Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Háskólabíó hefur tekið til sýninffa myndina The River Wild þar sem Meryl Streep er í fyrsta skipti í aðalhlutverki spennumyndar. Hvítfyss- andi hætta THE River Wild fjallar um Gail (Meryl Streep) sem var einu sinni leiðsögumaður á fljótabáti. Hún snýr aftur á fornar slóðir með eiginmanni sínum arkitektinum John (David Strathaim) og ungum syni þeirra (Joe Mazzello, strákur- inn úr Jurassic Park). Tilgangur- inn er að bjarga hjónabandinu undan ágjöf og erfiðleikum með ævintýraferð niður Hvítá í Mont- ana. Fjölskylduferðin breytist hins vegar í hættuför þegar illmenni undir forystu Wade (Kevin Bacon) blanda sér í málin og ætla að komast undan lögreglunni og yfir landamærin til Kanada með því að fá Gail til að fylgja sér niður fljótið, á slóðir sem enginn er til frásagnar um að séu færar. Nú er ekki aðeins hjónaband Gail í hættu heldur jafnvel líf hennar og fjölskyldunnar. Eftir því sem líður á ferðina verður hættan meiri. Bæði eykst spennan í samskiptum fjölskyldunnar og illmennanna og einnig verða flúðimar sem sigla þarf eftir hrikalegri og fossamir hærri. The River Wild er nýstárleg spennumynd og sker sig úr spennumyndum ársins 1994 að því leyti að hér er spennan ekki byggð upp með sprengingum eins og í Speed, Blown Away, The Specialist og öllum hinum. Myndin er einstæð að því leyti að við gerð hennar var ráðist í áður óþekkt áhættuatriði við að- stæður sem eru flestum kvik- myndagerðarmönnum framandi. Sagt er að ekkert fljót hafi leikið jafnstórt hlutverk í nokkurri kvik- mynd og fljótið í The River Wild og siglingaratriði sem þessi hafa aldrei áður sést. Þótt hin eftirminnilega kvik- mynd John Boormans, Deliver- ance, hafí íjallað um háskaför nið- ur fljót leyndust hættumar þar á landi en í the River Wild er fljótið ekki í bakgrunninum heldur deilir það aðalhlutverkinu með Meryl Streep. Ekkert eitt fljót á meginlandi N-Ameríku þótti bjóða upp á að- stæður sem væm svo hrikalegar að nægði í þennan trylli og því komu Curtis Hanson leikstjóri og hans fólk sér fyrir við kröppustu flúðum fljótanna Kootenai í Mont- ana og Rogue River í Oregon til að festa hin ýmsu atriði myndar- innar á filmu. Curtis Hanson á að baki 25 ára feril við kvikmyndagerð en á þeim tíma hefur hann aðeins leikstýrt 6 kvikmyndum. Orðstír hans fór ekki hátt fyrr en síðasta mynd hans The Hand That Rocks The Cradle með Annabella Sciorra og Rebecca DeMornay sló í gegn. í framhaldi af því bauðst honum að kvikmynda handrit Denis O’Neill um fjölskylduferðina sem breytist í háskaför og undirbún- ingur hófst í ró og næði. Curtis Hanson gekk með hug- mynd sem ýmsum hefði sjálfsagt þótt langsótt; hann vildi enga aðra leikkonu en skapgerðarleikkonuna Meryl Streep til að leika hasarhetj- una Gail, sem þarf að sigrast á mannlegri illsku og hrikalegri náttúru til að bjarga sjálfri sér og því sem henni er kærast. Þessi hugmynd reyndist ekki svo langsótt því Meryl Streep vildi óð og uppvæg taka þátt í þessu og blása nýju lífí í ímynd sína og feril, sem mörgum hafði þótt í lægð undanfarin ár og hafa tekið óæskilega stefnu einu sinni enn þegar hún lét til leiðast að leika undir stjóm Billy August í Húsi andanna í fyrra. „Mig langaði til að leggja mikið á mig til að sjá hvað ég gæti ver- ið sterk, hve hrædd ég gæti orðið og hvemig mér gengi að yfirvinna óttann,“ segir Meryl Streep um ástæður þess að hún ákvað að gerast hasarhetja. Undirbúningur hennar undir hlutverkið tók hálft ár. Fyrstu mánuðina var hún héima í sveitinni í Connecticut og reif sig upp klukkan fímm á hveijum morgni, löngu áður en eiginmaður hennar og fjögur böm fóm á fæt- ur. Fyrstu þijá klukkutíma dags- ins notaði hún til að stunda jóga og eróbikk, lyfta lóðum og byggja upp vöðvamassa á efri hluta lík- MERYL Streep við stjórnvölinn á gúmmíbátnum. KEVIN Bacon leikur illmennið sem setur strik í áætlanir Gail (Meryl Streep) og fjölskyldu hennar. amans til þess að standast það álag sem hún vissi að ætti eftir að fylgja myndatökunum og til þess að koma sér upp líkamsbygg- ingu ræðara. Þegar sá þröskuldur var yfir- stiginn tók við margra mánaða vinna við að læra áratökin, fyrst á litlum kajak þar sem lag og lip- urð skiptir öllu máli og síðan á gúmmfbátum eins og þeim sem ævintýramenn nota til fljótaferða. Við þá þjálfun naut hún aðstoð- ar og kennslu konu sem heitir Kelley Kalafatich og fullyrt er að sé besti ræðari í heimi. Kelly tók jafnframt að sér áhættuleik sem staðgengill Meryl Streep. Kelly ber nemandanum gott orð og undanfama mánuði hafa orðið fleyg þau ummæli hennar að á þessum nokkru mánuðum hafí