Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ fram. Ef því er svo farið segir það mér ein- 'faldlega að það sé eitthvað að í stjórnsýsl- unni. Menn þurfa að geta treyst því að unn- ið sé að þeim málum sem þeir bera fyrir bijósti án þess að þurfa að fylgja þeim eftir með persónulegum viðtölum og án þess að tala við ráðherrann. Það gengur einfaldlega ekki að reka menntamálaráðuneytið gegn um síma eða með viðtölum við fólk. Það er held- ur engan veginn æskilegt og þjóðinni ekki til heilla að slik vinnubrögð séu viðhöfð. Ég fullyrði að þetta séu leifar gamals tíma, sem ekki kemur aftur. Mér finnst í hæsta máta óeðlilegt ef á að beita slíkum vinnubrögðum. Ef menn telja sig verða að ná í ráðherra til að fá afgreiðslu sinna mála, er ekki gætt jafnræðis. Við skulum segja að þeir sem nái fundi ráðherrans fái einhveija fyrirgreiðslu í sínum málum. Hvað þá um alla hina? Enda er þetta ekki þannig. Ég fæ erindin engu að síður. Það er grundvallarmisskilningur, sem ég hefi orðið var við, að fólk heldur að ef að það nær ekki í ráðherra, sé ekkert unnið í þeirra málum. Nútímaþjóðfélag þarfnast annars konar vinnubragða. En þá þarf líka að tryggja að þær stofnanir, sem undir ráðu- neytin heyra, séu í raun svo sjálfstæðar að fólk þurfi ekki að leita inn í ráðuneytin með stórt sem smátt. Ég held því fram að stjórn- kerfið sé ekki nægilega skilvirkt. Að sjálf- stæði stofnananna, sem undir ráðuneytin heyra, sé ekki nægilegt. Þar á ég kannski sérstaklega við skólana. Þessu er ég og hefi verið að reyna að breyta með þeim frumvörp- um sem eg hefi flutt og bíða núna af- greiðslu. Ég trúi því að sagan sýni, þó ég njóti þess kannski ekki á neinn hátt, að ég hafi lagt nokkur lóð á vogarskálarnar í þeim málaflokkum sem mér hefur verið treyst fyr- ir.“_ Ólafur, sem að jafnaði er í ráðuneytinu 12 tíma á dag og lang flestar helgar, kveðst ekki telja að neitt skorti á vinnusemina. Hann segist hafa valið þá leið í sínu starfi að reyna að beita faglegum vinnubrögðum við undirbúning mála. „Eg hefi sett mig inn í mál. Ég held ég megi segja öll mál. Og það gerir enginn ráðherra hvorutveggja, að sinna þessum viðtalsbeiðnum og setja sig inn í þessi mál. Það er kannski ekki rétt hjá stjórn- málamanni, en ég hefi samt valið þetta og veit að þetta er ekki leið til að afla sér vin- sælda eða atkvæða í prófkjöri. En til lengri tima litið þá er ég ekkert í vafa um að þetta eru hin réttu vinnubrögð,“ segir hann. „Þetta á að skila sér, þótt það skili sér ekki í kjör- fylgi við mig núna. Ég verð að lifa við það. Ég hefi valið mér þennan stjórnunarstíl.“ Ólafur segir að yfirgnæfandi meirihluti þeirra erinda sem berast þarfnist umræðu og ákvarðanatöku. „F’undahöld með fólki, sem kemur að málum sem ég hef unnið að, hafa verið mikil allt kjörtímabilið. Ég hefi beitt þeim vinnubrögðum að hafa mikla sam- vinnu við þá sem málaflokkinn snerta, t.d. við að undirbúa frumvörp. Þannig vann ég mikið með þeim sem koma að rannsóknum og vísindum í landinu í sambandi við lög um Rannsóknarráð og sömuleiðis við Bandalag listamanna við gerð frumvarps um Listahá- skóla. Slíkt tekur tíma, en það er þess virði. Ég valdi þessa leið, þennan stjórnunarstíl, að setja mig inn í málin, veija tímanum í það. Þau frumvörp sem ég hefi flutt og feng- ið samþykkt sýna það. Þetta hafa verið mjög stór mál. Ég nefni mál sem ég fékk sam- þykkt á síðasta vori og felur í sér gjörbylt- ingu á öllu rannsókna- og vísindaumhverfinu hérna með nýjum lögum um Rannsóknarráð íslands, þar sem voru sameinuð hið gamla Rannsóknaráð ríkisins og Vísindaráðið. Það undirbjó ég nákvæmlega svona, með mjög miklum fundahöldum með vísindasamfélag- inu. Og það varð til þess að málið fór í gegn um þingið í sæmilegri sátt. Rannsóknir verða mjög efldar. í öllum niðurskurðinum höfum við tvöfaldað framlagið til Rannsóknasjóðs, úr 100 milljónum í 200 milljónir. Og í rann- sóknalögunum nýju er ákvæði um að stofna rannsóknaprófessorsstöður, sem er innsiglað núna við fjárlagagerðina 1995 með 15 millj- ónum til að koma þessu af stað. Að skólamál- unum hefi ég unnið nákvæmlega svona, með miklum fundahöldum með viðkomandi.