Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur Afnám lánskjaravísitölu getur ekki orðið afturvirkt HUGMYNDIR um breytingu láns- kjaravísitölunnar eru áberandi í kröfugerð verkalýðsfélaga en Verzlunarmannafélag Reykjavíkur leggst gegn því að vísitalan verði afnumin. Verkamannafélagið Dagsbrún, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og ná- grennis krefjast hins vegar afnáms lánskjaravísitölunnar í sameigin- legri kröfugerð félaganna en til vara að vísitalan verði færð aftur til fyrra horfs eins og hún var áður en henni var breytt árið 1989, þeg- ar vægi launa í vísitölunni var auk- ið, að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns VSKN. Kristján segir að félögin geri sér vel grein fyrir því að ekki sé hægt að afnema lánskjaravísistöluna aft- urvirkt. Hann segir einnig að við- brögð peningamarkaðarins við af- námi vísitölunnar yrðu áreiðanlega þau, að bankastofnanir myndu hækka vexti í staðinn og hann seg- ir að verkalýðsfélögin geri sér einn- ig grein fyrir hvaða afleiðingar það hefði í hærri greiðslubyrði lántak- enda. „En ég leyfi mér að vona að Skrautlegur kvótafiskur KÓRALFISKAR hafa nýverið verið fluttir til landsins og segir Jóhannes Sigmarsson hjá Fiskó þá ekki liafa verið flutta inn til þessa, því að erfiðara sé að halda í þeim lifinu en öðrum skrautfiskum. Kóralfiskar eru af öllum stærðum, í öllum lit- brigðum og lifa í saltvatni. Þeir eru villtir, veiddir samkvæmt kvóta og seldir um allan heim. Tilskilin leyfi og heilbrigðis- vottorð þarf til að flytja skraut- fiska til landsins og segir Jó- hannes kóralfiskana setta í þriggja vikna sóttkví eftir kom- una á norðurþjara. Þegar henni er Iokið megi koma þeim fyrir í saltvatnsblöndu sem gerð er með nauðsynlegum efnasam- böndum sem blandað er hvera- vatni. YR er andvígt því að vísitalan verði afnumin það komist í jafnvægi og hugsan- lega myndi það kalla á meiri skuld- breytingar,“ segir hann. Kristján bendir í þessu samhengi á að félögin leggi mikla áherslu á að ráðist verði í stórfelldar aðgerðir við skuldbreytingar fyrir heimilin í landinu og kvaðst vonast til að sam- staða gæti náðst með vinnuveitend- um um að beina slíkri ósk að ríkis- valdinu. Formaður VMSÍ vill miða við framfærsluvísitölu Bjöm Grétar Sveinsson, formað- ur Verkamannasambandsins, sagði að öll verkalýðsfélög krefðust breytinga á lánskjaravísitölunni til að minnka vægi launanna í vísi- tölunni en skoðanir væru skiptar um. hvaða leiðir ætti að fara í því efni, hvort vísitalan yrði afnumin eða hvort miðað yrði við fram- færsluvísitöluna. „Ég aðhyllist sjálfur að viðmiðunin verði við framfærsluvísitöluna, vegna þess að ég sé ekki að það sé vilji til annars en að taka þetta í skref- um,“ segir Björn Grétar. Verður að taka mið af framleiðniaukningu Verslunarmenn krefjast endur- skoðunar á lánskjaravísitölunni í kröfugerð sinni. „Það verður að teljast óeðlilegt að vísitala sem fjár- skuldbindingar eru miðaðar við geri ekki ráð fyrir framleiðniaukningu í þjóðfélaginu. Eðlilegra er að slík vísitala spegli hækkun á vörum og þjónustu á hveijum tíma, þar sem launaþátturinn kemur inn með eðli- legum hætti,“ segir í kröfugerðinni. „Þegar litið er til lengri tíma er óeðlilegt að vísitala, sem nánast allar fjárskuldbindingar eru bundn- ar við, mæli kaupmáttaraukningu, sem hlýtur að verða við aukinn hagvöxt og taki ekki tillit til fram- leiðniaukningar í