Morgunblaðið - 27.01.1994, Side 26

Morgunblaðið - 27.01.1994, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 1994 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 27 Útgefandi Framkvaemdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f.. Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannéssen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Simar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Spamaður í lyfja kostnaði sjúkra- trygginga Lyf hafa lengi verið gildur þáttur í heilbrigðiskostn- aði. Heildarvelta á lyfjamark- aði okkar var um 5 milljarðar króna 1992; 3,8 milljarðar um lyfjabúðir - 1,2 um sjúkra- hús. Hlutur sjúkratrygginga var um 2,8 milljarðar króna en notenda einn milljarður. Sjálfsagt var þegar að kreppti í þjóðarbúskapnum að huga að þessum kostnaðarþætti sem öðrum í viðleitni við að ná fram hagræðingu og sparnaði í samfélaginu. Umræðan um háan lyfja- kostnað er tiltölulega ný af nál. Hún hófst ekki að ráði fyrr en árið 1986. Þá skipaði Ragnhildur Helgadóttir, heil- brigðisráðherra, nefnd til að gera úttekt á forsendum álagningar á lyf og á tilhögun álagningar. Árið 1987 færir Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, út verksvið nefndarinnar. Sami ráðherra skipar síðan vinnuhóp til að fylgja eftir tillögum frá út- tektarnefndinni og setja fram hugmyndir að reglugerða-, laga- og fyrirkomulagsbreyt- ingum. Sá vinnuhópur skilaði ýmsum tillögum, m.a. um lækkaða álagningu, samheita- verðskrá lyfla, skrá yfir „ódýrustu sambærileg lyf“ og fleira. „Beztukaupalistinn“ var síðan gefinn út í febrúar 1990. Árið 1991 setur núverandi ríkisstjóm sér það markmið að „stemma stigu við síhækk- andi lyfjakostnaði“, eins og komist er að orði í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins „Notkun lyija 1989-1993“. Sighvatur Björgvinsson, heil- brigðisráðherra, skipar í framhaldi þeirrar stefnumörk- unar starfshóp til að fara ofan í sauma á tiltækum leiðum til lækkunar á lyfjakostnaði. Markmiðið var „að auka kostnaðarvitund lækna og al- mennings á lyfjum og jafn- framt að stuðla að breyttu neyzlumynstri", segir í skýrsl- unni. Breytingunum var hmndið í framkvæmd í júlí 1991, en þær fólust m.a. í ,flokkun á lyfjum, í greiðslu- fyrirkomulagi og hækkun á fastagjaldi sjúklinga. Utgjöld Tryggingastofnunar vegna lyíja, það sem eftir lifði þess árs, lækkuðu um 550 milljónir króna frá kostnaðaráætlun að öllu óbreyttu. Lögum um almannatrygg- ingar er breytt árið 1992. Fastagjald sjúkratryggðra er lagt af en teknar upp hlut- fallsgreiðslur. Þeim gjömingi er síðan fylgt eftir við gerð fjárlaga fyrir árið 1993 með reglugerðarbreytingum. „Með þessum breytingum hækkaði hlutdeild sjúklinga í heildar- lyfjakostnaði úr 24-25% í 31-32%, að meðaltali... Hlut- ur sjúklinga í lyfjakostnaði á íslandi er í dag svipaður og hann er að meðaltali í öðmm Evrópulöndum,“ segir í skýrslu ráðuneytisins. Á þessu sama ári kom einnig til fram- kvæmdar lækkun heildsölu- álagningar á lyfjum, sem og lækkun á svokölluðum cif- og fob-kostnaðarstuðlum, sem notaðir hafa verið við útreikn- inga á innkaupsverði lyfja. Heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið segir í skýrslu sinni að á ámnum 1984 til 1990 