Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ stjórn félagsins, nefndum þess og ■áðum. Þórunn Valdimarsdóttir var ‘oringi okkar, félagi og vinur. Það justaði stundum um Þórunni og íún var ekki allra, en raunbetri nanneskju er vart hægt að hugsa sér. Hún var traustur félagi og vin- ir og aldrei meiri og betri en þegar iitthvað bjátaði á. Það vita þeir sem reyndu drengskap hennar. Þórunn var gerð að heiðursfélaga Verkakvennafélagsins Framsóknar á 70 ára afmæli sínu árið 1984. Við kveðjum hana með virðingu og þökk fyrir samveruna og samvinn- una. Stjórn og starfskonur Verka- kvennafélagsins Framsóknar senda dóttur hennar, Kristínu Bjarnadótt- ur, tengdasyni, dóttursonum og fjölskyldunni allri innilegar samúð- arkveðjur. Fyrir hönd Verkakvenna- félagsins Framsóknar, Ragna Bergmann, formaður. Kjarkmikil dugnaðarkona hefur kvatt þetta líf. Fáum einstaklingum hef ég kynnst á minni ævi sem var eins ósérhlífin, atorkumikil og hug- ulsöm við skylda sem óskylda og Þórunn Valdimarsdóttir. Hún var mikil kvenréttindakona og jafnað- arsinni og mátti aldrei neit aumt sjá. Það lá því þannig beint við að hún valdi að ævistarfi að starfa lengst af í forystu fyrir verkakonur og varð formaður Verkakvennafé- lagins Framsóknar og síðar heiðurs- félagi þess. Ég kynntist henni sem unglingur o g síðar vann ég á skrifstofu Verka- kvennafélagsins Framsóknar undir stjórn Þórunnar og Jónu M. Guð- jónsdóttur þáverandi formanns fé- lagsins. Þá unnu einnig á skrifstof- unni þær öðlingskonur, Jóhanna Sigurðardóttir og Guðbjörg Brynj- ólfsdóttir, báðar fyrrverandi stjórn- arkonur félagsins og var það mér ómetanlegt að kynnast hugsjónum allra þessara kvenna fyrir kjörum kvenna í landinu. Mætti sá tími koma aftur að konur stæðu svona þétt saman í baráttunni fyrir betri kjörum, eins og var þegar þær stóðu í eldlínunni. Eg fylgdist vel með vinnubrögðum Þórunnar og varð hún mér fyrirmynd um margt. Gaman var að fylgjast með henni skipuleggja árlegar sumarferðir fé- lagskvenna um landið okkar og undirbúa basar félagsins í desem- ber. Hún sá einnig um sjúkrasjóðinn og jóalglaðninginn til eldri félags- kvenna fyrir hver jól. Henni var mjög annt um Verkakvennafélagið Framsókn og störf þess. Þar átti Aiþýðuflokkurinn og jafnaðarstefn- an líka sterkan og góðan liðsmann. Mikill vinskapur varð milli mín og Þórunnar og var sárt til þess að vita hvernig heilsu hennar hrak- aði stöðugt hin síðari ár. Heilsu- leysi liefur hrjáð hana í nokkuð mörg ár, en að kvarta, það var ekki til í hennar huga. Hún var stórlynd eins og margir Vestfirðing- ar, áreiðanleg, með mikla réttlætis- kennd, vel gefin, skemmtilega glett- in í góðra vina hópi, mikill vinur vina sinna, gjafmild og trygg sínum nánustu alla tíð. Einkadóttirin var henni þó kærust og var hún mjög stolt af henni og fjölskyldu hennar. Ég mun ætíð mir.nast hennar vegna hjálpsemi hennar, rausnar og vin- áttu við mig og móður mína. Kristín mín og fjölskylda. Inni- legar samúðarkveðjur. Helga Magnúsdóttir. Vandaðir legsteinar Varanlcg minning BAUTASTEINN i Brautarholti 3,105. R Sími 91-621393 - -- ^ Krossar á leiði Mismunandi mynsfur, vonduo vinna. Simi 91-35929 oq 35735 ______ MINNINGAR BRIGITTA VILHELMSDÓTTIR + Brigitta Vil- helmsdóttir á Blönduósi fæddist í Þýskalandi 27. jan- úar 1926. Hún lést á Landspítalanum 6. janúar síðastlið- inn. í