Morgunblaðið - 22.11.1996, Síða 8

Morgunblaðið - 22.11.1996, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MÓÐIR þurra dagsins, Ingibjörg Johnsen, getur verið stolt, dagurinn skipar þegar fastan sess í þjóðlífinu . . . Bætur fyrir fingurmissi HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ís- lenska ríkið til að greiða ungum manni rúmar 2,2 milljónir króna, auk vaxta frá 23. janúar 1991, vegna slyss sem hann varð fyrir 17 ára í smíðatíma í Verkmennta- skólanum á Akureyri. Pilturinn missti framan af tveimur fíngrum þegar hann rak höndina í sög, en Hæstiréttur segir að stilling á ör- yggishlíf á söginni hafi ráðið úrslit- um um að hann meiddist. í umræddum smiðatíma voru nemendur að saga til spónlagða plötu í hjólsög og kom fram í dómi Hæstaréttar að kennari hefði leið- beint fyrstu nemendunum og staðið yfir nokkrum hinna við sögina, en var farinn frá til að leiðbeina við límingu þegar pilturinn, sem hafði komið of seint í kennslustundina, tók til við verkefnið. I málinu kom fram, að pilturinn hefði staðið hægra megin við sleða á hjólsöginni, en eðlilegra væri að standa vinstra megin, þannig að auðveldara væri að halda efninu, sem unnið væri með, upp að land- inu. Piitinum fannst platan vera að færast og beitti hægri hönd til að þrýsta henni að landinu, en rak höndina í sagarblaðið og missti framan af tveimur fingrum. Ber sjálfur hluta ábyrgðar „Telja verður ljóst að honum hefði síður orðið nauðsyn á þessari hreyfingu, ef hann hefði staðið vinstra megin við sögina. Er nægi- lega í ljós leitt, að þau vinnubrögð hafi verið réttari og kennari hans -ætlast til, að þeim yrði beitt,“ segir Hæstiréttur, sem telur á hinn bóg- inn hafa verið leitt í ljós, að stilling á kleyfi aftan sagarblaðs og örygg- ishlíf hafi ráðið úrslitum um að hann meiddist. Hæstiréttur telur eðlilegt að pilt- urinn beri sjálfur þriðjung skaða- bótaábyrgðar, en íslenska ríkið greiði honum alls rúmar 2,2 milljón- ir. Þá er ríkinu gert að greiða hon- um 600 þúsund krónur í málskostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti. AMERÍSK RÚM OG DÝIUUR KIIGSDOWN Gefðu "gormur á gorm" kerfinu gaum. Það þýðir að gormastellið í undirdýnunni er eins og hið vandaða stell í yfirdýnunni. í raun sefur þú á tveimur dýnum og hryggsúlan er bein í svefninum. Þetta er ekki neitt smáatriöi, því undirdýnan vinnur raunverulega 60% af hlutverki dýnanna. Offt&tælt <evt... án árangun DESIGNSÍift^ Frábært úrval af tré- og járnrúmum SUÐURLANDSBRAUT 22 S.: 553 6011 & 553 7100 Bindindisdagur fjölskyldunnar er í dag Markmið - vímulaus fjölskylda Mjöll Matthíasdóttir ► Mjöll Matthíasdóttir er fædd 18. maí 1965 á Akureyri. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1985 og prófi frá Kennaraháskóla íslands árið 1989. Hún hefur kennt m.a. á Akureyri og í Mið- firði. Nú er Mjöll kennari við grunnskólann í Neskaupstað. Hún á einnig sæti í fram- _ kvæmdanefnd Stórstúku Is- lands, IOGT. Mjöll er gift Þor- grími Daníelssyni, sóknarpresti i Neskaupstað, og eiga þau tvo syni. orðið fólk virðist sjálft varla gera sér grein fyrir að bjór sé áfengi, það hefur hann hiklaust um hönd jafnvel þar sem áfengi er bannað og svo furðar það sig á unglinga- drykkjunni. Ég tel nauðsynlegt að foreldrar og uppalendur taki skýra afstöðu í áfengismálum og átti sig á hvernig umhverfi þeir vilja búa börnum sínum meðan þau eru að alast upp. Sjálf hef ég tekið mína ákvörðun, ég neyti ekki áfengis og ég hvet fölk til þess að notfæra sér bindindisdaginn til þess að hugsa um hvaða ieið það vill velja. Hvað um forvarnastarf í skðlum? - Min skoðun er sú að það eigi að byija mun fyrr á forvarnastarfi í skólum en gert er í dag. Börn eru búin að mynda sér skoðun á