hafi útgjöld ríkisins vegna lyfja hækkað að raun- gildi um 13% á milli ára. Ráðuneytið segir og að miðað við upplýsingar sem liggi fyrir um þróun lyfjaverðs í grann- ríkjum sé ástæða til að ætla að sú hækkunarþróun hefði haldið áfram, ef ekki hefðu komið til þær ráðstafanir sem að framan getur. Ráðuneytið áætlar ennfremur að á síðast- liðnum þremur ámm hafi náðst 2.456 milljóna króna spamaður á útgjöldum sjúkra- trygginga vegna lyfja. Þessi umtalsverði árangur hefur náðst fram með aðhaldi og hagræðingu, virkari al- mennri kostnaðarvitund, lækkun álagningar, notkun ódýrari lyfja, afgreiðslu smærri lyfjapakkninga (þann veg að minna fer til spillis en áður) og aukinni kostnaðar- þátttöku notenda. Þá bendir það til betri tíðar í þessum efnum að með Evrópska efna- hagssvæðinu er opnað fyrir svokallaðan samhliða inn- flutning lyfja, sem talinn er leiða til lækkunar á lyfja- verði, það er meira verðsam- ræmis í markaðssetningu lyfja í ríkjum álfunnar, hvað sem mismunandi kaupgetu fólks eftir markaðssvæðum líður. Þingið í uppnámi vegna deilna stjórnar og stj órnarandstöðu Stj órnarandstæðingar saka forsætisráðherra um að hafa sagt forseta íslands ósatt ÞINGSTÖRF á Alþingi voru í uppnámi í gær vegna deilu stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu staðfestingarfrumvarps um bráða- birgðalög sem sett voru á verkfall sjómanna fyrr í þessum mánuði. Einnig setti væntanlegt frumvarp um takmörkun innflutnings á land- búnaðarvörum mark á þingstörfin. Þingforseti hafði á þriðjudags- kvöld hafnað ósk frá stjórnarandstöðuflokkunum þremur um að fyrstu umræðu um málið yrði frestað þar til forsætisráðherra gæti verið viðstaddur en hann er í útlöndum. Þegar þingfundur átti að hefjast í gær óskaði stjórnarandstaðan eftir frestun vegna þingflokksfunda sem stóðu í klukkustund og þegar þingfundur hófst tóku við langar umræður um störf þingsins og fundarstjórn forseta þar sem harðar ásakanir gengu á milli ráðherra og þingmanna stjórnar og stjórnarand- stöðu. í atkvæðagreiðslu um hvort vísa ætti staðfestingarfrumvarpinu til 2. umræðu sat stjórnarandstaðan hjá í mótmælaskyni. Morgunblaðið/Sverrir Gengu af fundi ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar gengu af þingfundi undir miðnætt- ið á þriðjudagskvöld í mótmælaskyni. Hér sjást Stefán Guðmundsson, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Jón Kristjánsson og Ólafur Ragnar Grímsson á leið út úr Alþingishúsinu. í umræðunum í gær báru stjórnar- andstæðingar meðal annars Davíð Oddssyni forsætisráðherra á brýn, að hann hefði ekki gefið forseta Is- lands réttar upplýsingar þegar hann tjáði forsetanum að ástæða væri til þess að ætla að þingmeirihluti væri fyrir setningu bráðabirgðalaganna. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra upplýsti í þiligumræðum á þriðjudagskvöld að haft hefði verið samband við Matthías Bjarnason formann sjávarútvegsnefndar Al- þingis og Geir H. Haarde þingflokks- formann Sjálfstæðisflokksins áður en lögin voru sett, en ekki aðra al- menna þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins. Einnig kom fram að ráðherrar Alþýðuflokks hefðu haft samband við alla þingmenn flokksins áður en bráðabirgðalögin voru sett. Guðni