Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 30
^30 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og tengdadóttir ÚLLA HARÐARDÓTTIR lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur mánudaginn 7. júlí sl. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhannes Eiðsson, Brynja & Birta Jóhannesdætur, Úlla Sigurðardóttir, Hörður Þórhallsson, Ágústa Lúðvíksdóttir, Eiður Jóhannesson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN GUNNLAUGSSON fyrrum flugstjóri, Geitlandi 6, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 6. júlí. Bryndís Ólafsdóttír, Gunnlaugur F. Kristjánsson, Katrín Björnsdóttir, Einar Kristjánsson, Katrín Ásgrímsdóttir, Kristján Gunnlaugsson, Kristín Guðmundsdóttir og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA HALLDÓRSDÓTTIR, f.v. snyrtifræðingur, lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 5. júlí. Edda Óskarsdóttir, Eva Óskarsdóttir, Stefán Jónsson og fjölskyldur þeirra. t Móðir, tengdamóðir, stjúpmóðir og amma, GUÐRÚN SIGURBJÖRG JÓNASDÓTTIR vefnaðarkennari, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 7. júlí. Friða Björg Eðvarðsdóttir, Þorvaldur Pétursson, Kjartan Eðvarðsson og aðrir aðstandendur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, GUNNAR KAPRASÍUS STEFÁNSSON, Einigrund 20, Akranesi, lést föstudaginn 4. júlí á gjörgæsludeild Land- spítalans. Jarðsungið verður frá Akraneskirkju föstudag- inn 11.júlí kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurbjörg Kristjánsdóttir. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi JÓN HANSON WIUM, Nóatúni 26, verður jarðsunginn frá Kristskirkju, Landakoti, föstudaginn 11. júlí kl. 13.30. Anna Jónsdóttir, Einar Jónsson, Sveinhildur Vilhjálmsdóttir, Rósa S. Jónsdóttir. Guðni Guðnason og barnabörn INGA HAFDÍS HANNESDÓTTIR + Inga Hafdís Hannesdóttir fæddist á Siglufírði 9. febrúar 1930. Hún lést á Sjúkra- húsi Reylqavíkur 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru: Siguijóna Guð- rún Jóhannsdóttir, f. 4.5. 1910, d. 11.4. 1995 og Hannes Lárus Guðjónsson, f. 6.8. 1905. Systkini Ingu eru: Jóhann, f. 17.4. 1933, Guðjón, f. 12.2.1935, Sigurð- ur, f. 4.7. 1936, Sævar, f. 21.9. 1937 og Rúnar, f. 9.12. 1940. Inga giftist 7. júní 1954 eftir- lifandi eiginmanni sínum Helga Axel Davíðssyni, f. 13.10. 1921. Foreldrar hans voru Vilborg Jónsdóttir og Davíð Stefánsson. Börn Ingu og __ Helga eru fimm. Þau eru: 1) Árný, f. 30.9. 1947,_ búsett í Garðabæ, var gift Olafi Sigtryggssyni sem er látinn. Þau eiga þijú börn, Sig- trygg, Guðjón og Ingu Hafdísi. Sambýlismaður Árnýjar er Stefán Sigurðsson. Þau eiga einn son, Daníel. 2) Margrét, f. 14.4. 1954, búsett í Vogum, gift Baldri Georgs- syni. Þau eiga þijú börn, Helgu Rut, Georg Má og Ingu Sigrúnu. 3) Hanna Siguijóna, f. 15.1. 1959, búsett í Vog- um, fyrrverandi sambýlismaður Ör- lygur Kvaran. Þau eiga tvö börn, Elísa- betu og Guðjón Pál. Sambýlismaður Hönnu er Kristján Kristmannsson. Þau eiga einn son, Kristmann Inga. 4) Davíð Snæfeld, f. 2.6. 