Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 47
• MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 47 ÍÞRÓTTIR FRJÁLSÍÞRÓTTIR Said Aouita valdi ekki réttan dag Föstudagurinn 13. janúar reyndist ekki heppilegur til að byrja aftur fyr- ir hlauparann Said Aouita, sem er 35 ára og hefur ekkert keppt í meira en tvö ár. Hann tók þátt í 3.000 m hlaupi á innanhússmóti í Hamilton í Kanada í gær og ætlaði að hlaupa undir metinu, 8.2 mín., en fór á 8.08,47 og varð í fjórða sæti. Kanadamaðurinn Graeme Fell, sem er einnig 35 ára, sigraði á 8.06,76. Þrátt fyrir þetta var Aouita ánægður. „Ég átti í erfiðleikum síðustu þtjá hringina en ég lauk keppninni. Eg hefði þurft sex vikur til viðbótar í undirbúning en það var mikilvægt að láta reyna á hvár ég stend.“ AMERÍSKI FÓTBOLTINN San Francisco er spáð sigri Undanúrslitaleikir bandarísku NFL-deildarinnar fara fram í dag, sunnudag. Annar leikurinn er talinn hálfgerður úrslitaleikur deild- arinnar; viðureign San Fransisco og Dallas, sem eru lang bestu lið deild- ' arinnar, en hins vegar mætast Pitts- burgh og San Diego. Dallas hefur orðið NFL meistari tvö síðustu árin, en liðið missti nokkra varnarmenn fyrir þetta keppnistímabil á sama tíma og San Fransisco styrkti vamarlið sitt. Veð- bankar hallast því að sigri San Frans- isco, og eru ástæðumar fyrir því, auk þeirrar sem áður er getið, í fyrsta lagi að mikið hefur rignt í norður J Kaliforníu upp á síðkastið og völlur- I inn í San Fransisco er eitt svað. Völlurinn í Dallas er lagður gervi- grasi, þannig að heimamenn eru tald- ir hagnast á aðstæðum. í öðru lagi er annar ruðningsmaður Dallas, Emmitt Smith, meiddur á hásin. Hann æfði reyndar í vikunni en er ekki alveg heill, og mikið veltur á því hvort hann verður með því Smith er lykilmaður í liðinu. Vörn Pittsburgh er talin sú besta í allri NFL deildinni og er það helsta ástæðan fyrir því að liðið er talið sigurstranglegt gegn San Diego, auk þess sem leikið er í Pittsburgh. ÚRSLIT NBA-úrslit Leikir aðfararnótt laugardags: Philadelphia - New Jersey......101:110 Boston-Utah......................93:95 Minnesota - Detroit.............104:92 Washington - Indiana............99:113 Atlanta - Orlando...............96:101 Milwaukee - New York.............88:91 Chicago - Sacramento.............79:89 Houston - San Antonio..........103:100 LA Lakers - Golden State.......115:104 Seattle - I>A Clippers.........108:101 Starfsmannafélag ríkisstofnana Félag þroskaþjálfa Deild meðferðar- og uppeldisfulltrúa Málþing Eiga sveitarfélög að taka við málefnum fatlaðra? Haldið föstudaginn 20. janúar kl. 13.00—17.00 í Borgartúni 6. Dagskrá: 13.00-13.10 Ávarp Rannveigar Guðmundsdóttur, félagsmálaráðherra. 13.10-13.35 Þjónusta við fatlaða í nútíð og framtíð. - Eggert Jóhannesson, frkvst. svæðisskrifstofu Suðurlands. 13.35-14.00 Stefna félagsmálaráðuneytisins. - Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri. Viðhorf til umræðuefnisins kl. 14.00—15.50. Ræðumenn: Þroskaþjálp. - Guðmundur Ragnarsson, varaformaður. Öryrkjabandalag íslands. - Hafdís Hannesdóttir, félagsráðgjafi. Félagsmálastofnun Reykjavfkur. - Dísa Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi. Fulltrúi sveitarfélaga í dreifbýli. - Loftur Þorsteinsson, oddviti, Hrunamannahreppi. BSRB. - Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Deild meðferðar- og uppeldisfulltrúa. - Helga Eiríksdóttir, formaður. Félag þroskaþjálfa. - Hrefna Haraldsdóttir, formaður. Pallborðsumræður. Kl. 15.50-17.00. Ráðstefnustj.: Sveinn Allan Morthens, frkv.stj. svæðisskrifst. Norðurlands vestra. Stjórnandi pallborðsumræðu: Kristín Á. Ólafsdóttir. /t 0PIÐ il SUNNUDAG L JL FRÁKL. 13-17 •enellon ENN MEIRI VERÐLÆKKUN A BARNAEATNAÐI LAUGAVEGI 97 & SÍMI 55 22 555 n (*J IGILD TONLIST a 500 kr hver geisladiskur Má' K- Ve?k a frabæru verði. . | Mál og menning • Laugavegi 18 • Opið alla daga til kl. 22 — líka um helgar Mál og menning • Síðumúla 7 • Opið kl. 9-18 virka daga • kl. 9-13 laugardaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.