Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR thursday, mt y mr Capital Ideas Shakeout Is Foreíng Mauy Rus»an liankf ToChangeor FpW MenhcomUnlc U Typic»l . <Jf Kcvamp Thtct B*t«w Lomví 9tid ClienU Fwter C*sh for McDomUs Sfkntld the Big Eýt Ltad to a Greenout, Hty, liovc a Homer OwTt 0»«knU.->ai (MMxvry OC tl*,Ai>twcú; Ajjot M*kí» H CryrUl Ck*t THE WALL Missbig 'íAnk If This Man IsRíght. MédicincVFuture ; lies in Iceland’s Past - Hwvwd Pioícssor CrtaLs Pion Th*t Tiuö» Í«tattd' Intó tíunt tícnrtks Lrt> Vikiiigs Left Trail of Mnnd »rtinM«wO MM-MltMlMMMW-*---' »y »*M) m*ty*g ww.IV.jwtx*,, Sfessl ?í fSS"!!* **•* «ur ttf.***"* Z'IH**. WWV ». .» What’s News Jlufútf.n and h'nxanct rrvtAiuuro aom tt« X lnGwt »* Mtt) w« hrtp tik» uJVíitrj'* mKiid)), ktM KXTW nan fSfítU UJ X IM* tMM) «1 (MV m- «*> »B«c nw nutrocy WMMwtnjr. v JX! kxvMgti im torati^ im» m* a*po*iuw» w mcomk<« l«m- «*«»•» «w»mot;»i HNÍÍB fcabc** M • fefj'tn iu SlfMfiaB IM«V» «ÓlhlwÍ*C STKEET JOURNAL Á FORSÍÐU Wa.ll Street Journal 3. júlí var fjallað um íslenska erfðagreiningu og mögu- Ieika líftækniiðnaðar í lyfjaframleiðslu. Jafnframt var nánar fjallað um rannsóknir fyrirtæk- isins í grein inni í blaðinu. Forsíðugrein í Wall Street Journal um íslenska erfðagreiningri Nærri því að fínna orsök MS-sjúkdóms FJALLAÐ var um líftæknifyrir- tækið íslenska erfðagreiningu í forsíðugrein í Evrópuútgáfu dag- blaðsins Wall Street Joumal I síð- ustu viku og kemur þar meðal annars fram að vísindamenn fyr- irtækisins eigi ekki langt í land með að finna einn helsta erfðavis- inn sem veldur MS-sjúkdómnum. Haft er eftir Kára Stefánssyni stofnanda fyrirtækisins_ að rann- sóknir á erfðaefni 350 íslendinga hafi gefið íslenskri erfðagrein- ingu, eða Decode Genetics eins og það heitir á ensku, forskot á bandarískar, kanadískar og ensk- ar rannsóknastofur sem vinna að rannsóknum á MS-sjúkdómnum. „Við erum mjög nálægt iausninni og við munum finna hana,“ er haft eftir Kára í blaðinu. Kári vildi í samtali við Morgun- blaðið ekki segja meira um þetta mál á þessu stigi, þar sem verk- efninu væri ólokið. í Wall Street Journal er fjallað ítarlega um íslenska erfðagrein- ingu og þá möguleika sem erfða- rannsóknir veita við þróun á nýj- um lyfjum. Áður byggðust iyfja- rannsóknir einkum á tilraunum með áhrif efna á tiltekin lífefni og síðar tilraunir á dýrum og mönnum. Nú er byijað á að kanna hvaða erfðaeiginleikar séu al- gengir meðal sjúklinga sem þjást af tilteknum sjúkdómum og borin saman blóðsýni úr sjúklingunum við blóðsýni úr heilbrigðu fólki, sem hefur svipaða erfðaeiginleika. Þannig er leitað að erfðavísi sem hefur tekið stökkbreytingu og veldur sjúkdómnum. í greininni segir, að af þessum sökum reiði lyfjaiðnaðurinn sig æ meir á fyrirtæki á borð við íslenska erfðagreiningu, sem nái yfirleitt mestum árangri þegar þau rannsaka erfðaefni eins- leitra og innræktaðra hópa sem hafi haft lítil samskipti við um- heiminn og því sé auðveldara að rekja erfðaeinkennin milli kyn- slóða. Náttúruauðlind Þess vegna þykir ísland ákjós- anlegt land til erfðafræðirann- sókna og er haft eftir Kára að erfðafræðileg arfleifð íslendinga sé náttúruauðlind eins og fískur og jarðhiti. í WSJ segir, að ís- lensk erfðagreining ætli að nota þessa einstæðu erfðafræðiauðlind til að aðstoða risalyíjafyrirtæki við að greina erfðavísabyggingu sjúkdóma á borð við sykursýki og MS. „Ef þessi maður hefur rétt fyrir