Morgunblaðið - 27.01.1994, Síða 36

Morgunblaðið - 27.01.1994, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 Helga Halldórs- dóttir - Minning Fædd 31. desember 1912 Dáin 20. janúar 1994 í dag er til grafar borin kær mágkona mín, Helga Halldórsdóttir Thorlaeius. Hún var fædd í Hnífs- dal 31. desember 1912. Foreldrar hennar voru Guðríður Mósesdóttir og Halldór Pálsson útvegsbóndi í Hnífsdal, sem þekktur var sem mik- ill aflamaður. Helga ólst upp á heimili foreldra sinna ásamt systk- inum sínum, sem eru Páll kennari og organisti, Guðmundur skipstjóri og Margrét húsmóðir, sem öll eru látin, Aðalheiður, sem er gift undir- rituðum, auk fósturbróður þeirra, Jóakim Pálssyni kennara. Sextán ára fór Helga að heiman til Reykja- víkur þar sem hún gekk í Kvenna- skólann í tvo vetur. Eftir það stund- aði hún' verslunarstörf að mestu leyti þar til hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðmundi Ó. Thorlacius skipstjóra, hinn 9. nóv- ember 1939. Þau stofnuðu heimili sitt á Nýlendugötu 20, sem var æskuheimili hans, og áttu þau þar heima allan sinn búskap fyrir utan tvö ár sem þau bjuggu á Isafirði, en hann var þá skipstjóri á skipi þaðan. Þau eignuðust tvær dætur, Sigríði og Guðríði. Sigríður er gift Ragnari Siguijónssyni og eiga þau tvö börn, Guðmund, sem stundar laganám við Háskóla íslands, og Ragnhildi, sem er stúdent frá Versl- unarskóla íslands. Sambýlismaður Guðríðar er Hannes Árnason og eiga þau einn son, Guðmund Árna. Helga var glæsileg kona og fram- úrskarandi húsmóðir. Hún var mik- il hannyrðakona og hafði yndi af öllu sam fallegt er. Listaverk henn- ar sem prýða heimilið myndu sóma sér vel á hvaða listasafni sem væri. Helga var mikil félagskona. Vann hún mikið við Kvennadeild Slysa- varnafélagsins og var ein af stofn- endum kvenfélagsins Öldunnar. Heimili þeirra hjóna var mikið sótt af frændum þeirra og vinum því Helga var afar frændrækin. Við áttum þar margar góðar og ánægjulegar stundir sem gott er að minnast, ekki síst á gamlárs- kvöldum. Þá var sungið og spilað langt fram á nótt og allir skemmtu sér vel. Það munu margir sakna Helgu á Nýlendugötunni. Það var svo notalegt að koma þar og þiggja kaffísopa eða aðrar góðgerðir. Síðustu árin átti hún við heilsu- leysi að stríða. Sjónin var farin að bila og varð hún að þola alls konar veikindi þar til hún lést á hjarta- deild Borgarspítalans hinn 20. jan- úar síðastliðinn. Við hjónin söknum Helgu mikið. Við vottum eigin- manni hennar, dætrum, tengdason- um og barnabörnum innilega sam- úð. Gísli Jónasson. Látin er í Reykjavík föðursystir mín, Helga Halldórsdóttir Thorlac- ius. Minningarnar streyma fram nú er hún er öll. Svo nátengd var Helga mér að flestar mínar æskuminning- ar tengjast henni beint eða óbeint, enda samgangur mikill milli heimil- anna. Helga var sérstaklega minn- ug og hafði gaman af að rifja upp liðna tíð. Einnig kunni hún heilu ljóðin og kvæðabálkana utan að. Vegna frásagnargleði, kímni og t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA ÁRNADÓTTIR (GÓGÓ), Hverfisgötu 87, Reykjavik, lést í Landspítalanum 20. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til heimahlynningar Krabbaméinsfélagsins og starfsfólks á deild 11 -A. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Þökkum sýnda samúð og hlýhug. Árni Finnbogason, Margrét Bjarnadóttir, ingibjörg Finnbogadóttir, Sigurjón Ingvason, Sigrföur Finnbogadóttir, Ármann Jónasson, Guðrún Finnbogadóttir, Júlíus ívarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, SVEINN H. SIGURJÓNSSON, Óðinsvöllum 19, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 29. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Jóhanna Einarsdóttir og aðrir aðstandendur. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, REYNIR GUÐMUNDSSON málarameistari, Ósabakka 7, Reykjavík, lést 20. janúar. Kveðjuathöfn ferfram í dag, fimmtudaginn 27. janúar kl. 13.30 í Fossvogskirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minn- ast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Bjargey Guðmundsdóttir, Guðbjörg Reynisdóttir, Magnús Stefánsson, Erna Reynisdóttir, Guðmunda Reynisdóttir, Haukur Reynisson, Bryndfs Reynisdóttir, Thelma Reynisdóttir, Guðmundur Ásgeirsson, Helgi Ágústsson, Eygló Einarsdóttir, Guðmundur Brynjarsson, barnabörn og barnabarnabörn. hæfíleika frænku minnar til að láta viðmælanda sinn vera í aðalhlut- verki, standa atburðir frá bernsku minni ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um. Sumt í raun fyrir mitt minni en annað vegna þess að oft var um það rætt og rifjað upp. Ein mín fyrsta bemskuminning er þegar við fjölskyldan komum fljúgandi heim frá Danmörku 1949 eftir rúmlega ársdvöl erlendis. Þá beið múgur og margmenni að mér fannst, að taka á móti okkur, flest kunnugleg and- lit frændfólks. Og víst er um það að fyrstu nóttina eftir heimkomuna gistum við hjá Helgu _ og Guð- mundi. Segja má að heimili þeirra Helgu og Guðmundar hafí staðið um þjóðbraut þvera. Gestir og gangandi voru ávallt velkomnir á heimili Helgu og Guðmundar og nutu þar hlýju og gestrisni, enda var oft skroppið vestur eftir að hitta frændfólkið. Seinna var líka komið við hjá Jakobsen í bæjarferðum, en þar unnú þær systur Helga og Heiða um árabil. Mikill samgangur var við öll föð- 'ursystkin mín og fjölskyldur þeirra. Enda voru þau systkinin svo sam- rýnd að aldrei nefndu þau hvert annað öðruvísi en að láta fylgja með bróðir eða systir. Þau systkinin voru í aldursröð þessi: Páll, Guðmundur, Margrét, Aðalheiður og Helga yngst. Einnig ólst upp með þeim Jóakim Pálsson. Foreldrar þeirra voru Halldór Pálsson, útvegsbóndi í Heimabæ í Hnífsdal, og kona hans, Guðríður Mósesdóttir. Nú eru Jóakim og Heiða ein eft- ir af þessum systkinahópi. Heiða sér nú á eftir systur sinni gg bestu vinkonu. Þær voru einatt nefndar í sömu andránni. Gaman hafði Helga af því að spyija bömin sín sposk á svip: „Hvað heiti ég?“ og fram eftir öllum aldri var svarið hjá þeim öllum „Helga Heiða“ og þá var Helgu minni skemmt. Og enn hvarflar hugurinn til æskuáranna þegar við frænkurnar, dætur Helgu og Guðmundar og ég, dvöldum sumarlangt hjá Möggu frænku í Hnífsdal og að hausti sótti Helga okkur. Við fórum með skipi frá ísafirði í Stykkishólm og þaðan með rútu suður. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar Helga var að benda okkur á Kerlinguna í Kerlingarskarði. Annað ferðalag var líka eftirminnilegt. Þá höfðum við dvalist um mánaðartíma á Siglu- firði í tilefni af áttræðisafmæli ömmu Guðríðar, sem bjó hjá Heiðu frænku og hér fyrir sunnan og nokkur ár á Siglufírði. Er farið var að huga að heimferð varð það úr að Gísli Jónasson, maður Heiðu, skyldi keyra okkur til Akureyrar og þaðan skyldi siglt suður. Ferðin endaði í Siglufjarðarskarði vegna fannfergis þótt í júlí væri. Stukkum við krakkamir á undan fullorðna fólkinu niður í bæinn og ekki væri þessi'ferð eftirmiiinilegri þótt við hefðum komist á leiðarenda. Nú er komið að ferðalokum hjá frænku minni. Hér skal látið staðar numið í þessum minningarbrotum. t Elskulegi sonur okkar, bróðir, barnabarn og unnusti, INGI PÁLL HELGASON, lést í Borgarspítalanum 24. janúar. Egill H. Kristinsson, Hrönn Pálsdóttir, Sigurjón Elvar, Páll Helgason, Jónína Jakobsdóttir, Steinunn Garðarsdóttir og unnusta. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, PETRA HELGA CHRISTIANSEN kjólameistari, lést í Borgarspítalanum 21. janúar. Útförin hefur fram í kyrrþey. Rose-Marie Christiansen, Bragi Hansson, Pétur Karl Kristjánsson, Erla Sólveig Kristjánsdóttir, Grétar Ómar Guðmundsson, Kristján Harrý Kristjánsson, Ágústa Ólafsdóttir og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, HALLDÓRU ÞÓRÐARDÓTTUR, Stóra Saurbæ, áður húsfreyju á Hjarðarbóli, Ölfusi, fer fram frá Kotstrandarkirkju, íaugardaginn 29. janúar kl. 13.00. Börn hinnar látnu. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall móður minnar, tengdamóður, ömmu og systur, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR frá Kaldárbakka. Fyrir hönd aðstandenda, Elfn Bergsveinsdóttir Corbin. Helga var mikil gæfukona í sínu einkalífí. Hún var gift miklum önd- vegismanni, Guðmundi Thorlacius skipstjóra. Þau bjuggu allan sinn búskap, yfir 50 ár, á Nýlendugötu 20j utan ein tvö ár er þau bjuggu á Isafirði. Dætur þeirra eru Sigríður, gift Ragnari Siguijónssyni og eiga þau tvö börn, og Guðríður, hennar mað- ur er Hannes Árnason, þau eiga einn son. Þeim öllum, Heiðu og öðru venslafólki votta ég hluttekningu mína. Margrét Pálsdóttir. í dag minnumst við kærs vinar, Helgu Halldórsdóttur, sem andaðist í Borgarspítalanum 20. janúar síð- astliðinn. Heilsu hennar hafði farið hrakandi um skeið, svo nokkuð ljóst var að hveiju stefndi. Eflaust er hún frelsinu fegin, en við söknum hennar sárt, því hún hafði þann eiginleika að sjá lífið alltaf í já- kvæðu Ijósi. Þrátt fyrir dvínandi lík- amlegan þrótt síðustu árin æðraðist Helga aldrei og gat stundum virst of hörð við sjálfa sig, þó hún væri mild gagnvart öðrum og vildi hvers manns vanda leysa. Kynni okkar spönnuðu áratugi. Aldrei féll þar skuggi á og er óhætt að segja að það sé fyrst og fremst mannkostum Helgu og manns hennar, Guðmund- ar Thorlacius, að þakka. Þau hjónin voru einstaklega samrýnd þótt þau væru hvort um sig sjálfstæð í skoð- unum. Líf þeirra einkenndist af reglusemi, vinnusemi, góðmennsku og glaðværð. Verður seint fullþakk- að að hafa fengið að kynnast og eiga. samleið með svo elskuríku fólki. Helga og Guðmundur eignuð- ust tvær myndarlegar dætur, Sig- ríði og Guðríði, sem báðar eru gift- ar góðum mönnum. Það veitti Helgu ætíð mikla gleði að fylgjast með uppvexti barnabarnanna þriggja og var mjög kært með þeim öllum. Helga var alin upp í Hnífsdal og missti ung föður sinn sem fórst í sjóróðri. Það hefur áreiðanlega haft djúpstæð áhrif á öll lífsviðhorf hennar sem einkenndust af æðru- leysi og trú. Guðmundur maður hennar var lengi togaraskipstjóri og síðar eftirlitsmaður hjá SH. Helga hafði þann myndugleik sem lífsreynslan gefur sumum og var mikið jafnræði með þeim hjónum. Missir hans er því mikill. Við biðjum Guð að styrkja Guðmund Thorlacius og fjölskyldu hans í sorg þeirra. Helgu óskum við góðrar ferðar á ljóssins vegum. Vala og Pétur, Inga og Þorvaldur. liRFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A N sími 620200 f . ÚTFARARSÁLMAR T ÞAKKARKORT T Gott verð, stuttur afgreiðslutlmi PERSÓNULEG PRENTÞJÓNUSTA LETUVtprent ^ Siðumúla 22 - Sími 30 6 30 , Erfidrykkjur Glæsileg IvidlÍ- hlaðborð íidlegir síilir og mjög góð þjónusta. Dpplýsingar ísima 22322 FLUGLEIDIR OéTEL L8FTLEIHR < | ( ( t ( i 4 ( ( ( ( i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.