Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN PÓLITÍSK INNRÆTING FYRIR FRAMHALDSSKÓLA Kennslubækur í mannkynssögu segja hvorki allan sannleikann né aðeins sannleikann um liðinn tíma. Sumar jaðra við pólitíska innræt- ingu fyrir framhaldsskóla, skrifar Siglaugur Brynleifsson. Sem dæmi nefnir hann nýlega kennslubók „Heimsbyggðina I - Mannkynsögu framtil 1980“ KENNSLUBÓKIN Heimsbyggðin I kom út 1993 hjá J.W. Cappelens Forlag, Osló. Höfundar eru Terje Einbleu - Olav Hetlund - Ivar Libæk - Öivind Steinessen - Asle Sveen - Svein A. Aastad. Sigurður Ragnarsson íslenskaði en Mál og menning gefur út. í formála segir: „Mannkyns- saga fram til 1850 kom fyrst út í Noregi 1983, en íslensk þýð- ing verksins birtist 1987. „Heimsbyggðin 1“ er þýðing á nýrri gerð bókarinn- ar sem kom út í Noregi á fyrra helmingi ársins 1993 ... hafa höfundarnir tekið mið af nýjustu niðurstöðum í kvennasögurann- sóknum . . . Sumir kaflar bókar- innar eru hrein viðbót. Þeir eru til komnir vegna þeirra gagngeru umskipta sem orðið hafa í heims- málum undanfarin ár, en þau kalla á nýtt sjónarhorn á ýmsa þætti úr sögu fyrri alda ...“ Þýðandi skrifar formálann. Sagan hefst á dýrafræði, síðan vottar fyrir „homo: faber“ og sér- kafli er um fjölskyldugerð og verkaskiptingu milli kynjanna. Höfundar draga ályktanir af lifn- aðarháttum safnara- og veiðiþjóða nú á dögum. „Þær þurfa ekki að „vinna“ sérlega mikið til að afla sér fæðu. Konur veija að jafnaði 25 klukkustundum til fæðuöflun- ar, en karlarnir eru þijá daga í viku á veiðum“. Á bls. 14 er kafli: „Stéttlaust og friðsælt samfélag?“ I þessum stutta kafla er dregin upp hugmynd um samfélög frum- stæðra safnara- og veiðimanna- þjóðflokka. Þessi mynd mun feng- in m.a. úr riti Marshalls Sahlins: Stone Age Economica, London 1974, einnig úr riti Bomleys, Pers- hitz og Semenova um sögu frum- stæðra samfélaga, Moskvu 1983. í báðum þessum ritum er leitast við að endurvekja fornar marxísk- ar kenningar um friðsæld og jöfn- uð meðal safnara og veiðimanna. Enginn eignaréttur, enginn „skipulegur hemaður“ og „hvað varðar innbyrðis afstöðu kynjanna ríkir mikil fjölbreytni meðal safn- ara og veiðimanna nú á dögum ...“ Samvirkt og friðsamt samfé- lag frummanna, sameignarfélag, varð fyrirmynd væntanlegs kom- múnísks samfélags marxískra hugmyndafræðinga. Höfundar telja að „tómstundir" séu „nægar í slíkum samfélögum" og að fólk veiji verulega „miklum tíma til félagslegra samskipta - það dansar, syngur, segir sögur og iðkar trú sína“. Þetta er mynd fyrirmyndarsamfélagsins í ár- daga. Meðalaldur telja höfundar rúm 20 ár vegna þess að bama- dauði var mikill og „margir biðu bana eða slösuðust í átökum við villt dýr í veiðiferðum eða í leit að matföngum“. Önnur mynd af þessum samfé- lögum er á annan veg. Skortur, sljó sjálfsvitund, hafi hún þá nokk- ur verið, hópefli og stöðugur ótti við umhverfíð, mannát og mann- fómir af trúarlegum toga, ótti við ill voldug öfl og stöðug leit að æti, var hlut- skipti manndýrsins. Tímgun og át var við- fangsefnið meðal manna á fmmstigi og samkvæmt marxískri söguskoðun er það viðfangsefni manna enn þann