“ Listmenntun á háskólastigi „Ég get nefnt þér eitt mál, sem er búið að vera höfuðverkur forvera minna í ráðher- rastóli og það er að koma listmenntun í land- inu á háskólastig, stofnun Listaháskóla. Það hafa verið gerðar margar atrennur að því og málið komið í hin mestu vandræði,“ segir Ólafur þegar við minnumst á hugmyndir hans í upphafi um að sameina listir eða lista- stofnanir undir einn hatt. „Tónlistarskólinn í Reykjavík, Leiklistaskóli ríkisins og Mynd- lista- og handíðaskólinn eru sameinaðir í einn Listaháskóla og settir á háskólastig. Þetta frumvarp er nú til meðferðar í þinginu. Ég veit að það verður samþykkt, fékk þær undir- Menn þurfa að geta treyst því að unnið sé að þeim málum sem þeir bera fyrir brjósti án þess að þurfa að fylgja þeim eftir með persónu- legum viðtölum og án þess að tala við ráðherrann. tektir í desember. Þetta byggist á því að ég hefi vandað mjög til undirbúningsins. Hann hefur staðið í meira en 2 ár. Björn Bjarnason alþingismaður var formaður nefndar, sem ég skipaði til að undirbúa þau mál, og vann afar gott starf. í sameiningu kynntum við þetta mál mjög rækilega fýrir samtökum listamanna í landinu, sem leist nú svosem ekkert á það í byijun, því þarna er farin al- veg ný leið. En endaði með því að öll þessi samtök, Bandalag listamanna, skólarnir eða allir þeir sem hlut eiga að máli og fengu að fylgjast með málinu á undirbúningsstiginu, lýstu fullum stuðningi við það, sem verður til þess að það fer viðstöðulaust í gegn um alþingi og fær góðar undirtektir. Þetta er leið sem ég hefi valið til að tryggja málunum framgang, en það tekur gífurlegan tíma.“ Varðandi þessa sameiningu bendir ráðherr- ann á að hann hafi valið að fara þarna nýja leið. Ekki að stofna háskóla með venjulegum hætti, heldur að gera þessa skóla sameinaða að sjálfseignarstofnun og stofna um þá styrktarfélag, sem ráðuneytið gerir svo samn- ing við um rekstur listaháskóla. Þetta taldi hann vera leið sem bæri að athuga og það var sú leið sem nefndin einmitt valdi. Listahá- skólinn verður því sjálfseignastofnun. í umræðunum um hversu upptekinn ráð- herrann hefur verið í menntamálaráðuneytinu kemur fram að hann kaus að byija á fyrsta ári að taka á öllum málaflokkum og setja þá í gang. Kom t.d. í gegn á fyrsta þinginu 1992 lögunum um lánasjóð námsmanna, sem var mikið átakamál, en er orðin sæmileg sátt um núna. Búið er að tryggja framtíð lánasjóðsins og um leið hefur verið sparað stórfé hjá ríkinu, án þess að hagsmunir stúd- enta hafi verið fyrir borð bornir, segir hann. Vald og ábyrgð til skólanna Heildarendurskoðun á íslenska skólakerf- inu setti hann í gang strax 1992, skipaði þá Nefnd um mótun mentastefnu. „Þá áttum við enn eftir að heyja harða glímu við efna- hagsvandann. Við létum það þó ekki aftra okkur frá því að hefja vinnu við að móta framtíðarstefnu. Og nú liggja fyrir Alþingi tvö frumvörp til laga um grunn- og fram- haldsskóla. Nú erum við að komast út úr kreppunni. Batamerkin eru hvar sem litið er. Við getum því hafist handa við að fram- fylgja þeirri framtíðarstefnu sem mótuð hefur verið fyrir