Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KORFUKNATTLEIKUR Barátta um bikarúrslrt Leikur helgarinnar í körfuknattleiknum er án efa undanúrslitaleikur bikar- keppninnar á milli Grindvíkinga og Keflvík- inga í Grindavík. „Þetta verður örugglega hörkuleikur," segir Guðmundur Bragason leikmaður Grindvíkinga. „Það verður auð- vitað á brattann að sækja fyrir okkur því Booker leikur ekki með og nú þurfum við að venja okkur við að leika án erlends leik- manns. En við erum staðráðnir í að standa okkur og komast loksins í Laugardalshöl- lina. Nú er kominn tími til að komast alla leið.“ Guðmundur sagði að Grindvíkingar hefðu unnið Keflvíkinga nokkuð auðveld- lega í deildarleikjunum í vetur. „En þeir sigrar segja auðvitað ekkert um þennan leik. Keflvíkingar hafa verið að koma til að undanförnu og Grissom er orðinn heill. Við verðum að hafa góðar gætur á Burns en hann er mjög sterkur og fjölhæfur leik- maður, en við verðum samt að passa okk- ur á að gleyma ekki öðrum leikmönnum. Ég held að leikurinn vinnist fyrst og fremst á vörninni og við verðum að leggja enn harðar að okkur þar sem Booker er ekki með. Þetta eru tvö jöfn lið og dagsformið ræður miklu. Eins og oft í bikarkeppninni held ég að úrslitin ráðist ekki fyrr en á síðustu mínútunum." Þegar Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leik- maður bikarmeistara Keflvíkinga, var spurður hvemig leikurinn leggðist í hann svaraði hann: „Okkur hefur gengið illa gegn Grindvíkingum í vetur en engu að síður leggst leikurinn vel í mig. Ég held að við séum að undirbúa okkur rétt og þetta verður örugglega góður og skemmti- legur leikur. Það spillir auðvitað ekki fyrir okkur að Booker er ekki með, en það get- ur þó haft þau áhrif á Grindvíkinga að þeir leggi enn harðar að sér og eflist til muna, slíkt gerist oft þegar svona stendur á. Það er erfitt að leika í Grindavík og ég viðurkenni fúslega að það hefði verið skemmtilegra að fá þennan leik heima, en það er ljóst að bikarmeistararnir leika ekki á heimavelli í bikamum í ár.“ Jón Kr. sagði að Keflvíkingar hefðu tap- að stórt í þeim þremur leikjum sem þeir hefðu leikið við Grindvíkinga í vetur. „Við höfum tapað þessum leikjum stórt og í raun aldrei átt neina glætu gegn þeim, stóðum reyndar í þeim í fyrri hálfleik í síðasta leiknum. Þetta verðum við að bæta fyrir. Grindvíkingar leika ekki ósvipað o^ við höfum verið að gera undanfarin ár.' Þeir keyra upp hraðann og treysta á þriggja stiga skyttumar og nú reynir mað- ur að finna út þá leiki þar sem okkur gekk hvað verst og ætli við reynum þá ekki að leika eins og þau lið sem best gekk á móti okkur,“ sagði Jón Kr. Gíslason. Formsatriði hjá Njarðvík Haukar úr Hafnarfirði taka á móti Njarð- víkingum í hinum undanúrslitaleiknum. „Þetta leggst vel í mig,“ sagði Pétur Ingvars- son einn leikmanna Hauka í samtali við Morgunblaðið. „Það þýðir ekkert annað en vera bjartsýnn og ég hlakka til að leika í Höllinni," sagði Pétur og vísaði til úrslita- leiksins sem þar fer fram. Þið verðið fyrsta að sigra í undanúrslita- leiknum, er það ekki? „Jú, auðvitað, en leikurinn er bara formsatriði. Það þýðir ekkert nema bjart- sýni. En í alvöru þá verður þessi leikur rosalega erfiður fyrir okkur. Fyrirfram erum við taldir minnimáttar og ætlum að reyna að notfæra okkur það og koma þeim á óvart. Ef við eigum góðan leik og þeir slakan þá töpum við ekki nema með tíu stigum," sagði Pétur. „Við ætlum að koma með nokkrar nýjungar og koma þeim þann- ig á óvart, ekki þar fýrir að við erum bún- ir að leika nokkuð oft við Njarðvíkinga í vetur og alltaf tapað af miklu öryggi," sagði Pétur. Valur Ingimundarson, þjálfari og leik- maður Njarðvíkinga, sagði aðalmálið fyrir Njarðvíkinga að ná upp stemmningu fyrir leikinn. „Við eigum auðvitað að vinna og höfum gert það af öryggi í fimm leikjum í vetur. Þó svo menn ætli