dag í dag, því er öll saga marx- ista rituð frá þeim grundvallarhugmynd- um. „Búnaðarbyltingin“ Lýst er fyrstu til- raunum til að rækta villihveiti og annað kommeti og þá talað um þá að- ferð sem fyrst var notuð, að brenna landið og sá í „sviðjuland- ið“ sviðið landið. Þessa aðferð nefnir þýðandi „sviðjurækt", sem er ekki heppilegt hugtak, þá mætti tala um „plógræktun", aðferð til að bijóta land undir sáningu. Síðan er saga landbúnaðarbyltingarinn- ar rakin. Stéttabaráttan hefst snemma. Á bls. 22 segir: „Konungum og prestum tókst að treysta stöðu sína sem tengiliðir guða og manna“ í sambandi við óttann við skyndileg flóð í Efrat og Tígris. Síðan rekja höfundar atburðarás- ina. Næstu kaflar em ekki eins mengaðir vúlgær-marxisma og í útgáfunni 1983. Hérert.d. minnst á gyðinga. Höfundarnir rekja sögu Grikkja og Rómveija og í því sam- bandi er meira rými varið til menn- ingarsögu en í fyrri útgáfu. í þess- ari gerð fyrra bindis er nafn Jesú Krists í registri og farið um hann og kenningar hans nokkrum orð- um. í fyrri gerðinni er hann ekki fínnanlegur í registri. Höfundar minnast á líklegt upp- haf þrælahalds, að stríðsfangar hafi verið þrælkaðir. Dæmi finnast um að stríðsfangar hafí verið étn- ir meðal azteka (sbr. Paula Brown/Donald Tuzin ad.: The Et- hnography of Cannibalism, 1983). Kaflinn um islam er nokkuð ítar- legri en í fyrri gerðinni og fjallað um klofninginn mikla - sunníta og síta. Síðan hefjast miðaldir og er sá kafli réttur nokkuð frá fyrri út- gáfu, kaflinn er einnig lengri, svo hér er fyllri upplýsingum komið til skila. Umfjöllunin um endur- reisnina er fyllri, einnig um siða- skiptin, en í fyrri útgáfu. Nýr kafli er um Austur-Evrópu og þar er talsvert um Miklagarðsríki. í fyrri gerð var ein blaðsiða látin nægja og er sá hluti birtur nokkuð breytt- ur á bls. 82. Marxísk áhrif Fjallað er um verslunarveldi Evrópu frá 1400-1800 á átta blaðsíðum. í síðari hlutum bókar- innar, eða frá endurreisn, fer full lítið fyrir menningarsöguþáttum. Það bætir nokkuð úr að myndefni er fjölskrúðugt, og þá oft nefndir málarar, sem ekki eru umfjallaðir í texta, sama gildir um bókmennt- ir varðandi umfjöllun, Dante er ekki finnanlegur í registri, Petr- arka og Boccacció. Um trúar- heimspeki og heimspeki gildir sama máli. Það er nokkur umfjöll- un um forna heimspekinga í fyrsta hluta bókarinnar, en síðan hverfur menningarsagan fyrir pólitískri sögu og efnahagssög- unni. Tuttugu og fimm blaðsíðum er varið í Asíulönd, þá einkum Kína og Japan og tuttugu og einni síðu er eytt á Vesturálfu frá upp- hafi og fram á síðari hluta 18. aldar. Kaflinn um Afríku er að hálfu umsagnir um þrælaverslunina. „Tvær byltingar“ er samtvinn- un frelsisstríðs Bandaríkjamanna og frönsku stjórnarbyltingarinn- ar. í fyrri útgáfunni var talsvert klifað á hugtakinu „stéttaand- stæður“. Minna er um notkun þessa hugtaks í nýju gerðinni, nú eru það einkum bændur, sem eru hin kúgaða stétt og mikið gert úr „óttanum mikla“ út um sveitir 1789. Hér virðast koma til áhrif marxískra sagnfræðinga um þessi efni, sem nú eru taldir mjög vafa- samir heimildarmenn. Skuldir, skattpíning