Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINBJÖRN GÍSLI SVEINBJÖRNSSON, Skúlagötu 56, lést í Landspítalanum sunnudaginn 8. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. janúar kl. 15.00. Rúnar Sveinbjörnsson, Rannveig Sveinbjörnsdóttir, Ögmundur Viðar Rúnarsson, Hanna Kristin Rúnarsdóttir, Anna Sigríður Gunnlaugsdóttir, Páll Valdimarsson, Sigrfður Pálsdóttir, Una Rúnarsdóttir. t Elskulegur sonur minn, faðir okkar, bróðir og afi, KRISTJÁN SNORRASON, Austurbrún 6, lést á Landspítalanum 4. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Geirlaug Jónsdóttir, Sigurbjörn Kristjánsson, Logi Kristjánsson, Helga Kristjánsdóttir, systkini og barnabarn. Móðursystir mín, + PÁLA S. ÁRNADÓTTIR kaupkona, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 17. janúar kl. 13.30. Ólöf E. Davíðsdóttir og fjölskylda. t Eiginmaður minn og faðir, VALDIMAR INDRIÐASON fyrrverandi alþingismaður og framkvæmdastjóri, Höfðagrund 21, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 17. janúar kl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarfélög. Fyrir hönd fjölskyldu okkar og aðstandenda, Ingibjörg Ólafsdóttir, Indriði Valdimarsson, Ása Marfa Valdimarsdóttir. + Maðurinn minn, faðir okkar og tengda- faðir, LOFTUR ÁMUNDASON eldsmiður frá Sandlæk, til heimilis á Hlíðarvegi 23, Kópavogi, sem lést 10. þ.m., verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 18. þ.m. kl. 15.00. Ágústa Björnsdóttur, Halla Lovisa Loftsdóttir, Völundur Þ. Hermóðsson, Páll Gunnar Loftsson, Hrönn Benónýsdóttir, Ámundi Hjálmar Loftsson, Unnur Garðarsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi okkar og langafi, GUÐMUNDUR ÓLAFSSON fv. skipstjóri og gjaldheimtustjóri, Ásbúðartröð 15, lést í Landspítalanum 2. janúar sl. Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafn- arfirði þriðjudaginn 17.janúarkl. 13.30. Arnfríður Kr. Arnórsdóttir, Grétar Guðmundsson, Ásdís H. Hafstað, Valgerður Guðmundsdóttir, Ásgeir Sumarliðason, Ólafur Guðmundsson, Ingibjörg Halldórsdóttir, Arnór Guðmundsson, Helga Jónsdóttir, Magnús Guðmundsson, Hrefna Halldórsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Bergrún Bjarnadóttir, Sigurborg Guðmundsdóttir, Jón Jensson, barnabörn og barnabarnabörn. ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR + Þórunn Valdi- marsdóttir fæddist á ísafirði hinn 14. febrúar 1914. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði 9. janúar síð- astliðinn tæplega 81 árs að aldri. For- eldrar hennar voru hjónin Valdimar Eggertsson sjómað- ur frá Stóru-Avík á Ströndum, og Þór- unn Sveinsdóttir frá Vífilsmýrum í On- undarfirði. Árið 1953 giftist Þórunn Bjarna Pálssyni sjómanni. Þau skildu. Dóttir þeirra er Kristín, gift Sigurði B. Stefánssyni og eiga þau tvo syni, Stefán Bjarna og Svein Birgi. Þórunn hóf störf hjá Verkakvennafé- laginu Framsókn 1954 og starfaði þar óslitið til 1987, lengst af sem framkvæmda- sljóri félagsins. Frá 1962 til 1974 var hún varaformaður félags- ins og formaður þess frá þeim tíma til árs- ins 1982. Hún gegndi auk þess fjölda trúnaðarstarfa bæði fyrir verkalýðshreyfinguna og Alþýðuflokkinn. Útför Þórunnar fer fram frá Víðistaðakirkju á morgun. LÁT frænku minnar kom mér ekki á óvart, hún hafði átt við langvar- andi veikindi að stríða, sem nú eru á enda. En minnumst þess að eftir dimma nótt dauðans rís sólin björt og heit í morgunsárið. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að vini og félaga og mun minnast hennar um ókomin ár. Þegar minnst er Þórunnar leita ósjálfrátt á hugann þeir mannkostir sem hún var svo rík að, alla tíð gefandi, það var þroskandi að vera samferða henni. Hún fylgdist með lífsbaráttu íslensku þjóðarinnar á þeirri öld sem nú er að líða. Hún var áhorfandi og þátttakandi í mikl- um breytingum í þjóðlífinu. Ég kynntist henni fyrst og fremst sem íhugulum áhorfanda, sem spurði sjálfan sig: „Erum við á réttri leið?