Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 19 HELGI Bergs og Pétur Stefánsson við Bessastaðastofu sem búið er að byggja upp og til vistri sést Norðurhúsið, sem byggt hefur verið. Á MYNDINNI til vinstri má sjá hvemig þessi hús, Bessastaðastofa og Norðurhúsið, litu út fyrir endurbygginguna. Áður en byijað var á viðgerðunum var reist hús utan um Bessastaðastofu, enda þurfti að rifa húsið og byggja það nánast upp á nýtt. í KJALLARANUM undir Bessastaðastofu hefur verið komið upp merkilegri og mjög haganlegri fornminjasýningu, þar sem sjá má muni úr uppgreftrinum og skoða gegn um gler inn á upplýst- ar mannvistarleifar og hleðslur. Guðmundur Jónsson yfirsmiður í fornminjasafninu. í KJALLARANUM á Norður- húsinu er fullkominn tækja- búnaður fyrir allar bygging- araar, loftræsikerfi, eldvarn- arkerfi og snjóbræðslukerfi. ÞEGAR FARIÐ var að rífa frá til að gera við uppi á loft- inu þar sem forsetinn hafði aðsetur, þá kom í Jjós að við- ir voru allir fúnir í sundur. tektarnir Reynir Vilhjálmsson og Ragnhildur Skarphéðinsdóttir unnið að skipulagi þess í samvinnu við arkitekta staðarins. Milli bygging- anna er ferhyrndur húsagarður, sem var malbikaður þjónustugarður og stendur fyrir dyrum að fegra hann og gera að inngarði, enda snúa gluggar út að honum. Nýtt eldhús í Hjáleigunni Á árunum 1944 til 1964 var í áföngum byggð viðbót við húsið, svonefndur blómaskáli, móttökusal- ur og bókhlaða. Þessi hús eru skemmd, sigin og undirstöður bilað- ar svo óhjákvæmilegt verður að gera þessar millibyggingar upp, en það mun bíða fjárveitinga og kemur þá síðast í endurbyggingu húsanna. Sagði Helgi vera í deiglunni hvernig komist yrði frá því verki með viðun- andi hætti. í aðalhúsinu var aðeins lítið ófull- komið eldhús í homi hússins og var ákveðið að flytja það þaðan og í þjónustuhúsið handan húsagarðsins með tengigangi þar á milli. Þetta hús hefur verið byggt upp í sama stíl, eins og önnur hús, og komið þar fyrir núttímaeldhúsi með mat- vælageymslum, víngeymslum, blómaherbergi og öllu sem til þarf til að þjóna veislum, þvottum og ræstingu á forsetasetrinu. Þarna mun hafa verið fjós sem Skúli Thor- oddsen byggði á sínum tíma og síð- ar varð að þjónustuhúsi. Á efri hæð- inni undir risi er nú innréttuð starfs- mannaaðstaða fyrir það fólk sem þarna verður að störfum, bílstjóra og fylgdarfólk gesta sem bíður og herbergi sem hægt er að gista í ef svo stendur á. Eldhúsið var tekið í notkun um áramótin og segir Elín Káradóttir matráðskona, sem var að útbúa þar veislu, að þarna sé komin mjög góð aðstaða. Þetta hús gengur nú undir nafninu Hjáleigan. Við göngum um húsið með Helga og Pétri og síðan úr kjallaranum eftir gangi yfir í kjallara Norður- hússins, sem lokar norðurhlið húsa- garðsins. Kjallarinn þar er allur lagður undir tækni. Þar er loftræsi- kerfí fyrir allar byggingarnar, var- arafstöð, slökkvidælur og úðakerfi með 50 tonna vatnsgeymi undir, því tregða er á vatni. Var eldvamakerf- ið tekið í notkun á nýjársdag sl. Og þama mátti sjá mikið pípukerfi, sem er til að bræða snjó af hlöðunum. Allt af fullkomnustu gerð. Norðurhúsið er nýtt hús, byggt á grunni gamalla skúra sem