Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞÓRARINN ÓLAFSSON + Þórarinn Ólafs- son kennari fæddist á Nauteyri við Isafjarðardjúp 23. maí 1912. Hann lést á Akranesi 8. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akranes- kirkju 13. janúar. ÞEGAR ég frétti skyndilega fráfall Þór- arins Ólafssonar hrökk ég illa við. Ég hafði hitt hann á fömum vegi ekki alls fyrir löngu. Þá fannst mér hann vera hreystin uppmáluð og meira lifandi en margur æskumaðurinn þrátt fyrir árin sín 82. Af sinni alkunnu glað- værð og hispursleysi fór hann með vísu fyrir mig og sagði sögu. Ég lærði ekki vísuna og man söguna ekki glöggt en ástríðufull ásýnd sagnamannsins stendur björt og skýr í hugskoti mínu. Og ég rifjaði upp með sjálfum mén Þessi maður er meiri en háskólamir. Hann er holdgerfingur íslenskrar menningar eins og hún gerðist best. Omengaður af hræsninni og fleður- skapnum sem hafa laumað sér inn í líf okk- ar að utan undir yfirsk- ini framfara, sagna- fróður um horfinn tíma sem aldrei kemur aftur, hreinn og beinn í allri framgöngu. Og nú eins og hendi væri veifað var hann allur. Eg fyllt- ist depurð að hafa misst góðan við og þunglyndi er ég hugsaði til þess að þeir týna óðum tölunni hinir bestu íslendingar, þeir sem í þverrandi fjöri sínu geyma dýrmætasta fjársjóð þjóðarinnar, en það er arfleifðin frá þeim tíma þegar fyrirferðamikið pjátrið villti mönnum ekki sýn. En enginn getur verið lengi dapur sem hefur Þórarinn fyrir augunum í minningunni. Og þar sem hann stendur nú ljóslifandi fyrir augum mínum, fyrst alvörugefinn og ein- beittur að segja frá og svo brosmild- ur og síðast skellihlæjandi eins og honum einum var lagið, þá hlýtur sorgin og depurðin að víkja um set. Þórarinn kenndi okkur m.a. grasa- fræði í Gagnfræðaskólanum á Akra- nesi. Það var þungt nám svo ekki sé meira sgat. Enginn var að læra þetta af fróðleiksfysn, margir til að ná prófi og sumir til að gleðja hinn ástsæla læriföður. Aðferðafræði kennslunar var þessi: Smásmuguleg sundurgreining með spumingum í hundraða tali. Engar óþarfa vanga- veltur sem trufla einbeitinguna við verkið sem þarf að vinna. Ef þið lærið svörin utan að við öllum spurn- ingunum þá fáið þið tíu. Svo einfalt var það. Og kannski fengu einhverjir tíu. Annað væri ósanngjamt. Én ÓdtendÍHý til 9. oq 16.Lekkinýá oq fobeld^a (jeÍH*a! FÉKKSTU FYRIR NEÐAN 6 Á JÓLAPRÓFUNUM ? EF SVO ER KEMUR NÁMSAÐSTOÐ ÞÉR AÐ GAGNI! Allir vita að nám er mjög mikilvægt vilji maður auka möguleika sína í framtíðinni. Einkunnir eru einnig mikilvægar þvi þær gefa til kynna kunnáttu í námsefni. Fjölmargir nemendur lenda í erfiðleikum í námi á fyrsta ári í framhaldsskóla og hætta jafnvel vegnaoflágra einkunna. Flestir þeirra fengu einkunnir undir 6 á samræmdum prófum nokkrum mánuðum fyrr. Þetta eru staðreyndir úr íslensku skólalffi sem við viljum láta ykkur vita af. Á undanfömum tíu árum hafa þúsundir grunn-, framhalds- og háskóla- nema notið aðstoðar kennara okkar. Árangur þessara nemenda í skóla sýnir að við erum á réttri leið í kennslunni. Nemendur okkar byrja á að taka námsgreiningarpróf sem lögð eru til grundvallar þegar við ákveðum hvaða námsþætti þarf að kenna. Við tökum því á námsefninu þar sem þess er þörf og þurfum ekki að eyða dýrmætum tíma í að þreifa okkur áfram til að finna veiku punktana VIÐ BJÓÐUM YKKUR NÁMSKEIÐ f ÍSLENSKU, STÆRÐFRÆÐI, ENSKU OG DÖNSKU FYRIR SAMRÆMDU PRÓFIN ! VIÐ ERUM EINNIG MEÐ NÁMSKEIÐ f FLESTUM GREINUM FRAMHALDSSKÓLA, HÁSKÓLA SVOOG FRÆÐSLU FYRIR FULLORÐNA Upplýsingar og innritun í s. 79233 kl. 16.30 -18.30 virka daga og i símsvara allan sólarhringinn. 