hálfleikurinn var nákvæm- lega hálfnaður náði „Mjaltavél“ Sel- fyssinga að jafna og eftir það var allt í járnum. Gísli Felix reyndist Valsmönnum erfiður og Sigurður Sveinsson, sem hafði satt að segja haft sig mjög lítið í frammi, gerði fímm síðustu mörk gestanna á síð- ustu 11 mínútunum. Það var vel við hæfi að Sigurður gerði síðasta mark- ið; hann jafnaði með þmmuskoti þegar 32 sek. vom eftir. Valsmenn fengu reyndar gullin tækifæri til að tryggja sér bæði stigin á lokasekúnd- unum: Gísli Felix varði frá Ólafi þeg- ar 8 sekúndur voru eftir, knötturinn hrökk til Frosta í vinstra horninu, en knötturinn smaug framhjá fjær- stönginni eftir skot hans í þann mund er síðasta sekúnda leiksins leið. Bæði lið geta betur en í gær; sókn- amýtingin var ekki góð og óvenju mikið um mistök ein§ og slæmar sendingar og að menn misstu bolt- ann. En spennan og dramatíkin bættu það upp. Þorbjörn Jensson þjálfari Vals kvaðst sár að missa annað stigið. „Mér fannst við eiga skilið að vinna. Við áttum meira af dauðafæmm sem klikkuðu í lokin, þannig að ég er ósáttur með jaíntefl- ið,“ sagði Þorbjöm. Einar starfsbróð- ir hans Þorvarðarson var hins vegar ánægður. „Ég held þetta hafi verið sanngjöm úrslit,“ sagði hann. Hveij- um fmnst sinn fugl fagur, en það verður að segjast alveg eins og er að Valsmenn voru nær sigri. Fj. leikja u J T Mörk Stig VALUR 13 9 2 2 323: 283 20 HAUKAR 13 8 4 1 337: 300 20 VIKINGUR 13 7 3 3 349: 321 17 UMFA 13 6 3 4 328: 325 15 FH 13 7 1 5 334: 336 15 SELFOSS 13 5 4 4 341: 331 14 STJARNAN 13 5 4 4 312: 306 14 KA 13 5 3 5 315: 305 13 IR 13 4 2 7 299: 306 10 KR 13 4 1 8 299: 327 9 IBV 13 3 1 9 318: 350 7 ÞOR 13 1 0 12 310: 375 2 Dregið var um tölfuröð í gær fyrir knattspyrnumótin næsta sumar og kom þá í ljós að liðin sem urðu í tveimur efstu sætum 1. deild- ar karla, ÍA og FH, mætast strax í fyrstu umferð. Fyrstu leikimir em; Fram - Stjarnan, ÍA - FH, Þór - ÍBV, Valur - ÍBK og UBK - KR. Síðasta umferðin verður hins vegar þannig að Stjarnan mætir UBK, Fram og FH leika, ÍA og ÍBV, Þór og ÍBK og Valur mætir KR. Fyrsta umerðin hjá konunum verður þannig: Haukar - Dalvík, UBK - KR, Valur - Stjarnan og Höttur fær ÍA í heimsókn. Síðasta umferðin er þannig: Haukar - KR, UBK - Stjarna, Valur - ÍA, Dalvík - Höttur. I 2. deild karla leika í 1. umferð: KA - Selfoss, Víkingur - HK, Þrótt- ur R. - ÍR, Grindavík - Fylkir, Þrótt- ur N. - Leiftur. í síðustu umferð mætast: Selfoss - Þróttur N., KA - HK, Víkingur - ÍR, Þróttur R. - Fylkir og Grindavík - Leiftur. Fyrsta umferð 3. deildar er þann- ig: Haukar - Dalvík, Reynir - Hött- ur, BÍ - Tindastóll, Völsungur - Víðir, Fjölnir - Skallagrímur. Síð- asta umerðin er Dalvík - Fjölnir, Haukar - Höttur, Reynir - Tinda- stóll, BÍ - Víðir og Völsungur - Skallagrímur. URSLIT Valur - Selfoss 22:22 Hlíðarendi, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla, 13. umferð, miðvikudaginn 26. janúar 1993. Gangur leiksins: 3:0, 3:2, 4:3, 5:5, 7:5, 9:6, 12:8, 12:9, 13:10, 14:11, 14:12, 16:13r 17:14, 17:17, 19:17, 19:19, 20:19, 20:20, 21:20, 21:21, 22:21, 22:22. Mörk Vals: Ólafur Stefánsson 7/4, Frosti Guðlaugsson 6, Dagur Sigurðsson 4, Finnur Jóhannsson 3, Jón Kristjánsson 1, Valgarð Thoroddsen 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 11/1 (þar af tvo þannig að knötturinn fór til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Selfoss: Sigurður Sveinsson 9/4, Einar Gunnar Sigurðsson 5, Einar Guð- mundsson 3, Siguijón Bjarnason 2, Oliver Pálmason 1, Gústaf Bjamason 1, Grfmur Hergeirsson 1/1. Varin skot: Gísli Felix Bjarnason 9 (þar af 4 þannig að knötturinn fór til mótheija), Hallgrímur Jónasson 4 (þar af 2 til mót- heija). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar. Rögnvald Erlingsson og Guðjón L. Sigurðsson. Þeir voru ekki sannfærandi; sérstaklega orkuðu nokkrir ruðningsdómar og brottvísanir tvímælis. Knattspyrna Spánn Fyrri leikur lið 8-liða úrslitum bikarkeppn- innar: Tenerife - Real Madrid..............2:1 Betis - Barcelona...................0:0 Zaragoza - Sevilla................ 2:1 Oviedo-Celta........................1:0 Italfa Seinni leikur í 8-liða úrslitum bikarkeppn- innar Torinó - Piacenza....................2?I"* ■Tórinó vann samanlagt 4:3 Parma-Foggia........................6:1 ■Parma vann samanlagt 9:1 Ancona - Venice..................,...2:0 ■Ancona vann samanlagt 2:0 England Deildarbikarinn Átta liða úrslit: Nott’m Forest - Tranmere...........1:1 Portsmouth - Man. United...........0:1 2. deildin: Bristol - Reading..................1:1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.