menntakerfi okkar. Nýja stefnan er tvímælalaust eitt af stærstu framfaramál- um þjóðarinnar. Verði hún að veruleika eykst hlutur foreldra og aðila atvinnulífs í stefnu- mörkun á sviði skólamála, auknar kröfur verða gerðar um gæði skólastarfs og betur verður fylgst með árangi-i þess en verið hef- ur,“ segir Ólafur. Ólafur segir að naumur tími sé til þingloka en vonast þó til að skólafrumvörpin verði afgreidd á þessu þingi. „Ég geri mér hins vegar ljóst að ef stjórnarandstaðan vill stöðva þessi mál á hún sjálfsagt möguleika á því vegna þessa nauma tíma. Þingi lýkur 4. febr- úar. Ég er hins vegar að gera mér vonir um að menn átti sig á því að þetta er í raun þverpólitískt mál. Það hefur verið unnið að því af miklum faglegum metnaði. Ég fullyrði að þessi mál, grunnskóli og framhaldsskóli, eru í fyrsta sinn skoðuð í samhengi af sömu nefndinni, samband haft við bókstaflega alla hagsmunaaðila og tekið tillit til fjölda ábend- inga, bæði áður en málið varð að þingskjaii og í öðru lagi nú, í meðferðinni í menntamála- nefnd. Þarna er verið að leggja til að áralang- ur draumur sveitarfélaganna rætist. Þau fái umráð yfir öllum rekstri grunnskólans, sem ég fullyrði líka að eru ekki síður hagsmunir skólanna. Þarna er verið að færa ábyrgðina til skólanna, foreldranna og sveitarfélaganna, en ráðuneytið hefur eftirlitshlutverk sem verður mjög ákveðið." Við víkjum talinu að kennurunum og ádeil- um þeirra. Þegar Ólafur varð menntamála- ráðherra var kennaraskortur, sem hefur leyst með því að hann beitti sér fyrir því að tekið yrði upp fjarnám við Kennaraháskólann fyrir þá leiðbeinendur sem skorti réttindi og stofn- að til kennaradeildar við Háskólann á Akur- eyri, sem tók til starfa haustið 1993. Þetta mun leiða til þess að hlutfall réttindakennara eykst í öllum umdæmum. En hvað segir hann um kjaramálin? „Kennarar standa nú í kjara- baráttu og vísa til þess sem ég 'nefi sagt um nýja skólalöggjöf, að það þurfi að bæta laun kennara og ég stend á því að þurfi að hækka grunnlaun kennara. En fyrst og fremst þarf að taka upp kjarasamninga kennara frá grunni, miðað við nýja löggjöf og um það semja kennarar ekki fyrir 17. febrúar, ein- faldlega af því að þá verður ekki ný löggjöf komin. Því er ekki hægt að vísa til minna orða um breytta samninga fyrr en komin eru ný lög. Þá segi ég að eftir að það er orðið gefst tími til þess að setjast yfir kjarasamn- inga með kennurum á grundvelli nýrra laga. Til þess höfum við tíma fram eftir ári, því þessi breyting á sér ekkert stað fyrr en eftir ár. Þetta virðist ekki hafa náð eyrum kenn- arasamtakanna. Sú gagnrýni kennara að ekkert sé að marka það sem við segjum um nýja skólastefnu af því að þess sér ekki stað í fjárlögum fyrir yfirstandandi ár stenst ekki af því að hún var ekki til þegar fjárlög eru gerð.“ Þegar gengið er á Ólaf segir hann að án þess að hann ætli að fara að segja kennur- um fyrir verkum eða skipta sér af samning- um, telji hann að þeir eigi að semja núna strax, en með fyrirvara um breytingar á samningi á grundvelli nýrrar löggjafar. Og það sé nægur tími til þess. Grunnskólinn flytj- ist ekki 1. ágúst eins og stendur í frumvarp- inu. Hann mundi flytjast um áramót ef lögin verða samþykkt núna og þá gefst tími til að semja við kennara og einnig til að breyta tekjustofnalögunum þannig að sveitarfélögin fái aukna tekjustofna til að standa undir kennaralaununum. Allt hitt er komið yfir til sveitarfélaganna, annað en kennararnir. Þetta er allt hægt ef menn vilja setja það í þetta samhengi, segir Ólafur. „Ég sé það líka haft eftir einstökum bæjarfulltrúum og kenn- urum að ekkert hafi verið gert á síðustu mánuðum, tíminn hafi farið til einskis. Það er bara rangt, búið er að vinna hér alveg stanslaust í þessu, í menntamálanefnd þings- ins síðan í nóvember og hér í ráðuneytinu að ýmsum undirbúningi að flutningi grunn- skólans yfir til sveitarfélaganna og að rétt- indamálum kennaranna. Þetta er allt í eðlileg- um farvegi.