Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 5 FRÉTTIR Deiliskipulag Hveravalla og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda til kynningar Óráðið hver rekur þjón- ustumiðstöð ^Hús sauðfjár- veikivarna verði fjarlægt Ve&ur- athuqUnar- stöö =5- y*-TX Hvera- /1 Fjarlægja... bunga -Nýlhv„ / \virkjun9 * iBóluhver* '• y\ ■ : sæluhús / /C engiöi ______,V ' Þjófadali Cengib ÍStiýtur1' KJALHRAUN , 200 m \ Cengib í \ Eyvindarrétt SKÝRSLA um mat á umhverfis- áhrifum framkvæmda samkvæmt deiliskipulagi Hveravalla 1997 liggur nú, auk deiliskipulagstillög- unnar, frammi til kynningar hjá oddvitum Svínavatnshrepps og Torfalækjarhrepps, í Þjóðarbók- hlöðunni og hjá Skipulagi ríkisins. Almenningi gefst kostur á að kynna sér framkvæmdina og gera athugasemdir til 6. ágúst nk. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að reist verði nýtt þjónustu- hús á Hveravöllum, sem verður að mestu leyti staðsett utan frið- lýsta svæðisins, ásamt nýrri heim- reið og bílastæði norðaustan við þjónustuhúsið, utan friðlýsts svæðis. Vestan við þjónustuhúsið á að reisa rafstöð og í miðeyju á bílaplani á að koma fyrir niður- gröfnum bensíngeymi. Þá á að græða upp nýtt tjaldsvæði og leggja göngustíga. Skv. matsskýrslunni verða um- hverfisáhrif fyrirhugaðra fram- kvæmda í langflestum tilfellum hagstæðari en í sumum tilfellum jafngild umhverfisáhrifum núver- andi starfsemi. Vegna skorts á köldu vatni á Hveravöllum er einnig fyrirhugað að leggja um 1.400 metra langa vatnslögn að áningarsvæðinu frá Hvannavallakvísl. Gert er ráð fyrir að íjarlægja af svæðinu nýrri skála Ferðafélags íslands, kofa Sauðfjárveikivarna og landvarða auk núverandi salernisaðstöðu. Þá á að rækta upp þau sár er mynd- ast við niðurrifið auk uppgræðslu á núverandi bílastæði, sem stað- sett er á lækjarbökkunum, ásamt veginum að því. Einnig er gert ráð fyrir uppgræðslu á núverandi tjald- svæði. Svínavatns- og Torfalækjar- hreppur eru ábyrgir fyrir rekstri þjónustuhúss, en fyrirhugað er að stofna hlutafélag um rekstur þess og leita eftir hlutdeild aðila í ferða- þjónustu. í nýja þjónustuhúsinu verður gistiaðstaða fyrir um 80 manns, ásamt móttökusal fyrir daggesti. Réttur hreppanna dreginn í efa Réttur Svínavatns- og Torfa- lækjarhreppa til að skipuleggja framkvæmdir á Hveravöllum hefur verið dreginn i efa, sérstaklega í ljósi þess að í vor felldi Hæstirétt- ur dóm þar sem niðurstaðan varð sú að hreppunum hefði ekki tekist að sanna eignarhald sitt á Auðk- úluheiði. Erlendur G. Eysteinsson, oddviti Torfalækjarhrepps, segir að þótt niðurstaða dómsins hafi orðið sú að hrepparnir eigi ekki umrætt landsvæði eigi þeir þar engu að síður beitar- og silungsveiðirétt sem standa þurfi vörð um, auk þess að með því að gera deiliskipu- lag fyrir svæðið séu þeir að upp- fylla lagaskyldu sem þeir komist ekki undan. Lögsaga Svínavatnshrepps Erlendur leggur áherslu á að enn sé ekki búið að ákveða hveijir komi til með að reka fyrirhugaða þjón- ustumiðstöð á Hveravöllum, um það verði væntanlega stofnað hlutafélag og það sé ekkert sem segi að hrepparnir þurfi endilega að eiga aðild að því félagi. Hann tekur einnig fram að Svínavatns- hreppur eigi lögsögu á Hveravöll- um, hann hafi kostað gerð deili- skipulags og skattar og skyldur af fyrirhuguðum mannvirkjum og rekstri muni renna til hans. Hrepp- arnir hafi hins vegar haft góða samvinnu um málið og forsvars- menn þeirra séu sammála um að breyta þurfi núverandi fyrirkomu- lagi á Hveravöllum til að vemda svæðið og gera aðstöðu þannig að umferð bíla, hrossa og manna sé ekki á viðkvæmasta svæðinu. Markmiðið með skipulaginu sé að vernda svæðið og gera það aðlað- andi fyrir íslendinga og aðra, sem þar vilja njóta fegurðar og sérstöðu náttúrunnar. Ekki náðist í oddvita Svína- vatnshrepps, Jóhann Guðmunds- son, í gær. Ferðamenn fái hrogn, súrmat og hákarl ATVINNU- og ferðamálanefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að veita 100 þúsund króna styrk í verk- efni sem Iðntæknistofnun er að kynna og varðar þjóðlega matar- menningu. Er hugmyndin að fá veit- ingastaði til að bjóða ferðamönnum rétti sem tilheyra matarmenningu landsins eða ákveðins héraðs og er Iðntæknistofnun að leita eftir stuðn- ingi við að ýta hugmyndinni úr vör. { bréfi Iðntæknistofnunar til at- vinnu- og ferðamálanefndar Reykja- víkur þar sem hugmyndin er kynnt segir: „Hér er bæði átt við rétti sem tilheyra hefðbundinni matarmenn- ingu þjóðarinnar, svo sem súrmat, hákarl, harðfisk, skyr og fjalla- grös... svartfuglsegg, rauðmaga, hrogn og lifur, hörpuskel, krækling og annan skelfisk við sjávarsíðuna, sveppi um allt land, steinbít, sel og svartfugl, hreindýrakjöt og jafnvel hrefnu." Hugmyndin er að Iðntæknistofn- un fengi matreiðslumenn og sér- fræðinga á ýmsum sviðum til að safna upplýsingum og semja leið- beiningarrit með uppskriftum og til- lögum sem selt yrði veitingastöðum á kostnaðarverði. „Markhópurinn er fyrst og fremst litlir veitingastaðir um allt land, skyndibitastaðir og bændagisting með matseld. Slíkir staðir hafa fæstir bolmagn til að kaupa dýra sérfræðiþjónustu. Verð- ur því nauðsynlegt að leita leiða til að afla fyrirtækjunum styrkja til að kosta ráðgjöf að hluta.“ Segir í bréfinu að hvati verkefnis- ins sé sú staðreynd að víðast hvar á matsölustöðum jafnt í Reykjavík sem á landsbyggðinni sé aðeins að hafa alþjóðlega skyndibita, svo sem hamborgara, grillaða kjúklinga og franskar kartöflur. Póst og síma mótið í golfi á Grafarholtsvelli laugardaginn 12. júlí PÓSTUR OG SÍMI HF Punktakeppni með 7/8 forgjöf. 1. verðlaun: Ericsson 788 farsími 2. verðlaun: Ericsson 688 farsími 3. verðlaun: Ericsson 628 farsími Aukaverðlaun: Veitt verða þrenn aukaverðlaun fyrir þá sem komast næst holu í upphafshöggi á 2., 6. og 17. braut. Auk þess verða dregin út 3 skorkort í lok keppni. Skráning í síma 587 2215 fyrir kl. 16 föstudaginn 11. júlí. Þátttökugjald er kr. 2.000. Mótið hefst kl. 9:00 á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.