Ágústsson þingmaður Framsóknarflokks sagði að fyrir lægi að Davíð Oddsson forsætisráðherra hefði sagt forseta íslands ósatt. For- seti íslands hefði því kannski skrifað undir bráðabirgðalögin með það að leiðarljósi að alger samstaða væri um málið í stjórnarflokkunum. Ólaf- ur Ragnar Grímsson formaður Al- þýðubandalagsins sagði, að forsætis- ráðherra hefði aðeins um tvo kosti að velja: að sanna í þingsalnum að hann hefði talað við nægilega marga stjórnarþingmenn til að vita að meiri- hluti var fyrir bráðabirgðalögunum eða biðja þingið afsökunar á þessum vinnubrögðum. Geir H. Haarde þingflokksformað- ur Sjálfstæðisflokksins sagði ásak- anir Guðna Ágústssonar með öllu tilhæfulausar og ósannar. „Ég veit ekki hvað forseta íslands og forsæt- isráðherra fór á milli, en ég tel mig geta fullyrt að þar var engu skrök- vað,“ sagði Geir. Hann sagði hins vegar rétt að ekki hefði verið haft samband við alla þingmenn Sjálf- stæðisflokksins en það kæmi málinu ekki við þar sem slíkt væri ekki skylda þótt það hefði oft verið gert fyrir bráðabirgðalagasetningu. Geir sagði að talað hefði verið við sig og hann hefði tekið ábyrgð á málinu gagnvart þingflokknum. Friðrik Sophusson starfandi forsætisráð- herra sagði að hætta yrði leikfimi um það að forsætisráðherra eða aðr- ir ráðherrar væru að ljúga að for- seta íslands. Það væri fyrir neðan virðingu þingmanna að tala með þeim hætti. Deilt í nefndum Ósamkomulag þingmanna setti einnig svip sinn á fundi nefnda Al- þingis í gærmorgun. Á fundi sjávar- útvegsnefndar deildu þingmenn stjórnar og stjómarandstöðu um hvort afla mætti upplýsinga um efn- isatriði bráðabirgðalaganna hjá full- trúum hagsmunaaðila í sjávarútvegi áður en staðfestingarfrumvarpið kæmi formlega til nefndarinnar. í landbúnaðarnefnd neituðu stjórnar- andstæðingar að ræða frumvarps- drög sem lágu fyrir um bann við innflutningi landbúnaðarafurða, á þeirri forsendu að endanlegt frum- varp hefði ekki litið dagsins ljós á þingi. Ofbeldi Deilur stjórnar og stjórnarand- stöðu hófust fyrir alvöru á mánu- dagskvöld en þá kröfðust þingmenn Alþýðubandalags, Framsóknar- flokks og Kvennalista þess ítrekað að umræðunni um bráðabirgðalögin yrði frestað þar til Davíð Oddsson kæmi til landsins. Eftir fundarhlé seint um kvöldið, þar sem reynt var að ná samkomulagi, hafnaði Gunn- laugur^ Stefánsson þingforseti kröf- unni. Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því þá yfir að þessi ákvörðun þingfor- seta væri gerræðisleg og gengu síðan stjórnarandstöðuþingmenn af fundi. Mjög fáir þingmenn voru þá í þing- húsinu, þar af fimm stjórnarand- stæðingar. í umræðunum í gær gagnrýndu stjórnarandstæðingar Gunnlaug Stefánsson ákaft og töluðu meðal annars um að hann hefði sem for- seti beitt gerræði, og sýnt ofbeldi og dónaskap við fundarstjórnina. Gunnlaugur sagði við Morgunblaðið, að-upphafleg ákvörðun hefði verið að ljúka 1. umræðu um málið á þriðjudag og ekkert hefði komið fram á þingfundinum sem gerði það að verkum að fresta þyrfti umræðunni. Gunnlaugur sagðist hafa tekið ósk um frestun til gaumgæfilegrar at- hugunar og reynt að ná samkomu- lagi um málið en það hefði ekki tek- ist. Hann hefði því tekið ákvörðun um að ljúka umræðunni og það kæmi