“ Sifelld róðherraskipti Hvers vegna taldi hann þörf á allri þess- ari endurskoðun í flestum málaflokkum? „Ég tel að það hafi verið dregið of lengi að taka á þessum málum. Og ég hefi þá skýringu á því að ráðherarskipti í þessu ráðuneyti hafa verið alltof tíð. Á síðasta áratug er meðaltími ráðherranna tvö ár. Ég er orðinn sá ráðherra sem lengst hefur setið frá því að Vilhjálmur Hjálmarsson var menntamálaráðherra 1974-78. Enginn þeirra hefur setið í íjögur ár nema ég. Þetta segir líka ákveðna sögu. Stjórnir sitja misjafnlega lengi. Ekkert kjör- tímabil hefur verið fullnað síðan 1978. Stjórn- ir hafa setið allt niður í 13 mánuði — minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins raunar aðeins 3 — og upp í hálft þriðja ár. Þegar Sjálfstæðis- flokkurinn fékk menntamálaráðuneytið 1983, heldur lignn því í fimm ár en er með þijá menntamálaráðherra. Það er skiljanleg skýr- ing á því hvers vegna liggur ekki meira eftir hvern og einn en þetta. Það getur verið að aðrir séu fljótari að átta sig en ég, en ég tel að það taki menn tvö ár að komast inn í málin í þessu ráðuneyti. Þeir sem ekki byija strax á því og fara þá í endurskoðun á stærstu málunum koma engu í gegn. Þetta er sann- færing mín eftir að hafa kynnst því á þessum tæpum fjórum árum. Þetta er ástæðan fyrir því að það var hér mjög mikið ógert, ég vil ekki segja vanrækt." Fagleg vinnubrögð og pólitík í þessari umræðu allri um mikla vinnu, sem liggur í faglegum vinnubrögðum ef vel á að vera, og tímaskorti, vaknar spurningin hvað sé þá til ráða til að gefa ráðherrum meira svigrúm? Ólafur kveðst oft hafa rætt um það á árum áður að skilja þyrfti hér á landi lög- gjafarvald og framkvæmdavald meira að en nú er. „Eftir að ég varð ráðherra er ég sann- færður um að það sé alveg nauðsynlegt. Að mínu mati eiga ráðherrar að víkja af þingi á meðan þeir sinna ráðherradómi. Slíkt stuðlar að meiri fagmennsku og hollari stjórnunar- háttum." Við ræðum svolítið um skiptingu valdsins almennt, sem ráðherranum finnst ekki nægi- lega glögg og telur eitt með öðru valda þessu spillingartali, sem er svo hávært nú. Það sé SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 11 þetta samkrull framkvæmdavalds og löggjaf- arvalds. Að þingmenn sitja enn í ýmsum stjórnum og ráðum og hafa þannig áhrif bæði á framkvæmdasviðinu og löggjafarsvið- inu. Þetta hefur verið gagnrýnt og sérstak- lega, segir hann, þegar þingmenn sitja í stjórnum og ráðum sem útdeila peningum,- i bankaráðum, byggðastofnunum og sjóðum. Hann kveðst ekki telja þetta rétt og að ganga eigi miklu lengra í aðgreiningu á þessu. Og byijar þá á toppnum, svo sem kemur fram hér að ofan. Segir sem svo að ef þingmaður verði ráðherra eigi hann að segja af sér meðan hann gegnir ráðherrastarfi. Ef við færum inn á þessa braut gætum við um leið notað tækifærið til að fækka þingsætum, sem margir vilja nú. Þingmenn verði þá að gera upp við sig hvort þeir vilja vera virkir í lög- gjafarstarfinu eða í framkvæmdavaldinu. Þá yrði einnig að tefla fram forustumönnum í þinginu og þannig hefðu þingflokkarnir for- ustumenn sína bæði í þinginu og ráðherra- dómi. Þá komi varamenn inn fyrir þann sem fer í ráðherradóm, en ráðherra væri þá virk- ur í sínum málaflokki og hefði þar skyldu- setu í þinginu þegar