Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9JÚLÍ 1997 15 ERLENT TÆLENSK C-130 herflutningaflugvél var í gær send til Kambódíu eftir Tælendingum sem flýja viíja átökin í Phnom Penh. Reuter Deilur tveggja forsætisráðherra leiða til valdaráns í Kambódíu Lýðræðistilraunin var dæmd til að mistakast Phnom Penh. Reuter. BARDAGARNIR og valdaránið í Kambódíu um helgina staðfestu það sem marga fréttaskýrendur hafði grunað - tilrauninni til að koma á lýðræði í landinu var að mörgu leyti áfátt og hún var dæmd til að mistakast. Stjórnmálaástandið hafði verið tiltölulega stöðugt í Kambódíu síð- ustu árin eftir áratuga stríð og blóðuga byltingu en upp úr sauð að nýju á laugardag þegar her- sveitir hliðhollar Hun Sen, öðrum af forsætisráðherrum landsins, réðust á hermenn sem styðja Noro- dom Ranariddh prins og forsætis- ráðherra. „Það sem áunnist hefur síðustu fimm árin, og það var ekki mikið, er horfið," sagði einn frétta- skýrendanna. SÞ luku ekki verkefni sínu Forsætisráðherrarnir mynduðu samsteypustjóm árið 1993 eftir kosningar sem haldnar voru undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Flokkur Ranariddhs prins, FUNC- INPEC, fór með sigur af hólmi í kosningunum, en hann hafði barist gegn stjórn Huns Sens til ársins 1991 þegar samið var um frið í landinu. Hun Sen hafnaði úrslitunum og hélt tökum sínum á stjórnkerfinu og hernum þrátt fyrir íhlutun Sam- einuðu þjóðanna. Eftir skamm- vinnt tímabil pólitísks glundroða fékk Norodom Sihanouk konungur son sinn, Ranariddh, og Hun Sen til að mynda samsteypustjómina. „Stærsti gallinn var að Samein- uðu þjóðunum tókst ekki að ljúka verkefni sínu,“ sagði stjórnarerind- reki í Phnom Penh. „Sameinuðu þjóðirnar voru neyddar til að sam- þykkja að flokkarnir deildu með sér völdunum. Það kann að hafa verið eina veijanlega lausnin á þessum tíma en við fáum nú að kenna á afleiðingunum.“ Átökin hófust á laugardag eftir að Hun Sen sagðist hafa fyrirskip- að hermönnum sínum að ráðast á „ólöglegar hersveitir“ sem Rana- riddh hefði flutt til höfuðborgar- innar. Hun Sen er með fleiri her- menn í Phnom Penh og réttlætti ákvörðun sína með því að segja að prinsinn hefði laumað liðsmönn- um skæruliðahreyfingar Rauðu kmeranna inn í höfuðborgina til að styrkja lið sitt. Ranariddh sagði ekkert hæft í þeirri ásökun. Tryggðu aldrei hlutleysi í stjórnkerfinu Fréttaskýrendur sögðu að lík- urnar á því að leiðtogarnir tveir gætu starfað saman í ríkisstjórn væru nú nánast engar. Þeir rekja vandann til mistaka Sameinuðu þjóðanna þegar þær létu til sín taka í landinu eftir friðarsamning- inn 1991 og þar til skömmu eftir kosningarnar tveimur árum síðar. „Sameinuðu þjóðirnar tryggðu aldrei hlutleysi í stjórnkerfinu,“ sagði kambódískur fræðimaður sem vildi ekki láta nafns síns getið. Samtökin reyndu að koma á sáttum með því að skipta ríkiskerf- inu jafnt milli leiðtoganna tveggja, þannig að þeir yrðu báðir forsætis- ráðherrar, auk þess sem flokkar þeirra deildu með sér völdunum í ráðuneytum og héraðsstjórnum. Fræðimaðurinn sagði að í stað þess að stuðla að sáttum hefði þetta fyrirkomulag magnað þann ágreining sem fyrir var milli flokk- anna. „í stað eins flokks ríkis fengum við tvö eins flokks ríki og þau beij- ast sín á milli,“ sagði fræðimaður- inn. Friðarviðræður kornið sem fyllti mælinn Hatrömm valdabarátta hófst í mars á liðnu ári þegar Ranariddh hótaði að segja skilið við stjómina ef hann fengi ekki meiri völd til að stjórna héruðunum. Þegar deil- an náði hámarki hóf Ranariddh friðarviðræður við Rauðu kmerana í von um að geta styrkt stöðu sína fyrir kosningarnar í maí á næsta ári með því að ná samkomulagi við hófsamari leiðtoga skæruliða- hreyfingarinnar og binda enda á skæruhernað hennar. Fréttaskýrendur telja að Hun Sen hafi óttast að Ranariddh væri um það bil að ná samkomulagi við pólitískan leiðtoga Rauðu kmeranna, Khieu Samphan, og það hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Blað allra landsmanna! Pí>T0imií»!Iatiií> - kjarni málsins! fcihafer pffar tí sily OK MH4 PIus hjólaqrafa, 16 tonn, órgero 1989. FURUKAWA 625 E beltagrofo, 15 tonn, árgerð 1991. Báðar vélarnar eru í góðu ástandi. Nánari upplýsingar gefa sölumenn oRkar. ,L«í Lokað í dag Útsalan hefst á morgun Opnum kl. 10.00 Topptilboð Herrasandalar Verð nú: 2.995,- Verð áður Tegund: AM 31402 Litir: Ýmsir brúnir Stærðir: 40-46 T f Póstsendum samdægurs j óppskórinn v/lngólfstorg • v/Veltusund • S. 552 1212 FORNMENNINQARHÁTÍÐ - FJÖLSKYLÐUSKEMMTUN - FRÓÐLEIKUR - FÓLK OQ SAQA Víkínsahátíð í Hafnarfirði 9. iuií kl. 16.00 kl. 90.00 VÍÐISTAÐATÚN, forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Qrímsson, setur hátíðina. Víkingahátíðin opin til kl. 21.00. Hestasýningar, handverksfólk, bardagamenn, eldsmiðja, leikþættir, víkingaveitingar, glímumenn o.fl. NORRÆNA HÚSIÐ, fyrirlestrar sérfræðinga um víkingatímann. LAMimám VTMWWS FESTTIWXWL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.