Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 20
I 20 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 KÆRUM vegna læknis- verka hefur fjölgað á undanförnum árum. Ástæðan kann að vera sú að almenningur er betur upplýstur um sjúkdóma og lækningaaðgerðir en áður var og eins má vera að opnari fjölmiðlaum- ræða hafi haft þar einhver áhrif. Umræðan er þó ekki alltaf málefna- leg enda gefur auga leið að hér er um afar viðkvæm og flókin mál að ræða. Það er því rétt að ítreka, að lækningaaðgerð getur mistekist án þess að mistök hafi verið gerð, eins og fram kemur í nýlegri grein eftir Árna Björnsson lækni í tímaritinu Heilbrigðismál. Ásdís Frímannsdóttir segir líka í upphafi samtals okkar að það sé erfíð ákörðun að opinbera fyrir al- þjóð einkamál sín með þessum hætti. „En ég hef hugsað um þetta á hverjum degi í heilt ár og niður- staðan er þessi: Ef allir þegja, verð- ur aldrei gert neitt,“ segir hún. „Ég vil líka leggja áherslu á, að með þessu er ég ekki að ráðast á lækna- stéttina. I þeim hópi eru margir indælir menn og flestir mjög færir í sínu fagi. En ég segi þessa sögu í þeirri von að það verði til þess að eftirlit og aðhald verði hert svo að aðrir lendi ekki í sömu hremm- ingum og ég.“ Slit á maga „Eftir að hafa gengið með fjögur böm ákvað ég að drífa mig í lýtaað- gerð vegna slits á maga. Val- kostirnir, sem ég stóð frammi fyrir, voru annars vegar að bíða í rúmt ár eftir plássi á spítala, eða komast að strax á einkastofu með því að greiða ákveðna þóknun fyrir. Ég valdi síðari kostinn og fyrir valinu varð læknir af yngri kynslóðinni. Hann sagði að þetta væri ekkert mál og var til í að skera mig strax gegn því að ég greiddi honum 150 þúsund krónur fyrir. Ég játa að ég var efins í fyrstu því að ég vissi að svona stórar að- gerðir höfðu, þar til fyrir tveimur árum, aðeins verið framkvæmdar á spítölum, og sjúklingar legið þar undir eftirliti í tíu daga á eftir. Þessi læknir ætlaði hins vegar ekki að vinna verkið á skurðstofu, með svæfingarlækni, heldur skera mig vakandi en mænudeyfa í staðinn, og aðgerðin átti að taka þrjá til fjóra klukkutíma og síðan átti ég að fara heim samdægurs. Þetta leist mér illa á og sagði því heimilis- lækni mínum frá þessum áformum og áhyggjum mínum að gangast undir aðgerðina vakandi. Læknin- um mínum leisfc heldur ekki á þetta og benti mér á annan lækni sem hann sagði að væri mjög fær, skæri á skurðstofu og hefði svæfingar- lækni og annað starfsfólk sér við hlið. Hann pantaði tíma fyrir mig, sem ég fékk innan fárra daga. Aðgerðin átti að kosta 150 þús- und krónur og fara fram á einka- skurðstofu í Reykjavík og ég átti að vera þar eina nótt eftir aðgerð. Ef ég hins vegar treysti mér ekki heim daginn eftir var mér gefinn kostur á að kaupa mér fleiri daga fyrir 1.000 krónur á tímann, sem myndi hugsanlega lækka ef fleiri sjúklingar þyrftu einnig að vera áfram. Ég sagði lækninum frá fyrir- hugaðri ferð minni til Bandaríkj- anna og Kanada í byijun nóvember og var sagt að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að komast ekki. Skurðardagurinn var því ákveðinn 7. október 1993, með það fyrir augum að ég yrði búin að ná mér að fullu fyrir Ameríkuferðina í nóvember. Ég fékk engar aðvaranir um að eitthvað gæti farið úrskeiðis og treysti þessum lækni alveg fullkom- lega, enda hafði ég heyrt að hann væri einn sá besti í þessari grein, svo að ég taldi mig mjög heppna að hafa lent hjá honum. Ég hafði heldur aldrei verið skorin upp áður og fór því óhrædd í þessa aðgerð. Það eina sem læknirinn spurði mig um var hvort ég væri sátt við þyngd mína og hvort ég væri ekki hraust. Ég kvaðst verða að sætta mig við þyngdina því svona væri ég. Hann Samtökin Lífsvog verða stofnuð 25. janúar