Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn Kynna sólarlanda- ferðir sumarsins í dag FERÐASKRIFSTOFAN Úrval- Útsýn ríður á vaðið í kynningu á sólarlandaferðum með viðarmikilli kynningu á tveimur ferðabækling- um, Sumarsól og Sérferðum ’95, á fjórum sölustöðum á. landinu í dag. Hörður Gunnarsson, framkvæmda- stjóri, segir að með því að flýta kynn- ingunni um mánuð sé ferðaskrifstof- an að brjóta blað í ferðþjónustu á íslandi. Hörður segir að verið sé að koma til móts við eftirspurn viðskiptavina eftir upplýsingum og fá þá til liðs við ferðaskrifstofuna til að halda verði í lágmarki. Sólarlandaferðin í ár þyrfti ekki að vera dýrari en ferð- in í fyrra. Goði Sveinsson, markaðs- og sölu- stjóri, sagði að sífellt væri fyrr farið að spyijast fyrir um sólarlandaferðir og eftirspurn hefði þegar verið orðin töluverð milli jóla og nýárs. Ferða- skrifstofunni hefði ekki fundist nægilega góð þjónusta við viðskipta- vinina að geta ekki kynnt tilboð sín fyrr og því hefði verið ákveðið að hefja kynninguna um helgina eða um það bil mánuði fyrr en venja væri að ferðaskrifstofur kynntu til- boð sín. „Þjóðarsátt“ Hörður sagði að með því móti væri ekki aðeins verið að koma til móts við markaðinn heldur fengi ferðaskrifstofan hann til liðs við sig með því að tryggja bókanir fram í tímann og halda með því verði í lág- marki. „Þemað hjá okkur gengur út á þjóðarsátt um verð og gæði,“ segir hann en því hefur verið haldið fram að töluverð verðhækkun verði á sólarlandaferðum til Spánar og Portúgals í sumar. Þeir Hörður og Goði viðurkenna að almenn tilhneiging sé til hærri verðlagningar á sólarlandaferðum úti í heimi. Goði nefnir ástæður eins og verðbólgu, t.d. í Portúgal, hræðslu við ofbeldi á Florida og sam- drátt í ferðum til fyrrum Júgóslavíu og Egyptalands. Engu að síður segir Hörður að ferðaskrifstofunni hafi tekist að halda svipaðri verðlagingu og í fyrra og nefnir sem dæmi að verð á 70% af gistirými í Portúgal og á Mallorka hækki að meðaltali um 0-5%. Hann segir að hluti af því að tekist hafi að halda verðinu jafnmikið niðri og raun ber vitni felist í því að við- skipti við ferðaskrifstofuna eigi sér langa sögu á mörgum stöðum, greiðslur hafi ávallt verið öruggar og framkoma ferðamanna hafi nán- ast undantekningarlaust verið til fyrirmyndar. Nýjungar Goði segir að tæplega 6.000 ís- lendingar hafi farið til Portúgals og BÍÓDAGAR, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, var frum- sýnd í Danmörku á jóladag og er nú til sýninga í Kaupmanna- höfn og Arhúsum. Fjallað hefur verið um myndina í Berlingske Tidende, Aarhus Stiftstidende, Politiken, WeekendAvisen og Det Fri Aktuelt og hvarvetna er farið lofsamlegum orðum um myndina og leikstjórann. í Berlingske Tidende segir meðal annars að Friðrik hafi komið Islandi á kortið í alþjóð- legri kvikmyndagerð og hafi norrænu A/naní/a-verðlaunin ekki síst verið veitt fyrir hversu aðgengileg myndin sé almenn- ingi, full af þjóðlegum sérkenn- um en höfði samt sem áður til þátta sem öllum manneskjum séu sameiginlegir, hvar sem þær búa, að auki beri myndin vott skáld- Spánar á vegum ferðaskrifstofunnar síðasta sumar og framboðið sé svip- að á þessu ári. Þar að auki sé boðið upp á fjöl- marga nýja ferðamöguleika, meðai