DAG verður til mold- ar borin frú Brigitta Vilhelmsdóttir frá Blönduósi. Brigitta var gift föðurbróðúr mín- um, Sigursteini Guð- mundssyni, lækni. Minningar mínar um Brigittu eru margar en upp úr stendur minningin um hversu stutt var í dillandi hláturinn og glensið. Hún gat alltaf séð björtu hliðarnar á öllum málum og aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni né taka undir þess háttar. Þegar ég var að alast upp og Sigursteinn og Brigitta komu til Reykjavíkur, þá dvöldu þau oftast á heimili foreldra minna. Við systk- inin hlökkuðum alltaf mikið til komu þeirra því hún kom ávallt færandi hendi með eitthvað sem gladdi hug og kitlaði bragðlaukana. Hún talaði líka við okkur eins og sjálfstæða einstaklinga. Eitt sinn þegar hún var hjá okkur þá var ég að ganga í gegnum eitt frekjutíma- bilið og þurfti alveg bráðnauðsyn- lega að eignast ákveðna tegund af skólatösku. Ég hef sennilega verið búin að ofgera foreldrum mínum með væli og nauði því Brigitta fór með mig inn i herbergi, lokaði hurð- inni á eftir okkur og ræddi við mig. Ekki var hún með frekju eða hótan- ir, heldur spjallaði hún við mig eins og ég væri fullorðin kona en ekki frekur krakkakjáni. Þetta sanftal okkar man ég enn þann dag í dag og nægir að segja að eftir þetta skipti ekki máli hvort skólataskan mín var af þessari gerðinni eða hinni. Brigitta tók bílpróf eftir að hún flutti til Blönduóss og fékk allan sinn undirbúning og alla æfingu í að aka bíl þar nyrðra. Þar sem hún var áræðin kona og vílaði ekki margt fyrir sér, þá tók hún þá ákvörðun, eftir að vera búin að æfa sig, að aka ein til Reykjavíkur. En áður en hún lagði af stað var hún búin að hringja í föður minn og fá hann til þess að hitta sig við Elliða- árnar og keyra fyrir hana bílinn, því, þrátt fyrir áræðni, þá þorði hún engan veginn að aka í Reykjavík. Dagurinn rann upp og tíminn leið að stefnumóti þeirra við Elliðaárn- ar, en pabbi sat sem fastast heima og hreyfði sig ekki. Þegar ég innti hann eftir því hvort hann ætlaði ekki að fara að taka á móti henni Brigittu, þá sagði hann að það hvarflaði ekki að sér að gera það. Hann sagði að ef hann byijaði á því að keyra fyrir hana, þá myndi hún aldrei þora að gera það sjálf. Mikið rétt. Þegar hún svo birtist þó nokkru seinna, þá var það þreytt, en stolt og ánægð kona sem gekk inn um dyrnar. Oft átti hún eftir að riija þetta upp og þakka honum það að hún fór allra sinna ferða akandi um Reykjavík. Tengslin við stórfjöl- skylduna voru henni mikils virði. Hún mundi alla afmælis- daga og hringdi alltaf til þess að óska til ham- ingju. Ef hún ekki hringdi á sjálfan af- mælisdaginn, þá var það næsta víst að hún var erlendis eða ein- hvers staðar í burtu og bætti úr því um' leið og hún kom heim. Þegar Hekla gaus vorið 1970 þá voru þau Sigursteinn stödd hjá okk- ur og allir í fjölskyldunni drifu sig austur til þess að skoða eldstöðv- arnar nema við Brigitta. Ég sat heima við próflestur og hún gat einhverra hluta vegna ekki farið. Þegar líður að kvöldmat spyr hún mig hvort við ættum ekki að fara saman út að borða sem sárauppbót fyrir að komast ekki með. Fyrir 15 ára ungling í þá daga að vera boðið í kvöldmat á Naustið var heilt ævin- týri, - matseðill, þjónar, gos með matnum o.s.frv. Ég sat þarna með stjörnur í augum sem voru á stærð við undirskálar og á móti mér sat