Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 28
j£8 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGA ÞÓRA ARNBJÖRNSDÓTTIR + Inga Þóra Arn- björnsdóttir, sem ól allan sinn aldur í Keflavík, var fædd í Reykja- vík 31. júlí 1951. Hún lést 2. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóna Sólbjört Olafs- dóttir frá Bræðra- tungu í Grindavík og Arnbjörn Hans Ólafsson frá Kefla- vík. Inga Þóra var elst sjö systkina, en þau eru í aldursröð: Lára Hulda, f. 7. sept. 1954, gift Þorleifi Ingólfssyni og býr í Bolungarvik; Anna Jóna, f. 26. feb. 1956, gift Sigurði Leifs- syni og býr í Reykjavík; Ólafur, f. 22. feb. 1957, býr í Suður-Afr- íku; Gylfi, f. 12. maí 1958, kvæntur Arnþrúði Ösp Karls- dóttur og býr í Reykjavík; Arn- Það var stoltur faðir sem fékk skeyti frá unnustu sinni og síðar ástkærri eiginkonu þann 31.7. 1951 ^að fædd væri dóttir og að báðum liði vel. Og ennþá montnari var ég þegar ég fékk að sjá þennan fyrsta sólargeisla í lífi okkar, átta vikum seinna. Núna tæpum 46 árum seinna þegar við foreldrar og systkini kveðj- um ástkæra dóttur og systur, fyllist hugurinn ljúfum minningum og tregablöndnum tilfmningum. Það kom fljótlega í hennar hlut sem elsta barns að hjálpa mömmu sinni við að gæta yngri systkina. Oft var þröngt í hjónarúminu í landlegu og um helgar þegar allur hópurinn ^fagnaði pabba sínum. Snemma kom í ljós að Inga var stjórnsöm og syst- kinin gegndu henni. Hún var lagin í höndunum og lét sig ekki muna um að sauma á sig fötin sjálf. Hún og reyndar systur hennar líka völdu sér sjómenn sem lífsförunauta líkt og móðir þeirra. Þau Gústi eins og við köllum tengdasoninn áttu mjög fallegt heimili sem bar vitni um myndarskap hennar. Þau urðu fyrir miklum harmi þegar Svava, annar tvíburinn þeirra, andaðist og trúlega var það kveikjan að hennar sjúk- dómi, krabbameininu, sem þó upp- götvaðist ekki fyrr en á síðasta ári. Við biðjum Guð að styrkja þig, Gústi minn, og okkur öll í sorg okkar. Við •tíiijum þakka frænkum Ingu, þeim Lilju, Svölu og sérstaklega Systu | sem sat hjá henni hvern dag og síð- : ustu næturnar og einni æskuvinkonu i hennar, Guðrúnu Skúladóttur, sem , fylgdist með vinkonu sinni alla daga. ■ Og Erna okkar, þín hjálp og stoð j verður seint gleymd. Ellu Jónu, sem | stundaði Ingu heima, viljum við einn- t ig þakka. Síðast en ekki síst viljum f við þakka henni Þórhildi Sigtryggs- * dóttur lækni fyrir hennar hjálp og f styrk við okkur öll, því þrátt fyrir að hún væri í fríi kom hún óbeðin á hvetjum degi og stundum tvisvar á dag til að fylgjast með líðan Ingu. Þetta verður geymt en ekki gleymt. Að lokum viljum við fara með •bæn, Bæn indíánanna, sem okkur þykir falleg. Ó mikli andi, hvers rödd ég heyri í vindinum - heyr mig! Sem eitt þinna mörgu barna kem ég til þín. Ég er smár og veikburða, ég þarfnast afls þins og visku. Megi ég ganga í fegurð, lát augu mín æ fá geymd hin rauðu og purpuralitu sólsetur. Láttu hendur mínar virða þau verk, sem þú hefur skapað og eyru mín hlusta eftir þinni rödd. Gerðu mig vitran, svo ég fái skynjað þau fræði sem þú hefur fólgið i hveijum þumlungi jarðarinnar. Gerðu mig sterkan, ekki til að miklast yfir bræðrum mínum, heldur til þess