Morgunblaðið - 09.07.1996, Síða 23

Morgunblaðið - 09.07.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ1996 23 Kuldar í S-Afríku Jóhannesarborg. Reuter. FIMM manns létust úr kulda í Suður-Afríku um helgina en þar hefur ekki verið jafn kalt í veðri um áratugaskeið. Þá köfnuðu þrír í kolareyk á heim- ili sínu vegna ónógrar loftræst- ingar. Mestur var kuldinn í Kimber- ley í Norður-Höfðahéraði, sjö gráðu frost á celsíus, og sums staðar í landinu eru mestar snjóar í 60 ár. í Austur-Höfða- héraði er þetta kaldasti vetur frá 1981. Vegurinn milli Jóhannesar- borgar og strandar var lokaður í gær vegna mikilla snjóa og í einu fjallaskarðinu voru skafl- arnir hálfur þriðji metri á dýpt. Olli þetta ástand miklum vand- ræðum enda er fátítt, að mikið snjói í Suður-Afríku og yfirvöld því ekki undir það búin hvað varðar tækjakost og önnur við- brögð. Búist var við því í gær, að úr kuldunum drægi með kvöldinu. Mengun í Kína ógn- ar Asíu Hong Kong. Reuter. MIKIL og vaxandi mengun í Kína verður hugsanlega orðin óviðráðan- leg eftir tvo áratugi og þá um leið farin að ógna lífríkinu í öllum nálæg- um löndum. Kemur þetta fram í nýrri bók eftir frammámann hjá verðbréfafyrirtækinu Merrill Lynch International. „Vandinn er svo mikill, að líkiega fær enginn neitt við hann ráðið,“ segir Randy Harris, höfundur bókar- innar. „Iðnvæðingin í Kína, sem er farin að teygja sig inn í landið, á eftir að hafa gífurleg umhverfisáhrif og þótt kínversk stjórnvöld vilji vel, þá geta þau litlu um það breytt," segir Harris. Harris segir, að útilokað sé að hafa hemil á menguninni á sama tíma og iðnvæðingin er jafn hröð og nú er í Kína og þess muni ekki langt að bíða, að hún fari að hafa veruleg áhrif í Suður-Kóreu, Rússlandi, Jap- an, Hong Kong og Tævan. -----» ♦ ♦------ Rómanska Ameríka 60% barna búa við fátækt Bogota. Reuter. UM ÞAÐ BIL sextíu prósent barna í Rómönsku Ameríku lifa við fá- tækt, og hlutfallið eykst dag frá degi, segir í skýrslu frá Alþjóða- bankanum. í skýrslunni segir, að börn yngri en 15 ára séu 35%, eða 58 milljón- ir, af þeim 165 milljónum manns sem lifa við fátækt í Rómönsku Ameríku og Karíbahafi. Há fæð- ingatíðni veldur því, að fjöldi fá- tækra eykst. Skýrslan heitir Börn þeirra fá- tæku og var gerð í tengslum við ráðstefnu um þróun í Rómönsku Ameríku og Karíbahafi, sem hófst í Kólombíu í liðinni viku. „Fátækt er arfgeng,“ segir í skýrslunni. „Líkt og afbrigðilegt gen erfist hún frá einni kynslóð til annarrar. Besta leiðin til þess að ijúfa þessa keðjuverkan er að veita börnum, sem alast upp við skort, tækifæri til að losna úr viðjum fá- tæktar með því að afla sér mennt- unar.“ Tugþúsundir manna hylla minningu „Leiðtogans mikla“ í Norður-Kóreu Scoul. Reuter. TUGIR þúsunda hermanna og óbreyttra borgara hylltu í gær minn- ingu „Leiðtogans mikla“ í Norður- Kóreu, Kim Il-sungs, en tvö ár eru liðin frá því hann lést. Ekkert kom fram við athöfnina, sem benti til hvenær sonur hans, Kim Jong-il, tæki formlega við ríkis- erfðum en líklegt er, að það verði þegar formlegum þriggja ára sorgar- tíma lýkur. Kim Jong-il hefur ekki enn tekið við sem forseti ríkisins og aðalritari kommúnistaflokksins en við athöfn- ina í Pyongyang í gær fylgdu norður- kóresku sjónvarpsvélarnar honum fast eftir þannig að fullvíst er talið, að ríkiserfðirnar bíða hans. Höfðu sumir spáð því, að hann tæki við af Kím bíður enn eftir krúnunni föður sínum nú á tveggja ára ártíð hans en í myrku ljóði, sem biit var í síðustu viku, virðist gefið í skyn, að hann muni bíða út þriggja ára sorgartímann. Kim Jong-il hefur • verið lýst sem ofdekruðum pabba- dreng en erlendir stjórnarer- indrekar telja, að hann hafi Kim Jong-il breyst verulega síðan faðir hans féll frá. Viðbrögð Norður-Kóreustjórnar virð- ast ekki eins óútreiknanleg og áður. Hungur í landi Þrátt fyrir mannfjöldann var enginn sérstakur gleði- bragur á samkomunni. Suður-kóreskir sérfræðingar í mál- efnum N-Kóreu geta sér til, að ekki hafí þótt við hæfi að efna til krýning- arathafnar nú þegar stór hluti þjóð- arinnar sveltur heilu hungri og marg- ir verða að leggja sér rætur og trjá- börk til munns. Kólerufaraldur hefur brotist út í landinu og er vannæring sögð ástæða hans. Hafa hundruð manna sýkst og margir látist, bæði hermenn og al- menningur, að sögn suður-kóresku leyniþjónustunnar. Talsmenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans segja að upp- skerubrests vegna mikilla flóða gæti enn. Ekki sé víst að hrísgijónaupp- skeran nægi til að fæða nema um 4-5 milljónir manna en íbúar landsins eru 23 milljónir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.