Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 37
* MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 37 BRÉF TIL BLAÐSINS Um „hátekjuskatt“ og „ekknaskatt“ „Lífið á Dröngum“ Frá Hjálmtý R. Baldurssyni: í LJÓSI þeirra umræðna sem átt hafa sér stað varðandi hátekju- og ekknaskattana svokölluðu, sér undirritaður sig tilneyddan að koma á framfæri nokkrum ábend- ingum til „venjulegs fólks“ til upp- lýsingar. En svo virðist sem þessir skattar og skattaumræða hafí eitt- hvað skolast til í hugum sumra. Heyrst hafa þær raddir að hér séu á ferðinni afar illræmdir vágestir eða einhver ægileg ófreskja, sem best væri að útrýma sem fýrst. En sem betur fer sjá flestir í gegn- um þann lævísa áróður sem hér er reynt að breiða út. Og eru það ekki síst fjölmiðlarnir sem kynda undir þeim áróðri jafnt sem stjóm- völd. Nægir að nefna, að það sem menn kalla hátekjuskatt, er í raun 5% „sérstakur tekjuskattur manna“, eins og hann heitir skv. ákv. IV til bráðabirgða í lögum nr. 111/1992, á laun umfram kr. 225.000 á mánuði hjá einstaklingi og kr. 450.000 hjá hjónum. Málamyndaskattur Undirritaður fær ekki séð að einstaklingur með kr. 250.000 í mánaðarlaun (kr. 3.000.000 í árs- tekjur) sé ekki aflögufær með kr. 1.250 á mánuði í „hátekjuskatt“ (!). Eða þá hjón með kr. 5.500.000 í árstekjur sem þurfa að greiða kr. 5.000 á ári (kr. 208 á mánuði hvort um sig) samanlagt í „há- tekjuskatt", sem er innan við 0,1% af heildartekjum! Þessi skattur er í raun ekkert annað en mála- myndaskattur, sem skiptir ekki sköpum fyrir þá sem lenda í hon- um. Það er því grátbroslegt hvem- ig stjórnarliðar tala um umrædda skatta. Segja „ekknaskattinn" lenda á ellilífeyrisþegum og „há- tekjuskattinn“ lenda á millitekju- fólki (!) (eins og Jón Baldvin orð- aði það í sjónvarpsviðtali um dag- inn) og barnafólki. Hvaða hópi til- heyrir þá hinn almenni ríkisstarfs- maður í BSRB (ca 17.000 manna heildarsamtök)? Samkv. fréttariti kjararannsóknarnefndar frá því í Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast sam- þykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrnpflngvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! - kjarni málsins! mars 1994 eru meðallaun ríkis- starfsmanns í BSRB um kr. 107.000 á mánuði (heildarlaun). „Ekknaskattur" lendir sjaldnast á ellilífeyrisþegum í sambandi við „ekknaskattinn“ er staðreyndin sú, að við álagningu 1994 voru skilyrðin til að maður greiddi „ekknaskatt" þau; að eiga a.m.k. rúmar 10 milljónir í hreina eign (bent er á skattfrelsi ýmissa eigna, s.s. banka- og sparisjóðs- innstæður, spariskírt., ríkisvíxla o.fl.) og hafa tekjur á bilinu kr. 1.016.700-2.033.400 (prósentan „flaut“ á þessu bili frá 1,2%—1,95%). Miðað við þessar forsendur er afar ólíklegt að „ekknaskatturinn" lendi eða öllu heldur hafí lent (verið að leggja niður skattinn) á „venjulegum" ellilífeyrisþegum. Það er engu lík- ara en menn hafi blandað saman upphaflegum ekknaskatti, þ.e.a.s. það sem menn kölluðu ekkna- skatt, þ.e. að við fráfall maka sat ekkjan eða ekkillinn uppi með all- an eignarskattsstofninn í stað þess sem hann deildist á tvo áður. Á árinu 1990 (gjaldárinu 1990) var hins vegar breyting gerð á því, sem varð til þess að ekkja/ekkill sem situr í óskiptu búi hefur rétt á að deila eignarskattsstofninum í tvennt eins og um hjón væri að ræða á næstu fimm árum eftir fráfall maka. Hafa skal það sem sannara reynist. Frá Páli Steingrímssyni: ÉG ER einn þeirra, sem fylgist með íslensku sjónvarpsefni og reyni að hnika tíma mínum þannig að innlend dagskrá á áhugasviði mínu fari ekki framhjá mér. Oftar en ekki skilur þetta lítið