að verða þess megnugur að beijast við mesta óvin minn, » sjáifan mig. Gerðu mig hæfan til þess að ganga björn Hans, f. 12. nóv. 1965, kvæntur Stefaníu Björns- dóttur og býr í Njarðvík; Ellert, f. 28. feb. 1967, kvæntur Freyju Torfadóttur og býr í Njarðvík. Hinn 25. sept. 1971 giftist Inga Þóra eftirlifandi eiginmanni sínum Ágústi Þór Skarp- héðinssyni, f. 24. maí 1945. Þau eign- uðust fjögur börn, Eggert Þór, rafvirkja, f. 27. mars 1971; tvíburana Jónu Sól- björtu, hársnyrti, f. 17. okt. 1975, og Svövu Sólbjörtu, f. 17. okt. 1975, d. 30. júní 1992; Ág- úst Þór, f. 16. janúar 1988. Útför Ingu Þóru fer fram frá Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. fram fyrir þig, með opnum huga þannig að þegar lífíð þverr líkt og dagsólin dvín, komi andi minn til þín, laus við skömm. Foreldrar og systkini. Mig langar til að minnast hennar Ingu frænku minnar og bestu vin- konu með nokkrum orðum. Það er ólýsanlegur sá tómleiki sem ég finn til nú þegar hún er farin frá okkur. Ég veit að hún sætti sig betur við að skilja við vitandi að hennar biði Svava dóttir þeirra hjóna sem þau mistu eftir mikla baráttu við hennar veikindi fyrir fimm árum. Það er mikii sorg sem nú er lögð á þessa fjölskyldu öðru sinni. Ekki fæ ég skilið það óréttlæti sem á suma er lagt. Inga háði harða baráttu við veikindi sín en á tímabili var von til þess að komist hefði verið fyrir mein hennar. Ekki gat það nú verið svo því í byrjun janúar síðastliðnum greindist meinið í lifrinni. Þá hófst aftur barátta sem hún vonaðist til að gæfi sér tækifæri til að geta annast fjölskyldu sína og að sjá litla drenginn sinn vaxa úr grasi. Inga hafði styrk til að hugsa um sig sjálf fram að síðustu dögum sínum en það var einstakt hve vel og af mik- illi ósérhlífni Ágúst eiginmaður hennar annaðist hana og studdi. Inga var sjálfkjörinn leiðtogi hvar sem hún kom og var ekki í vandræð- um með að leysa úr hveijum þeim vanda sem upp kom. Hún virtist hafa óþijótandi orku og taldi verkin ekki eftir sér sem hún leysti ávallt vel af hendi enda margt til lista lagt. Það er mikið tóm sem Inga skilur eftir sig en við frænkurnar hittumst nánast á hveijum einasta degi. Ég og eiginmaður minn, Kristinn, biðj- um Guð að veita Ágústi og börnum þeirra, Eggerti, Jónu og Ágústi litla, og foreldrum Ingu styrk til að tak- ast á við þessa sorg. Elsku Inga og Svava litla, ég veit að þið eruð nú á betri stað þar sem ykkur liður vel og hafið fengið bót ykkar meina. Guð blessi sálu ykkar. Guðrún Fanney Guðmundsdóttir. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran). Elsku frænka, þú ert farin, sum- arið var heldur stutt. Þegar ég sest hér niður, tek mér penna í hönd, læt hugann reika og hugsa um hvað við höfum misst mikla hetju og dugnað- arkonu verður mér orðfall. Það er erfitt þegar að kveðjustund kemur og minningarnar hrannast upp. Það er margs að minnast, þegar ég hugsa til baka er mér minnisstæðast þetta síðasta ár. Við hittumst oft og hefði ég aldrei trúað hve sterk og dugleg þú varst, miklu veikari en þú lést uppi, alltaf að hlífa okkur hinum og alltaf jafn jákvæð og gast oft látið okkur hlæja. Þú vast mikil hetja og misstir aldrei móðinn í það ár sem þú barðist við