aldrei að van- meta mótheijana þá gerist það oft, en það má ekki vanmeta Haukana," sagði Valur. „Ef við spilum vel og náum að leika eins og við höfum verið að gera þá er ég ekki virkilega hræddur, en vandamálið gæti orðið að ná upp stemnningu og ef hún næst ekki getur í sjálfu sér allt gerst. Haukar eru erfiðir á heimavelli og hafa verið að vinna lið þar þannig að það er ekkert gefíð í þessu og ég er mjög smeyk- ur,“ sagði Valur. TENNIS / OPNA ASTRALSKA Styrkleikalistinn Sanchez Vicario ogPete Sampras eruefst Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst í Melbourne í vik- unni. Þetta er fyrsta stórmót ársins og er ávallt beðið eftir því með mikilli eftirvæntingu en nú hafa frægar tennisstjörnur á borð við Navratilvou og Ivan Lendl lagt tennisspaðann á hilluna. Bandaríkjamaðurinn Pete Samp- ras er efstur á styrkleikalista móts- ins í karlaflokki, landi hans, Andre Agassi, er í öðru sæti og Þjóðveij- inn Boris Bercker í þriðja. Arantxa Sanchez Vicario frá Spáni er efst í kvennaflokki og landa hennar Conchita Martinez í öðru. Þetta er í fyrsta sinn sem Vicario er efst á styrkleikalista í stórmóti, en þess má geta að Steffi Graf tekur ekki þátt í mótinu vegna meiðsla á fæti og sömu sögu er að segja af hinni 19 ára gömlu Jennifer Capriati frá Bandaríkjunum. Styrkleikalisti tíu efstu í karla og kvennaflokki lítur þannig út. Karlar: 1-Pete Sampras (Bandaríkjunum) 2-Andre Agassi (Bandaríkjunum) 3-Boris Becker (Þýskalandi) 4-Goran Ivanisevic (Króatíu) 5-Michael Chang (Bandaríkjunum) 6-Stefan Edberg (Svíþjóð) 7-Michael Stich (Þýskalandi) 8-Todd Martin (Bandaríkjunum) 9-Jim Courier (Bandaríkjunum) 10-Yevgeny Kafelnikov (Russia) Konur l-Arantxa Sanchez Vicario (Spáni) 2-Conchita Martinez (Spáni) 3-Jana Novotna (Tékklandi) 4-Mary Pierce (Frakklandi) 5-Gabriela Sabatini (Argentínu) 6-Lindsay Davenport (Bandaríkjunum) 7-Kimiko Date (Japan) 8-Natalia Zvereva (H-Rússlandi) 9-Magdalena Maleeva (Búlgaríu) 10-Anke Huber (Þýskalandi) Reuter GABRIELA Sabatlni, tennlskona frá Argentínu, verAur meðal keppenda fá opna ástralska meistaramótlnu sem hefst f næstu vlku. Hún er mætt tll Ástralíu og var myndln tekln af hennl í æfingamótl á staðnum. Reuter JEFF Hornacek lætur Dee Brown ekkl trufla slg og skorar örugglega fyrir Utah gegn Boston. Utahbest a utivelli Utah er með besta árangur á útivelli í NBA-deildinni í körfuknattleik á tímabilinu. Aðfararnótt laugar- dags sótti liðið Celtic heim, vann 95:93 og hefur þar með sigrað í 11 útileikjum í röð. Karl Malone skoraði 19 stig, Jeff Homacek 17 og átti sjö stoðsendingar og John Stockton var með 15 stig. Dee Brown var stiga- hæstur hjá Celtic með 21 stig og Dominique Wilkins var með 19 stig. Vernon Maxwell skoraði úr þriggja stiga skoti þegar fjórir tíundu úr sekúndu voru eftir af leik Houston og San Antonio ogtryggði Houston 103:100 sigur. Hakeem Olajuwon skoraði 47 stig fyrir Houston, sem hefur sigr- að í átta af síðustu níu leikjum. David Robinson var með 23 stig fyrir San Antonio og 10 fráköst. Orlando gerði góða ferð til Atlanta og vann 101:96, 12. sigur liðsins í síðustu 14 leikjum. Anfernee Hardaway gerði 26 stig, þar af fjögur úr vítaskotum, þegar 15,1 sek. var til leiksloka. Shaquille O’Neal skor- aði 21 stig. Kjartan hættur med Víking KJARTAN Másson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks Víking í knattspyrnu. í frétt frá Víkingi og Kjartani segir að Kjartan láti af störfum af persónulegum ástæðum og þakkar knatt- spymudeild Víkings honum vel unnin störf í þágu félags- ins. Kjartan hóf störf hjá félaginu fyrir rúmu ári LEIÐRETTING Söluverð en ekki laun I sunnudagsblaðinu fyrir viku birtist hér grein og tafla um leikmannakaup ítalskra knattspyrnuliða en þar sem átti að standa kaupverð var rætt um árslaun leikmanna. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.