sér, byggist framtíð lyfjafræðinnar á fortíð íslend- inga,“ segir í fyrirsögn greinar- innar. Vitnað er í breskan vísinda- mann, Timothy Bishop, sem segir að engin vísindaleg sönnun sé fyrir því að hægt sé að brjóta til mergjar erfðafræði flókinna sjúk- dóma meðal íslendinga, eða ann- arra þjóða, en takist Kára Stef- ánssyni ætlunarverk sitt geti af- raksturinn orðið gríðarlegur, bæði í vísindalegum og fjárhagslegum skilningi. Fram kemur að Kári eigi í viðræðum við lyfjafyrirtæki um rannsóknarsamninga^ og að hann áformi að gera íslenska erfðagreiningu að almennings- hlutafélagi innan fárra missera. Hvalreki Fyrirtækið var stofnað fyrir tæpu ári en hefur þegar vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla, og Kári sagði við Morgunblaðið að sjaldgæft væri að fjallað væri með þessum hætti um lítil fyrir- tæki á borð við ísienska erfða- greiningu á forsíðu Wall Street Joumal. „Okkur hefur tekist vel að ná eyrum erlendra fjölmiðla og auð- vitað skiptir það verulegu máli þegar kemur að því að selja fram- leiðslu okkar. Þessi umfjöllun hjálpar okkur gríðarmikið og hef- ur nú þegar haft mjög mikil áhrif á samskipti okkar við aðila sem við erum að semja við. Þetta er því hvalreki fyrir okkur og hlýtur einnig að vera hvalreki almennt fyrir íslenskt atvinnulíf," sagði Kári. Hann sagði að væntanleg væri umfjöllun í Time Magazineum evrópskan líftækniiðnað og þar yrði sérstaklega fjallað um ís- lenska erfðagreiningu. Spurnir af mývargi víða um land Flúðu 15 kíló- metra undan mýi FREGNIR hafa borist af óvenju rnikilli mýflugnaplágu á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu, einkum við veiðiár með frjósömu lífríki og er Fljótaá í Skagafirði og Langá þar á meðal. Dæmi eru um að bitmý hafi leikið menn grátt. Theódór Júlíusson leikari var að veiðum í fyrradag í Fljótaá ásamt félaga sínum, Friðbirni Björnssyni, og segir hann ágang mývargs hafa verið rosa- legan. Hlýtt var við ána og blankalogn. „f einu orði sagt skelfilegt" „Þetta var í einu orði sagt skelfilegt. Þarna var svart ský allt umhverfis okkur. Við þurft- um að flýja veiðistaðinn, hent- um veiðidótinu inn í jeppa og ókum í burtu með afturhlerann opinn því að bílinn var orðinn hálffullur af mýi. Ég var í ljósri peysu en hún virtist vera svört á litinn. Við ókum eina fimmtán kíló- metra áður en við stoppuðum, þá komnir næstum niður að sjó og í smá hafgolu, óg þá fyrst voguðum við okkur að fara úr vöðlunum og taka veiðidótið saman. Ég er svo bitinn á eftir að það er voðalegt á að líta, annað augað er nær alveg sokk- ið og hitt til hálfs, ennið stend- ur upp í loftið og hendurnar eru líka útbitnar. Bitin skipta áreiðanlega þúsundum," segir Theódór. Hann kveðst hafa veitt áður í ánni en ekki fengið jafn óblíð- ar móttökur, og telji hann helst óvenju mikið af mýi nú stafa vegna þess að það sé að klekj- ast út. Netið kom ekki að neinu gagni „Við vorum með mýflugunet en vargurinn var svo aðgangs- harður að það kom ekki að neinu gagni. Friðbjörn er líka bitinn, þótt hann hafi sloppið heldur betur en ég. Veiðimenn ættu samt ekki að forðast ána, því að þetta er góð veiðiá og mýið sýnir að þar eru góð skil- yrði fyrir seiðin. Ég á eftir veiðidaga í ánni og ætla að nota þá til fulls,“ segir hann. Mývargur hefur komið víðar við, og þannig er dæmi um að maður sem var illa bitinn við Langá fyrir skömmu þurfti að leita aðstoðar á sjúkrahúsi vegna bits og ofnæmisvið- bragða