þann erfiða sjúkdóm sem þú á endanum þurftir að láta í minni pokann fyrir. Ég var bara fimm ára þegar Bjössi bróðir og Jóna eignuðust þig, Inga mín, sitt fyrsta barn, svo að þú ert í minningunni frá fyrstu tíð. Við ól- umst upp í miklu nábýli hvor við aðra, úr stórri fjölskyldu sem er mjög náin og samrýnd og mikill samgangur milli systkina. Maður passaði þig og elstu systkinin og svo varðstu líka vinkona. Það var gaman hjá okkur þegar þú varst ung og ólofuð og komst í heimsókn til mín til Bandaríkjanna. Við fórum í ferða- lög og sáum margt nýstárlegt, og heimferðin var víst söguleg. Svo þegar ég kom heim næst þá fórum við í útilegu að Laugarvatni með strákana okkar litla og þú ófrísk að tvíburunum og mikið var hlegið, því þú hafðir sérstakan frásagnarstíl. Allavega var alltaf gaman að hlusta á þig er þú lýstir hlutunum á þinn sérstaka hátt. Þegar þú gekkst til liðs við okkur í Lionessuklúbb Keflavíkur bættist í okkar hóp dugleg og ósérhlífin kona. Þar áttir þú margar góðar stundir og vannst af krafti. Nokkrar voru góugleðirnar þar sem þú lagðir þitt af mörkum og eins veikburða og þú varst í haust, þá skilaðir þú þínu í fjáröfluninni fyrir jólin. Þú útbjóst alla borðana á körfurnar heima og naut ég þess að fá að vinna með þér og læra af þér, því allt lék í höndunum á þér og svo varstu svo ráðagóð. Síðasta ferðin sem þú fórst með okkur Lionessum var í haust og skemmtum við okkur konunglega og á ég oft eftir að minnast þeirrar ferðar, því mikið var hlegið. Það voru þung spor fyrir ykkur Gústa þegar þið fyrir fimm árum fylgduð Svövu dóttur ykkar síðasta spölinn, en þú stóðst upp úr eins og hetja. Inga mín, líf okkar verður ekki eins án þín, þú sem varst svo dugleg og drífandi. Mamma þín á eftir að sakna þín sárt því þið voruð ekki bara mæðgur heldur bestu vinkonur líka. Þín verður sárt saknað af okk- ur öllum og þó sérstaklega af Gústa og börnunum. Elsku Inga, takk fyr- ir allt. Megir þú hvíla í friði. Elsku Gústi og böm, Jóna, Bjössi og aðrir ættingjar, ég bið góðan Guð að hjálpa ykkur og styrkja í ykkar djúpu sorg. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir, þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Þín frænka, Særún. Nú stöðvar ekkert tregatárin og tungu vart má hræra. Þakka þér Inga öll góðu árin sem ótal minningar færa. Við áttum margar stundir saman og sögðum frá hjartans málum. Stundum sorgir og stundum gaman, svona eins og hjá saklausum sálum. Já, vinskap þinn svo mikils ég met og minningar áfram lifa. Mót áfóllum lífsins svo lítið get, en langar þó þetta að skrifa. Nú siglið þið Svava um himins höf og haldið í Guðsríkið inn. Ég veit að bæn er mín besta gjöf, Guð blessi ykkur ljósgeislinn minn. (G.S.) Eiginmanni Ingu Þóru, Ágústi Þór Skarphéðinssyni, börnum þeirra, foreldrum og öðrum aðstandendum, vottum við dýpstu samúð okkar. Guðrún Skúladóttir, Björn Bjarnason. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) í dag er elskuleg vinkona og frænka kvödd hinztu kveðju. Á stundu sem þessari er mér tregt um tungu að hræra. Mitt í alskrúði sumarsins er Inga tekin frá okkur, og kvödd til starfa á öðrum vett- vangi. Inga missir dóttur sína Svövu fyr- ir fimm árum, aðeins sextán ára gamla, eftir langvarandi erfið veik- indi,_ þá reyndi á þolrif fjölskyldunn- ar. í dag stendur fjölskyldan aftur frammi fyrir sárri sorg, þegar hús- móðirin á heimilinu er brott kvödd. Fyrir einu og hálfu ári greindist Inga með illvígan sjúkdóm sem læknavísindum hefur ekki í öllum tilfellum tekizt að vinna bug á. Hún háði sína varnarbaráttu með hetju- skap, þar sem hún ætlaði að sigra. Aðdáunarvert var hve Gústi stóð með henni í veikindum hennar. Inga var elzt ; hópi sjö systkina. Henni var mikið gefið, hún var at- orkusöm, hæfileikarík, trygglynd og ráðagóð. Ávallt gat ég leitað til hennar, hvort sem það var viðvíkj- andi matargerð, saumaskap eða mínum hjartans málum, slíkan vin er gott að eiga. Fyrirmyndar húsmóðir var Inga og sinnti hún uppeldi barna sinna af alúð og einlægni. Ótal minningar leita á hugann og varðveiti ég þær. Aldrei varð okkur sundurorða og þakka ég nú alla þá tryggð og vinskap, sem þú sýndir mér og minni fjölskyldu. Elsku Gústi, Eddi, Jóna og Ágúst litii, Jóna og Bjössi og systkini, megi góður Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma í lífi ykkar. Megi minning um Ingu lifa í hjört- um okkar um ókomna framtíð. Lilja B. Sigurðardóttir. í dag er til moldar borin góð vin- kona okkar og samstarfskona, Inga Þóra Arnbjörnsdóttir. Hetjulegri baráttu við illvígan sjúkdóm er lokið og við trúum því að nú sé þjáningum hennar lokið og að Svava dóttir hennar hafi tekið á móti henni opn- um örmum. í maí á síðasta ári greindist hjá Ingu krabbamein og gekkst hún undir uppskurð og í framhaldi af því tók við ströng og erfið lyfjameðferð. í baráttu sinni var Inga jákvæð, bjartsýn og einstaklega dugleg, allt virtist stefna í rétta átt en upp úr áramótunum dundi annað áfall yfir og róðurinn varð þyngri og erfiðari. í október 1993 byijaði Inga að starfa í blómabúðinni Kósý og vann hún þar þangað til hún veiktist. Hún var afburða starfskraftur, dugleg og allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún vel og er hennar nú sárt saknað af starfsfélögum. Elsku Gústi, börn, foreldrar og systkini, missir ykkar er mikill en minningu um góða konu geymið þið í hjarta ykkar. Hvíl í friði, kæra vinkona. Hafðu þökk fyrir allt og allt. F.h. samstarfsfólks, Sigurbjörg Magnúsdóttir. Hröð er förin örskömm dvöl á áningarstað. Verum því hljóð hver snerting er kveðja í hinsta sinni. (Birgir Sigurðsson.) Það er komið að kveðjustund, okkur finnst dvölin hröð eins og lýs- ir svo vel í ljóðinu hér á undan. Inga Þóra var í blóma lífsins þegar hún mátti takast á við þau örlög að hefja harða og hetjulega baráttu við sjúk- dóm sem fáum gefur grið. Minningarnar sækja á hugann til bernskuáranna í Keflavík. Leik- svæðið við Miðtún og barnaskólann var aðalvettvangur okkar barn- anna, við vorum í útileikjum langj; fram á kvöd og í búðar- og hár- greiðsluleikjum í Sóltúninu hjá Ólu Helgu. Þetta voru árin þegar stúlk- ur fengu sumarkjóla og sportsokka á vorin og manni finnst að alltaf hafi verið sólskin og gott veður í þá daga. Við Inga fórum tíu ára gamlar í sumarbúðir í Reykholti, skrifuðum í minningarbækur og þegar sólin skein sem skærust fórum við í Ingi- mundarbúð og keyptum kex og an- anasdrykk. Árið