annars í gegnum dönsku ferðaskrif- stofuna Tæreborg, t.d. til grísku eyjarinnar Kos og Marmaris í Tyrk- landi. Gerð er sérstök grein fyrir sérferðum á vegum ferðaskrifstof- unnar í bæklingnum Sérferðir og má þar nefna ferðir til Aruba í Karabíahafinu, Austur-Evrópu, Dubai og um skosku hálöndin. Ferðakynning Úrvals-Útsýnar verður á sölustöðum í Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík og á Akureyri. legu næmi. Dálkahöfundur Weekend Avis- en segir Bíódaga endurminn- ingakvikmynd á borð við Mitliv som hund eftir Lasse Hallström og nokkurs konar „Norður-Atl- antshafs-þversummu “ Amarcord Fellinis og Cinema Paradiso Tornatores. Einnig segir að af myndinni stafi væntumþykju, þar sé lögð áhersla á hið hversdags- lega og fábrotna, sem tryggi áhorfandanum stórbrotna upplif- un. í Aarhus Stifttidende segir að helsti kostur Bíódaga sé hvernig Friðriki takist að sjá togstreitu milli tveggja ólíkra menningar- heima með forvitnum barnsaug- um, án fordóma og tilfinninga- semi. Hann gleymi sér hvorki í eftirsjá né afdráttarlausum póli- tískum yfirlýsingum. Bíódagar Friðriks Þórs sýnd í kvikmynda- húsum í Árhúsum og Kaupmannahöfn Hlýtur lofsamlega umflöllun í blöðum Djassþáttum Jóns Múla er lokið Hef verið ríkis- rekinn alla ævi JÓN Múli Árnason útvarpsmaður er hættur að hafa umsjón með djassþáttum í Ríkisútvarpinu en hann hefur haldið úti slíkum þáttum í marga áratugi, eða allt frá 1945. Jón Múli segir að sér hafi verið mis- boðið og hann hlunnfarinn þegar hann uppgötvaði að sér væru greidd lægri laun en hann átti að fá með réttu og engin leiðrétting fékkst á því. Einnig hefði sá siður verið tekinn upp að færa þáttinn til í tíma að sér óforspurðum og ákvað hann þá að segja upp. „Ég var orðinn svo hundleiður á þessu að ég gekk út og kvaddi hvorki kóng né prest, en sam- kvæmt reglunni hefði ég þurft að kveðja bæði kóng og prest því þeir eru báðir þarna,“ segir Jón Múli. „Fyrstu djassþættirnir byijuðu haustið 1945 og var Einar Páls- son, sonur Páls ísólfssonar, með þá þætti og ég tróðst eiginlega strax inn í þennan þátt. Nokkrum árum seinna var djassþátturinn felldur niður. Það var ályktað í útvarpsráði að þar sem ekki væri verið að kynna aðra tónlist í út- varpi sérstaklega væri óþarfi að kynna þar djasstónlist. Engum datt í hug að taka upp aðferðir djassfólks og'ícynna klassíska tón- list, aðalatriðið var að banna djass- inn en þetta bann stóð stutt. Á milli 1950 og 1960 var Björn R. Einarsson, Ólafur Stephensen, Guðbjörg Jónsdóttir og Tómas A. Tómasson um skeið með nokkra þætti. Það var ekki fyrr en kom fram undir 1970 að ég tók þáttinn alveg að mér. Þó hafði ég Gerard' Chinotti á móti mér um skeið." Gætirðu ekki hugsað þér að vera með djassþætti á einkareknu útvarpsstöðvunum? „Þessu vil ég svara á þennan veg: Ég hef verið ríkisrekinn alla ævi, eins og Seðlabankinn eða sauðfjárræktarstöðin á Hesti í Borgarfirði. Ég kunni því mæta vel enda er ég hlynntur ríkis- rekstri. Ég léti fyrr drepa mig en einkavæða mig því ég tel einka- væðinguna böl mannkynsins." Þú hefur lifað marga tíma í djasssögunni. „Alveg frá því að ragtime var að breytast í fyrirtaks djassmúsík og ég hef alltaf undrast jafnmikið og enn stend ég og gapi af undrun yfir snilld þessara