sér á óvart ef þingmenn ættu erfitt með að una slíkum úrskurði þingforseta. Leiksýning Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði við Morgunblaðið að bráðabirgðalögin hefðu verið tekin á dagskrá þingsins á þriðjudag að sér- stakri beiðni stjórnarandstöðunnar. Þegar sú umræða hófst hefði verið vitað að forsætisráðherra yrði er- lendis og einnig hefði verið vitað að ekki hefði verið talað við alla þing- menn Sjálfstæðisflokksins áður en bráðabirgðalögin voru sett. Loks væri það ekkert efnisatriði í umræð- um um bráðabirgðalög hvort talað hafi verið við einhveija þingmenn eða hveija enda fælist það í eðli bráðabirgðalaga að þau væru ekki afgreidd af Alþingi fyrr en síðar. „Þess vegna voru ekki færð fram nein rök fyrir því að fresta umræð- unni. Ég sem sjávarútvegsráðherra ber stjórnskipulega ábyrgð á þessu máli og skrifaði undir lögin með for- setanum. Það er mjög óvenjulegt að stjórnarandstaðan biði um að um- ræðu sé frestað til að fá ráðherra sem ekki ber stjórnskipulega ábyrgð á málinu og ljóst að þarna var ein- faldlega verið að setja leiksýningu á svið,“ sagði Þorsteinn. Mótmæli með útgöngu Ólafur Ragnar Grímsson sagði við Morgunblaðið að stjómarandstaðan hefði krafist þess að bráðabirgðalög- in yrðu tekin fyrir strax, vegna þess að tillögur nefndar ráðuneytisstjór- anna þriggja, sem sett var upp sam- kvæmt bráðabirgðalögunum til að finna lausn á deilu sjómanna og út- vegsmanna um þátttöku í kvóta- kaupum, fælu í sér breytingar á fisk- veiðistjórnarlögunum. Umræða um breytingar á þeim lögum hefði verið á dagskrá þingsins í þessari viku og eðlilegt að bráðabirgðalögin komið fyrst til umræðu. „Við töldum þá að þessi bráða- birgðalög hefðu verið sett með venju- bundnum hætti, það er að ráðherrar stjórnarflokkanna hefðu kappkostað að hafa samband við alla stjórnar- þingmenn til að ganga úr skugga um að meirihlutavilji væri fyrir hendi. Það var svo upplýst um kvöld- matarleytið á þriðjudag, að forsætis- ráðherra hefði eingöngu rætt við tvo þingmenn Sjálfstæðisflokksins áður en Iögin voru sett. Það var gerð breyting á stjórnar- skránni fyrir nokkrum árum sem fól það í sér að þingið sitji allt árið og því var lýst yfir að andi þeirra breyt- inga væri að takmarka mjög vald til að setja bráðabirgðalög. Hér virðast hins vegar í fyrsta sinn vera að fest- ast í sessi þau vinnubrögð hjá for- manni Sjálfstæðisflokksins að hann tali við örfáa þingmenn. Þessi staða er auðvitað mjög alvarleg því beita verður bráðabirgðalagavaldi mjög varlega. Ráðherrar sem ekki ganga úr skugga um að allir þingmenn þeirra styðji bráðabirgðalög eru að opna á þann möguleika að ríkisstjórn geti sett bráðabirgðalög í maí, og efnisatriði frumvarpsins renni út í september áður en að þing kemur saman. Svigrúm til misbeitingar er nánast hrikalegt ef þessi venja á að festast í sessi,“ sagði Ólafur Ragnar. Ólafur sagði að á þriðjudagskvöld hefði legið fyrir, að hvorki forsætis- ráðherra né starfandi forsætisráð- herra hefðu með efnislegum hætti svarað spurningum um samskiptin við forseta lýðveldisins „Því settum við fram á ósk að umræðunni yrði ekki lokið fyrr en Davíð Oddsson gæti komið til þings og fjallað um með hvaða hætti hann fór með