Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 I DAG MORGUNBLAÐIÐ TILBOÐ/UTBOQ TIL S 0 L U C« Jörðin Eystri Sámsstaðir (tilraunastöð), Fljótshlíð 10866 — Kauptilboö óskast í jörðina Eystri Sámsstaði, Fljótshlíð (án greiðslumarks), sem samanstendur m.a. af íbúðarhúsi sem er 291,4 m2, íbúðarhúsi (2 íbúðir) sem er 151,2 m2, fjósi, hesthúsi, hlöðu, verkfærageymslu o.fl. Ræktað land er um það bil 65 ha. Nánari upplýsingar um ofangreinda eign eru gefnar hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 11.00 þann 29. júlí 1997 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. # RÍKISKAUP Ú t b o ö s k i I a á r a n g r i I BORGARTÚNI 7, I 05 REYKJAVÍK SÍMI 552-6844, B r 6 f a s í m i 562-6739-Netfang: rikiskaup&rikiskaup.is HU5NÆBI OSKAST 100—150 fm húsnæði óskasttil leigu fyrir rakarastofu miðsvæðis í Reykjavík. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar í síma 551 1540. FASTEIGNA MARKAÐURINN ehf ÓÐINSGÖTU 4. SIMAR 551-1540. 552-1700. FAX 562-0540 SMÁAUGLÝSINGAR FELAGSLIF FERÐAFELAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Miðvikudagur 9. júlí kl. 20.00 Kvöldganga að Tröllafossi. Auðveld ganga með Leirvogsá. Brottför frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Veljið ykkur Ferðafélags- ferðir í sumar: Næstu helgarferðir: 1. 11.-13. júli Þórsmörk — Langidalur. 2. 11.-13. júlí Landmannalaugar og nágrenni. 3. 11.-13. júlí Hagavatn — Hlöðu- vellir — Úthlíð, bakpokaferð. 4. 12.-13. júli Yfir Fimmvörðu- háls. Gist i tjöldum í Þórsmörk. 5. 12.-13. júlí Þórsmörk — Langi- dalur. Gist í skála eða tjöldum. Tilvalið að dvelja í Þórsmörk á milli ferða, t.d. frá sunnudegi til miðvikudags. Vegna mikillar að- sóknar á Fimmvörðuháls óskast pantanir staðfestar fyrir föstu- dag. Minnum á fjölda gönguferða um „Laugaveginn". Alltaf gist í skál- um F.l. Einnig ferðir þar sem far- angur er fluttur á milli staða. Nýjung: Ódýr ungmennaferð um „Laugaveginn" fyrir aldurshóp- inn 13-16 ára þann 24.-27. júlí. Hörgshlið 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund i kvöld kl. 20.00 „ SAMBAND (SLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Hugleiðing Ingólfur Gissurarson. Frjálsir vitnisburðir. Helga V. Sigurjónsdóttir syngur. Allir velkomnir. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Samkoma í kvöld kl. 20.00. Jódís Konráðsdóttir prédikar. Beðið fyrir lausn á þínum vandamálum. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Allir hjartanlega velkomnir. UrAtMI ...blaðið ______viptyu' '1 - kjarni mákins! VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ljúfir dagar á Löngumýri DAGANA 22.-27. júní si. var 48 manna hópur eldri borgara frá Vestmanna- eyjum á sumarferðalagi. Dvalið var á Löngumýri í Skagafirði í 5 nætur. Var það einstaklega ánægjuleg dvöl og einkar fróðleg þar sem Margrét húsfreyja fór með okkur sem frábær leiðsögumaður í flestar dagsferðir. Auk þess að sjá um og stjóma söng spilaði hún sjálf undir á píanó, harmonikku eða gítar og ógleymanleg bænastund var á hveijum morgni. Ekki skemmdi verðið fyrir því gisting og fullt fæði var