þarna voru og voru rifnir. Er nýja húsið fullbyggt, búið að fullgera kjallarann og verður að öðra leyti innréttað síðar. Þama verður í endanum íbúð húsvarðar og aðstaða fyrir öryggis- vörslu. Gert ráð fyrir sjónvarpsskj- áum svo fylgjast megi með öllu svæðinu og húsunum. I hinum end- anum er og aðstaða fyrir bílana. Undir risinu er óinnréttað geymslu- loft. Byggð aftur til landnámsaldar Við stöndum í ferhymda húsa- garðinum með byggingamar allt um kring, Bessastaðastofu, Norðurhús- ið, Hjáleiguna með eldhúsinu og Bókhlöðuna og móttökusalinn á bak við. Uppgröftur í húsagarðinum og innundir Bókhlöðuna er enn eftir. Fornleifauppgröfturinn er á vegum Þjóðminjasafns og hefur Guðmundur Ólafsson séð um hann. Þegar farið var að hrófla við gólfinu í Bessa- staðastofu kom á daginn að þama væri einstakt tækifæri til fomleif- auppgraftar. Var grafið niður á Konungsgarð, þar sem hann var 50 áram eldri en Bessastaðastofa. Fundust líka fleiri húsaleifar. Var haldið áfram uppgrefi í kring, alls á 3.000 fermetra svæði, og var utan við Bessastaðastofu grafið niður á botn. Var komið niður á leifar frá landnámsöld og farið í gegn um mörg lög þar á milli. Segir Guð- mundur að það hafi komið á óvart hve umfangsmikil byggð hefur verið á Bessastöðum allt frá uppphafi ís- landsbyggðar, sennilega allt aftur á 10. öld, sem engar ritaðar heimildir era til um. Undir Bessastaðastofu hefur verið útbúinn gríðarlega merkilegur fom- leifakjallari, þar sem hægt er að fara niður og sjá og sýna bæði muni, svo sem iitla mannsmynd úr beini klædda embættisskúða frá 18. öld, og horfa einnig gegn um gler inn á upplýstar mannvistarleifar og hleðsl- ur. Ákaflega fallega og haganlega fyrir komið. Semsagt hægt að sjá sögu staðarins allt aftur á landnáms- öld, sem er alveg einstakt hér á landi. Enda era Bessastaðir einn mesti sögustaður þjóðarinnar. Að lokum spyr ég Helga hvort Bessastaðakirkja sé á verkefnaskrá nefndarinnar. Hann svarar því bæði játandi og neitandi, segir að þessu verkefni tilheyri að gera kirkjunni eitthvað til góða. Pússningin sé laus og illa farin og eins þakviðir og anddyri og þyrfti að gera við það. Hvort eitthvað yrði meira vildi hann ekkert um segja. Ekki væri í þeirra áætlunum að byggja kirkjuna upp, eins og t.d. hefur verið gert við Hóladómkirkju. KINA — FERÐ ARSINS Nú er rétti tíminn til að ákveða hvert fara skal í sumarfrí í ár. Því ekki að skella sér til KÍNA? Eg, Unnur GuSjónsdóttir, ballettmeistari, ætla þangaS í 22 daga ferS, þann 9. maí - viltu koma meS? Þó svo aS ég hafi farið til Kína margsinnis, þar af 7 sinnum með ferðamenn með mér, ætla ég samt aftur, því Kína er algjört æði. Núna fer ég til Beijing, Xian, Guilin, Shanghai og Suzhou. ÞaS er „stuttermahiti" í Kína á þessum tíma árs, allt er grænt - og vænt - og blómin sprungin út. Verðið er kr. 265 þús., allt innifalið. Bíddu nú ekki með að tilkynna þátttöku, því ég tek bára litinn hóp ferðamanna með mér, fjöldaferðir leiðast mér. Kínaklúbbur Unnar, Reykjahlið 12, sími 12596 PS.: Kínaklúbburinn og veitingahúsið Shanghæ halda sameiginlega uppá kínverska nýárið 31. janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.