bráðabirgðalagavaldið. Því var ítrek- að neitað þrátt fyrir að þrír þing- flokkar settu fram þá ósk. Ég held að það séu engin dæmi um að neitum hafi komið frá forseta við slíkri ósk, þegar enginn tímapressa var á að ljúka umræðunni. Þegar hér var komið taldi ég ekkert annað tæki vera í okkar höndum en að mót- mæla þessu gerræði forseta þingsins með því að ganga af fundi og það gerðum við,“ sagði Ólafur Ragnar. Davíð Oddsson situr fund WEF í Davos Heimsmálin rædd í afslöppuðu alpa-andrúmslofti HINN árlegi fundur Alþjóða efnahagsráðstefnunnar (World Ec- onomic Forum) í Davos í Sviss hefst í dag, fimmtudag. Á hverju ári koma saman um 2.000 frammámenn hvaðanæva að úr heiminum í þessu alpaþorpi til að hittast og ræða stöðu heimsmála. Flestir eru þeir fulltrúar fyrirtækja, sem eiga aðild að WEF og greiða fyrir það 13 þúsund dollara á ári (16 þúsund fyrir fjármálastofnanir) en einnig er boðið um 600 fræðimönnum, stjórnmálamönnum og háttsettum embættismönnum ásamt um 300 fulltrúum fjölmiðla, til að sitja fund- inn. Meðal þeirra sem sitja fundinn í Davos að þessu sinni er Davíð Oddsson forsætisráðherra. Samkvæmt grein í Financial Tim- es var fyrsti Davos-fundurinn hald- inn árið 1971 og var hann skipulagð- ur af ungum viðskiptaháskólapró- fessor, Klaus Schwab. Hann var nýútskrifaður úr Kennedy School of Govemment í Harvard og hafði ný- verið lesið bókina The American Challenge eftir Jaques Servan- Schreiber, þar sem því var haldið fram að þar sem Bandaríkjamenn stæðu miklu framar Evrópuþúum á viðskiptasviðinu myndu bandarísk stórfyrirtæki brátt ná undirtökunum á alþjóðamarkaði. Taldi Schwab að það væri tilvalin hugmynd að koma á fundi milli bandarískra og evr- ópskra forystumanna í viðskiptalíf- inu og voru alls 444 stjórnendur ‘reiðubúnir að mæta til fundar í Dav- os. Næstu tveir fundir voru hins veg- ar ekki éins vel heppnaðir og það var ekki fyrr en eftir að olíukreppan skall á árið 1973 að WEF byijaði að þróast út í það sem það er í dag, en þá kom upp sú hugmynd að gera Davos að stað þar sem fulltrúar við- skiptalífsins gætu hitt t.d. stjórn- málamenn, fulltrúa verkalýðsfélaga og umhverfíssinna. Hundrað einkaþotur Nú er svo komið að á hveiju ári ríkir hálfgert umsátursástand í ná- grenni bæjarins vegna strangrar öryggisgæslu enda flestir valda- mestu menn heimsins samankomnir á þessum stað. Á flugvellinum í Zurich standa um hundrað einkaþot- ur þessa dagana og nokkrar til við- bótar í St. Moritz. Meðal gesta að þessu sinni eru Helmut Kohl, kansl- ari Þýskalands, Kenneth Clarke, fjármálaráðherra Bretlands, Viktor Tjernómyrdín, forsætisráðherra Rússlands, og Benazir Bhutto, for- sætisráðherra Pakistan. Ýmislegt hefur gerst á þessum fundum. Það var í Davos sem Kohl og Hans Modrow, þá forsætisráð- herra Austur-Þýskalands, ræddu saman 1990 um sameiningu Þýska- lands og 1992 lýsti Nelson Mandela því yfir að hann væri á móti einka- væðingarstefnu ANC. Að þessu sinni verða málefni Mið-Austurlanda i brennidepli og heiðursgestir þeir Yasser Arafat, ieiðtogi PLO, og Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels. Davos-fundirnir blómstra því sem aldrei fyrr en þó hefur á undanföm- um árum gætt vaxandi óánægju meðal þeirra fyrirtækja, sem