Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SENDINEFND, nei skipper, það er engin sendinefnd. Hr. Godal hefur ekki látið svo lítið að senda svo mikið sem eina bréfdúfu með venlig hilsen fra Norge til okkar. Vatnalífssýning að Hólum í Hjaltadal Morgunblaðið/Bjöm Engar utanlandsferðir - engin veisluhöld 20 af- brigði af bleikju VATNALÍFSSÝNING að Hólum í Hjaltadal er komin I fullan gang fyrir sumarið, en hún var fyrst opnuð í júlí í fyrra. „Við höfum lagt áherslu á að sýna sem mest af þeim lífverum sem lifa í fersku vatni á íslandi í sem náttúrulegustu umhverfi," segir Stefán Óli Steingrímsson, líffræðingur. „Við höfum lagt sérstaka áherslu á að sýna fjölbreytileik- ann sem einkennir bleikjuna á íslandi, bæði breytileikann innan vatna og milli vatnakerfa. A sýn- ingunni eru um tuttugu afbrigði af bleikju, allt frá dvergbleikjum til þeirra stofna sem notaðir hafa verið í eldi.“ Einnig eru á sýningunni ýmis af þeim skordýrum, vatnaplönt- um og þörungum sem algeng eru hér á landi. Sýningin er rekin af Bændaskólanum á Hólum og er í tengslum við ferðaþjón- ustuna þar. „Þetta er ekki aðeins til að laða að ferðamenn, heldur er líka lagt upp úr því að sýningin hafi sem mest fræðslugildi fyrir almenning og er aðgangur ókeypis," segir Stefán Öli að lok- um. Flóttamenn til Hornafjarðar Von á fimm fjölskyldum frá Júgóslavíu Hallur Magnússon Ibúar í Hornafjarðarbæ undirbúa sig nú undir að taka á móti júgó- slavneskum flóttamönnum. Hallur Magnússon er fram- kvæmdastjóri heilbrigðis- og félagsmálasviðs Homa- fjarðarbæjar. Hann var beð- inn um að segja frá því hvaða fólk þetta er sem er væntanlegt til bæjarinns innan fjögurra til átta vikna. „Þetta eru fimm fjöl- skyldur, alls 17 manns. Þetta er fólk sem á hvergi heima. Það er óvelkomið í Júgóslavíu en þangað kom það frá Króatíu þar sem það hafði gengið í gegn um miklar hörmungar." -Af hveiju fara þau til Hornafjarðar? „Þetta byijaði með því að á ráðstefnu Samtaka íslenskra sveitarfélaga auglýsti félagsmála- ráðherra eftir sveitarfélögum til þess að taka á móti flóttamönnum frá Júgóslavíu. í kjölfar þess kynnti Gísli Sverrir Ámason, forseti bæj- arstjómar, þetta erindi í bæjarráði og bað menn að hugsa það hvort þeir væru reiðubúnir til þess að taka á móti flóttafólki. Við vomm aðeins famir að skoða málið þegar ráðuneytið hafði samband við okk- ur, eins og reyndar fleiri sveitarfé- lög, til þess að ítreka þessa ósk.“ -Af hveiju sneri ráðuneytið sér til ykkar? „Ég veit ekki af hveiju það var en ég get ímyndað mér að ástæðan hafi verið sú að við höfum það sem til þarf. Við höfum tiltölulega fjöl- breytta atvinnu hér auk þess sem við höfum leikskóla, gmnnskóla og framhaldsskóla, þannig að bömin geta verið hér áfram. Einnig höfum við félagsþjónustu sem er svona sæmilega öflug og gott heilbrigði- skerfí. Þannig að í raun og vem uppfylltum við öll þau skilyrði sem þarf til þess að taka á móti flótta- mönnum. Það era kannski ekki margir staðir sem hafa allt þetta og ég hugsa að það hafí verið ástæðan fyrir þvi að haft var sam- band við okkur. Við höfum líka verið reynslusveitarfélag, staðið okkur vel og verið í samskiptum við félagsmálaráðuneytið út af því. Það var því komin reynsla á sam- skipti okkar við ráðuneytið sem ég tel að hafí ýtt undir það að þeir höfðu áhuga á því að við tækjum við þessu verkefni. Þeir vissu að bæjarstjómin hér hefur metnað til þess að gera hlutina vel.