Morgunblaðið - 27.01.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.01.1994, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 1994 Hin hliðin á íþrótta- og tóm- stundastarfi eftirKatrínu Gunnarsdóttur Vart hefur farið fram hjá borg- arbúum sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað í íþróttamann- virkjagerð -4 síðastliðnum árum. íþróttahúsin, sem íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur, ÍTR, stendur að og greiðir að megin- hluta, hafa risið hvert af öðru og eftir því sem aðstaðan batnar auk- ast möguleikar fólks á hollri hreyf- ingu. En það er einnig önnur hlið á starfi ÍTR sem ef til vill er ekki eins sýnileg. Það er stuðningur við forvarnastarf barna og unglinga. Að mínu mati er það starf ekki síður mikilvægt og skilur jafnvel meira eftir sig. Ég hef átt sæti í íþrótta- og tómstundaráði undanfarin fjögur ár og séð margt jákvætt gerast, þó vitaskuld megi sumt betur fara. Meðal annars kemur það fram í nýlegri könnun, sem gerð var á tómstundum unglinga, að þeir sem taka virkan þátt í félagsstarfi skól- anna hafa mun jákvæðari viðhorf til námsins og skólans en þeir sem heima sátu. Niðurstöður sem þess- ar hvetja okkur sem störfum að þessum málum að gera enn betur, enda er árangurinn ótvíræður. Meðal þess sem fellur undir starfssvið ÍTR er rekstur félags- miðstöðva víðs vegar um borgina. Þar er margskonar tómstunda- starfsemi í boði, svo sem alls kyns klúbbar. Sú ánægjulega þróun hef- ur átt sér stað á undanförnum árum að sífellt fleiri sækja félags- miðstöðvarnar. Þá hefur þátttaka i tómstundastörfum í skólum stór- aukist á síðastliðnvfári, meðal ann- ars vegna lengingar viðveru í skól- um borgarinnar. Á sumrin sér ITR um leikjanámskeið í samvinnu við íþróttafélög, skátahreyfinguna og fleiri aðila og hefur aðsóknin að þessum námskeiðum farið vaxandi Kjósum Júlíus í annað sæti eftirJón Víking Hálfdánarson Nú liggur fyrir okkur sjálfstæðis- mönnum í Reykjavík að velja fram- bjóðendur á lista flokksins í kom- andi borgarstjórnarkosningum. Úr vöndu er að ráða, frambjóðendur til þessa kjörs eru einstaklingar sem hver á sínu sviði hefur til brunns að bera víðtæka þekkingu og reynslu og því tvímælalaust hæfir til verka á sviði borgarmála. Okkur sjálfstæðismönnum bíður vandasamt verk, við þurfum að lesa okkur til og ræða við frambjóðend- ur um stefnu þeirra og baráttumál, kynna okkur frammistöðu þeirra síðastliðin ár og raða mönnum á lista. Að öðrum frambjóðendum í þessu prófkjöri ólöstuðum styð ég ein- dregið Júlíus Hafstein til annars sætis á listanum. Þar fer maður með viðamikla reynslu og mikla þekkingu. Júlíus hefur af ósérhlífni og dugnaði starfað að hinum ólík- ustu málaflokkum, en ber þó hæst starf hans að íþrótta- og æskulýðs- málum. Ég hef kynnst störfum hans og tel mig geta dæmt hann af verk- um hans í gegnum afskipti mín af íþrótta- og félagsmálum, dreng- skaparmaður og orðheldinn er hann og vandvirkur í störfum sínum. Með formennsku í Handknatt- leikssambandi íslands í fimm ár og íþróttabandalagi Reykjavíkur sýndi hann í verki þann dugnað sem þarf til forystu. Júlíus er nú m.a. formað- ur íþrótta- og tómstundaráðs, Um- hverfismálaráðs og ferðamála- nefndar Reykjavíkur. Júlíus er einn- ig formaður þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkur. Til að undirstrika það mikla og óeigingjarna starf á sviði íþrótta- og æskulýðsmála kusu formenn allra sérsambanda innan íþrótta- sambands íslands einróma Júlíus Hafstein_ sem formann Ólympíu- nefndar íslands. Sýnir það bersýni- lega þá miklu virðingu og það mikla traust sem til hans er borið á vett- vangi íþróttamála á íslandi. En staff formanns Ólympíu- nefndar Íslands er, með tilvitnun í orð Gísla Halldórssonar fráfarandi formanns nefndarinnar sl. tvo ára- Jón Víkingur Hálfdánarson „ Júlíus hefur af ósér- hlífni og- dugnaði starf- að að hinum ólíkustu málaflokkum.