standa undir rekstri WEF, að hinir pólitísku hagsmunir WEF séu orðnir of áber- andi. Stjórnendur þessara fyrirtækja telja að hið afslappaða andrúmsloft hafi verið eyðilagt af innrás fjöl- margra stjórnmálamanna úr þriðja heiminum og Austur-Evrópu, sem geri ekki annað en að biðja um fjár- hagsaðstoð. ÁSTAND MÁLA í RÚSSLANDIOG STEFNA BORÍSAR JELTSÍNS FORSETA Ottast sprengingu og vill reyna að halda í horfinu — segir Arnór Hannibalsson prófessor í viðtali við Morgunblaðið ARNÓR Hannibalsson prófessor segir að haldi óreiðan áfram í Rúss- landi þýði ekkert fyrir utanaðkomandi aðila á Vesturlöndum að ætla sér að veita aðstoð. „Vandamálin sem blasa við eru öll þau sömu og í vestrænum markaðsþjóðfélögum. Þetta er núna blandað hagkerfi og hvarvetna þar sem rekið er blandað hagkerfi hafa menn rekið sig á sömu vandamálin og eru í Rússlandi nú. Það er öllum ljóst að þjóðfé- lag með svona mikla verðbólgu gengur ekki, hún þýðir gífurlegar þjáningar fyrir stóran hluta íbúanna. Hættan við aðferð umbótasinna er fyrst og fremst sú að lýðskrumarar gætu náð eyrum manna sem eru algerlega á vonarvöl og sölsað undir sig völdin“, sagði Arnór í viðtali við Morgunblaðið. x „Höfuðvandamálið er hvemig koma skuli efnahagslífinu í gang því að það er fyrir löngu gjörsam- lega hrunið. Iðnaðurinn er með úr- elta tækni sem sovétvaldið hafði ekki bolmagn til að endumýja, raf- eindabyltingin var^ þeim um megn. Þar að auki vom tólvur gmnsamleg tæki, líka ljósritunarvélar, þetta var bannað víðast hvar nema í hemað- arkerfinu og hergagnaframleiðslu sem var alveg lokað hagkerfi, út af fyrir sig. Eftir að Sovétríkin vom úr sögunni var verðlag gefið fijálst. Það þýddi risaverðbólgu, það ber engum heimildum saman um verð- bólgustigið, engin leið að nefna töl- ur. Öll statistik er mjög vafasöm og meira eða minna úr lausu lofti grip- in“. — Seðlabankastjórinn Geratsj- enko, vinur stórfyrirtækjanna, er enn við völd... „Fjodorov [umbótasinni og fyrr- verandi fjármálaráðherra] sagði um hann að þetta væri afar einkennileg- ur maður og þegar hann undirritaði samkomulagið um myntbandalagið við Hvíta-Rússland sagði hann að það væri efnahagslegt asnaspark. Þetta er nú einkunnin sem seðla- bankastjórinn fékk hjá fjármálaráð- herranum! Tugmilljónir atvinnulausra Það sem Gajdar [umbótasinni og fyrverandi efnahagsmálaráðherra] og Fjodorov höfðu marglýst yfir að væri markmiðið var að koma verð- bólgunni niður á svokallað viðráð- anlegt stig, þ.e.a.s. innan við 100 prósent ári og helst niður fyrir 40 prósent. En það hefði þýtt að stór hluti ríkisfyrirtækja sem eru í raun löngu komin á hausinn yrðu form- lega gerð upp, þeim yrði lokað. Það myndi þýða atvinnuleysi 20 - 30 milljóna manna. Opinberlega er nú talið að atvinnulausir séu um fímm milljónir, aðrir nefna níu milljónir og segja það stefna í 12 milljónir að óbreyttu. Með því að skrúfa fyrir ókeypis lán sem notuð eru til að borga hall- ann á gjaldþrota fyrirtækjum væri hægt að ná verðbólgunni niður. Þá myndi blasa við þetta hrikalega at- vinnuleysi og ríkið hefur enga pen- inga til að borga atvinnuleysisbæt- ur. Og þá yrði Rússland að geta treyst því að iðnveldin sjö kæmu á vettvang með tækni og aðra kunn- áttu til að koma hjólunum