Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Mann- gerður goshver í Oskjuhlíð BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam- þykkti í gær tiilögu að frágangi manngerðs goshvers eða gosvirkis sem ráðgert er að reisa í Öskjuhlíð, 140 metrum sunnan við Perluna. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Veitustofnana Reykjavíkur, segir áætlað að framkvæmdir hefjist í þessum mánuði með borunum á vegum Jarðborana. Bora á 30 metra djúpan brunn og leggja að leiðslu neðanjarðar sem veitir jarðhitavatni í brunninn. Að borunum loknum hefst vinna við umhverfi þessa mannvirkis. Heildarkostnaður við framkvæmdina verður um 20 millj- ónir króna og segist Alfreð ekki viss ' um að endanlegri vinnu ljúki fyrr en næsta vor. Alfreð segir að fyrst og fremst sé ráðist í þessa framkvæmd vegna þess að heita vatnið sé eitt af aðals- merkjum Reykjavíkur. Það hafi hins vegar ekki verið nægilega sýnilegt í borginni. „Með því að koma upp þessu gosvirki og tengja Perlunni er meiningin að koma þarna upp aðstöðu til að kynna heita vatnið fyrir ferðamönnum, skólafólki og ýmsum öðrum sem áhuga hafa á,“ sagði Alfreð. Hann segir að um 400 þúsund gestir komi í Perluna árlega og lengi hafi verið leitað leiða til að koma upp aðstöðu til kynningar af þessu tagi. -v«53£ Goshæðin 10-15 metrar í tillögunni sem borgarráð sam- þykkti í gær segir að staðurinn þar sem gosvirkið verður sett upp sé í fjarlægð frá tijágróðri og ættu ríkj- andi vindáttir að feykja vatni frá aðliggjandi stígum. Skál umhverfis gosopið verður 6 metrar í þvermál og lögð grágrýti; umhverfis verður 20 metra öryggissvæði frá opi gos- virkisins og þar verður komið fyrir möl og hnullungum svipuðum þeim sem eru neðar í hlíðinni. Út frá að- — . jliggjandi stígum verða tveir áningar- staðir. í greinargerð með tillögunni kem- ur fram að goshæð verði um 10-15 metrar, hegðun gossins verði hægt að stjórna og gert er ráð fyrir að gosið verði í gangi frá t.d. 11-16 á daginn, með vissu millibili, breyti- legu eftir aðstæðum. Hægt verður sað framleiða gos með ákveðnum fyrirvara á öðrum tímum. Margir lífeyrissjóðir hafa aukið réttindi í kjölfar bættrar stöðu Líkur á að fleiri sjóðir auki réttindi Mjólkurbíllvalt Ain hvít eins og jökulsá MJÓLKURBÍLL rakst utan í brúarstólpa við Valshamarsá á Skógarströnd um hálfsexleytið í gær með þeim afleiðingum að hjólin brotnuðu undan hon- um hægra megin. Tengivagn slitnaði aftan úr mjólkurbíln- um og valt út af veginum. 10 tonn af mjólk voru í mjólkurbílnum og 5 tonn í tengivagninum. Rann mjólk úr tengivagninum í Valsham- arsá og samkvæmt lýsingum lögreglunnar var áin hvít eins og jökulsá fyrst eftir óhappið. Reynt var að tappa af tanki mjólkurbílsins, en hætta þurfti við vegna þess að hætta var á því að bíllinn ylti. Óhappið varð á þjóðvegi nr. 57 og var vegurinn lokaður af þessum sökum í gærkvöld og fram á nótt. ÞEIM lífeyrissjóðum hefur fjölgað sem hafa ákveðið að auka lífeyris- réttindi sjóðfélaga vegna bættrar fjárhagsstöðu. Skv. upplýsingum Hrafns Magnússonar, framkvæmda- stjóra Sambands almennra lífeyris- sjóða, má búast við að þessi þróun haldi áfram. Hafa sjóðirnir ýmist aukið réttindaávinnslu með því að hækka stigainneign sjóðsfélaga eða bætt lífeyrisréttinn. Margir lífeyrissjóðir hafa náð að ávaxta ráðstöfunarfé sitt langt um- fram tryggingafræðilegar forsend- ur, sem miðaðar eru við 3,5% árlega raunávöxtun umfram vísitölubreyt- ingar. Ekki liggur fyrir heildaryfirlit yfir þessar