áfengi tíu ára gömul. Ef við ætlum að hafa áhrif á þá skoðanamyndun þarf að byija snemma að tala við börnin og leiða þeim fyrir sjónir hve áfengi er hættulegt. Nógur er áróðurinn í samfélaginu með áfengisneyslu. Mjög oft er dregin upp jákvæð ímynd af áfengis- neyslu í fjölmiðlum og í kvikmynd- um, jafnvel í teiknimyndum. Er fleira á dagskrá í tilefni bind- indisdagsins - Já, það er fjölskylduskemmt- un á morgun klukkan fimmtán í Vinabæ, eða gamla Tónabíói, Skip- holti 33 í Reykjavík. Þar _ er aðgangur ókeypis, Afengislaus bæði fyrir fullorðna og dagur - allra börn. Mókollur er kynnir hagur °g fluttir verða leik- þættir, töframaður skemmtir og fleira efni Mjöll Matthíasdóttir er ein þeirra sem standa að Bind- indisdegi fjölskyldunnar. Hún var einnig í hópi þeirra sem fyrst stóðu að því að helga einn dag baráttunni fyrir bindindi árið 1991. Í ár er á bindindisdegi þeirra minnst sem látið hafa lífið vegna ofneyslu áfengis og annarra vímuefna. Hvernig verður þessa minnst? - Á margvíslegan hátt, t.d. verður farin blysför frá Hlemmi klukkan 17.30 í dag og gengið niður á Ing- ólfstorg. Þar mun Helgi Seljan, fyrrverandi alþing- ismaður, flytja stutt ávarp. Hópar fermingarbarna af höfuðborgarsvæðinu og víðar ætla að taka þátt í þessari blysför. Gerir þetta gagn? - Ef einhver umræða um áfeng- ismál vekur fólk til umhugsunar þá er gagn að því. Með þessu fram- taki í ár er ætlunin að vekja at- hygli foreldra á þeirri staðreynd að fordæmi þeirra skiptir máli og ábyrgð þeirra er mikil. Það gengur ekki að fólk segi unglingunum sín- um að smakka ekki áfengi en drekki svo sjálft. Telur þú engu betra að fólk drekki áfengi í hófi hvað fordæmið snert- ir? - Ég segi nei, mér finnst það ekki betra. Sumir uppalendur ætla að kenna börnum á unglingsaldri að fara vel með áfengi og kaupa því fyrir þau áfengi eða bjóða þeim það í heimahúsum. Með þessu er fólk að gefa tvöföld skilaboð, áfengisneysla er bönnuð fólki und- ir tvítugu og með því að kaupa áfengi eða veita bami áfengi er foreldri í raun að samþykkja neysl- una. Við þessi tækifæri segir fólk gjarnan: „Ég vil ekki að þú drekk- ir en mér finnst betra að vita hvað þú ert að drekka og þess vegna geri ég þetta.“ Fólk lýsir þar með yfir að það vilji ekki að börnin drekki en samþykkir samt neysl- una, það eru tvöföld skilaboð. Hvert er markmiðið með Bindind- isdegi fjölskyldunnar? - Markmiðið er að sem flestar fjölskyldur láti vímuefnanotkun vera þennan dag og helst alla aðra daga. Þetta hafði Ingibjörg Jo- hnsen í huga þegar hún stakk upp á að efnt yrði til sérstaks bindindis- dags. Kjörorð dagsins í dag er: „Áfengislaus dagur - allra hag- ur.“ Nú hafa menn sett sér það markmið að grunnskólinn verði vímuefnalaus má þá ekki spyija hvort ekki sé líka ráð að fjölskyld- ur bama og unglinga verði vímu- efnalausar? Verið er að tala um að fólk láti vera að drekka á heim- ili í návist barna og unglinga með- an þau eru að vaxa upp. Við verð- um með einhveiju móti að kenna börnum að það sé hægt að skemmta sér án áfengis og foreldr- ar em þar sterkasta fyrirmyndin. Finnst þér að áfengisneysla fari vaxandi á heimilum? - Ég hef grun um að á seinni árum, ef til vill með tilkomu bjórsins, hafí meðferð fólks á áfengi orðið frjálslegri á heimilum. Mér virðast böm innan við fermingu almennt ekki gera sér grein fyrir að bjór sé áfengi. Hann er oft geymdur í ísskápnum innan um gosið og þau halda að hann sé svipaður drykk- ur. Þetta veldur andvaraleysi. Full- verður á boðstólum. Einnig hefur verið renyt að vekja umræðu um þessi mál með blaðaskrifum og útvarpsviðtölum. Það þarf að halda þessari umræðu vakandi, fólk má ekki sofna á verðinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.