sem við fermdumst fóru mæður okkar, sem voru vinkon- ur, með okkur frænkurnar til Reykjavíkur og keyptar voru eins fermingarkápur og kjólarnir voru næstum því eins. Ungu stúlkurnar voru ánægðar enda að nálgast það að komast í fullorðinna manna tölu. Samverustundunum fækkaði á unglingsárunum en við vissum alltaf hvor af ananrri og fyrir um tuttugu árum stofnuðum við nokkrar konur saumaklúbb sem við nefnum „Kefla- víkurklúbbinn" okkar í milli. Sam- verustundirnar í klúbbnum hafa ver- ið ánægjulegar, þar sem matur, hlát- ur, grín og gleði hafa oftast ráðið ríkjum. Það var í desember sl. sem við ákváðum að gera okkur glaðan dag ásamt mökum okkar og fagna því að nú yrðu bjartari tímar fram- undan hjá Ingu okkar, þar sem allt leit betur út með sjúkdóminn. Þetta kvöld var okkur afar ánægjulegt en í minningunni er það líka síðasta skiptið sem hópurinn kom saman. Skjótt skipast veður í lofti. í janúar var baráttan enn á ný hafin og ströng og löng lyfjameð- ferð tók við sem bar ekki tilætlaðan árangur. Ung að árum gekk Inga að eiga Ágúst Skarphéðinsson og eignuðust þau fjögur börn. Þau urðu fyrir þeirri sáru sorg fyrir fímm árum að missa Svövu dóttur sína þá sextán ára gamla eftir erfið veikindi. í veikind- um Svövu tengdust þær mæðgur sterkum böndum og var þessi lífs- reynsla Ingu okkar mjög erfið. Inga var hreinskiptin og lá ekki á skoðunum sínum. Hún var ákveðin ef því var að skipta og rösk til allra verka. Heimilið varð hennar starfs- vettvangur að mestu leyti en um tíma rak hún saumastofu enda var hún afburðamyndaleg við sauma- skap og allt lék í höndunum á henni. En fyrst og fremst var það fjölskyld- an og heimilið sem hún helgaði krafta sína. Það er erfitt að sætta sig við að Inga skuli vera farin en við verðum að lúta þeim vilja almættisins. Við tínum saman perlur minninganna og geymum þær eins og sjáaldur augna okkar um ókomna framtíð. Elsku Gústi, börn, foreldrar og systkini, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Saumaklúbburinn og makar þakka elsku Ingu samfylgd- ina og kveðja með erindi Tómasar Guðmundssonar: En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Slgurlaug Einarsdóttir. Vor ævi stuttrar stundar er stefnt til drottins fundar að heyra lífs og liðinn dóm. (E. Ben.) Lífinu er stundum líkt við ljós sem kviknar á kerti. Kerti hvers og eins brenni síðan mismunandi hratt. Allir sem þekktu Ingu Þóru geta verið sammála um að hennar kerti brann allt of hratt. Við viljum minnast Ingu Þóru Arnbjörnsdóttur sem gekk til liðs við Lionessuklúbb Keflavíkur árið 1993. Inga Þóra var mjög atorkusöm og var hún mikill fengur fyrir klúbb- inn. Hún sat í fyáröflunarnefnd en henni fylgir mikil ábyrgð og leysti hún það vel af hendi. Einnig var hún í forsvari fyrir matarnefnd sem sér um árlega góugleði klúbbsins, en Inga Þóra var afskaplega góður kokkur og listræn í sér. Inga Þóra starfaði með félaginu fram á síðasta dag og gekk hún til allra verka sem þurftu úrlausnar innan klúbbsins og var hún ætíð bóngóð. Við viljum færa þakkir fyrir ánægjulegar og góðar stundir með Ingu Þóru og vottum aðstandendum hennar samúð okkar. Lionessuklúbbur Keflavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.