Streep náð svo góðu valdi á ára- laginu og komist svo vel í takt við vatnið að hún skilji og skynji hættur straumkastsins betur og nánar en fjölmargir sem hafí verið í faginu öllum stundum árum sam- an. Niðurstaðan varð enda sú að þótt Kelly og aðrir áhættuleikarar væru settir í bátana þegar verið var að kanna aðstæður og gera könnunarmyndatökur lét Meryl Streep sér ekkert fyrir bijósti brenna þegar fljótið var annars vegar. I 90% tilvika er það hún sjálf sem áhorfendur sjá á tjaldinu við hættulegustu aðstæður á fljótinu, framleiðendur þurftu aðeins að grípa til Kelly í 10% tilvika og er fullyrt að karlar á borð við Schwarzenegger, Stallone og þá bræður hefðu vílað fyrir sér ýmis- legt af því sem ekki þurfti að segja Meryl Streep tvisvar að gera í The River Wild. í dag játa bæði Cirtis Hanson og Meryl Streep að ýmislegt af því sem hún gerði í myndinni hefði betur verið látið ógert, enda mun- aði einu sinni litlu að illa færi þegar bátnum hvolfdi í hringiðu á Kootenai River i Montana og stjama myndarinnar og tveir áhættuleikarar bámst tæpa 500 met'ra niður eftir ánni í iðu og straumkasti áður en loksins tókst að ná þeim á þurrt. „Þegar ég réði mig í þetta fyrst þá hélt ég að þetta yrði eins og hver önnur bíómynd; ég yrði öragg en áhættuleikararnir sæju um að taka áhættuna. En það þróaðist ekki þannig og tökur með mér era notaðar í flestum atriðum, í og með vegna þess að ég held að leik- stjórinn hafí viljað monta sig af því að geta boðið áhorfendum upp á alvöra lífsins," segir Meryl Stre- ep. Meryl Streep er talin sú besta CURTIS Hanson segir Meryl Streep og Kevin Bacon til á tökustað. í BANDARÍSKUM kvikmynda- iðnaði er ekki umdeilt hver sé mesta leikkona þar í landi. Það er á almannavitorði að rétt svar við þeirri spurningu er Meryl Streep, jafnvel þótt hún hafi ekki verið jafnáberandi undan- farin ár og í lok áttunda áratug- arins og á fyrri helmingi þess níunda þegar hún hreppti tvenn Óskarsverðlaun með skömmu millibili og lék mörg eftirminni- legustu kvenhlutverk tímabils- ins. Undanfarin ár hefur Meryl, sem er liðlega fertug, mest haldið sig heima á sveitabænum í Connecticut þar sem hún býr með eiginmanni sínum, mynd- höggvaranum Don Gummer og fjórum börnum þeirra á aldrin- um 3-14 ára. Þar býr hún við aðstæður sem mörgum löndum hennar þykja ótrúlega frumstæðar; verður ennþá að nota skífu- síma, þar sem stafræna kerfið er ekki til þar á bæ og er ekki með áskriftarsjónvarp. Hins vegar á hún gervi- hnattamóttakara fyrir sjón- varp, en sá veitir stopula þjón- ustu og bilaði 15 sinnum vegna eldingaveðurs á síðasta ári. „Þegar það gerist verð ég frá- vita af gleði,“ segir Meryl Stre- ep og tekur faðm fjölskyldunn- ar og sveitasæluna fram yfir glys og glaum Hollywood, þótt þar njóti hún svo almennrar virðingar og aðdáunar að stappar nærri tilbeiðslu. Leikferill Meryl Louise Stre- ep hófst á sviði í skólaleikritum. Hún ólst upp í Summit í New Jersey. Faðir hennar var stjórn- andi í lyfjafyrirtæki en móðir hennar auglýsingateiknari. Meryl var send til náms við einhveijar virtustu mennta- stofnanir vestanhafs, fyrst í Vassar-háskóla og síðan í Yale og strax á skólaárunum var mikils af henni vænst sem leik- konu. Fyrsta kvikmyndin sem Meryl Streep lék í var Julia (1977) en strax í þeirri næstu, Deer Hunter, þar sem hún lék á móti Robert DeNiro, Chri- stopher Walken, John Savage og þáverandi sambýlismanni sínum, John Cazale (sem þekkt- astur er sem Freddy í Godfath- er og lést skömmu eftir gerð Deer Hunter úr lungnakrabba- meini), skaut henni upp á stj örnuhimininn. Síðan rak hver stórmyndin aðra á ferli Meryl Streep og fyrr en varði var hún orðin óumdeild sem fremst meðal skapgerðarleikkvenna í banda- rískri kvikmyndagerð. Fyrstu Óskarsverðlaun sín hlaut hún fyrir Kramer vs. Kramer (1979) og seinni styttuna hlaut hún fyrir Sophie’s Choice (1982). Önnur helstu dramatisku hlut- verk hennar eru úr myndum á borð við French Lieutenant’s Woman (1981) og Out of Africa (1985), en seinni árin hefur hún reynt fyrir sér í gamanleik með ágætum árangri í myndum á borð við Postcard From The Edge (1990) og Death Becomes Her (1992). Aðrar helstu myndir Meryl Streep eru: Manhattan (1979), The Seduction of Joe Tynan (1979), Still of the Night (1982), Silkwood (1983), In Our Hands (1984), Falling in Love (1984), Plenty (1985), Out of Africa (1985), Heartburn (1986), Ir- onweed (1987), A Cry in The Dark (1988), She-Devil (1989), Postcards From the Edge (1990), Defending Your Life (1991), Death Becomes Her (1992) og House of Spirits (1994).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.