“ tiigi, „hægt að líkja við störf utan- ríkisráðherraembættis ríkisstjórn- ar“. Nú á ári íþrótta og Ólympíuhug- sjónarinnar hefur valist maður til starfa sem á sinn einstaka hátt mun halda merki íslands hátt á lofti hér heima sem og á erlendum vettvangi. Hógværð frambjóðandans Júlíus- ar Hafstein er öllum kunn og veit ég að fáir komast samt hjá því að verða verka hans varir, nægir það eitt að líta í kringum sig í okkar fögru borg, glæsileg íþróttamann- virki, verndun og endurbygging söguminja og nýtt holræsakerfi bera því glöggt merki. Júlíus hefur á stefnuskrá sinni stórfellda eflingu Reykjavíkur sem funda- og ráð- stefnuborg, markvisst hefur verið unnið á þeim vettvangi af hálfu Júlíusar og ber þar hæst frum- kvæði hans að stofnun Ráðstefnu- skrifstofu Reykjavíkur. Virðum það sem vel er gert og styðjum Július Hafstein til forystu, kjósum hann í 2. sæti í komandi prófkjöri. Höfundur er markadsstjóri. Katrín Gunnarsdóttir „Athyglisverð tilraun hefur verið gerð með svonefnd putalinga- námskeið fyrir börn á leikskólaaldri.“ með hverju ári. Þessi aukning tóm- stundaiðkunar meðal barna og unglinga er að mínu mati mjög jákvæð og á örugglega eftir að skila sér út í þjóðfélagið. Þá má nefna að athyglisverð tilraun hefur verið gerð með svo- nefnd putalinganámskeið fyrir börn á leikskólaaldri. Þau þykja hafa mjög þroskandi áhrif á börnin en jafnframt leysa þau oft dagvist- unarvanda foreldra vegna sum- arfría á leikskólum borgarinnar. Ég tel að betur megi útfæra þetta samstarf við dagvistun barna og að hér sé mjög spennandi verkefni á ferðinni. Þótt ég telji að vel hafi verið staðið að uppbyggingu æskulýðs- og íþróttamála hjá Reykjavíkur- borg undanfarin fjögur ár er samt enn margt sem betur má fara. Ég hef mikinn hug á því að starfa áfram að þessum málum sem og öðrum málefnum borgarinnar. Ég býð mig fram í 6. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík sem fram fer um helgina. Ég hvet alla sjálfstæðismenn til að taka þátt í prófkjörinu og óska eftir stuðningi þínum. Höfundur tekur þátt íprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Bætt þjónusta við atvinnulausa eftir Jónu Gróu Sigurðardóttur Með vaxandi atvinnuleysi hefur álag á Ráðningastofu Reykjavíkur- borgar aukist gífurlega og þar af leiðandi hefur ekki verið hægt að þjóna fólki á atvinnuleysisskrá sem skyldi. Vegna þessá hefur verið unn- ið að endurskipulagningu á starf- seminni. Reykjavíkurborg festi nýlega kaup á stærra og betra húsnæði undir Ráðningastofuna, sem er 700 m2 rými við Engjateig 11. Þetta húsnæði uppfyllir vel þær kröfur sem gerðar eru. Húsnæðið er miðsvæðis,. liggur vel yið strætisvagnaleiðum, hefur næg bílastæði og gott aðgengi fyrir fatlaða. Atvinnumiðlun fatlaðra er starfrækt innan Ráðningarstof- unnar. Ákveðið hefur verið að breyta um nafn þegar flutt verður í nýja húsnæðið, og mun starfsemin þá kallast Vinnumiðiun Reykjavíkur- borgar, sem þykir hæfa betur hlut- verki hennar. Vinnumiðlunin tölvuvædd Ráðningastofan hefur verið tölvuvædd og hugbúnaðurinn verið í þróun samhliða notkun hans. Tölvuskráning gjörbreytir möguleik- unum á vinnumiðlun og er forsenda þess að hægt sé að ná settum mark- miðum: • Með tölvukerfinu verður hægt að fá fram alla sem uppfylla sett skilyrði fyrir hverju starfi. • Eyðublöð sem atvinnuleitendur þurfa að fylla út hafa verið end- urhönnuð með það fyrir augum að auka möguleika vinnumiðlun- ar. • Gert er ráð fyrir að starfandi verði atvinnuráðgjafar og félags- ráðgjafí og mönnum veitt ráðgjöf í samræmi við þarfir hvers og eins þegar þeir koma til skrán- ingar í fyrsta sinn. • Reynt verður að þróa skilvirkar starfsaðferðir til að leiðbeina umsækjendum sem þess óska um færar leiðir í atvinnuleysinu, þar á meðal atvinnuleit, námsval með hliðsjón af atvinnumögu- leikum, framfærsluleiðir, rétt- indi, skyldur og fleira. „Atvinnumálanefnd Reykjavíkurborgar er stjórnarnefnd Ráðninga- stofu Reykjavíkurborgar. A vegum nefndarinnar verðilr unnið að settum markmiðum, en hafa verður í huga að umskipti þau, sem gert er ráð fyrir hjá stofnuninni, tekur nokkurn tíma að þróa, en þar mun reynsla, bæði okkar og í öðrum löndum, verða höfð að leiðarljósi.