innifalið í 3.000 kr. sólar- hringsgreiðslu og er það mun ódýrara en við höfum kynnst áður. En vænst þótti okkur um kærleikann og alla hlýjuna sem við urðum aðnjótandi eins og einn úr hópnum sagði við Margréti þegar við kvödd- um. Ef til er engill þá ert það þú. Við viljum hvetja félög eldri borgara og aðra hópa að unna sér hvíldar og ánægjulegrar dvalar í yndislegu umhverfi hjá góðu fólki á Löngumýri. Kærar þakkir fýrir okkur. F.h. Eldri borgara í Vest- mannaeyjum, Kristjana Þorfinnsdóttir. Þulirí sjónvarpi KRISTÍN hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma á framfæri at- hugasemd vegna þula í sjónvarpinu. „Þegar maður sér mynd á skjánum þá er textinn svo fljótur að renna hjá að ekki er nokkur ieið að fylgjast með honum, sérstaklega ef það er erlent mál. Einnig vil ég spyrja að því hvort ekki sé hægt að fá karlþuli því þeir tala svo skýrt og skilmerkilega. Það glymur svo í kvenþulunum, þær verða að tala bæði hátt og skýrt annars skilur maður ekki hvað þær eru að segja.“ Tapað/fundið Lyklakippa tapaðist LYKLAR töpuðust við ÁTVR og IKEA við Holta- garða föstudaginn 4. júlí. Þetta er einn bíllykill og tveir aðrir lyklar og Mitsubishi-kippu. Þeir sem hafa orðið varir við kipp- una láti vita í síma 652-2222 (Helgi). Fatnaður tapaðist af bílpalli LAUGARDAGINN 28. júní tapaðist af bílpalli, á leiðmni milli Brekkuskógar og Úthlíðar í Biskupstung- um, m.a. fatnaður, skór o.fl. Þeir sem hafa orðið varir við munina vinsam- lega hringið i síma 567-1287. Gult kvenhjól tapaðist GULT gamalt kvenhjól tapaðist frá Dunhaga, gæti verið í Þingholtunum. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið vinsamlega hafi samband í síma 5517527 (Símsvari). Svart fjallahjól tapaðist SVART Moongoose fjalla- hjól tapaðist frá Keilu- granda 8, 2. júlí. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið eru beðnir að hringja í síma 5524103 eða 560-3626. Dýrahald Hundaeigendur ÞEIR hundaeigendur sem týnt hafa hundum sínum eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við dýra- spítalann í Víðidal strax í síma 567-4020. Með morgunkaffinu Ast er... 5 að hefja rósrauða framtíð saman. TM FWg. U.S. Pat. Ofl. — aH righta reserv&a (c) 1997 Lo* Angeles Times Syndicate HVORT viltu tala við húsráðanda eða pabba minn? SEM ég segi. Á bak við hvern karl stendur kona, sem veit ekki hvað hún á af sér að gera. SKAK Umsjón Margcir Pétursson ELSTI stórmeistarinn, Miguel Najdorf, 87 ára, lést á Spáni á föstudaginn. Hann fæddist í Varsjá 15. apríl 1910, en varð innlyksa í Argentínu 1939 og bjó þar síðan. Öll fjölskylda hans heima í Póllandi lést í seinni heimsstyijöldinni. Najdorf vann fimm heimsmeistara, þá Botvinnik, Smyslov, Tal, Petrosjan og Fischer. Hann var afar litríkur og vinsæll og tefidi á mótum fram á níræðisaldur. Við skulum líta á fræga skák sem hann tefldi í Varsjá árið 1935: Hvítt: Gliksman, svart: Najdorf, Hollensk vörn. 1. d4 - f5 2. c4 - Rf6 3. Rc3 - e6 4. Rf3 — d5 5. e3 — c6 6. Bd3 - Bd6 7. 