Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 21 Ef eitthvað fer úrskeiðis er nán- ast óvinnandi vegur fyrir fórn- arlömbin að ná fram rétti sínum. Menn rekast alls staðar á veggi. kvörtuðum í síma við X um versn- andi ástand mitt á þriðjudag. Alltaf með hita og óhemju kvalir. Ég spurði hann þá hvort verkjalyfin sem ég var á, sem var Parkodin Forte, væru hitalækkandi og hann svaraði því neitandi. Seinna var mér sagt að Parkodin Forte væri einmitt mjög hitalækkandi. Maður með þessa menntun ætti að hafa getað sagt sér að mann- eskja með 8 til 9 kommur stöðugt og á bullandi hitalækkandi lyfjum væri með miklu meiri hita. X viður- kenndi síðar að hann hafi talið að um yfirborðssýkingu væri að ræða. Hann hefur alla tíð neitað að ég hafi nokkum tíma haft hita, en ég spyr: Er það fræðilegur möguleiki að með allar þær sýkingar og drep, sem ræktuðust úr skurðarsári mínu, sé hægt að vera hitalaus. Það tók landlækni -sex mánuði að ná mínum sjúkraskýrslum frá X og þá vantaði hitaskýrslur. Af hveiju? Þær fékk ég svo ekki fyrr en sex mánuðum síðar, eftir að hafa hótað blaðaskrif- um. ast inn með hraði og ekki mætti flytja hana nema með sjúkrabíl. Ég hef sjaldan séð mann eins reiðan enda var ég farin að rotna lifandi og af því stafaði lyktin, sem var svo sterk og ógeðsleg að það þurfti að henda dýnunni í rúminu mínu og rúmfötunum. Þessi læknir var líka afskaplega hneykslaður þegar hann heyrði hvað þessi aðgerð hefði kostað o g hvernig að henni var stað- ið. „Hafðu ekki áhyggjur, þú færð þetta allt endurgreitt,“ sagði hann. Ég hef enn ekki fengið krónu þrátt fyrir að landlæknir segði að sér fyndist að ég ætti að fá endur- greiðslu, þar sem aðgerðin mis- tókst. Ég var keyrð í hasti á spítala og þar beið X mín, vansæll á svipinn. Þarna lá ég fyrst í fimm vikur og síðan í aðrar tvær. Dvölin á þessum spítala er í raun efni í aðra sögu. Að vísu var í því sambandi ekki beint um mistök að ræða, en allar aðstæður voru slíkar að ég efast um að þær standist lágmarkskröfur um aðbúnað á sjúkrahúsum. Ég lá ÞANNIG var sárið á maga Ásdísar, eftir finun vikna legu á spít- ala, þar sem hún var lögð inn fárveik tíu dögum eftir aðgerðina. AFSKRÆMING í stað lýtaaðgerðar. Myndin er tekin í lok jan- úar 1994. Síðan hefur ein aðgerð verið gerð og fleiri eru í bígerð. Mér hrakaði stöðugt og eigin- maðurinn þurfti að bera mig á sal- erni. Það var því fjárfest í „bekk- en“, enda þurfti ég að drekka óvenju mikið út af vökvatapi. Ég trúði því að allt væri eðlilegt því ég hafði aldrei verið skorin upp áður. Á föstudagsmorgun var okkur hætt að lítast á blikuna enda líðan mín þá afleit og reyndum ítrekað að ná í X, en tókst ekki að ná sam- bandi við hann fyrr en klukkan sex um kvöldið. Ég sagðist ekki þola meira og sagði að það yrði að skoða undir umbúðirnar og hann gaf mér leyfi til að rífa þær af og setja nýjar, sem mágkona mín aðstoðaði mig við. Það hvarflaði ekki að hon- um að skoða mig sjálfur. Skurðurinn var allur rauðþrútinn og við töldum þetta eðlilegar bólg- ur. Fagfólk hefði strax séð að eitt- hvað meira en lítið var að. X sagði mér að koma í skoðun um hádegi næsta dag, en ég var hætt að halda höfði og treysti mér ekki út úr húsi svo að við hringdum í vakthaf- andi heimilislækni á Reykjalundi og hann brá skjótt við og kom með nýjar umbúðir. Á meðan hafði sárið sprungið og um einn og hálfur lítri af þeim ógeðslegasta vökva sem ég hef séð og fundið lykt af fossaði út úr mér. Heimilislæknirinn varð ævareiður, hringdi í X og hund- skammaði hann og sagði að hér væri manneskja sem yrði að leggj- til dæmis á bakinu í fimm vikur og mér var aldrei þvegið. Fagfólk á að vita að rúmliggjandi manneskja, sem aðeins getur legið á bakinu vegna svöðusárs á kvið, getur ekki þrifið sig svo vel sé. Enda fékk ég legusár. Raunar er ég þeirrar skoð- unar að það ætti að loka þessum spítala, en það er önnur saga.