hún Brigitta, brosandi, og naut þess greinilega að horfa á þessa upplifun mína. Ég gæti haldið áfram að rifja upp minningarbrot en læt hér stað- ar numið. Eg á eftir að sakna sím- talanna hennar og það tekur tíma að venja sig við þá hugsun að það eru ekki lengur Siggi og Brigitta sem eru á ferðinni, heldur aðeins Siggi. Kæri Sigursteinn og fjölskylda. Ég get sennilega ekki verið með ykkur í dag í eigin persónu, en er það í huganum. Ég vona að Guð gefi ykkur styrk til þess að takast á við tímann framundan og við fjöl- skyldan sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Brigitta mín, ég vona og trúi að ferðin yfír á næsta tilverustig hafí gengið vel. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigurlína. Formáli minning- argreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar kcmi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir minn, afi og langafi, STEFÁN JÓNSSON fyrrverandi prentsmiðjustjóri, Melhaga 1, Reykjavik, lést 10. janúar 1995. Hann verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 18. janúar kl. 13.30. Salome Pálmadóttir, Erla Stefánsdóttir, Salome Ásta Arnardóttir, Sigþrúður Erla Arnardóttir, Stefán Örn Arnarson, tengdabörn og barnabarnabörn. SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 31 t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför BJÖRNS KRISTMUNDSSONAR, Álftamýri 54, Reykjavík. Stefán Kristmundsson, Þorvaidur Kristmundsson og aðrir aðstandendur. t Við þökkum innilega þá vináttu og hlý- hug sem við höfum orðið aðnjótandi við andlát og útför PÁLS PÁLSSONAR skipstjóra, Espigerði 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans og heimahjúkrunar svo og kór Langholtskirkju og Nesi hf. Ólöf Karvelsdóttir, Kristján Pálsson, Sóley Halla Þórhallsdóttir, Ólafur Karvel Pálsson, Svandís Bjarnadóttir, Guðrún Pálsdóttir, Ólafía Pálsdóttir, Arnar Guðjónsson og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, PÁLS GUÐJÓNSSONAR, Laugateigi 10. Jónína Guðjónsdóttir, Helga Pálsdóttir, Erling Þ. Ólafsson, Sólveig Pálsdóttir, Birgir G. Ottósson, Elínborg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og ómetanlega vináttu við andlát, minningarathöfn og jarðarför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, THEÓDÓRS SIGURJÓNS NORÐKVIST frá ísafirði. Ingibjörg Marinósdóttir Norðkvist, Margrét Norðkvist Theódórsdóttir, Sigurður Óli Sigurðsson, Ása Norðkvist Theódórsdóttir, Pálmi Gunnarsson, Jón Sigurður Norðkvist, Theódór Norðkvist yngri og elskuleg barnabörn hins látna. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁSKELS MAGNÚSSONAR bifvélavirkjameistara, Melgerði 33, Kópavogi, Guðmundfna Magnúsdóttir, Davíð Áskelsson, Ella K. Geirsdóttir, Helena M. Áskelsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við fráfall og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR KRISTINS ÁRNASONAR, síðast til heimilis á Dvalarheimilinu Höfða, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness, 8. þessa mánaðar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness og starfs- fólks Dvalarheimilisins Höfða. Þuriður Jónsdóttir, Jón Sigurðsson, Rún Elfa Oddsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Gunnar Þór Júlíusson, Árni Sigurðsson, Inga Sverrisdóttir, Sævar Sigurðsson, Hólmfríður Guðmundsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.