Morgunblaðið - 27.01.1994, Síða 11

Morgunblaðið - 27.01.1994, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 11 Sigrún Grendal Jóhannesdóttir píanóleikari og Pálína Árnadóttir fiðluleikari. Einleikaraprófstón- leikar í Háskólabíói SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands og Tónlistarskólinn í Reykjavík halda tónleika í Háskólabíói fimmtudaginn 27. janúar og hefjast þeir kl. 20. Tónleikarnir eru fyrri hluti einleikaraprófs tveggja nem- enda Tónlistarskólans í Reykjavík, Pálínu Árnadóttur fiðluleikara og Sigrúnar Grendal Jóhannesdóttur píanóleikara. Á efnisskrá eru Konsert í D-dúr op. 6 fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Paganini, einleikari Pálína Árna- dóttir, Konsert í G-dúr fyrir píanó og hljómsveit eftir Ravel, einleikari Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, og Sinfonische Metamorphosen um stef eftir C.M. von Weber eftir Hindemith. Stjórnandi er Bernharð- ur Wilkinson. Aðgöngumiðar eru seldir við inn- ganginn. gerð ítarleg skil. Gömul, slitleg kona á þangað erindi og aldurhniginn ekk- ill fær sér ölglas; þreyttar, lífsreynd- ar persónur. Ófyrirleitinn poppari leikur sér að saklausri, samviskus- amri sál. Blóðheit og geðrík kona yfirgengur heimóttarlegan eigin- mann, sem sífellt biður afsökunar á sjálfum sér. Tortrygginn fauti, dæ- migerður ofbeldismaður, treður á vanfærri eiginkonu með ofstopa og heift. Þá eru tveir góðlegir og bangsalegir fituklumpar komnir á sviðið, jórtrandi par, sem starir sljó- um augum á sjónvarpsskjá. Hún grenjar eins og barn, þegar hún seg- ist ekki hafa verið með sjálfri sér síðan að Elvis dó. Bitur lausakona kemur flaumósa inn, rekur raunir sínar og heitir því að þetta sé í síð- asta sinn, sem hún elski .einhvern. Og nær lokum bregður Þráinn sér í gervi lítils drengs, sem leitar að föð- ur sínum á kránni. Jafnvel í því hlut- verki bregst honum ekki bogalistin. Öllum þessum persónugérvingum vil ég gefa fyrstu ágætiseinkunn. Ljóst er, að Sunna Borg og Þráinn Karis- son virðast njóta þess að glíma við þessa óvenjulegu persónusyrpu og það dregur ekki úr ágæti sýningar- innar. Nýtt leikhús LA í Þorpinu er athyglisverður þáttur i blómlegu starfi, sem hlýtur að vekja athygli. Það er ástæða fyrir Norðanmenn að leggja leið sína út fyrir á og margur hefur brugðið sér á milli flórðunga af minna tilefni en frá- bærri leiksýningu. Þráinn Karlsson og Sunna Borg marki, sem hún fær ekki við ráðið, eru steyptar burðarsúlur, sem skyggja sumstaðar nokkuð á. Þá er áhersla lögð á beitingu ljósabúnaðar, sem Ingvar Björnsson hefur hannað og gætir nauðsynlegrar nákvæmni í dökku, litbrigðalausu umhverfi. Bún- ingar Helgu I. Stefánsdóttur eru einkar vei teiknaðir og dylst ekki, að samvinna hennar og Freygerðar Magnúsdóttur búningameistara og Rögnu Aðalsteinsdóttur hefur tekist sérlega vel. En hæst ber leik Sunnu og Þráins. Hvort um sig fara þau með sjö hlutverk eins og áður er getið. Skiptingar eru ótrúlega hraðar og nákvæmar, svo jaðrar við að kall- ast megi íþróttaafrek, og mótun þessa ólíka fólks er skýr og sannfær- andi í stóru sem smáu. Þau gera raunar meira en að svara kröfum í hlutverkum sínum. verksins, en nýta sér styrk þess, sem minnst var á hér að framan, nota sér frelsið og dýpka persónugerðirn- ar og túlka þær með skýrum og lif- andi dráttum. Og þar verður ekki gert upp á milli. Hamskiptin eru ávallt hnökralaus og ekki örlar á því, að sérkennandi drættir persónu- leikanna færist á milli hlutverka. Hún og Hann, eigendur krárinnar, tengja atriðin saman. í erlinum við barborðið þar sem þau afgreiða ósýnilega viðskiptavini af alúð og lip- urð fléttast inn í kuldaleg átök hjón- anna, sprottin af harmi, sem búið hefur um sig innan þagnarmúra. Uppgjör þeirra í leikslok er túlkað á áhrifamikinn og sannfærandi hátt. Hér verður hinum ýmsu ólíku per- sónum, sem rekast inn á krána, ekki Jóna Gróa Sigurðardóttir gefur kost á sér í 3. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna borgarstjórnar- kosninga í Reykjavík ATKVftÐASE.Ð\LU iS,„ F/ES ji«ír ióstra Uppbygging, jafnvægi og festa Með því að velja Jónu Gróu í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjómarkosningamar stuðlum við að uppbyggingu, jafnvægi og festu. Þessi þrjú orð lýsa einkar vel þeim áherslum sem verið hafa í starfi meirihlutans í borgarstjóm. Þar hefur Jóna Gróa verið mikilvægur hlekkur, með víðtæka reynslu af atvinnumálum, ferðamálum, menningarmálum og húsnæðismálum aldraðra. Skrifstofa stuöningsmanna Jónu Gróu Sigurðardóttur er aö Suöurlandsbraut 22, símar 880812, 880813, 880814 og 880815

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.