manna, bæði þeirra gömlu og ungu því það er ekkert lát á þessu. Ég vil leyfa mér að halda því fram að nú hafi mannkynið loksins eign- ast músík fyrir allt mannkynið. Djassmúsík er alls staðar jafnvel tekið, hvort sem þú ert í Japan, Kína, Ástralíu, á Suðurpólnum eða hérna norður við pól, í Ameríku, Afríku og Evrópu. Alls staðar blandast þetta saman því mann- kynið er allt af einum og sama stofni runnið og var skapað í guðs- mynd eins og kunnugt er. Smám saman hefur hún breyst í þjóðern- istónlist. Allt má þetta rekja til fátækra aumingja og þræla í Norð- ur-Ameríku á öldinni sem leið og í upphafi þessarar og út úr þessu verður dásamlegasta músík sem heimurinn hefur heyrt og hefur lagt undir sig allan heiminn á ekki lengri tíma en einni öld. Mannkyn- ið hefur eignast þessa dásamlegu músík sem aldrei verður þurrkuð út en heldur áfram. að dafna og þróast endalaust. Það eru engin takmörk fyrir því sem almættið Jón Múli Arnason ► ►Jón Múli Árnason fæddist árið 1921 á Vopnafirði og voru foreldrar hans Ragnheiður Jón- asdóttir og Árni Jónsson frá Múla, ritstjóri og alþingismaður. Jón Múli á fjórar dætur. Eigin- kona hans er Ragnheiður Asta Pétursdóttir. Jón Múli hóf störf hjá Ríkisútvarpinu 1945 og starfaði þar til 1985. Hann var einn af stofnendum Lúðrasveit- ar verkalýðsins 1953 og lék á kornett þar. Hann hefur samið tónlist við söngleiki og leikrit í samstarfi við bróður sinn Jónas Árnason. Þátturinn færður að mér forspurðum hefur ætlað sínum músíkmönnum að gera.“ Er eitthvað nýtt að gerjast í djasstónlist eða er mest um aftur- hvarf til þess sem áður hefur verið gert? „Það er oft. Ekkert er þó betra en að ungir menn grafi upp fegurð- ina í því gamla og blandi því sam- an við það sem er að verða til í þeirra eigin hjarta og bijósti. I mínum huga er djass ein allsheijar alheimsmúsík og hefur smám sam- an verið að síast inn í eyru, hjörtu og huga manna. Margt af þessu fer inn í heilann og kemur aftur frá mönnum þó ég viðurkenni per- sónulega ekki mikið þá menn sem þurfa endilega að vera að hugsa til að gera eitthvað. Ég vitna í Alfreð Flóka þegar hann sagði: „Talentar streða en sjéníið leikur sér.“ Sumum er gefin náðargáfan og við hana ráða þeir ekki nokk- urn skapaðan hlut. Það er hægt að Iækna snarbijálaða geðsjúk- linga af öllu, sama hvað er að þeim í sálinni, nema einu: Það er ekkert hægt að snerta við músík- inni í þeim.“ Hvað ertu að hlusta á núna? „Ég ætla að bregða á fóninn litlu stykki á eftir sem Oscar Peter- son spilaði árið 1986 á hljómleikum í Westwo- od í Los Angeles með vini sínum Joe Pass gítarleikara, Martin Drew á trommur og David Young kontrabassaleikara úr Montreal. Þetta er svo fallegt að ég held að aldrei nokkurn tíma hafi verið spil- að eins fallega á píanó og aldrei fyrr í víðri veröld eins vel á þessi hljóðfæri saman, músíkalskir náð- argáfustrákar blanda geði svo úr verður ein dásamleg perla sem ómögulegt er nokkurn tíma að sleppa undan. Halldór Laxness sagði einu sinni í tilefni af miklum listviðburði sem hann var viðstadd- ur: „En sem betur fer ná menn sér aftur eftir mikla list.“ En ég mót- mæli þessu harðlega og segi, sem betur fer ná menn sér aldrei aftur eftir mikla list.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.