“ -Og þið voruð tilbúin til þessa samstarfs? „Við skoðuðum málið og það hvort við treystum okkur til að taka þetta að okkur. Við sáum að við gætum boðið þessu fólki þokkalega þjón- ustu og aðstæður. Þetta var mjög stuttur fyrirvari sem við höfð- um, ekki nema hálfur mánuður. Það endaði svo með því að ég tók saman skýrslu um málið og vísaði þar m.a. í reglur sem verið var að vinna í flóttamannar- áði. Skýrslan var lögð fyrir bæjar- stjórn og þetta bara samþykkt. Menn vom sammála um það að leggja sitt að mörkum með því að taka á móti þessu fólki.“ -Hvemig hefur undirbúningurinn verið? „Þetta hefur gengið mjög hratt. Greinargerðin var lögð fyrir 11. maí og nokkmm dögum seinna var tekin ákvörðun um það að fara í þetta mál. Við réðum Þóru Ingi- marsdóttur hjúkrunarfræðing sem ► Hallur Magnússon er fæddur árið 1962. Hann lauk BA gráðu í sagnfræði og þjóðfræði frá Háskóla íslands og rekstrar- fræðiprófi frá Samvinnuhá- skólanum. Hallur starfaði sem blaðamaður hjá Tímanum á ár- unum 1986 til 1990. Hann hefur einnig starfað sem þáttagerðar- maður á Bylgjunni og Rás 1, við kennslu og í sérverkefni á vegum áætlana- og hagdeildar Ríkisspítala. Hallur var ráðinn framkvæmdastjóri heilbrigðis- og félagsmálasviðs Hornafjarð- arbæjar árið 1995. Hallur er í sambúð og á eina dóttur af fyrra hjónabandi. verkefnisstjóra og Eyjólfur Guð- mundsson, skólastjóri framhalds- skólans, tók að sér að fara út og taka þátt í undirbúningnum þar. Við emm einnig búin að vera í góðu samstarfi við ísafjörð og höfum notið góðs af reynslu þeirra. Einnig höfum við verið í góðu sam- starfi við Rauða krossinn en hér á staðnum er starfandi Rauða kross deild. Það er reyndar ein af ástæðum þess að við tökum þátt í þessu verkefni og við hlökkum til frekara samstarfs við þá.“ -Hafið þið fengið viðbrögð frá íbúum Homafjarðar? „Já, við höfum fengið mjög góð viðbrögð frá fólki, það er spennt og ánægt og áfram um það að þetta gangi vel. Fyrstu dagana komu líka ákveðin neikvæð við- brögð. Fólk var m.a. að spyija sig að því hvort við ættum húsnæði handa þessu fólki þar sem það hefur verið húsnæðisekla héma og erfiður leigumarkaður. Einnig eram við með langan biðlista á leik- skóla. En þetta vom hlutir sem við vissum fyrirfram að yrðu erfíðir. Við auglýstum eftir íbúðum og emm búin að fá húsnæði á fijáls- um leigumarkaði fyrir allt þetta fólk. Það sem er ennþá betra er að við höfum bæði fengið íbúðir og hús, sem hingað til hafa ekki verið í leigu. Kerfið hjá okkur, félagslegar íbúðir og almenna kaupleigukerfíð raskast því ekkert. Síðan varðandi leikskólaplássið, þá var það vissulega ákveðinn mín- us. En miðað við þær hörmungar sem þetta fólk er búið að ganga í gegnum þá fannst mér það ekki mikil fóm fyrir samfélagið hér þó tvö eða þijú leikskólapláss frestuð- ust eitthvað. Það vildi svo þannig til vegna þess hvemig hópur hafði verið forvalinn fyrir okkur þama úti, að aðeins eitt bam í hópnum þarf leikskólapláss.“ Við höfum það sem til þarf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.