Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 9 FRÉTTIR Minni vindlinga- og vindlasala hjá ÁTVR Meiri sala á áfengi og nef- og munntóbaki HEILDARSALA áfengis jókst um 16,49% í lítrum talið og um 4,65% í alkóhóllítrum milli áranna 1993 og 1994. Vindlingasala dróst saman um 0,95% og vindlasala um 1,96% á milli ára. Heildarsala á nef- og munntóbaki jókst um 1,47%. Á ár- inu 1994 var sala til veitingahúsa 22,67% í magni en 20,20% í alkóhól- lítrum af heildarsölu innanlands hjá ÁTVR. Áðurnefndar upplýsingar koma fram í Söluskýrslu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Heildarsala áfengis og tóbaks nam 12.469,5 m.kr. Áfengissala nam 7.775,7 m.kr. og tóbakssala 4.693,8 m.kr. Sala áfengis nam 9.600 þúsundum lítra eða 923.324 alkóhóllítrum. Sambærilegar tölur frá árinu 1993 eru 8.241 þúsund eða 882.308 alkóhóllítrar. Af því má ráða að salan jókst um 16,49% í lítrum og 4,65% í alkóhóllítrum milli áranna. Tóbak Heildarsala vindlinga nam 380.822 þúsundum. Sambærilegar tölur fyrir 1993 eru 384.481 þús- und. Samdráttur milli ára er því 0,95%. Sala á vindlum 1994 nam 11.409 þúsundum. Sambærilegar tölur frá árinu 1993 eru 11.637 þúsund. Samdráttur milli ára nemur Meira selt af áfengi, minna af tóbaki Breytingar á sölu ÁTVR Sterkir drykkir +23,73% Bjór +3,84%B Léttvín (< 22%) +3,84%fe I -7,19 % S +4,65% ■ M9|%Stfe>r2Í/JrykkÍr Áfengi/samt. í alkóh Selt magn af meginflokkum áfengis i alkóhól- lítrum 1993 og 1994 -0,95% [ Vindlingar -1,96%[[ Vindlar -2,17% [[ Reyktóbak 1+1,47% Nef-°9 , munntobak '93 '94 '93 '94 ’93 ’94 ’93 ’94 Verkfallið kom mismunandi við sjúkraliða Sjö mánuði að vinna upp launatapið SJÚKRALIÐI, sem fór í verkfall og fékk 10 þúsund krónur úr verk- fallssjóði þær 7 vikur sem verkfall sjúkraliða stóð, er um 7 mánuði að vinna upp það launatap sem hann varð fyrir í verkfallinu. Hafi sjúkra- liðinn hins vegar ekki fengið neitt úr sjóðnum og ekkert unnið í verk- fallinu tekur tæplega tvö ár fyrir hann að vinna launatapið upp. Verkfall sjúkraliða stóð í sjö vik- ur, frá 10. nóvember til 30. desem- ber. Um helmingur félagsmanna Sjúkraliðafélagsins vann í öllu verk- fallinu, en lög kveða á um að hald- ið skuli uppi neyðarþjónustu á heil- brigðisstofnunum í verkfalli. Þar til viðbótar voru veittar undanþágur frá verkfalli. Þessi hluti sjúkraliða vann því nokkra daga eða vikur í verkfallinu. Ennþá verið að greiða úr verkfallssjóði Að sögn Birnu Ólafsdóttur hjá Sjúkraliðafélaginu fékk meirihluti sjúkraliða, sem var í verkfalli, greiðslur úr verkfallssjóði, sumir oft en aðrir sjaldnar. Hún sagði að því 1,96%. Heildarsala reyktóbaks árið 1994 nam 12.852 kílóum. Sam- bærilegar tölur frá 1993 eru 13.137 kíló. Samdráttur milli ára nemur því 2,17%. Heildarsala nef- og munntóbaks árið 1994 nam 12.600 kílóum. Sambærilegar tölur frá ár- inu 1993 eru 12.417 kíló. Aukning frá árinu 1993 er 1,47%. Söluhá vín Ef litið er á einstakar sölutölur kemur í ljós að vinsælustu rauðvín- in eru Piat de Beaujolais (38.138 flöskur) og Vin de Pays (31.874 þriggja lítra flöskur). Af hvítvinum seldist mest af Hochheimer Daub- haus (30.480 flöskur) og Vin de Pays (12.102 þriggja lítra flöskur) og af rósavíni Blush Chablis í tveim- ur stærðum. Asti Spumante Gancia var vinsælasta freyðivínið á árinu (44.134 flöskur), Hunt’s Exq. Old White vinsælasta portvínið (6.799 flöskur) og Bristol Cream vinsæl- asta sérríið (34.981 flöskur). Af viskí seldist mest af Ballantine’s- heilflöskum (18.423 flöskur) af vodka seldust flestar flöskur af Smirnoff-heilflöskum (134.988) og af gini Beefeater (40.769 flöskur). Morgunblaðið/RAX Hálkubanar á ferð STARFSMENN gatnamála- stjóra hafa haft nóg að gera það sem af er janúarmánuði. í dráttarvéladeildinni voru menn ræstir út til vinnu klukkan 4 aðfararnótt fimmtudags til að bera sand á gangstéttir borgar- innar þegar asahláku gerði og yóst þótti að mörgum gangandi vegfarendum gæti bókstaflega orðið hált á svellinu á fimmtu- daginn. Að sögn Sigurðar Geirssonar aðstoðarverksljóra hjá gatna- málastjóra á Reykjavíkurborg átta sérútbúnar vélar sem nýtt- ar eru í þetta verkefni og stjórnendur þeirra báru sand á tugi eða hundruð kílómetra af gangstéttum í öllum hverfum borgarinnar fram eftir degi, þeirra á meðal Ólafur Sigur- mundsson, sem ók um gang- stíga í Bakkahverfi í Breiðholti. ennþá væri verið að greiða til þeirra sem verst stæðu og erfiðast hefðu átt með að þola launamissi í verk- fallinu. Greiddar voru 10.000 krón- ur á viku til sjúkraliða í fullu starfi, aðrir fengu greitt í hlutfalli við starfshlutfall. Af ofanskráðu er ljóst að sjúkra- liðar hafa farið mjög mismunandi út úr verkfallinu. Meðaldagvinnulaun sjúkraliða fyrir verkfall voru 69.281 kr. á mánuði. Samningur sjúkraliða, sem gerður var 30. desember, færði sjúkraliðum 7% hækkun, sem þýðir tæplega 4.900 kr. hækkun á meðal- laun. Sjúkraliði sem ekkert vann í verkfallinu og fékk ekkert úr verk- fallssjóði er því u.þ.b. 22 mánuði eða tæplega tvö ár að vinna upp það launatap sem hann varð fyrir meðan á verkfalli stóð. Sjúkraliði sem fékk 10.000 kr. á viku allt verkfallið er u.þ.b. sjö mánuði að vinna launamissinn upp. Það ber að hafa í huga að kjara- samningurinn færði sumum fejúkra- liðum meiri hækkun en öðrum þó meðaltalið sé 7%. UTSALA fierm GARÐURINN Kringlunni SUZUKi JEPPASVNMG UM HELGKNÆ NVIR OC NOTnOIR JEPPAR Á SÉRSTÖKU TILBOOSVEROI. OPIO KL. 13-16 í DAG, SUNNUDMG. $ SUZUKI - 9$m — SUZUKI BILAR HF SKEIFUNNI 1 7 SÍMI 568 5100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.