næstkomandi, en þar er um að ræða fólk sem telur sig eiga um sárt að binda vegna > ---------------------------------------------- læknamistaka. Asdís Frímannsdóttir er í þeim hópi og í samtali við Svein Guðjónsson rekur hún sögu sína, sem hófst er hún ákvað að fara í lýtaaðgerð vegna slits á maga. sagði að skurðurinn yrði fallegri eftir því sem konur væru grennri. Ég var hins vegar aldrei vöruð við neinum hættum og viðurkenndi X það seinna á sáttafundi hjá land- lækni. Einnig að hann ætti engar myndir til að sýna hvað gæt.i farið úrskeiðis. Það finnst mér ætti að .setja í lög. Læknirinn sagði að ég mætti. ekki taka inn magnyl sólarhring fyrir aðgerð. Seinna fékk ég að vita hjá hjúkrunarkonu að það gæti aukið á blæðingarhættu í aðgerð. Þetta undirbúningsviðtal tók aðeins nokkrar mínútur. Að sjálfögðu skoðaði hann á mér magann og kvaðst myndu leysa skinnið alveg upp undir brjóst og strekkja það síðan niður og færa naflann. Ég yrði fín og gæti gengið í bikini á eftir.“ Hreint ryk „Daginn fyrir aðgerð hringdi læknirinn, sem við getum kallað X, og sagði mér að mæta á skurð- stofuna klukkan 11 næsta dag, og vera fastandi. Ég fékk engan bækl- ing eða skriflegar upplýsingar um aðgerðina eða hvernig ég ætti að haga mér eftir aðgerð. Eg mætti klukkan tíu því að ég reiknaði með einhveijum undirbúningi svo sem lungnamyndatöku eða sturtu, sem ég reyndar fór í áður en ég fór að heiman. Hjúkrunarkona tók á móti mér og vísaði mér inn í herbergi. Þar sat ég og skoðaði blöð í einn og hálfan tíma. Þá kom X og sagði að nú væru það peningamálin. Mér brá því ég hafði ekki haft rænu á að taka veskið með, en sagði að maðurinn minn myndi gera upp um leið og hann mætti heimsækja mig. X lét það gott heita. Hann sagði mér að afklæðast og vefja utan um mig laki. Hann krotaði miðlínu og önnur strik á magann á mér, tók mynd, og sagði mér svo að svæfing- arlæknirinn myndi koma og ræða við mig. Svæfingarlæknirinn kom og spurði um lyf og hvort ég væri hraust, sem ég svaraði játandi og spurði á móti hvort ekki ætti að taka lungnamynd fyrir svæfingu, sem ég hafði heyrt að væri venjan. Eins hafði ég áhyggjur af fram- tönnunum því ég hafði einnig heyrt að algengt væri að þær brotnuðu í svæfingu og ég vildi ekki missa frekjuskarðið. Svæfingarlæknirinn lofaði að passa upp á það og sagði mér að elta sig. Ég trítlaði allsber, vafin í lak, berfætt á drullugum gólfunum á eftir honum og upp á skurðarborð. Gestir og gangandi gengu þarna á sama gólfi á útiskónum. Aldrei var minnst á sturtu og hefðbundinn undirbúningur, eins og tíðkast á spítölum fyrir aðgerð, var í raun- inni enginn. Ég fékk enga kæru- leysissprautu eða flökurleikastíla. Svo hef ég verið rökuð á skurðar- borðinu, eftir að ég sofnaði, því ekki var ég rökuð fyrir svæfingu. Ég spurði reyndar X síðar að því hvernig hann hefði farið að því að hreinsa skurðarborðið af hárunum eftir raksturinn, hvort hann hefði notað ryksugu? Þar sem ég lá þarna á skurðar- borðinu, eftir að hafa gengið ber- fætt á skítugu gólfinu, var ég ekki síður hissa þegar ég horfði upp í sterk ljósin, því ég hef aldrei séð eins þykk ský af fíngerðu ryki. Þar sem ég á þessum tíma var sölumað- ur Rainbow-hreinlætistækja, sem fanga ryk, blöskraði mér að sjálf- sögðu og hafði á orði að ég hefði handa þeim tæki sem gæti dugað vel á þessari stofu. Svæfingarlækn- irinn virtist sýna því máli áhuga á meðan hann sprautaði mig, en sagði um leið að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu ryki því það væri „hreint". Við þessu átti ég ekkert svar, en furðaði mig þó á öllum aðbúnaði þarna því ég hafði alltaf hugsað mér skurðstofur hreinni en aðrar vistarverur. Síðan sofnaði ég.