af þeim sökum. Hannes Petersen læknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur segir að bit kalli fram misjafnlega kröftug við- brögð þjá ónæmiskerfinu. Smyrsl og lyf til varnar „Til eru ýmis smyrsl, olíur og áburðir í apótekum og útilífs- búðum sem hægt er að bera á líkamann, til að hindra að flugan seljist á húðina og bíti. Ef þessi krem duga ekki, er hugsanlegt að veija sig með því að taka lyf sem á að minnka viðbrögð ónæmiskerfisins, og er aðallega um svo kölluð andhistamínlyf að ræða. Lyf af því tagi minnka bólgur og bjúg, roða og hita, sem eru á meðal þeirra ein- kenna sem stafað geta af biti. Hægt er að kaupa eina tegund þessa andhistamins án lyfseðils í apótekum og fleiri með milli- göngu lækna,“ segir Hannes. Hann segir að dugi ekki þess- ar aðferðir til að veijast mý- vargi, verði sá sem er bitinn að leita læknis sem myndi þá veita meðferð með öflugri and- histamínlyfjum og sterum. Að- spurður um hvort hann kynni skýringu þess að tveir menn geta verið umkringdir mýi en það er aðeins ráðist á annan, segir Hannes haldbærar skýr- ingar ekki liggja fyrir, en hins vegar telji sumir ástæðuna mega rekja til misjafnlega mik- ils blóðsykurs. „Einnig geta báðir orðið fyrir stungum en svörunin hjá öðrum er einfald- lega meiri,“ segir hann. Erling Olafsson, dýrafræð- ingur á Náttúrufræðistofnun kveðst ekki hafa orðið var við mývarg í miklum mæli af eigin raun, en hins vegar sé mýið oft mjög staðbundið og því ekki óeðlilegt að sumir verði meira varir við það en aðrir. Gott fyrir árnar „Það er ein ákveðin mýætt sem kölluð er bitmý og af þeirri ætt eru fjórar tegundir, þar af ein sem leggst á skepnur eins og okkur og sýgur úr þeim blóð, en hinar þijár leggjast á hrygg- leysingja. Mýið kemur alltaf á hveiju ári og er góðs viti fyrir veiðiárnar. Alls staðar þar sem eru lífrík straumvötn lætur mýið á sér kræla og þannig má nefna Sogið sem var annálað fyrir mýger áður en það var virkjað og einnig Vatnsfjörð á Barðaströnd, þar sem mýið er einstaklega árásargjarnt. Mýið er einnig oft áberandi tíma- bundið, þannig að ákveðinn tími sumarsins er verri en annar, einkum þegar klaktoppum er náð, bæði um þetta leyti og síðla sumars,“ segir Erling ennfrem- ur. Lyfjaverslun íslands, Iðnþróunarsjóður og bandarískur fjárfestir Taka þátt í útboði á lyfja- verksmiðju í Lettlandi LYFJAVERSLUN íslands hefur í samstarfi við Iðnþróunarsjóð og bandarískan stofnfjárfesti, New Century Holding, tryggt sér rétt til þess að taka þátt í útboði á lyfjaverk- smiðjunni Grindex í Lettlandi sem stendur til að einkavæða á næstunni. Að sögn Sverris Sverrissonar, stjórnarmanns í Lyfjaverslun fs- lands, er lyfjaverksmiðjan Grindex eitt af mörgum lettneskum fyrir- tækjum sem verið er að einkavæða um þessar mundir. „Að okkar dómi er lyfjaverksmiðjan álitlegur íjár- festingarkostur ef hún fæst á réttu verði. Við höfum einungis tryggt okkur rétt til að gera tilboð í verk- smiðjuna og engrar niðurstöðu að vænta í málinu fyrr en eftir 18. júlí næstkomandi. Grindex lyfjaverk- smiðjan er mjög stöndugt fyrirtæki með mikla veltu sem stendur á traustum grunni þrátt fyrir að hafa verið rekin með tapi undanfarin ár en við teljum einfalt mál að koma rekstrinum á réttan kjöl.“ Lyfjaverslun íslands á 32% hlut í lýfjaverksmiðjunni Ilsanta UAB í Utháen en um 80 milljóna króna tap var á rekstri Ilsanta á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.