Morgunblaðið - 09.07.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.07.1996, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Queen Elizabeth II vakti mikla athygli á ytri höfninni í gær Morgunblaðið/RAX Um 1.100 farþegar lögðu land undir fót MIKIÐ var um að vera við Sæ- braut og á Miðbakka í gærdag þegar skemmtiferðaskipið Queen Elizabeth lá við akkeri á ytri höfn- inni í Reykjavík. Skipið kom til landsins snemma í gærmorgun og um klukkan tíu var byrjað að ferja um ellefu hundruð farþega til og frá borði. Koma skipsins vakti mikla athygli vegfarenda, sem lögðu bílum sínum meðfram Sæ- brautinni og virtu skipið fyrir sér. Margir voru með sjónauka og má segja að stöðugur straumur bíla hafi legið meðfram grjótgarðinum þar til skipið lét úr höfn. Gunnar Rafn Birgisson, starfs- maður Samvinnuferða-Landsýn- ar, hafði umsjón með ferðum gest- anna á Miðbakka í gær og sagði hann að tíu rútur hefðu flutt far- þega að skoða Gullfoss og Geysi, átta í Bláa lónið og fjórar um borgina. Flestir farþeganna eru breskir og bandarískir, þótt nokkrir íbúar meginlandsins séu innan um, að Gunnars sögn. Þegar rúturnar komu til baka um þijú- leytið færðu hafnfirskir álfar þeim íslenskt súkkulaði í vegar- nesi og gengu gestirnir jafnframt um borð í lóðsinn við harmoníku- undirleik. John og Evelyn Buchan voru meðal þeirra sem komu til lands- ins með Concorde-þotu í gær og hugðust sigla til Noregs. „Við vor- um sótt út á flugvöll og því næst var farið með okkur í skoðunar- ferð um Reykjanes. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt," segja Buchan-hjónin. Þau hafa aldrei komið til Islands áður og höfðu á orði að það hefði virst framandi við fyrstu kynni. „Þegar vélin lenti var engu líkara en að við væru lent á Tenerife, að hitanum undan- skildum, auðvitað. Landslagið þar er líka eins og á tunglinu," segir John. John og Evelyn eru í tíu daga ferð og halda til Southampton að Noregsferðinni lokinni. Að því búnu stíga þau um borð í Austur- landa-hraðlestina sem flytur þau á leiðarenda; Viktoríu-stöð í Lund- únum. „Núna erum við á leið um borð. Vonandi verður okkur boðið í hanastél hjá skipherranum í kvöld,“ segja þau að lokum, skelli- hlæjandi. Næst á vegi verða Partap og Padma Lalvani frá Indlandi, sem búsett eru í Lundúnum. Þau sigldu með skipinu frá Southampton með viðkomu í Liverpool og Greenock í Skotlandi. Lalvani-hjónin skoð- uðu Gullfoss og Geysi og að því búnu keyrðu þau um borgina. Kváðust þau meðal annars hafa séð Alþingishúsið og Höfða „þar sem Reagan og Gorbatjsov hitt- ust“ og voru alsæl yfir veðurblíð- unni. „Við pökkuðum góða veðr- inu með okkur,“ bætir Partap við, kankvíslega. Það sem kemur þeim mest á óvart eftir fimm tíma skoðunar- ferð er tijáleysið því ekki finnst þeim skorta á landflæmið undir tré. „Þetta er mjög fallegt land, sem ég ætla að mæla með við alla mína vini,“ segir Padma. Finnst henni loftið tært og borgin snyrti- Ieg og hrein. Undir það tekur Partap og bætir við að íslendingar séu vingjarnlegir, hjálpsamir og mælskir á erlendar tungur. Fjórða siglingin Elsie og Ken Hinshalwood, sem búa skammt frá frá Glasgow, voru nýkomin úr ferð til Gullfoss og Geysis og þótti mikið til hversins koma. Að því búnu var haldið nið- ur í miðbæ. „Við hefðum viljað sjá meira af miðborginni því þetta er í fyrsta skipti sem við komum til íslands," segja þau. Hinshalwood- hjónin stigu um borð í Greenock og voru hæstánægð með að sigla eftir ánni Clyde á leið sinni út á rúmsjó. Er þetta fjórða sigling þeirra með Queen Elizabeth. „Mér finnst ísland ekki ósvipað heiðum Norður-Skotlar.ds. Landið er miklu grænna. Eg bjóst við tómu hrauni. Veðrið er líka miklu betra en við áttum von á. Leiðang- ursstjórinn hafði sagt okkur að búast við kulda og regni svo við erum hæstánægð með daginn i dag. Okkur finnst Reykjavík og nágrenni mjög tilkomumikið og þykir leitt að geta ekki stoppað Iengur,“ segja Elsie og Ken loks. JOHN og Evelyn Buchan. KEN og Elsie Hinshalwood. PARTAP og Padma Lalvani. Stolið úr bænum á Stöng BROTIST var inn í söguald- arbæinn Stöng í Þjórsárdal aðfaranótt iaugardagsins og höfðu þjófarnir um 50 þús- und krónur í reiðufé á brott með sér. Þeir skildu hins vegar eftir greiðslukortanót- ur og ávísan:", sem gefnar eru út af ferðaskrifstofum til að tryggja ferðamönnum aðgang að bænum. Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um innbrotið á laug- ardagsmorgun. Þjófarnir höfðu tekið útihurð bæjarins af hjörum og komist þannig inn. Peningakassi, sem venju- lega er fjarlægður að kvöldi þegar bænum er lokað, hafði gleymst þennan dag og því höfðu þjófarnir um fimmtíu þúsund krónur upp úr krafs- inu. Þjófarnir voru ófundnir síðdegis í gær. Skemmdir í austurborg ÞRÁTT fyrir að óvenju rólegt væri í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík um helgina voru þó ekki allir til friðs. Þannig var nokkuð um skemmdar- verk. Einkum voru skemmdar- verkin framin í austurhluta borgarinnar. Þar voru til dæmis brotnar rúður og grindverk skemmd. Þrír menn voru handteknir eftir að hafa brotið rúður í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti aðfaranótt laugardags- ins. Barði KApur Bjargtangar Hafís fyrir Vestfjörðum 5. júlí 1996 Hafís óvenju ná- lægt landi HAFÍS hefur nú nálgast landið frá Grænlandssundi. Þór Jakobsson veðurfræð- ingur hjá Veðurstofu íslands segir að ísjaðarinn sé óvenju- nálægt landinu miðað við árstíma vegna langvarandi norðvestlægrar áttar. Búist er við að ísinn hörfí vegna hagstæðrar austanáttar sem á að haldast út vikuna og ekki er útlit fyrir að ísinn reki inn á siglingaleiðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.