“ Hann er ekki hér! „Þegar ég vissi næst af mér var aðgerðin afstaðin og kvalirnar ólýs- anlegar. Ég kúgaðist og kúgaðist MORGUNBLAÐIÐ I og það tók hryllilega í saumana. Þá fékk ég flökurleikastíla, sem mér fínnst að hefði átt að gefa fyr- ir aðgerð. Þetta var um fimmleytið og með mér á stofunni voru tvær konur, önnur í nefaðgerð og hin í bijóstaðgerð. Ein hjúkrunarkona var yfir okkur til morguns. Báðir læknarnir töluðu við mig fljótlega eftir að ég vaknaði og svo morgun- inn eftir. Nóttin varð hins vegar svefnlaus og mjög kvalafull. Hinar konumar virtust sofa að mestu og hjúkmnar- konan líka og þurfti ég oft að kalla á hana, til að fá verkjalyf og „bekk- en“ því ekki mátti ég fara fram úr. Hún var indæl í alla staði og þegar ég baðst afsökunar á að vera alltaf að vekja hana sagði hún það ekk- ert mál. Til þess væri hún og ég skyldi bara halda áfram að kalla ef ég þyrfti þess með. Hún gæti alltaf sofnað aftur. Seinna varð mér hugsað til þess möguleika að ein- hverri okkar hefði getað blætt út í svefni á meðan hjúkrunarkonan svaf. Konan, sem var í næsta rúmi, var með dreitlandi blóð úr umbúð- unum úr nefinu alla nóttina og einn- ig er hún fór heim. Það var víst eðlilegt. Læknarnir komu báðir klukkan sjö morguninn eftir, æstir í að út- skrifa okkur þijár. Þá fékk ég að vita af hveiju ég var svona ofboðs- lega kvalin í efri maga, langt frá skurðinum. Magavöðvamir höfðu verið færðir á sinn stað, en þeir vilja gjarnan ganga úr skorðum við meðgöngu barna. Aldrei hafði ég heyrt það fyrr. Ég bar mig mjög illa og bað um að fá að vera sólar- hring lengur að minnsta kosti. X taldi enga ástæðu til þess. Hann vissi vel hvað hann var að segja því hann hafði oft gert þetta áður. Það gekk ekki áfallalaust að reisa mig og það var að líða yfir mig af kvölum á meðan. Strax um morguninn rukkaði X mig um 150 þúsund krónurnar og þar sem maðurinn minn hafði kom- ið snemma var ég með ávísunina á náttborðinu, en rétti honum hana ekki því ég vildi fá kvittun. En þá bætti hann við tíu þúsund krónum svo að þetta urðu 160 þúsund þeg- ar upp var staðið. Kvittunin er ónúmeruð og hlýtur þar af leiðandi að vera ólögleg. Manninum mínum leist ekkert á að ég færi svona heim, en ekki var talin ástæða til að ég yrði þama áfram. Þá bað ég um að fá að fara heim í sjúkrabíl, en því var hafnað. Við værum á góðum jeppa, sagði læknirinn. Mér var dröslað á gler- hart og kalt borð og brunað með mig að útidyrunum. Hjúkkan vildi fara heim að sofa og X sjálfsagt að skera fleiri. Mér verður alltaf minnis- stætt að ég öskraði af kvölum þegar mér fannst eitthvað slitna í sárinu þarna á hjólaborðinu og æpi: „Djöf- ulsins, andskoti," en X svaraði að bragði: „Hann er ekki hér.“ Síðan upp í jeppann og bless, bless! Að rotna lifandi „Heima fékk ég alla þá aðstoð frá fólkinu mínu sem hægt var og maðurinn minn mætti ekki í vinnu þá 9 daga sem ég lá heima. X hringdi um kvöldið og ég kvartaði um mikla verki þrátt fyrir sterk verkjalyf sem hann hafði ávísað á fyrir mig. Hann sagði mér að koma næsta mánudag til að taka úr mér „drenin“ það eru slöngurnar og flaskan sem blóðið lekur í, og ég held að sé ólöglegt að senda fólk heim með þetta á sér, nema undir eftirliti. Það blæddi nánast ekkert í dren- in fram á mánudag, sjálfsagt vegna þess að það var farið að blæða inn- vortis. Eg vildi fara í sjúkrabíl á stofuna hans, en hann sagði að ég gæti vel farið í heimilisbílnum, og með hátt í tvö hundruð spor í kviðn- um var rosalega sárt að hossast þessa Ieið í jeppanum. X lét mig leggjast á bekk, sagði mér að anda djúpt og kippti svo slöngunum úr, það var hryllilegt. Ekki var skipt um umbúðir, né skoðað undir þær, þótt blóðugar væru. Þegar ég kom heim hafði blætt meira í umbúðimar og við hjónin « i i 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.