“ Horft til framtíðar Atvinnumálanefnd Reykjavíkur- borgar er stjórnarnefnd Ráðninga- stofu Reykjavíkurborgar. Á vegum nefndarinnar verður unnið að settum markmiðum, en hafa verður í huga að umskipti þau, sem gert er ráð fyrir hjá stofnuninni tekur nokkurn tíma að þróa, en þar mun reynsla, bæði okkar og í öðrum löndum, verða höfð að leiðarljósi. Höfundur er formaður Atvinnu- málanefndar Reykjavíkurborgar og frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðismanna. Björgólfur Guðmundsson er svar- ið við erfiðleikum í atvinnulífinu eftir Hauk Hjaltason Það er ósköp einfalt mál. Próf- kjör stjórnmálaflokka gefur okkur kjósendum tækifæri á að stilla upp framvarðarsveit einstaklinga sem við treystum til að halda utan um málefni sem varða okkur öli. Því er mjög áríðandi að við nýtum okk- ur tækifærin og veljum til þess full- trúa sem hafa þekkingu og reynslu sem nýtist okkur. Þessir fulltrúar hafa síðan áhrif á líf okkar og starf með beinum eða óbeinum hætti næstu árin. Því verðum við að vanda válið, ekki síst með tilliti til að- stæðna hveiju sinni. Baráttuþrek og bjartsýni Nú hefur boðið sig fram til starfa fyrir okkur Björgólfur Guðmunds- son. Þeir sem hafa haft kynni af Björgólfi bera honum vel söguna. Um er að ræða heilsteyptan og skipulagðan mann sem virðingar nýtur jafnt meðal samstarfsaðila og mótheija. Þó að margir mann- kostir prýði Björgólf er ef til vill annað í hans fari sem skiptir okkur borgarana enn meira máli einmitt nú. Staðreyndin er sú að þessi maður hefur víðtæka reynslu og hæfileika á sviði viðskipta og at- vinnu, ekki aðeins á landsvísu held- ur á alþjóðlegan mælikvarða. Einn- ig er Ijóst að baráttuþrek Björgólfs mun gagnast okkur sjálfstæðis- „Baráttuþrek Björgólfs mun gagnast okkur sjálfstæðismönnum í komandi kosningum.“ mönnum í komandi kosningum. Oft var þörf en nú er nauðsyn Við borgarbúar vitum að fram- undan er uppbygging í atvinnulífi og bráðnauðsynlegt er fyrir okkur að skapa ný atvinnu- og sóknar- tækifæri fyrir borgina. Við borg- arbúar vitum að ef ekki er unnið á markvissan hátt að uppbyggingu og athafnalífi höfuðborgarinnar mun hún hægt og rólega missa fótanna og hættir fljótt að vera það örugga hreiður sem við borgarbörn- in njótum nú. Því verðum við að leita að mönnum sem hæfir eru til að meta og skapa grundvöll til nauðsynlegrar uppbyggingar. Til viðbótar verða þessir einstaklingar að hafa kraft til að fylgja átakinu eftir. Við þurfum eldhuga sem beita sér fyrir framþróun, ekki síst þegar tímar baráttu eru framundan. Réttur maður á réttum stað og stundu Við Islendingar höfum oftast verið lánsamir þegar hættu og erf- iðleika ber að. Svo sérkennileg hef- ur heppni þessi verið að þegar þörf- Haukur Hjaltason in hefur verið sem brýnust hafa birst á sjónarsviðinu menn sem hafa hæfileika til að glíma við mót- lætið. Björgólfur er einmitt réttur maður á réttum stað og stundu. Reynsla hans, hæfni og vilji til verka fyrir okkur borgarbúa berst einmitt á hárréttum tíma fýrir okk- ur. Við verðum að nýta okkur þær lausnir sem bjóast hveiju sinni. Við þurfum á Björgólfi að halda einmitt nú. Kæru samborgarar og sjálf- stæðismenn. Látum ekki happ úr hendi sleppa, kjósum Björgólf í 5. sæti. Teflum fram okkar sterkustu mönnum á örlagastundu. Höfundur er framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.