“ Þórunn fylgdist alla tíð náið með því sem var að gerast í þjóðlífinu. Hún fann sig knúna til að taka afstöðu, vega og meta hvern kost, spyija sig hvern mann hvert okkar hafði að geyma. Hún nálgaðist veruleikann með opnum huga, tilbú- in að endurskoða allar hugmyndir sínar og skoðanir. Skörp gagnrýni hennar var alla tíð byggð á réttlæt- iskennd og samúð með þeim sem minna máttu sín. Það er verðmæt gjöf að hafa kynnst henni, mannkostum hennar, góðvild og móðurgleði, sem var hennar stóra gæfa, og fór ekki fram hjá neinum. Megi góður guð gefa ástvinum hennar styrk á þessari erfiðu stund, um leið og ég votta þeim öllum mína dýpstu samúð og þakka henni samfylgdina. Kristin Guðmundsdóttir. Kveðja frá Verkakvennafé- laginu Framsókn, Reykjavík A morgun verður til moldar bor- in Þórunn Valdimarsdóttir, fyrrver- andi formaður Verkakvennafélags- ins Framsóknar í Reykjavík. Fyrir hönd félagsins langar mig að minn- ast vinkonu okkar og félaga nokkr- um orðum. Þórunn hóf störf á skrifstofu fé- lagsins árið 1954 og var þá eini + Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, ALDA MAGNÚSDÓTTIR, Hálsaseli 41, lést á heimili sínu aðfaranótt föstudagsins 13. janúar. Gunnar Borg, Emil Borg, Þórir Borg. + Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og hjálp við and- lát og útför eiginmanns míns og fóstur- föður, ÁRNA HALLDÓRSSONAR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Guðrún S. Valdimarsdóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir. + Innilegt þakklæti til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móð- ur okkar, tengdamóður og ömmu, VIGFÚSÍNU GUÐLAUGSDÓTTUR (LILLU), Vesturbergi 70. Sérstakar þakkir til heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og deildar 11-E á Landspítalanum fyrir góða aðhlynn- ingu í veikindum hennar. Pétur HamarThorarensen, Aníta Patterson, Greg Patterson, Sigurður Hamar Pétursson, Hrund Guðmundsdóttir, Pjetur Hamar, Nfkkita Hamar og Hlynur. starfsmaðurinn ef frá er talinn for- maður. Þar var síðan árið 1974 eða tuttugu árum síðar að Þórunn var kosin formaður félagsins er Jóna Guðjónsdóttir þáverandi formaður lét af störfum. Þórunn hafði þá til fjölda ára setið í stjórn félagsins og m.a. sem varaformaður síðustu árin áður en hún tók við for- mennsku. Lengst af starfstíma sínum hjá félaginu átti Þórunn því láni að fagna að starfa með þeim heiðurs- konum frú Jóhönnu Égilsdóttur og frú Jónu Guðjónsdóttur. í samein- ingu lögðu þær grunninn að skipu- lögðu, virku og árangursríku starfi félagsins, sem við er þar störfum njótum enn þann dag í dag. Sameig- inlega áttu þessar konur hugsjónir um öfluga verkalýðshreyfingu og betri kjör skjólstæðingum sínum til handa. Verkefnin sem þurfti að leysa voru mörg og umfangsmikil, fátækt, atvinhuleysi og lág laun voru andstæðingar sem skoruðu þessar kraftmiklu konur á hólm. En stríðið var langvinnt og það stendur enn á þessu herrans ári 1995. Vinnudagur formanns í verka- lýðsfélagi er lángur og strangur. En þrátt fyrir það gegndi Þórunn mörgum trúnaðarstörfum innan og utan verkalýðshreyfingarinnar. Hún átti sæti í framkvæmdastjórn Verkamannasambands Islands og sambandsstjórn þess, einnig í mið- stjórn Alþýðusambands Islands og í bankaráði Alþýðubankans. Þá eru ótalin þau fjölmörgu þing þessara sambanda sem Þórunn sat fyrir hönd félags síns. Og þá má ekki gleyma þeirri miklu vinnu seni felst í því að sitja fyrir hönd félags síns 'í stjórnum, nefndum og ráðum, þar sem ráðið er málum varðandi hags- muni félagskvennanna í Verka- kvennafélaginu auk félaganna inn- an verkalýðshreyfingarinnar allrar. Þar var Þórunn óþreytandi og unni sér ekki hvíldar fyrr en viðunandi árangri var náð þá stundina. Þórunn Valdimarsdóttir var ein- lægur verkalýðssinni og jafnaðar- maður. Hún var áratugum saman virkur félagi í Alþýðuflokknum og átti til fjölda ára sæti í flokksstjórn Alþýðuflokksins og stjórn fulltrúa- ráðs alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík svo eitthvað sé nefnt. Einnig sat Þórunn fjölmörg flokks- þing Alþýðuflokksins auk setu á framboðslistum flokksins í kosning- um í bæjarstjóm Reykjavíkur í þá daga og til Alþingis. Eg undirrituð hóf störf á skrif- stofu Verkakvennafélagsins Fram- sóknar árið 1976 og kynntist ég Þórunni vel. Hún var þá varafor- maður félagsins. Eldheitur áhugi hennar á verkalýðsmálum og bar- áttunni fyrir bættum kjörum verka- fólks kenndi mér mikið. Betri kenn- ara hefði ég ekki getað fengið. Samverunnar og samvinnunnar við hana þar til hún hætti sem formað- ur félagsins mun ég alla tíð njóta góðs af. Svo er einnig um allar hin- ar starfskonur félagsins sem störf- uðu með Þórunni á skrifstofunni og þá ekki síst þær konur sem sátu Blómastofa Friöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. S(mi 31099 Opíðöllkvöld til kl. 22,- einníg um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.