Morgunblaðið - 27.01.1994, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 27.01.1994, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGÚR 27. JANÚAR 1994 „ þe-tía, Qengur- ekJcí, SLi/riundurr bleJuriu hug/eift a£ fci Þef sícirf i óÖmu Qrtirvpq uiS?“ grtin,pg 01993 Farcus Cartoons/Dislributed by Universal Press Syndicale Ég sagði ekki að þú værir sífullur. Ég sagði bara að þú hlytir að hafa drukkið tals- vert síðan þú fórst síðast í meðferð, því það er alltaf vínlykt af þér. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Hvað tekur við - eftir dauðann? Frá Þorsteini Guðjónssyni: Með lærisveinum Hann á götu gekk, sem gjaldið reiddi fram úr hjartans sjóði, og ljúfri rigning lokið upp sá fékk, sem líkamningur var af holdi og blóði, - sem líkamningur var af holdi og blóði. Förin til Emmaus. - ÞG. Nýútkomin er bók eftir séra Karl Sigurbjömsson, um áhugavert efni, framlíf eða framhald einstaklings- tilveru eftir dauðann, og er nafn bókarinnar í spurningarformi: „Hvað tekur við þegar ég dey?“ Þar sem lítið virðist ætla að verða ritað um bók þessa, og síst í neinni al- vöm, vil ég fara um hana nokkrum orðum. Tek ég upp aðalspurningar höfundarins ásamt svörum hans, en læt þess um leið getið, hveiju ég munclj svara, væri ég spurður. Hvað tekur við þegar ég dey? Hvað tekur við eftir dauðann? Svar KS: „Maðurinn hefur aldrei þolað þá tilhugsun, að dauðinn sé það sem sýnist; upplausn, eyðing, gleymd. Tilhugsunin um líf eftir dauðann virðist óijúfanlega buhdin sjálfsvitund mannsins." I fyrri setningunni er talað um tilfinningar sem tengjast því að' hugsa til dauðans. í síðari setningunni hugleiðir höfundur, hvernig vitund manna um sjálfa sig leiðir til þess að þeir fara að spyija sig um framhald lifsins. En þegar kemur að þvi að svara spurningunni segir KS að fyrir hendi séu tveir möguleikar. Nr. 1: Endurburður og nr. 2: „Að líf mannsins sé álitið eitt og endanlegt, sem stefnt sé fram fyrir Guð.“ Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu verður framvegis varð- veitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sém er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir s’em afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Hver skilur þetta? Með svo ófullkomnu svari sem þessu er KS að leggja beina braut fyrir endurburðartrúna, sem hann telur sig þó vilja andmæla. Svar ÞG: Ég vakna brátt eftir dauðann í nýjum líkama í nýju mannfélagi. Stilliáhrif ráða því, hvar þetta verður, og liðinn æviferill, en venjulegast er þetta þar sem framliðnir ættingjar eru fyrir. Hvað er upprisa? Svar KS: „Vegna syndarinnar skilja hold og önd í dauðanum, en sá aðskilnaður er ekki endanlegur. Guð er eilífur og í hendi hans er líf og sál. Hann reisir af dauða. En það verður ekki forgengilegur líkami heldur andlegur, ummynd aður, ódauðlegur, í dýrðinni." Svar ÞG: Að baki þessara orða virðist liggja hin eldforna hugmynd um „upprisu á dómsdegi", en það leikrit hafa menn hugsað sér að fara myndi fram einhverntíma í framtíðinni, stundum á einhveiju sérstöku merkisári, eins og árinu 1000, en þegar það brást: 1030 og mörg önnur ártöl hafa síðan verið reynd. Nú þegar við ritum 1994 mætti nefna 2130 eða 3170 sem dómsdagsár eins og hvert annað. Upprisusagan sjálf er hinsvegar næsta ólík kenningarkerfi guð- fræðinnar ' og er ein hin merkilegasta líkamningafrásögn sem til er. Hún er „spíritismi“ í þeim skilningi, að um var að ræða samband við framliðinn. Hinn látni gekk um meðal manna, talaði við þá, át mat með þeim og rifjaði upp fyrri atvik. Að lokum „hvarf hann þeim í skýi“, þ.e. líkamningurinn leystist upp í mökk og fluttist burt, væntanlega til betra lífs á öðrum hnetti. — Upprisusagan getur vel staðist sem raunhæft dæmi þess, að maður aflíkamast á einum stað og endurlíkamast á öðrum. Hvað með þá sem ekki trúa? („Hvað um þá...