“ Kært til landlæknis „Ég fór í fimm aðgerðir og á eftir að fara í fleiri. Allar þessar svæfingar hafa gert það að verkum að skamtímaminni hefur skaðast verulega og jafnvægisskynið er úr skorðum. Eg man ekki lengur síma- númer hjá nánustu vinum. Heil- brigðisyfirvöld leggja hins veg- ar ekki trúnað á það, þrátt fyrir vísindalegar sannanir á því að sí- endurteknar svæfingar geta valdið minnistapi. Kannski eru það bara háttsettir embættismenn í heil- brigðiskerfinu, sem hafa einkarétt á að missa minnið þegar það hentar þeim? Að auki fæ ég svimaköst, kvíðaköst, þjáist af svefnleysi og margt fleira hefur komið upp á í tengslum við þetta sem veldur mér verulegum óþægindum. Ég hef ekk- ert unnið síðan þetta kom upp á og ef ég ætti ekki góða að væri ég sjálfsagt komin á vonarvöl. En málið snýst ekki síst um það, að X tekur að sér að gera þessa aðgerð á einkastofu og þegar allt * fer í handaskolum lætur hann ríkið taka við mér og skattgreiðendur borga brúsann. Hann þarf ekki að tryggja sig og ber enga ábyrgð. Hann má opna stofu úti í bæ, sem er drullug og ógeðsleg, skera upp og þarf ekki að tryggja sig. Ég kærði málið til landlæknis. Hann var indæll og tók mér vel. En hins vegar finnst mér full mik- ill hægagangur á hlutunum hjá embættinu og það gerist afskaplega lítið í málinu. Og það sem mér fínnst kannski mesta svínaríið við þetta allt saman er, að eftir sáttafund, sem landlæknir kom á, bauð X mér 40 þúsund krónur í skaðabætur og ókeypis lýtaaðgerðir á kostnað rík- isins það sem eftir er ævinnar ef ég þyrfti á að halda. Það er sem sagt skattgreiðandinn sem á að borga brúsann, ekki hann sjálfur.“ Það má fækka mistökum „Mér finnst ótrúlegt að hugsa til þess að læknum skuli engin tak- mörk sett til dæmis í sambandi við hæfni í starfi. Þeir geta rekið ófull- nægjandi stofur út um allan bæ, skorið fólk eða stundað aðrar lífs- hættulegar aðgerðir og sent heim samdægurs án alls eftirlits. Þeir virðast ekki ábyrgir fyrir neinu og geta þess vegna kennt sjúklingum um það sem úrskeiðis fer og er það sannarlega reynt. Læknar þurfa ekki að tryggja sig fyrir óhöppum á einkastofum. Rafvirkjar þurfa að tryggja sig í bak áður en þeir opna verkstæði með dauða hluti. Sjúkl- ingar geta heldur ekki tryggt sig fyrir aðgerðir. Margir hafa misst heilsuna og aleiguna eftir mislukk- aðar aðgerðir. Hvar er réttlætið? Ef eitthvað fer úrskeiðis er það nánast óvinnandi vegur fyrir fórn- arlömbin að standa í að ná fram rétti sínum. Menn rekast alls staðar á veggi. í rauninni er svo í pottinn búið að oftast gefst fólk hreinlega upp í baráttunni við að ná rétti sin- um. Þess vegna hefur verið ákveðið að stofna samtökin Lífsvog, 25. janúar næstkomandi, með það fyrir augum að breytá þessum málum til hins betra. Við sem stöndum að samtökunum erum þess fullviss að með hertu eftirliti má spara mörg tár, miklar þjáningar og fjármuni. Ég get ekki lokið þessari frásögn minni án þess að minnast á tvo frábæra hjúkrunarfræðinga, sem önnuðust mig heima, þær Lilju og Bjarney. Ég lá heima í sjúkrarúmi og þær komu, þessar elskur, tvisvar á dag í tvo mánuði, að skipta á sárum mínum. Skiptingar tóku fjóra klukkutíma á dag. Einnig vil ég minnast á þann lækni sem hefur hjálpað mér mest í þessum hremm- ingum mínum, Stephen Van Camer- ik, sem býr í Bandaríkjunum. Hann hefur skrifað nokkrar grein- ar í Morgunblaðið og fyrirhugar að fá birt álit sitt á mínu tilfelli fljót- lega. íslenskir læknar, sem ég hef talað við, hafa allir verið sammála mér, en þegar kemur að því að skrifa áverkavottorð virðist alltaf koma upp samstaða þeirra á milli og ekkert kemst á blað sem máli skiptir. X viðurkenndi að hann hefði átt að fylgjast betur með mér, en hefði ekki tíma til að heimsækja alla sjúklingana. Hann talaði oft um, að þar sem hann gerði 700 aðgerð- ir á ári, og þetta væri hans fyrsta óhapp hér á landi, hafi hann trúlega verið orðinn kærulaus. Áf 700 að- gerðum væri eitt tilfelli ekki mikið. Annað finnst mér. Það verður aldrei hægt að koma algjörlega í veg fyrir mannleg mis- tökj en það má fækka þeim. Lækn- ar eiga að vera menn til að viður- kenna mistök sín og bregðast við þeim á ábyrgan hátt eins og aðrir þjóðfélagasþegnar. Ég vil hins veg- ar undirstrika þá skoðun mína að við Islendingar búum við mjög góða heilbrigðisþjónustu og hér starfa margir hæfir læknar. Það ætti því að vera hagur lækna- stéttarinnar í heild að þeir, jafnt og aðrir, verði látnir bera ábyrgð á verkum sínum. Það hlýtur að vera hagur þessarar stéttar og þjóðfé- lagsins í heild að þeir óhæfu séu vinsaðir úr.“ UTSALA á sfeíðagöllum og barnaulpum. FILA Sendum í póstkröfu. Opið í dag frá kl. 13-17. Útsölur í fullum gangi. Nýtt kortatímabil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.