þjóðfélaginu," segir Gunnar Páll Pálsson, hag- fræðingur VR. „Við erum á móti því að afnema lánskjaravísitöluna, við teljum að vísitölur skili lægri raunvöxtum til almennings til lengri tíma litið,“ sagði hann og benti á að ef ekki væri til staðar vísitala þyrftu lán- veitendur að vera með stóran áhættuþátt í sínum áætlunum þeg- ar þeir tækju ákvarðanir um vexti til langs tíma, sem myndi verða lántakendum óhagstætt. Tilhneig- ingin yrði sú að veita aðeins lán til skemmri tíma. I máli Gunnars kom fram að menn væru ekki komnir að endan- legri niðurstöðu um hvernig bæri að standa að þessum breytingum á lánskjaravísitölunni en hann sagði að það yrði væntanlega rætt áfram á sameiginlegu borði félaganna. Hahn sagði nauðsynlegt að vísitalan endurspeglaði framleiðniaukningu í þjóðfélaginu, og benti sérstaklega á framfærsluvísitöluna í því sam- bandi. Bifreiðaskoðun sakar Aðalskoðun um ósannindi KARL Ragnars, framkvæmdastjóri Bifreiðaskoðunar íslands, segir Gunnar Svavarsson, stjórnarfor- mann Aðalskoðunar hf., fara með „rakalaus ósannindi" í samtali við Morgunblaðið í gær, laugardag. „Það voru gefin fyrirheit um heiðarlega samkeppni, sem eru brotin strax á fyrsta starfsdegi," sagði Karl í sam- tali við Morgunblaðið. Haft var eftir Gunnari að Aðal- skoðun yrði að senda niðurstöður skoðana á hverjum degi til keppi- nautar síns, Bifreiðaskoðunar, og þar væri í raun um bókhald fyrirtækisins að ræða. Þá hefði Bifreiðaskoðun einkarétt á geymslu númeraplatna og bifreiðaskráningu og yrði Aðal- skoðun að bera allan kostnað vegna skráninga, án þess að mega taka þóknun fyrir. Gunnar gagnrýndi jafnframt að Aðalskoðun yrði að kaupa skoðunarmiða af Bifreiða- skoðun, sem legði á þá umsýslugjald. Opinber skrá Karl Ragnars sagði að hvað varð- aði sendingu skoðunargagna til Bif- reiðaskoðunar, sæi hún um að skrá niðurstöður skoðunar í ökutækja- skrá. Það væri opinber skrá, sem allir hefðu aðgang að, og þess vegna væri ekki um neinar leyniupplýsingar að ræða. „Til þess að gæta jafnræð- is sendum við Aðalskoðun yfírlit yfír allar skoðanir, sem við höfum fram- kvæmt sama dag,“ sagði Karl. Hann sagði að Bifreiðaskoðun hefði einkarétt á geymslu númera- platna. Hins vegar hefði reglugerð þar um verið breytt nýlega vegna tilkomu Aðalskoðunar. Áður hefði ekki mátt afhenda bíleiganda númer, sem voru í vörzlu Bifreiðaskoðunar, ef komið var fram yfir aðalskoðun bifreiðar hans. Nú mætti hins vegar aflienda bíleigandanum númerin og hann gæti farið hvert sem hann vildi með þau og bíl sinn til skoðunar. Hvað skoðunarmiðana varðaði, sagði Karl að þegar Aðalskoðun hefði komið til sögunnar hefði dómsmála- ráðuneytið ákveðið að Bifreiðaskoð- un myndi áfram annast útgáfu mið- anna og Aðalskoðun fengi miða úr þeim potti. „Við mæltumst til þess við Aðalskoðun að þeir færu sjálfir í prentsmiðjuna. Við myndum heim- ila prentsmiðjunni að prenta fyrir þá samkvæmt pöntun frá þeim og þeir myndu borga henni á sama hátt og við gerum," sagði Karl. Hann sagði að Aðalskoðun hefði fengið verðskrá prentsmiðjunnar og þar kæmi fram að miðinn kostaði mismikið eftir því hve margir væru prentaðir. „Svo veifa þeir þessari verðskrá til Morgunblaðsins eins og þetta sé verðskrá Bifreiðaskoðunar og taka hæsta verðið. Þetta er bein- línis óheiðarlegt. Þetta eru bara dylgjur," sagði Karl. Hann sagði að Bifreiðaskoðun legði 10% umsýslu- gjald á skoðunarmiða, væru þeir