0-0 - 0-0 8. Re2 - Rbd7 9. Rg5? - Bxh2+ 10. Khl - Rg4 11. f4 — De8 12. g3 - Dh5 13. Kg2 (Svartur hef- ur unnið peð, en er hann ekki í vandræðum með biskupinn á h2? Staðan á stöðu- myndinni er komin upp og nú hefst ótrúleg flugelda- sýning, Najdorf fórnar á báðar hendur) 13. - Bgl!! 14. Rxgl - Dh2+ 15. Kf3 - e5! 16. dxe5 — Rdxe5+! 17. fxe5 — Rxe5+ 18. Kf4 — Rg6+ 19. Kf3 - f4! 20. exf4 (Eða 20. Bxg6 - Bg4+! 21. Kxg4 - Dxg3+ 22. Kh5 - hxg6+ 23. Kxg6 - Hf6+ 24. Kh5 - Hh6 mát) 20. - Bg4+! (Nú tapar hvítur drottningunni eða verður mát) 21. Kxg4 - Re5+ 22. fxe5 — h5 mát. IIF % m .^ k n ® HHI ^Éll SVARTUR leikur og vinnur Víkveiji EINHVERN tíma hefði maður ekki trúað því, að það gæti reynst ódýrara fyrir ferðalanga hér innanlands, að ferðast flugleiðis á milli áfangastaða, heldur en að taka sér far með rútu, að gömlum og gegnum íslenskum sið. Sú er samt sem áður raunin, að minnsta kosti þessa dagana, þegar neytendur njóta árdaga samkeppninnar í flugi, með tilkomu frelsisins þann 1. júlí sl. Núna kostar 6.900 krónur að fljúga til Akureyrar og aftur til Reykjavíkur, ef valið er að fljúga með íslandsflugi_ og ef flogið er með Flugfélagi íslands, þá kostar sama fargjald 7.330 krónur. Ef á hinn bóginn er ferðast með rútu Norðurleiðar til Akureyrar og aftur til baka, þá kostar fargjaldið 7.000 krónur. Því eru líkur á því, a.m.k. á meðan þessi kostaboð flugfélag- anna standa ferðalöngum til boða, að sérleyfishafar áætlanabifreiða, missi viðskipti til flugfélaganna. xxx skrifar... EKKI eru sömu líkur á að þeir sem ferðast á eigin bílum ákveði að fara fremur flugleiðis, því strax og tveir eru um bílinn, þá er ferðin orðin ódýrari en flug- ferðin og þegar þrír eða fleiri eru í bílnum, þá sparast umtalsverðar fjárhæðir, í samanburði við flugið. Þar að auki hefur ferðalangurinn sína eigin bifreið til umráða, þegar á áfangastað er komið, gagnstætt því sem er þegar ferðast er flugleið- is. xxx ALLTAF er nú jafn gaman að þeysa um þjóðvegi landsins þar sem bundna slitlagið sniglast æ lengra um hringveginn og teygir sig líka inn á stöku kafla á minni háttar vegum. Trúlega að miklu leyti eftir því hvernig þingmönnum hefur tekist að ota og pota í sameig- inlega peningapunginn fyrir vega- áætlunina í sinni sveit. Á einni fjölförnustu leið landsins, vegamótum Suðurlandsvegar við Hveragerði þar sem fara um rúm- lega 5 þúsund bílar á dag á sumr- in, er hvimleiður galli á gjöf Njarð- ar. Þarna var sett niður hringtorg fyrir fáum árum, sem er gott og blessað, en þegar ekið er út úr því verður fyrir alltof kröpp beygja. Gildir þetta um allar leiðir út úr torginu en flestir verða þess þó varir sem aka austur eða vestur hringveginn. Engin þörf er á þessari kröppu beygju og hlýtur að vera hægt að eyða nokkrum fermetrum af mal- biki í viðbót til að gera beygjuna mýkri - enda fara menn greinlega út fyrir malbikið og hafa fyrir vikið myndast þar hinar myndarlegustu holur. Bflstjórar stóru bílanna verða mest fyrir barðinu á þessum ágalla en líka við á venjulegu fjölskyldubíl- unum. Væri nú ekki ráð að Vega- gerðin bjargaði þessu við tækifæri með einum af sínum knáu vega- gerðarflokkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.