Morgunblaðið - 09.07.1996, Side 39

Morgunblaðið - 09.07.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 39 Ekki má gleyma ferðinni til Glasgow þar sem tekið ver eftir stórum hóp kvenna sem skartaði sínu fínasta pússi, allar með fína hatta og skemmtu sér konung- lega. Þá kom það vel í ljós að ald- ur er huglægur og enginn er eldri en hann vill vera. Guðný er einstaklega gestrisin og gjafmild kona og hluti af henn- ar lífsviðhorfi var að sælla er að gefa en þiggja. Þetta sýndi hún svo oft og eitt skipti tók hún á móti sölukonum úr Kolaportinu með góðum veitingum eftir að hafa verið að selja fyrir deildina ýmsan varning, þ.á m. laufabrauð sem slysavarnakonur skáru út og steiktu. Þetta var dásamlegt kvöld og gott innlegg í sjóð minninga, þann dýrmæta sjóð sem við geymum í hjarta okkar og við vitum það, vinkona, að við eigum oft eftir að líta þann sjóð og rifja upp gamlar og góðar minningar frá skemmti- legum stundum og ferðalögum okkar bæði innanlands og utan. Þær eru horfnar yfir móðuna miklu með svo stuttu millibili, Guðný og dæturnar Jóna og Solla. Blessuð sé minning þeirra. Birna Björnsdóttir og Helga Haraldsdóttir. Faðir vor, þú, sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, tilkomi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himnum. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Elsku amma mín. Það er svo sárt að missa þig. Við höfum alltaf verið mjög góðar vinkonur þrátt fyrir aldursmuninn og ég var nú ekki há í loftinu þegar ég kom í strætó á Skúlagöt- una eða fór að fara með þér í Skúlatúnið. Þá snerist lífið og til- veran um Skúlagötuna, um ömmu og afa og öll frændsystkinin sem hópuðust þangað. Og þó að árin hafi Iiðið hefur þetta lítið breyst. Alltaf safnast saman á Skúló og oft var nú þröng á þingi. Ég hef oft hugsað til þess þegar þið afí voruð nú þarna með allan barna- hópinn og oft næturgesti líka. Ótrúlegt hvað þessi tveggja her- bergja íbúð gat rúmað marga. En brátt verður hún tóm og engin amma. Minningarnar eru margar og góðar og þær tekur enginn, það er svo stutt síðan við vorum sam- an á Spáni sl. haust þegar mamma varð fimmtug. Þá fýrst tók ég al- mennilega eftir því að þú varst nú enginn unglingur lengur. En samt varst þú aldrei neitt gamal- menni. Alltaf amma á Skúló sem alltaf var til í allt. Að skella sér til Newcastle eða til Spánar, ekk- ert mál fyrir Guðnýju Jóakims, bara drifið sig í bingó og reyna að freista gæfunnar, og oft varstu nú heppin. Það var svo gaman þegar fjöl- skyldan með hjálp frá slysavarna- konum fékk að halda upp á 80 ára afmælið þitt. Þú varst ákveðin í að vera að heiman en lést svo undan og endirinn var frábær af- mælisdagur sem seint gleymist. Þú leist svo vel út og lékst á als oddi. Og allir þínu góðu eiginleikar sem þú hafðir til að bera. Ég var ekki nema þriggja ára þegar þú kenndir mér að biðja Faðir vorið. Stundvísi var líka eitt. Tilbúin á mínútunni og beiðst niðri í gangi til að ekki þyrfti að bíða eftir þér. Stundum fannst mér nóg um. Elsku amma mín. Þá er komið að kveðjustund. Ég er þakklát fyrir þau rúm þrjá- tíu ár sem ég fékk að hafa þig hjá mér en það er svo erfitt að kveðja þig. Ég veit að þú ert mmŒwmm Þann 14. september býður Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar beint leiguflug til hinnar fomfrægu og fallegu borgar Prag. Heimflug til íslands er síðan þann 21. september. Fjöldi hagstæðra ferðamöguleika er í boði, meðal annars getum við boðið flug og hótel í eina viku í Prag frá 48.420,- krónum á mann og er þá innifalinn flugvallarakstur, morgunverður, flugvallarskattur og íslensk fararstjóm. Einnig getum við boðið flug og bíl frá krónum 28.260,- miðað við 4 fullorðna í bll og gefst þá kostur á að skoða ýmsa staði sem ekki er hægt að heimsækja á bílum, sem leigðir eru á vestlægari slóðum. Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar. i Ferðaskrifstola GUDMUNDAfí JÓNSSONAR HF. Borgartúni 34, sfmi 511 1515 MINNINGAR umvafín ástvinum okkar þarna hinum megin hjá afa, Jónu, Sollu og Lilla heitnum sem þú talaðir svo oft um. Guð varðveiti þig elsku amma mín. Ástarþakkir fyrir allt. Þín, ♦ Hulda. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. • Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Elsku amma á Skúló. Nú ert þú komin til Guðs og ekki veik lengur. Við skiljum ekki dauðann alveg en vitum að við deyjum öll einhvem tímann. Það var gaman hjá okkur á Spáni í fyrra og við eigum eftir að sakna þín mikið. Guð veri með þér, elsku amma okkar. Þín langömmubörn, Gúndi og Ottar. Minmngargreinar og aðrar greinar FRA áramótum tii 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minning- argreinar um 235 einstaklinga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. í janúar sl. var papp- írskostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í sam- ræmi við gífurlega hækkun á dag- blaðapappír um allan heim á und- anförnum misserum. Dagblöð víða um lönd hafa brugðizt við miklum verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjá- kvæmilegt fyrir Morgunblaðið að takmarka nokkuð það rými í blað- inu, sem gengur til birtingar bæði á minningargreinum og almenn- um aðsendum greinum. Ritstjórn Morgunblaðsins væntir þess, að Iesendur sýni þessu skilning enda er um hófsama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálks- entimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög. Hverfisgötu eru opin Bílahúsin Traðarkot og Vitatorg eru OPIN þrátt fyrir framkvæmdir við götuna. Aðkoma að bílahúsinu Traðarkoti er niður Smiðjustíg eða upp Klapparstíg. Amarhóll Gfsli B. 4 SKÓP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.