keyptir af lager fyrirtækisins, en Aðalskoðun væri fijálst að leita beint til prentsmiðjunnar. Kvittun frá skoðunardeild Gunnar Svavarsson sagði hins veg- ar að í bréfí ráðuneytisins væri tekið fram að fyrirtækið ætti að kaupa miðana á sama verði og Bifreiðaskoð- un fengi þá, og skráningardeild Bif- reiðaskoðunar ætti að dreifa þeim. Fyrirtækið hefði ekki fengið að skipta beint við prentsmiðjuna og kvittun fyrir miðunum væri gefin út af skoð- unardeild Bifreiðaskoðunar, en ekki skráningardeildinni. VMSI tekur undir kröf- ur „Flóa- bandalags“ FORMENN deilda innan Verka- mannasambandsins héldu á föstu- dag fund ásamt formanni og vara- formanni um fram komnar kjara- kröfur. Framkvæmdastjórn VMSÍ kemur saman í vikunni. VMSÍ tekur undir kröfugerð „Flóabandalagsins" svonefndasem- gerir m.a. kröfu um 10.000 kr. hækkun allra launataxta félaganna. Björn Grétar Sveinsson, formað- ur VMSÍ, sagði að krafar. um 10 þús. kr. hækkun dagvinnulauna gæti vart kollvarpað þjóðfélaginu. ♦ ♦ ♦--- Kvennalisti valinn FRAMBOÐSLISTI Kvennalistans í Reykjavík var ákveðinn á félag^- fundi í gær. Efstu fjögur sætin skipa, í þessari röð: Kristín Ást- geirsdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og María Jóhanna Lárusdóttir. Með viðamesta ráðu- neytið ►Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra ræðir viðamikil verkefni í ráðuneytyinu, gagnrýni á sig og þátt fjölmiðla./lO Borgarastríð í kjarn- orkuveldi ►Hrakfarir rússneska hersins í Tsjetsjníju kunna að verða til þess að ýta undir sjálfstæðiskröfur ann- arra þjóða innan Rússlands./12 Hin hliðin á hamingj- unni ►Ný geðdeyfðarlif hafa notið sí- vaxandi vinsælda á Vesturlöndum á síðustu árum, enda hafa þau gefíst mjög vel við meðhöjjdlun á þunglyndi ogýmsum öðrum and- legum óþægindum./16 Uppbygging á Bessa- stöðum ►Á Bessastöðum hafa farið fram endurbætur á húsakosti og fram- tíðaruppbygging á forsetasetrinu. /18 Með hertu eftirliti má spara mörg tár ►Rætt við Ásdísi Frímannsdóttur, eins forsvarsmanna samtakanna Lífsvogar, sem fyrirhugað er að stofna innan tíðar./20 Vantar nýjar leikreglur ►í Viðskiptum og atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Eddu Helga- son, framkvæmdastjóra verðbréfa- fyrirtækisins Handsals./22 B_________________________ ► 1-32 Glíman við tröllin ►Össur Skarphéðinsson, um- hverfísráðherra, skrifar um stór- urriðiann í Efra Sogi og telur að opna beri farveg þess á nýjan leik./l Bílskúrssveit á besta aldri ►Hljómsveitin Mezzoforte hefur lifað sautján ár og reynt sitthvað á þeim tíma. /6 Ein á báti bensínlaus ►Kúbverska byltingin reynir að þrauka undir merkjum sósíalis- mans rúin fé og samheijum./14 Lífsbrot ► Steini í Kelduskógum í Berufírði er með fjárbú og rær á trillunni Ögn. /16 Fjögur brúðkaup vin- sælust ►Listinn yfir mest sóttu myndir síðasta árs er forvitnilegur sem fyrr./30 BÍLAR____________ ► 1-4 Bifreiðaskattar ► Skattar af bifreiðum hækka um 5,13% milli ára, samkvæmt mati FÍB 1 Reynsluakstur ►Toyota Camry, fullkomin vöru- vöndun/4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Velvakandi 38 Leiðari 26 Fólk í fréttum 40 Helgispjall 26 Bíó/dans 42 Reykjavíkurbréf 26 íþróttir 46 Minningar 28 Útvarp/sjónvarp 48 MyndíÆÖgur 36 Dagbók/veður 51 Brids 36 Dægurtónlist 8b Stjömuspá 36 Mannlífsstr. lOb Skák 36 Kvikmyndir 12b Bréf til blaðsins 36 INNLENDAR Fí ÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.