9\{emendaþjónnstan sf Þangbakka 10, Mjóddinni, Sími 79233, Fax 79458 ARGENTÍNA AUSTURRÍKI ÁSTRALÍA BANDARÍKIN BELGÍA BÓLIVÍA BRASILÍA BRETLAND AFS vill gera öllum kleift að gerast \ SKIPTINEMAR ffi Yfír 25 lönd eru í boöi í öllum heimsálfum. B Ógleymanleg reynsla. ■ Kykur Jnoska og víðsýni. ■ Gagnlegl tungumálanám. ■ 50 ára reynsla af nemendaskiptum. íslensktr nemar og fararstjóri í Venezuela. B BrOttfÖr tVlSVar a an. Þess vegna býður félagið mjög viðráðanleg greiðslukjör. Dreifa má greiðslum á allt að 18 mánuð. Enn eru nokkur nokkur í laus næsáa sumar. > Upplýsingar og umsóknarblöð fást á skrifstofu AFS á íslandi, Laugavegi 59, 3. hæð, milli kl. 10 og 16 virka daga. _____ Sími 91-25450. A!Þjóöleg fræösla og samskipti PORTÚGAL PARAGUAY MEXÍKÓ LETTLAND JAMAÍKA ÍTALÍA INDÓNESÍA HOLLAND GVATEMALA 2 o 73 X Q o 2 z skiptir þó minna rnáli en hitt að í lok tímans kom saga. Ekki endilega ný saga, sumar sögumar vom sagðar aftur og aftur og urðu betri eftir því sem þær vom oftar sagðar. Og nú var athyglin í lagi. Maður var ein augu og eym að horfa á manninn og hlusta. Og maður trúði sögunum. Þær voru allar sannar á þeirri stundu sem þær voru sagðar. Sögur frá uppvaxtarárunum, mildar sögur af sólbjörtum sumardögum við Djúp, magnaðar skammdegissögur af ham- förum náttúm við ysta haf, dulúðug- ar sögur af mórum og skottum, sög- ur úr hversdagslífínu þar sem allir undu glaðir við sitt. Hin ævintýralega umgjörð og litríkar persónumar stóðu okkur ljóslifandi fyrir sjónum. Meira að segja draugasögumar og hetjusögurnar vom sannar. Slík var kynngi frásagnarinnar frammi fyrir hinum námsfúsu nemendum. En bestar og sannastar voru þó sögum- ar af honum sjálfum. Þær vitnuðu um manninn sem sagði og hann um þær. Grasafræðin er öll gleymd. Og sögumar flestar líka, illu heilli. En það sem mestu skiptir er varðveitt í huga og hjarta. Það er minningin um lærimeistarann og manninn og allt það góða sem hann bar með sér. Af henni stafar gullnum bjarma. Ég votta Rannveigu eiginkonu Þórarins, bömum þeirra og bama- börnum samúð mína. Guð gefi þeim styrk í sorginni. Leó Jóhannesson. ....er Kári engum manni líkur.“ (Brennu-Njáls saga.) Vinur okkar, Þórarinn Ólafsson, er farinn veg allrar veraldar. Hann birtist okkur ekki oftar hér á tröpp- unum glaður og reifur í fylgd elsku- legrar og glæsilegrar konu sinnar. Honum bregður ekki oftar fyrir á götum Akraness, kvikum á fæti og unglegum í háttum og fasi. Hann kveður ekki fleiri vísur, segir ekki sögur framar. Þórarinn var ógleym- anlegur maður, glaðvær og jafnlynd- uf, engum öðrum líkur, heilsteypt karlmenni. Hann var í rauninni ung- ur maður alla tíð. Þegar Þórarinn óx úr grasi vestur á Snæfjallaströnd var enn fornöld á þeim slóðum. Atvinnuhættir höfðu ekki breyst ýkja mikið frá þeim tím- um þegar fóstbræðurnir Þormóður Kolbrúnarskáld og Þorgeir Hávars- son gengu þar um garða. En sá varð munur á kynslóð Þórarins og fyrri kynslóðum við E)júp að öld tölvu og annarra nútímagaldra var upp runnin áður en hún tók að kemba hærumar. Snemma varð Þórarinn Ólafsson afbragð annarra manna. Hann var verkmaður mikill og fjölhæfur og gekk glaður að hverju starfí. Hann var manna hagastur enda dundaði hann mörg siðustu árin við að smíða listilega gerða aska og fleiri bús- hluti í gömlum stíl. Gripi sína skreytti hann gjaman með höfða- letri sem hann kunni góð skil á eins og fleiri fomum listum. Þórarinn gerðist ungur veiðikló til sjós og lands. Hann var vel íþróttum búinn, synti að gamni sínu um þvera fjörðu vestra — enda fyrirmyndir hans