Morgunblaðið - 24.02.1996, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 24.02.1996, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Ferdinand SO I 5T00P IN THE CHOU) LINE IN THE KAIN FOR AN HOUR TOPAV 0ECAO5E THE COOK 5AIP WE UIERE HAN/INI6 TAPIOCA PUPPIN6...S0 WHAT HAPPEN5? THEY RAN OUT, ANP I 60T BREAD PUPPIN6 ! HATE BREAP PUPDIN6í l'M IN THE INFANTRV.. l'M 5TANPIN6 IN THE RAIN...RATS! í dag stóð ég í klukkutíma í rigningu í biðröðinni eftir matnum af því að kokkurinn sagði að við fengj- um Tapioca-búðing ...en hvað gerðist? Hann kláraðist, og ég fékk brauðbúðing! Ég hef ógeð á brauðbúð- ingi! Ég er í fótgönguliðinu ...ég stend úti í rigningunni ...sveiattan! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang:lauga@mbl.is Framtíð höfuðborgarinnar Frá Guðrúnu Marteinsson: ÉG VIL þakka Guðrúnu Ágústs- dóttur, formanni Skipulagsnefnd- ar Reykjavíkurborgar, grein sem birtist í DV undir fyrirsögninni „Með og á móti“ fyrir nokkrum vikum. Þetta var eins og talað frá mínu hjarta þar sem ég var íbúi í Skeija- firði um margra ára skeið, 1937- 1953, og aftur í nokkur ár seinna hefi ég fylgst svolítið með þróun mála hvað varðar starfsemi Reykjavíkurflugvallar. Var t.d. áhorfandi að flugslysi, fyrir u.þ.b. 50 árum, þegar flugvél kom aðvíf- andi úr vesturátt af hafi og stefndi á flugbrautina á milli Þorrabrautar og Einarsness, þar sem nú er innanlandsflugstöðin. Ég kom þá gangandi frá Reykjavík og fór Njarðargötu yfír mýrina. Sá ég að vélin fór að lækka sig ískyggi- lega fljótt og lenti beint í þakið á húsi, sem stóð við Þjórsárgötu. Enginn var heima í húsinu svo ekki varð mannsskaði að, en það var voðalegt að verða áhorfandi - flugvélin fór í mask og húsið líka. Eins og Guðrún nafna mín minnt- ist svo réttilega á er öryggis- og umhverfisþátturinn mikilvægastur og það að styrkja miðborgina. Annað sem tengist þessu máli, ekki bara fyrir Reykjavík, heldur alla landsbyggðina er sú nauðsyn að leggja eins teins-hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Meira að segja mætti leggja jafnframt smá hitavatnslögn meðfram tein- inum til að veija hann fyrir frosti og snjó. (Slá þá frönsku lestina út sem stöðvast í minnstu snjó- komu). Þetta myndi spara: 1. Viðhald og uppbyggingu flugvallar í Reylqavík, sem að sögn myndi kosta hundruð milljónir króna. 2. Gefa Reykvíkingum og öllum landsmönnum svæði sem gæti fært okkur óendanlega dýrmætan landskika, miðsvæðis, og land að ströndinni í Skeijafirði og friðland- inu í Öskjuhlíð. Gefa unglingum allskyns tækifæri við sjávaríþrótt- ir, sbr. sjónvarpsþáttinn um „Strandverði“. Eitthvað fyrir alla - Tennis- og íþróttavöll - Hesta- leigu upp í Heiðmörk - Paradís fyrir fólk á öllum aldri - Garð- yrkju og skógrækt - Danshöll - Söng- og tónlistarhöll - Óperuhöll - Menningarmiðstöð fyrir alla landsmenn í miðri Reykjavík. 3. Flugvöllurinn í Keflavík myndi nýtast miklu betur. Ibúarn- ir úti á íandi sem fara til útlanda geta flogið beint og til baka frá Keflavíkurflugvelli í stað þess að þurfa að þvælast í bæinn, jafnvel að kosta upp á gistingu. 4. Ferðir með hraðlest allt árið um kring myndu koma í veg fyrir fjölda bílslysa, sem sífellt aukast á Keflavíkurveginum vegna þrengsla, hraða og hálku á mjög hættulegum vegi. Einnig yrði þetta mikill tímasparnaður ef lest- in fer beint frá Hótel Loftleiðum, hún getur stansað í Hafnarfirði og við Keflavíkurvegamót og er svo komin á Keflavíkurflugvöll. Bingó. 5. Páll Halldórsson, forstöðu- maður innanlandsflugs Flugleiða, mótmælir því að leggja flugvöllinn niður. Talar um að innanlandsflug leggist bara af. Keflavík er ekki nema 30 mín. akstur í burtu. 300 þúsund farþegar fara um þennan flugvöll, þá er mál til komið að bjóða þeim betri þjónustu. Alls konar þægindi og verslanir yrðu auðvitað til staðar á Keflavíkur- flugvelli. Þróun erlendis hefur sýnt að miklu hættulegra er að hafa flug- vellina inn í miðjum borgum, sbr. Kennedyflugvöll, sem er orðinn þyrnir í augum allra vegna mengunar og öryggisleysis, að ég tali nú ekki um hávaðaálag á jörðu þegar flugvélar hefja sig til flugs upp yfir íbúðarhverfin sem eru hringinn í kringum völlinn. Hvernig getur þessi maður talað um að „frá öryggissjónarmiði sé ekki mikil hætta sem stafar af vellinum"? Ekki munaði miklu að fullur langferðabíll yrði fyrir einni flugvél, sem náði ekki að lenda inn á vellinum. Það eru fleiri dæmi um flugslys eins og Guðrún nefndi og vonandi að Guð gefi að við fáum tækifæri sem fyrst til að færa kennslu-, og æfinga-, innanlands- og utanlandsflug á einn og sama stað og koma með því í veg fyrir bæði flugslys hér í borg og mörg bílslys á Keflavík- urveginum. GUÐRÚN MARTEINSSON, Meistaravöllum 15, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.