og hungur, okurverð á brauði og undirróður Orleans- hertoga hrundu á stað ólgu, sem varð ekki stöðvuð. Herinn brást og nánustu skyldmenni konungs flúðu land. Óttinn við ríkisgjald- þrot var mörgum ógnvaldur. Stjórnkerfið var of þröngt, mið- aldastjórnskipulag dugði ekki lengur. Og byltingin át börnin sín, terrorinn og síðan hernaðar- veldi Napóleons og ránsferðir hans til Ítalíu að undirlagi þjóð- stjóranna og síðan keisaradæmi. Rangfærslur Kaflinn um England frá 1500- 1850 er dæmi um pólitíska sögu og efnahagssögu á þessu tímabili og er auðrakin saga frá miðalda- samfélagi til borgaralegs samfé- lags. í kaflanum, „Borgaralegt þjóðfélag í mótun“ er marxísk söguspeki ráðandi með tilheyr- andi rangfærslum. „Barnavinna var algeng. Börn voru ódýrt vinnuafl. .. “ Barnavinna tíðkað- ist frá upphafi mannheima og hefur löngum verið fremur ódýrt vinnuafl, eins og höfundar benda á, en bæta því við að börnin á Englandi hafi ekkert þekkt til vinnuveitendanna, sem þau unnu hjá. Einnig segir að „að baki umbótasókninni" til mannúðlegra samfélags „stóð verkalýðshreyf- ingin auk einstaklinga sem beittu sér fyrir umbótum af mannúðará- stæðum". Bretar beittu sér fyrir afnámi þrælahalds á sínum tíma, þar stóðu að umbótasinnar, eins og að baráttunni gegn vinnu- þrælkun barna. Verkalýðshreyf- ing kom þar ekki við sögu. í þess- um sögukafla um Bretland er ekki minnst á listir né bókmennt- ir, vantar bæði Milton og Sha- kespeare. „Valdajafnvægi 1815-1850“ Einhver kunnasti stjórnmála- maður í Evrópu á þessu tímabili var Metternich. Hans er að engu getið, þótt hann ætti mikinn hlut að því að friður hélst í Mið-Evr- ópu þetta tímabil. Minningarnar um endalausar styijaldir Napó- leonstímans voru flestum íbúum álfunnar liðin martröð. Róman- tíska stefnan er ekki hér á blaði, aftur á móti „þjóðernishyggja". „Þjóðernishyggjan átti oft upptök sín í kröfum menntamanna um að fá að nota eigin þjóðtungu. Þeir gerðu sér grein fyrir þeim menningararfi sem kúgaðir bændur geymdu með sér.“ Þetta er skrítin útmálun á „Volksgeist“ Herders, og fremur einfeldnings- leg útmálun á kenningum Fichtes um þjóðarsálina. Byltingar í stuttu máli Borgaralegt samfélag var að myndast á Frakkalndi á dögum Lúðvíks XVIII. Arftaki hans Karl X var andsnúinn því stjórnarfari, og beitti sér fyrir endurreisn skipulags fyrir byltingu, „ancient regime“. Hann hvarf úr landi og Orleans-álma Brúrbóna tók völd- in, sem hélt áfram mótun til borg- aralegs samfélags. Höfundar skrifa: „Byltingarnar 1830 og 1848 voru til marks um að hinir nýju hugmyndastraumar, fijálslyndisstefnan og þjóðernis- hyggjan, voru orðnir það öflugir að þeir ógnuðu ríkjandi skipulagi ...