hetj- ur fornra sagna. Hann hafði ungur gerst handgenginn íslendingasögum og hafði alla ævi lifandi áhuga á íslenskum miðaldafræðum. Hann var sagnaþulur í fomum stíl, vissi margt um íslenska þjóðhætti, kunni ógrynni þjóðsagna og hafði sjálfur reynt ýmsa hluti sögulega. Margir munu lengi minnast þess þegar hann fór á kostum í frásögnum sínum. Þórarinn var og gagnkunnugur ís- lenskri náttúm. Jarðsagan var hon- um opin bók. Hann þekkti flestar íslenskar plöntur. Og dýralífíð var honum óþrotleg uppspretta unaðar og ævintýra. Kennsla varð ævistarf Þórarins Ólafssonar. Lengst kenndi hann við Gagnfræðaskólann á Akranesi. Þar nutu hæfileikar hans sín vel. Glað- lyndi og rammíslensk frásagnarlist gerðu hann að fyrirmyndarkennara. Þar kom að sjálfsögðu líka til yfír- gripsmikil þekking á námsefninu. I okkar tíð á Akranesi kenndi hann lengst af náttúrufræði og teiknun (sem nú mun kallast myndmennt). Áður hafði hann kennt íþróttir og smíðar. Hann hafði sjálfur numið hjá hinum ágætustu kennurum, Að- alsteini Eiríkssyni í Reykjanesi við Djúp, við Statens Gymnastikinstitut í Kaupmannahöfn og hjá Kurti Zier í Reykjavík. í hópi samstarfsmanna naut Þór- arinn sín vel og var allra manna vinsælastur. Eins og margir greindir menn og hugsandi var hann hæfí- lega fjarhuga og utan við sig en rataði þó venjulega í rétta kennslu- stofu. Þórarinn Ólafsson var útivistar- maður. Hann fór þar ekki troðnar slóðir enda frumlegur og frjór í hugs- un. Hann og félagar hans munu að líkindum fyrstir íslendinga hafa gengið yfír meginöræfí íslands frá austri til vesturs, frá Héraði í Borg- arfjörð. Hann var einnig fús til stuttra ferða með þeim sem litlir voru garpar. Akrafjallsferðir með Þórarni urðu ævintýri, hvort sem leitað var eggja eða einungis gengið á fjallið til að njóta náttúrufegurðar. Margar beijaferðir okkar upp í Borg- arfjörð, í Dali og á Snæfellsnes voru uppspretta ánægju og gleði. Hann hélt og áhuga sínum á veiðum óskertum til æviloka og sótti bæði í fisk og fugl. Þó að Þórarinn Ólafsson væri sér- stæður maður — og þyrði að vera það í veröld þar sem hermihneigð er hærra metin en frumleiki — og þó að hann væri mörgum glæsileg- um kostum og góðum hæfileikum búinn, bar þó hitt af hver drengur hann var. Hann mun aldrei hafa á neinu níðst sem honum var til trú- að. í vináttu var hann traustur sem bjarg. Svik urðu aldrei fundin í hans munni. Enginn var ber að baki sem slíkan mann átti að vini. Við hjónin söknum góðs drengs og tregum einn besta vin okkar — en við erum jafnframt þakklát fyrir að hafa átt vináttu hans og konu hans í hálfan fjórða tug ára. Við sendum elskulegri vinkonu okkar, Rannveigu Hálfdánardóttur, og ást- vinum hennar hugheilar samúðar- kveðjur og biðjum þeim blessunar Guðs. Þórarinn Ólafsson var prýðilega hagmæltur enda nefndum við Þór- leifur Bjarnason hann Skjaldfann- arskáld. Þó að Elli kerling virtist langt frá því að koma honum á kné gerði hann sér ljóst að fyrr eða síð- ar yrðu allir að láta í minni pokann fyrir henni og gestur sá sem allir eiga vísan myndi knýja dyra. Því kvað hann fyrir nokkrum árum: Sumar liðið, sest áð haust, sölnað lauf og fokið. Mitt er fúið fley við naust og fórinni bráðum lokið. Nú er förinni lokið. Hún var löng - Kringlan - verslunarhúsnæði Til sölu verslunarhúsnæði, frábær staðsetning. Stærð 113,71 fm nettó. Húsnæðið er í leigu. (Ostabúðin). Eigna- skipti möguleg. Verðhugmynd kr. 32.000.000,-. Upplýsingar hjá Fasteignasölunni Kjöreign, sími 568-5009. ÁRMÚLA21 Jan V.S. Wiium, lögg. fast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.