eftir, svipað og að fletta dagblöð- um. Öðru hvoru birtist svo eitt- hvað, sem stendur skör ofar og mikið þykir manni vænt um þegar íslenskt efni verður áhugavert. „Lífið á Dröngum“ var einn slíkra þátta. Eftir útsendinguna reyndi ég að gera mér grein fyrir hvað réði því. Sá sem stýrði þættinum gerði það af nærfærni við viðmælend- urna og náði fyrir bragðið kjarnan- um úr því sem þetta heilbrigða fólk hafði að segja okkur. Þetta er vandi og ekki öllum gefið. Það var skemmtilegt hvernig Páll Benediktsson stillti upp skoðunum hjónanna og trú svo ólíkar sem þær voru. Athyglisvert fannst mér líka þegar rætt var um lífsferil þeirra hvernig þau virtust bæði taka því sem að höndum bar af fullkomnu æðruleysi. Þó að kynni mín af „Drangafólk- inu“ séu ekki önnur en myndin á skjánum fann ég að þarna var hreinskiptið fólk og samkvæmt sjálfu sér. Kristinn, þessi aldni halur, hafði aldrei lent í teljandi hættu, þrátt fyrir skipbrot eða aðrar hremmingar. Hvar og hve- nær eru menn í mestum lífsháska? Það var fyrir honum enn spurning. Ég heyrði menn býsnast yfir selveiðum sem sýndar voru í mynd- inni og áttaði mig þá á því hve obbinn af þjóðinni er slitinn úr tengslum við uppruna sinn og fá- fróður um þau gæði sem við lifum af. Það er að sjálfsögðu eins með veiðar og aðra iðju manna, hún er misjafnlega snyrtilega stunduð. Gróðafíkn getur leitt menn afvega á hvaða sviði sem er. En seinast hefði ég trúað víkingunum sonum Drangahjónanna til að stunda út- rýmingarveiðar á selnum sem þeir tóku. Það marka ég af íhuguðum svörum þeirra. Góðir veiðimenn eins og ég kynntist í heimabyggð minni voru eins og þeir lausir við skinhelgi en afburða næmi á um- hverfí sitt og lífríki. Svo öfgafullt sem það hljómar eru sannir veiði- menn langoftast dýravinir. Eins skildi ég vel það sem þeir sögðu um_ tengsl sín við átthagana. Á einum stað duttu mér í hug ljóðlínumar „fagurt galaði fuglinn sá“ þar sem snati tók undir munn- hörpuleik drengsins. Þetta var bráðfýndið innklipp. Eins voru skotin af músinni óvenjuleg. Þar naut tökumaðurinn þess að dýrið hafði ekki orðið fýrir styggð og virkaði óttalaust með öllu. Af myndrænum hlutum sitja eftir tilkomumiklar haust- og vetrarsenur af þessu magnaða landi og stemmningamyndir sem Friðþjófur tökumaður lagði mikla alúð við. Gott uppbrot á viðtölum og texta voru eldri frásagnir og ljóð sem snertu sögusviðið. Ég man ekki eftir að sjá sjón- varpsþátt um íslenskt mannlíf sem snerti hjá mér svo marga strengi og hélt mér jafn föngnum. Ef Sjón- varpið gerði þó ekki væri nema einn slíkan þátt hvert ár mundum við á stuttum tíma eignast nýjar íslendingasögur. Með þökk fyrir þáttinn, PÁLL STEINGRÍMSSON, Garðastræti 2, Reykjavík. HJÁLMTÝR R. BALDURSSON, Akurgerði 42, Reykjavík. RÍÓ SAGA með söng, glensi oggríni Hinir alþýðlegu og ástsælu Ágúst Atlason, Helgi Pétursson og Ólafur Þórðarson fara á kostum í upprifjun á því helsta af 30 ára ferli Ríó triós. Það er sama á hvernig málið er litið enginn nær Rió trió eins vel og þeir sjálfir! Ólafía Hrönn slær á létta strengi með þeim félögum, tekur lagið og verður til alls vís. Annan hljóðfæraleik og söng um kvöldið annast Björn Thoroddsen, Szymon Kuran, Reynir Jónasson, hljómsveitin Saga Kloss, Guðrún Gunnarsdóttir og Reynir Guðmundsson. Kvöldið hefst með þríréttaðri, glæsilegri kvöldmáltíð. Síðan hefst hin bráðskemmtilega Ríó saga þar sem félagarnir rifja upp það besta og versta á ferlinum. Að lokinni skemmtidagskrá leikur hljómsveitin Saga Kloss ásamt söngvurunum Guðrúnu Gunnarsdóttur og Reyni Guðmundssyni fyrir dansi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.