“ Síðan er talað um að íhald- söflin hafi komið í veg fyrir bylt- ingar á stjórmálasviðinu. Þessi útlistun er alröng hvað snertir Frakkland, óttinn við afnám borg- aralegs lýðræðis hratt af stað byltingunni 1830. Byltingin 1848 var tilraun til valdaráns á Frakk- landi. Og við fyrstu almennu at- kvæðagreiðslu til franska þings- ins gjörsigruðu „íhaldsöflin" bylt- ingaöflin. Kosningaréttur var al- mennur meðal karlmanna 20 ára og eldri. Kröfur pólitískra hug- myndafræðinga um almennan kosningarétt snerist gegn þeim, Parísarmúgurinn og götuvígin voru liðin saga eftir kosningarn- ar. Endurtekningin 1871 endaði með hryllingi. Áhrif rómantísku stefnunnar Siglaugur Brynleifsson og þar með aukin kennd fyrir sérleika þjóðarinnar, tungu og menningu og andóf gegn frönsk- um áhrifum og frönskum cartes- isma kom fram í dýrkun einstakl- ingsins og kröfu hans um tilveru- rétt „tilfinninganna“. Þegar höf- undar þessarar bókar eru að skrifa um „menningararf sem kúgaðir bændur geymdu með sér“, þá er það bull, „kúgaðir bændur“ sungu og dönsuðu og kváðu og „iðkuðu trúarbrögð sín“ ekki síður en höfundar telja að frummenn hafi gert, þótt vinnu- vikan hafi verið eitthvað lengri en þeir; telja hana hafa verið í árdagat Rauða hættan Áhrif byltingarinnar í París vöktu upp aukna áherslu á kröfur um borgaralegt samfélag og lýð- ræði í Þýskalandi. Kveikjan þar og víða um Evrópu voru áhrif hunguráranna 1847-1848, upp- skerubrestur og matvælaskortur meðal almúgans, ekki síst í stærri borgum. Franskir bændur voru að miklum hluta til sjálfseignar- bændur, en í þýska ríkinu var þessu öfugt farið og því lengra sem dró austur jókst ánauðarbú- skapur. Það voru franskir bændur sem kusu „íhaldsöflin“ á Frakk- landi, „rauða hættan“ var þeirra ógnvaldur, en sú hætta bjó í Par- ísarborg og þeir kváðu hana niður í vorkosningunum 1848. Ókyrrðin í þýska ríkinu var bundin stórborgum og hópi rómantíkera sem samtengdust fijálshyggju efnaðra borgara, sem hugust bijóta niður veldi aðals og konunga. Sundrung þessara afla á Frankfurt-þinginu lamaði að lokum tilraunir þess og þingmenn héldu heim. í Póllandi og Ungveijalandi réð þjóðernis- rómantík stefnunni og þar var það hluti aðalsins sem stóð fyrir upp- reisnum gegn valdi Austurríkis og Rússakeisara. Það var eitt ríki í Evrópu, sem skar sig úr, Danmörk. Þar heppn- aðist fijálshyggjuöflunum að mynda borgaralegt samfélag og afnema konunglegt einveldi. Þar varð friðsöm bylting. Höfundar telja í bókarlok, að „verkalýðsstéttin“ hafi verið framvarðarsveit febrúarbylting- arinnar 1848. Vissulega var hún virkjuð af sósíalískum hugmynda- fræðingum í París, en París var ekki Frakkland. Og „borgaralegt lýðræði“ stóð af sér valdaránstil- raun hugmyndafræðinganna. Meginþorri franskra kjósenda kaus, í almennum kosningum, borgaralegt stjórnskipulag. Eignarétt, jafnræði fyrir lögun- um, aðskilnað valdsins og full- trúalýðræði. Heimsbyggðin I er fljótt á litið heldur óbundnari marxískum kreddum en fyrri útgáfan frá 1983 og 1989 (ísl. þýðing) en höfuðþráðurinn er pólitísk efna- hagssaga, skilin að hætti þeirra sem lokaðir eru inn í þröngum heimi marxískrar söguspeki. Af- rek mannkynsins í listum og bók- menntum, byggingarlist, heim- speki og trúariðkunn eru vart nefnd á nafn, og þegar það er gert er ekki örgrannt um að það séu málamyndatilburðir. Fyrsti hlutinn er aðeins skárri en fyrri gerðin en heildarsöguna vantar, saga án menningar er ekki saga mannheima, heldur saga mann- dýrsins. Höfundur er rithöfundur. Millifyrirsagnir eru blaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.