“) Svar KS: „Óvitinn og hinn þroskahefti geta á tíðum kennt okkur meira um það (skilyrðislaust traust) en vitringurinn. Þeirra er himnaríki." KS minnist í svari sínu ekki á neina aðra vantrúarmenn en hina þroskaheftu. Mætti því ítreka þá spurningu, hvaða framlífskjör KS ætlar þeim, sem eftir eigin ákvörðun reyna að skilja efni þessa mikla máls, mynda sér raunhæfa skoðun. Svar ÞG: Það, að við getum átt von á því eftir dauðann að hitta þá sem hér voru þroskaheftir, í góðu ástandi, stafar af því, að þar er þekking, mannúð og lækninga- möguleikar á. hærra stigi. En margir, sem áttu erfitt með að sætta sig við mótsagnir kirkju- kenninganna og sjálfir reyndu að hugsa, lifa nú ágætu lífi eftir dauðann. Er samband milli lifandi fólks og framliðinna? Svar KS: „í flestum tilvikum tel ég að sé um að ræða eitthvað sém tilheyri okkar heimi, hugsanlega í einhverri annarri vídd en við erum vön. KS hefur eftir barni: „Engill drottins tók á sig mynd mömmu til þess að ég tæki mark á þessu.“ Svar ÞG: Það er óefað ekki rétt, að sú reynsla sem fólk telur sig hafa af sambandi við framliðna, sé að mestu leyti misskilin jarðnesk atvik („eitthvað sem tilheyrir okkar heimi“). Þetta er sálfræðikenning, en ekki kristindómur. Fyrir 50-100 árum, meðan kristni mátti sín meir en nú, hefðu prestar risið öndverðir gegn þessu. En satt er það, að sam- bandsreynsla miðast oft af minn- ingum þess er við tekur („mótunar vald minninganna". ÞJ). Og sé dæmi KS af baminu rétt, þá er það eitt af mörgum dæmum þess, að lengra komnir verða að „skipta litum og líkjum" við einhvern jarðneskan, oft lifandi jarðneskan, til þess að geta birst hér. Sbr. söguna „Stýrðu í norðvestur“, þar sem hinn aðvarandi „engill", þ.e. stjörnubúi, líkamnaðist í mynd skipstjórans á hinu hætt komna skipi. Misskilningur er það, að „4., 5. eða 6. vídd“ séu einhver dulræn hólf sem geti komið í staðinn fyrir heim hinna framliðnu. Slíkt er dulræna, en ekki eðlisfræði og ekki kristindómur. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar að var snjöll hugmynd hjá Eim- skipi að halda upp á 80 af- mælið á þann hátt að lýsa upp hina fögru skrifstofubyggingu félagsins í miðbænum. Víkveiji hefur áður gert að umtalsefni hve dimmur og drungalegur miðbærinn er í skammdeginu og því er það fagnað- arefni þegar einkafyrirtæki gera átak til að lýsa upp umhverfið. Fleiri fyrirtæki og stofnanir ættu að fylgja fordæmi Eimskips. Og borg- aryfirvöld þurfa að taka sig taki og stórbæta götulýsingu, sérstak- lega í Austurstræti. Kaflinn frá Lansbankanum að Ingólfstorgi er t.d. einn drungalegasti staðurinn í allri borginni. xxx Þegar miðbærinn er skoðaður blasa við Ijölmargar bygging- ar sem myndu taka sig sérlega vel út að kvöldlagi væru þær upplýst- ar. Skal fyrst til telja sjálft Stjórnar- ráðshúsið við Lækjartorg, Safna- húsið við Hverfisgötu og Tollhúsið við Tryggvagötu. Ennfremur myndu bankastofnanir og Dómhús- ið taka sig vel út upplýst. Hins vegar er varla hægt að bjarga Seðlabankabyggingunni þótt hálf Blönduvirkjun yrði notuð til að lýsa hana upp, svo yfirþyrmandi drungi er yfir þeirri byggingu. xxx Sem áhugamaður um íþróttir verður Víkveiji að játa að hon- um þykir ekki mikil reisn yfir undir- búningi íslendinga fyrir Heims- meistarakeppnina í handknattleik 1995. Undirbúningurinn hefur ein- kennst af vandræðum og aula- gangi, að því er virðist. Ekki varð það til að bæta ástandið þegar upp- lýstist að helmingur áhorfenda í Laugardalshöll yrði að standa upp á endann! Fyrst tókst íslendingum að fá alþjóðasambandið til að falla frá kröfum um 7.000 manna hús niður í hús sem tæki 4.200 manns og nú er upplýst að aðeins helming- ur þeirra fær sæti. Þetta gerist á sama tíma og um allan heim er verið að leggja niður stæði í íþrótta- mannvirkjum af öryggisástæðum. Ef við getum ekki séð um HM ’95 með sóma er betra að afhenda ein- hveijum öðrum framkvæmd leik- anna. xxx Blaðið Suðurnesjafréttir er með dálk sem heitir Lág í loftinu. Þar eru lagðar spurningar fyrir unglinga. Ung stúlka var spurð um það í nýlegum pistli hvaða matur henni þætti beztur og verstur. Og svarið var á þá leið að pitza væri bezt en fiskur verstur. Er þetta ekki tímanna tákn? XXX Hún vakti athygli fréttatilkynn- ingin um nýju lánskjaravísi- töluna sem Seðlabankinn sendi frá sér á dögunum. Þar stóð orðrétt: „Hækkun lánskjaravísitölu frá mánuðinum á undan varð -0,09%“! Allir aðrir en hagfræðingar hefðu líklega orðað setninguna svona: Lækkun lánskjaravísitölu frá mán- uðinum á undan varð 0,09%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.