1962, búsettur í Borgarfirði, kvæntur Báru Einarsdóttur. _ Þau eiga fjögur börn, Einar Örn, Sunnu Rós, Helga Axel og Söru Dögg. 5) Vilborg Sigrún, f. 6.12.1966, búsett í Vogum. Sambýlismað- ur Siguijón Kristinsson. Þau eiga þiju börn, Helga Axel, Lindu Ósp og Kristin Þór. Langömmubörnin eru niu. Inga og Helgi bjuggu allan sinn bú- skap í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Útför Ingu fer fram frá Kálfatjarnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þú varst minn vetrareldur. Þú varst mín hvíta lilja, bæn af mínum bænum og brot af mínum vilja. Við elskuðum hvort annað, en urðum þó að skilja. Ég geymi gjafir þínar sem gamla helgidóma. Af orðum þínum öllum var ilmur víns og blóma. Af öllum fundum okkar slær ævintýraljóma. Og þó mér auðnist aldrei neinn óskastein að finna, þá verða ástir okkar og eldur bijósta þinna ljós á vegum mínum og lampi fóta minna. (Davíð Stefánsson) Kveðja frá eiginmanni, Helgi Davíðsson. Elskulega dóttir mín, sem ert farin í ferðalagið á undan mér. Ég kveð þig í þetta skipti, með vitund um endurfundi. Ég veit ekki hvort það verður á morgun, eða eftir nokkur ár, en ég vona að það verði nú ekki langur tími. Það er nú einu sinni svo að ég er þess fullviss að við hittumst öll aftur, og þessi vissa um endurfundi er góð. Við þurfum öll að ljúka jarð- vistinni hér. Ég kveð þig þá að sinni, og bið fyrir kveðju til allra hinna. Nú, Guð, ég voni að gefi af gæsku sinni frið. Að sársaukann hann sefi, af sálu allri bið. Og þó að sárt sé saknað, og sól sé bakvið ský, þá vonir geti vaknað, og vermt okkur á ný. Þá ljósið oss mun leiða, með ljúfum minningum, og götur okkar greiða með góðum hugsunum. (I.T.) Guð blessi þig, elskan. Þinn pabbi, Hannes. Með fáeinum orðum viljum við minnast þín, elsku mamma, sem nú hefur lokið baráttu þinni við illvígan sjúkdóm. Við sem fylgdumst með þér í þessum veikindum sáum aldrei nema bjartsýni og baráttuvilja. Við sem eftir lifum huggum okkur við að þjáningum þínum er lokið. Hafðu þökk fyrir allt, elsku mamma. Elsku pabbi, Guð gefí þér styrk til að takast á við þennan mikla missi og mundu að þú átt okkur ailtaf að. Að kveðjustundu hefur klukkan tifað og kyrrlát nóttin hulið stjömusýn. Af djúpum harmi klökkvi bijóstum bifað, í bliki af tári speglast ást til þín. En vör sem titrar, bæn og tregi hljóður og tóm er kallar orðalaust til þín. Er eftirsjá, í mildi blíðrar móður, af minningum sem berast ótt til mín. í bergmálinu mapast mjúkur kliður með silfurstrengjum óma verkin þín. Og ástúð þinni, kveðast hljómakviður. Hvíldu í friði, elsku mamma mín! (Jóhann Jóhannsson.) Fjölskylda Ingu vill þakka starfs- fólki á deild A7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Karitas fyrir frá- bæra umhyggju, og Hrefnu Krist- jánsdóttur fyrir alla umhyggju og hlýju sem hún gaf okkur allan þenn- an erfiða tíma. Árný, Margrét, Hanna, Davíð og Vilborg. Við viljum minnast Ingu systur, sem var elst í systkinahópnum. Efst í hugum okkar og hjörtum er þakk- læti fyrir að hafa verið svo heppnir að hafa átt hana að. Þegar eitthvað kom upp á í gamla daga greiddi hún farsællega úr málunum. Oft var kátt á hjalla þegar við komum til Ingu og Helga í Vogana. Lagið var þá stundum tekið, enda söngelsk, bæði sungu meðal annars í kirkjukórnum til margra ára. Heimili þeirra bar vott um mikla snyrtimennsku og gestrisni var í heiðri höfð. Eitt eigum við enn, sem enginn getur tekið frá okkur, fallegar og góðar minningar um þig, kæra syst- ir. Helgi minn, við vitum að missir þinn er mikill og okkar allra. Guð blessi þig í þinni sorg. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Kveðja frá bræðrum þínum, Jóhanni, Guðjóni, Sigurði Sævari og Rúnari. Vinir kveðja, en vináttan deyr ekki, hún lifir áfram í perlum minn- inganna, sem við eigum um elsku- lega systur og mágkonu. Síðustu vikur og mánuðir hafa verið þér erfiðir, elsku Inga, en þessi hetju- lund og hugrekki voru þér svo í blóð borin. Þú sagðir við okkur að þú ættir eftir að gera svo margt og fyndist það óréttiæti að þú myndir deyja eftir nokkra mánuði, slíkur var lífs- vilji þinn, en það urðu ekki nema þijár vikur frá því þú sagðir þetta og þar til yfir lauk. Hann Helgi og börnin þín gerðu allt sem í þeirra valdi stóð í veikind- um þínum. Þar sást best styrkurinn og samheldnin hjá þeim, þar sem þau sátu hjá þér dag og nótt uns yfir lauk. Við hjónin minnumst núna, þegar við byijuðum búskap á Brekku í Vogum og leigðum litla íbúð af ykkur Helga, hvað það var ánægjulegur tími. Gaman er að minnast á allar þær gleðistundir sem við höfum átt með þér og Helga og var lagið þá oft tekið og þú söngst með þinni fallegu rödd. Inga var mikil pijóna- og hann- yrðakona, það má best sjá á heimili hennar í dag, allt sem íiggur eftir hana. Ekki fæddist barn í fjölskyld- unni að hún væri ekki búin að pijóna húfu, peysu eða eitthvað fallegt til að gleðja með. Nú eru liðin rúm tvö ár síðan mamma okkar fór og tekur hún örugglega vel á móti þér. Enginn lifir að eilífu, en dauðinn er alltaf sár. Mestur er missir Helga og barnanna. Horfir nú Helgi á eft- ir lífsförunaut sínum eftir fjörutíu ára farsælt hjónaband. Mikill er missirinn hjá pabba okkar að missa ykkur báðar á svo stuttum tíma, þar sem hann er orðinn aldraður. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við biðjum góðan Guð að styrkja elsku Helga, bömin og pabba í þess- ari miklu sorg. Samúðarkveðjur. Guðrún og Sigurður. Okkur langar til að minnast ömmu okkar, Ingu Hafdísar. Það sem er efst í huga okkar er þakk- læti til þín elsku amma, fyrir allt það góða sem þú hefur gert fyrir okkur, og ailt það fallega sem þú hefur pijónað á okkur, og ávallt verið tilbúin að passa okkur öllum stundum, og alla hlýju sem þú hefur sýnt okkur. Okkur þótti alltaf gott að koma til þín og afa og fá nýbakaðar klein- ur, og ekki má gleyma gijóna- grautnum sem ávallt var búinn til ef okkur langaði í. Engum hefði dottið í hug þegar við vorum í sumarbústaðnum í Húsafelli í fyrrasumar að það yrði okkar síðasta ferðalag sem við fær- um með þér. Elsku amma, það er sárt að hugsa til þess að geta ekki komið í heim- sókn til þín og faðmað þig. Elsku afi, Guð gefi þér styrk í þessari miklu sorg. Við þökkum þér fyrir að hafa alltaf verið svo góður við ömmu. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Blessuð sé minning þín, elsku amma. Elísabet, Inga, Helgi, Guðjón, Einar, Sunna, Daníel, Linda, Helgi, Sara, Kristinn Þór og Kristmann Ingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.