breytingar hjá öllum líf- eyrissjóðum en skv. upplýsingum Morgunblaðsins hafa a.m.k sex líf- eyrissjóðir ákveðið á undanfömum mánuðum að bæta lífeyrisréttindi sjóðfélaga vegna góðrar ávöxtunar. Þeir eru Lífeyrissjóður verzlunar- manna, Söfnunarsjóður lífeyrisrétt- inda, Lífeyrissjóður Vestfirðinga, Lífeyrissjóður Norðurlands, Lífeyris- sjóður Vesturlands og Sameinaði líf- eyrissjóðurinn. Markaðsvirði eigna að nálgast 350 milljarða? Viðmælendur blaðsins reikna með að fleiri sjóðir fylgi í kjölfarið. Örn Arnórsson, skrifstofustjóri Lífeyris- sjóðsins Framsýnar, segir að skv. síðustu tryggingafræðilegu úttekt, miðað við árslok 1996, hafi sjóðurinn átt um 4 milljörðum kr. óráðstafað. „Að öllum líkindum bíður það næsta ársfundar að ákvarða hvernig því verður ráðstafað," segir hann. Ávöxtun sjóðsins var um 8% á sein- asta ári, eignir í lok síðasta árs 29,3 milljarðar og hlutfall þeirra umfram skuldbindingar 13,6%. Lífeyrissjóðir ávaxta eignir sínar í innlendum og erlendum verðbréf- um. Með núvirðingu verðbréfaeignar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna nýver- ið hækkuðu eignir hans um 8,4 millj- arða kr. eða um 18,5%. Ýmsir sjóðir hafa fært hlutabréfaeign sína upp að markaðsvirði. Talið er að um ára- mót hafi hrein eign lífeyrissjóða numið um 300 milljörðum kr. Skv. áætlun sem gerð var í árslok 1995 var talið að færa mætti upp raun- verulegar eignir lífeyrissjóðanna um 10-15% miðað við markaðsvirði. Skv. þessum forsendum má ætla að verðbréfaeignir sjóðanna, metnar á markaðsvirði, séu nálægt hálfu fjórða hundraði milljarða króna. ■ Sjóðir auka/11 Morgunblaðið/Júlíus HORFT til suðvesturs frá inntaksþrónni. Rétt neðan við gröfuna á stöðvarhúsið að rísa. Frárennslisskurðurinn verður 7,2 km langur °g liggur rétt vestan við Þjórsá lengst af en um 800 metrum ofan við veitustíflu Búrfellsvirkjunar liggur hann út í farveg árinnar. Fjárfest fyrir 220-250 millj. vegna virkj anaframkvæmda FYRIRTÆKIÐ Suðurverk hf., sem ásamt Arnarfelli ehf. vinn- ur að gerð 7,2 km frárennslis- skurðar frá fyrirhuguðu stöðv- arhúsi Sultartangavirkjunar, fjárfestir fyrir 220-250 millj- ónir kr. vegna framkvæmd- anna. Fyrirtækið hefur pantað átta stór tæki, þar á meðal 87 tonna gröfu sem verður sú stærsta í landinu. Dofri Eysteinsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að auk þess hafi fyrirtæk- ið pantað tvo borvagna og fimm 37 tonna flutningabíla. Hátt í átta hundruð tonn af sprengiefni Framkvæmdir við skurðinn hefjast í lok þessa mánaðar. Aætlað er að fjarlægja þurfi rúmlega 3 milljónir rúmmetra af jarðvegi við gerð skurðarins, þar af þurfi að sprengja um 1,7 milljónir rúmmetra. Notuð verða hátt í 800 tonn af sprengi- efni. Einnig eru að hefjast fram- kvæmdir við stöðvarhús og að- rennslisgöng frá Sultartanga- stíflu að húsinu. 500 þúsund rúmmetrar af jarðvegi verða fjarlægðir við gerð ganganna, eða 100 þúsund rúmmetrum meira en úr Hval- fjarðargöngum. ■ Stórframkvæmdir/6 Fyrsta dilkaslátrun sumarsins Hvammstangi. Morgnnblaðid. BYRJAÐ er að slátra sum- arlömbum hjá Ferskum afurð- um á Hvammstanga samkvæmt samningi Ferskra fjárbænda og Hagkaups. Lömbin voru frá Bessastöðum við Hrútafjörð, borin í apríl og byijun maí. Meðalvigtin varð um 13 kg og flokkun góð. Kjötið verður selt í verslunum Hagkaups nú fyrir helgina. Ráðgert er að slátrun verði vikulega samkvæmt samningi þessara aðila, í sumar og haust, allt fram í desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.