hans mál væru til um- fjöllunar. I dag verða ráðherrar að sitja þing- fundi þótt mál þeirra séu ekki á dagskrá og þeir eru gagnrýndir ef þeir gera það ekki. Það segi sig sjálft að sá mikli tími nýtist ekki til að vinna að málum í ráðuneytinu. Þetta séu það krefjandi störf að þau geti aldrei orðið einhver aukastörf. Kveðst Ólafur hafa verið þessarar skoðunar lengi, og hafa sannfærst eftir að hafa verið menntamálaráð- herra. Fjölmiðlamir fjórða valdið Þegar þú tókst við embætti sló ég því fram í viðtali að þú værir ekki þekktur fyrir að leysa málin með uppákomum í fjölmiðlum eða háværum yfirlýsingum, hvort nú yrði hljóðlát- ari stíll í ráðuneytinu. Varla verður sagt að þér hafi tekist að halda þig til hlés. Ertu kannski búinn að fá nóg af ágengni fjölmiðl- anna, eins og mátti heyra í ávarpi þínu í Langholtskirkju á aðventunni? „Ég tel mig ekki hafa hagað mér þannig að ég hafi verið að búa til uppákomur. En ég hefi hins vegar ekkert komist hjá ýmsum uppákomum vegna embættisverka minna. Og fjölmiðlar hafa verið býsna ákafir við að tala um ákveðin atriði, m.a. embættisveiting- ar, sem hafa jafnvel verið orðaðar við vissa spillinu. Ég get tekið sem dæmi skipun skóla- stjóra á Hvolshvelli, þar sem sóttu 12 manns um og varð heilmikill hvellur af á sl. hausti. Skólanefnd mælti einróma með þeim umsækj- anda sem einna minnsta menntun hafði. Ég valdi hins vegar þann umsækjanda sem hafði bestu menntunina. Það var kona. Ég taldi að ef ég færi að tillögu heimamanna, væri ég að bijóta jafnréttislög og ég væri að hundsa þá sem teldu það einhvers virði að leggja á sig aukna menntun, þó þeir hefðu réttindi. Út af þessu urðu blaðaskrif svo dög- um skipti og heilmikið fár í sjónvarpstöðvun- um. Sagt að ég væri að hundsa vilja heima- manna, ég væri að sýna ofríki og yfirgang og svo framvegis. Endaði með því að konan sem ég setti í starfið treysti sér ekki í þessi slagsmál í heimahéraði og dró umsóknina til baka. Og ég lét þá hafa íþróttakennarann sem þeir vildu fá sem skólastjóra. Þetta er dæmi um hvernig fjölmiðlar taka undir ósann- gjarna gagnrýni.“ Eftir að við höfum komið okkur saman um að ekki taki því enn einu sinni að rifja upp Hrafns- eða Heimismál, sem Ólafur kveðst hafa á takteinum full rök fyrir, kveðst hann taka undir það sem sagt hafi verið að fjölmiðlarnir séu fjórða valdsviðið í þjóðfélag- inu. Það sé ekki bara þrískipting valdsins í löggjafarvald, framkvæmdavald og dóms- vald, fjölmiðlarnir séu það fjórða. Það ’væri þetta sem hann talaði um í ræðu sinni í Lang- holtskirkju. Finnst honum þá að hann hafi orðið verr úti en aðrir? „Nei.nei, það ætla ég alls ekki að segja, ég sé alveg hveiju félagar mínir verða fyrir og ýmsir aðrir. En ég er oft mjög ósáttur við það hvernig fjölmiðlum er beitt. Þá er ég ekkert. að tala um áramótaskaup, heldur fréttastofur fyrst og fremst. Ég er bara að benda á að það viðgengst spilling í fjölmiðlastéttinni líka. Það er sem sagt spilling þar ef ekki er sagt af hlutlægni frá málum. Spilling er líka til hjá stjómmálamönnum, því miður. Mér fmnst ekki nóg að fjölmiðlar geri kröfu til stjórnmálamanna og embættismanna um að þeir sýni ábyrgð og siðgæði í sínum störfum, það þarf að gera sömu kröfu til fjöl- miðlanna. Sé það ekki gert eru fjölmiðlanir ekki eingöngu viðbótarvald í þjóðfélaginu, Qórða valdsviðið, heldur jafnframt hafíð yfir hin þijú. Það er spilling. Það var þetta sem ég talaði um og tekið var undir í Reykjavíkur- bréfi. Þar var látin i ljós von um að þetta yrði kveikjan að meiri umræðu um málið. En það hefur hreint ekki orðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.