í gang í snarhasti. — Finnst þér líklegt að Tsjerno- mýrdín, Geratsjenko og þeir sem að baki þeim standa trúi því að hægt sé að sigla áfram með því að styrkja áfram gömlu risafyrirtækin? „Fjodorov sagði um Tsjernomýrd- ín að hann vissi hvemig ætti að reka fyrirtæki í miðstýrðu sovét- kerfi. Umfram það hefur hann ekki hugmynd um neitt, að sögn Fjod- orovs. Þetta em nú kannski svolitlar ýkjur en það er þó eitthvað til í þessu. Tsjernomýrdín hefur lýst því yfir að endurbótum verði haldið áfram en ekki farið eins hratt, þetta verði engin „shock therapy" [efna- hagsleg hrossalækning]. En samt geti forstjórar ríkisfyrirtækja ekki vænst þess að fá sjálfkrafa lán til að greiða rekstrarhalla. Með þessu síðasta er hann að rétta Gajdar höndina. Þeir gera ráð fyrir að halda áfram á sömu braut í næstu fyrirsjáanlegu framtíð, það sé ekki kominn tími til að keyra niður verðbólguna og koma fjármagnskerfi ríkisins í lag. Það verði að bíða betri tíma. Fjodorov hefur hins vegar lagt áherslu á það að ekki sé hægt að reka atvinnulíf með óðaverðbólgu um langt skeið. Hinir svara á móti: Hvernig ætlarðu Arnór Hannibalsson að ráða fram úr þeim vandamálum sem skapast þegar verðbólga er keyrð niður, sérstaklega ef það er gert á stuttum tíma? Friedrich Hayek fjallaði um þetta mál í fyrirlestri sem hann flutti einu sinni í Háskóla íslands. Hann sagði að það væru til tvær aðferðir við að draga úr verðbólgu, önnur væri hraðvirk og mjög sársaukafull, hin væri hægvirk og mjög sársaukafull. Vantar lagasetningu Auðvitað er ábyrgðin á hendi núverandi stjórnvalda sem hafa varla fengist við annað en að smíða axarsköft. Það kemst til dæmis ekki inn í hausinn á þeim að það er ekki hægt að reka atvinnulíf nema með viðeigandi lagasetningu. Nú skyldi maður ætla að nýkjörið þing hefði gert sér grein fyrir því og tæki þessi mál til athugunar og umræðu en það hefur ekki gerst enn þá. Fýrsta málið á dagskrá var að ákveða þingfararkaup, hlunnindi og forrétt- indi og annað því um líkt“. — Hver eru markmið Jeltsíns for- seta núna? „Hann er að leita að leið og póli- tískum samstarfsmönnum sem geta komið málefnum Rússlands á nokk- um veginn kyrran sjó fyrir lok kjör- tímabils forsetans, þ.e. innan tveggja ára. Hann sýpur seyðið af því að hafa i orði kveðnu stutt Gajd- ar og efnahagsstefnu hans án þess að gefa honum tækifæri til þess í raun og veru að framkvæma stefn- una. Þess vegna sagði Gajdar af sér. Hrossalækning Jeltsín er að leita að áhöfn sem getur siglt skipinu að sama marki og Gajdar, það er að segja að at- vinnulíf verði í gangi, verðbólga verði lítil og kjör almennings sæmi- leg án þess að það þurfi að kosta stórátök og áhættu. Þess vegna vel- ur hann sér nú þessa sovét-app- aratsjíka eins og Tsjernomýrdín, sem er svona litlaus apparatsjík, í þeirri von að þeir geti náð þessu marki án þess að taka áhættuna af hrikalegum átökum. En ég held að þetta sé nú bara ekki rétta stefnan, hann kemst ekkert hjá því að það verður að koma iðnaðinum í gang. Iðnaðurinn kemst ekki í gagn nema landbúnaðurinn fari í gang og hann er enn í molum“. Arnór er sammála þeim sem full- yrða að áðurnefndrþ efnahagslegri hrossalækningu gegn miðstýringu og áætlanabúskap gamla tímans, lækningu