Morgunblaðið - 24.02.1996, Síða 23

Morgunblaðið - 24.02.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 23 NEYTENDUR Morgunblaðið/Ásdís GUNNAR Gunnbjörnsson við pökkun á plástrinum frá Landsbjörg. Heimakaup er heimsendingarverslun Hringir og kaupir inn FYRIR nokkrum mánuðum var fyrirtækið Heimakaup formlega opnað en það er heimsendingarverslun sem býður viðskipta- vinum sínum að sitja heima í stofu og panta það, sem þarf í matinn, á faxi, í síma eða með tölvu. Viðskiptavinir eru þegar nálægt þremur hundruðum talsins og er bæði um að ræða einstaklinga og fyrirtæki. Fyrirtæk- ið er opið virka daga frá klukkan 10-18 en hægt er að panta á faxi allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Tíuþúsund vörutegundir Um 10.000 vöruliðir eru í vörulista fyrir- tækisins sem viðskiptavinir fá sendan heim ókeypis með fyrstu pöntun. Rikhard Eyfeld einn af átta eigendum Heimakaups segir að vöruliðirnir sem þeir eru með í listanum spanni það helsta sem fæst í stórmörkuðum, matvöru, búsáhöld, leikföng, skrifstofuvarn- ing og svo framvegis. Rikhard segir að Heimakaup sé alltaf með tilboð í gangi og segir að t.d. sé núna hægt að kaupa úrval af kjöti í 10 kílóa pakkningu. „Þá er um að ræða 2 kg af nautahakki, 1 kg af hamborgurum, 2 kg af kjötfarsi, 2 kg af kjötbúðingi og 3 kg af kínda eða hrossa- bjúgum. Pakkinn kostar 4.300 krónur. Við erum líka með svipaða pakka í 4 kílóum, fimm Yfirleitt er varan komin út á land daginn eftir að pöntun er gerð kílóum og upp í 11.5 kíló. Við seljum einnig heila og hálfa skrokka af nautakjöti og svínakjöti og þá fær fólk að ráða sjálft hvort kjötið á að vera reykt eða ekki, hvernig það er skorið og pakkað en verðið er alltaf það sama.“ Beintenging við dreifingarfyrirtæki - Eruð þið samkeppnisfærir með verð? „Fullkomlega. Yfirbyggingin er lítil. Við höfum engan lager sem við liggjum með heldur erum við beintengdir við dreifingarfyr- irtæki sem er með vörur frá öllum helstu heildsölum og framleiðendum hjá sér. Þar er vörunni pakkað. Við rekum í rauninni bara skrifstofuhúsnæði og tökum á móti pöntunum. Þess vegna gétum við boðið lága álagningu. Að auki á fólk kost á frekari af- slætti samkvæmt sérstöku afsláttarkerfi sem Heimakaup býður viðskiptavinum sínum.“ - Er ekki mikiil kostnaður við að senda vöruna út á land? „Alls ekki. Heimsendingargjaldið er 295 krónur á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Við tök- um síðan 495 krónur fyrir að senda vörur út á land ef keyptar eru vörur fyrir allt að sex þúsund krónum. Sé upphæðin á bilinu 6.000 - 15.000 krónur hækkar talan upp í 645 krónur.“ - Hversu langan tíma tekur það til dæmis bónda á Aústfjörðum að fá pöntunina sína heim á hlað? Keyrt heim samdægurs á Stór-Reykjavíkursvæðinu „Ef pantað er fyrir hálf fjögur á daginn gildir sú regla að varan er keyrð heim sam- dægurs á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Eigi pöntunin að fara út á land er farið með hana í Tollvörugeymsluna samdægurs en bílstjórar á hennar vegum aka um land allt með vör- una. Að öllu jöfnu getur fólk úti á landi búist við að fá sendinguna heim daginn eftir. Unglingaklúbbur Islandsbanka, UK-17, sker sig úr og þetta veit ipP^ hann eins og aörir unglingar. Hann hefur sér- stakan sparireikning í íslandsbanka og alltaf (' ''"^3689»^. 'á þegar hann vantar reiöufé fer hann í Hraöbankann 1 meö UK- 7 7 Vasakortiö sitt, sem er meö mynd, og tekur út I af reikningnum. Þegar hann geröist félagi fékk hann UK-17 isjk Skipulagsbók og bol. Hann notar oft UK- 7 7 afsláttar- 1 iIÍÍV4 bókina sem veitir afslátt á fjölmörgum stööum. Hann | döfinni i klúbbnum og hann fœr á hverju 0 ári afsláttartilboö s.s. á bíómyndir og tónleika sem og dúndurafslátt af UK- 7 7 íþróttatöskunni. ^Íl^HÉÉÍilÍ& Uann fœr fjármálaráögjöf hjá þjón- ustufulltrúa íslandsbanka og veit því vel hvernig er best aö láta peningana endast | 1F .HDI < sem len9st- ^ Annars er hann alveg eins og hinir skóla- félagarnir sem eru í UK- 7 7, nema hann skilar íslenskuritgeröinni alltaf á _ _ _ _ _ réttum tíma og sparar peninga meö því IM. Jfjm Wffi aö láta mömmu sína klippa sig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.