sem Pólveijar beittu með góðum árangri, hafi ekki enn verið beitt í Rússlandi, Gajdar hafí aldrei fengið til þess völd. Óttinn við sundrungu — Ef þú værir ráðgjafí hjá ís- lenskum fjárfestendum sem ætluðu að sækja inn á Rússlandsmarkað þá myndirðu hvetja til varkárni? „Ég myndi segja þeim að fara eitthvað allt annað, það væri alveg út í hött. Það er fleira í þessu, það er alltaf hætta á að Rússland liðist í sundur. Þarna eru mörg þjóðerni, þjóðir með stórt landsvæði eins og Jakútar. Moskvustjórnin óttast að verði samið við Japani um Kúríleyjamar og Japanir Toyotu-væði austustu héruðin að þá lýsi Kyrrahafssvæðið sig sjálfstætt lýðveldi sem verði undir pólitískum áhrifum Japana. Það má ekki gerast og þess vegna skrifa þeir ekki undir friðarsamn- inga við Japani. Þeir vilja frekar fátæktina en að Japanir komi með sína peninga, þekkingu og tækni inn fyrir landamærin. .. Moskva á ekk- ert nema hnefann til að halda þessu ríki saman. Þegar stjórnendur em komnir á barm örvæntingar kemur oft upp sú mikla freisting að reyna að leiða athygli almennings frá vandanum með hernaðarævintýri. Hveijar tel- urðu líkurnar á að það gerist? „Þetta er nú þegar byrjað, yfirlýs- ingarnar um að Eystrasaitslöndin eigi ekki að vera með neinn derring, þau megi ekki fara í NATO, Hvíta- Rússland er innlimað í rúblusvæðið, Úkraínumönnum er hótað öllu illu, íhlutun í Georgíu, hernaður í Tadzhí- kístan. Það þarf ekki annað en kippa í nokkra strengi til að dramatískir atburðir fari að gerast. Martröðin er þessi: Þegár ekki verður lengur undan því vikist að koma lagi á atvinnulífið; landbúnað, iðnað og fjármálakerfi, verði þvílík sprenging að ekki verði lengur spurt eftir á hver átti heiður eða sök, allt fari upp í loft og sundrist í mólekúl og átóm. Jeltsín vill ekki ljúka sínum valdaferli með því að vera einhvers konar leikstjóri slíkrar sprengingar. Hann er að reyna að fresta þessu, eins og sagt vár: Aprés moi, le del- uge. [A eftir mér kemur syndaflóð- ið]“. — Það verður nú ekki sagt að þú skjallir Jeltsín með svona um- mælum ... „Jeltsín er á margan hátt hug- kvæmur og hugrakkur en hann verður aldrei annað en sovéskur apparatsjík. Við getum ekki afneitað uppeldi okkar þótt við vildum, getum ekki þurrkað það út! En hann hefur gert miklu meira en hægt er að búast við af manni með þannig ævisögu. Hann kúventi alveg um leið og hann gekk úr kommúnista- flokknum, þá sagði hann að leiðin lægi í allt aðra átt og hefur staðið við það. Það er líka spuming hvað einn maður getur ráðið við þau öfl sem eru að verki í svona risavöxnu þjóðfélagi, jafnvel þótt hann hafi öll völd sem lög leyfa“. — Vilja Rússar afturhvarf til kommúnisma? „Nei og þar er þó eitt mál sem er uppgert, meðal almennings, menntamanna og fræðimanna, það er ekki á dagskrá. Þessi Zjúganov, leiðtogi kommúnista, hann lýsti því yfir og ég trúi því að hann hafí meint það, bæði fyrir og eftir kosn- ingarnar, að hann væri til viðræðu um lausn þeirra mála sem fyrir lægju en lausnin væri ekki að fara aftur á bak yfir í miðstýrt áætlana- kerfí. Þetta eru að minnsta kosti ekki stalínistar, þeir vilja ekki KGB og alræði eins flokks“. Viðtal: Kristján Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.