Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ c • 1 HÁSKÓLABÍÓ SÍMI 552 2140 Háskólabíó OVÆTTURINN TOM SIZEMORE PENELOPE ANN MILLER FRÁ FRAMLEIÐANDA TERMINATOR OG ALIENS The Relic er vísindaskáldsaga í anda Aliens meö Tom Sizemore og Penelope Ann Miller í aðalhlutverkum og framleiöandi er Gale Anne Hurd sem er fræg fyrir framleiöslu „science fiction" mynda á borö viö Terminator 2, Aliens og the Abyss. The Relic er mögnuö spennumynd sem þú verður að sjá. Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15. B. i. 16 ára. EINRÆÐISHERRA I UPPLYFTINGU Fran Drescher LTON SANDRA BULLOCK CHRIS 0 DONNEL UNDIRÍXJÚW ÍSLANDS Diírgöu a.ndunh djupt The Beautician and The Beast er frábær gamanmynd meö Fran i Dresher (Barnfóstran á Stöö 2) og Timothy Dalton (James Bond) í aöalhlutverkum. Einræöisherrann Boris í Slovetziu ætlar að snúa landi og þjóö til vestrænna siða og ræöur, að hann heldur, kennara frá bandaríkjunum aö kenna börnum sínum vestræna siði. Kennarinn er föröunarfræöingurinn Joy frá Queens sem heldur aö hún haf verið ráöin til aö lappa upp á útlit einræöisherrans. Sýnd kl. 5, 7, 9.05 og 11.10. Sýnd kl. 5.30. Enskt tal, ótextaö. Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. B. i. 12 ára. ÁTT ÞÚ EFTIR AÐ SJÁ KOLYA? Sýnd kl. 7, 9 og 11. Síðustu sýningar < i ( ( < I i Eitt blað fyrir alla! JM«rðinib(abtb - kjarni málsins! STRÁKAR!!! ÞAÐ ER STUNDUM GOTT AÐ VERA NAKINN EN... ...EKKI ALLTAF!!! Tónlist sem varla er tónlist TONLIST Gcisladiskur THE BEST PET POSSIBLE The Best Pet Possible, breiðskifa hljómsveitarinnar Stilluppsteypu. Engar upplýsingar koma fram um hljómsveitarmeðlimi á umslagi, en lögin skrifast öll á sveitina og eru tekin upp seint á síðasta ári utan eitt lag sem er tveggja ára gamalt. Hollenska fyrirtækið Staalplaat gef- ur út. 41,42 mín. STILLUPPSTEYPA hefur gam- an af að ögra viðteknum hugmynd- um um hvað er tónlist og á ótal útgáfum hafa Stilluppsteypuliðar reynt á þanþol tónmálsins, ýmist með tilbúnum hljóðum og af- skræmdum, eða með hefðbundnum hljóðfæraslætti. Þróunin hefur verið þó nokkur þó undir liggi alltaf sama löngunin að velta upp einhveiju nýju með því að kasta fyrir róða öllu því gamla. Það ætti ekki að koma á óvart að nýjasta breiðskífa Stilluppsteypu sé gefin út af erlendu fyrirtæki, því sveitin nýtur víða virðingar með þess hóps sem kann að meta tónlist sem er á mörkum þess að kallast tónlist. Þannig hefur sveitinni geng- ið vel að selja útgáfur sína, hvort sem um er að ræða 7“, 10“, 12“ eða snældur úti í heimi, en hér á landi eru ekki nógu margir sérvitr- ingar til að hægt sé að láta slíka útgáfu bera sig. Með tímanum hefur tónlist Still- uppsteypu orðið aðgengilegri, ekki síst vegna þess að liðsmenn hafa smám saman náð betri tökum á þvi sem þeir eru að gera, skorið burt allan óþarfa og orðið markvissari og hnitmiðaðri í tónsmíðum. Þessi síðasta plata þeirra er þar engin undantekning því hún er besta verk sveitarinnar til þessa og um leið það aðgengilegasta. Gott dæmi um það er sjötta lag diskins sem hér er gerður að umtalsefni, It Should Be (?) því það ætti að falla flestum í geð sem treysta sér á annað borð til að hlusta á tónlist sem varla er tónlist. Fyrstu fimm lögin á plötunni eru draumkennd syrpa A Cause for Alarm & Confusion, og þarf að leggja við hlustirnar til að fanga þau; örstuttar stemmningsmyndir, 10 til 20 sekúndur hvert, til að mynda fyrsta lagið sem nánast hverfur um leið og það byijar, birt- ist svo aftur örskotsstund og ófor- varandis er því lokið. Fimmta lagið er síðan eins konar samantekt á því sem á undan hefur farið, þar sem stefin eru skoðuð og spegluð fram og aftur. Getið er um sjötta lag plötunnar, en það sjöunda, The Too Close Hand, er fráhrindandi hávaði við fyrstu hlustun, minnir á fyrstu tilraunir í raftónlist, en þó markvissara og beittara; frábært lag. Næst þar á eftir kemur bráðg- ott lag, Tension Than Laugh, en lokalagið er þó hápunkturinn á af- bragðs plötu og heitir því sérkenni- lega nafni People With Loud Langu- age Whisper Having Conversation While Speaking. í því lagi eru radd- ir skemmtilega afskræmdar og samsettar, spilaðar á ýmsum hraða afturábak og áfram, þar til manns- röddin rennur saman við vélahljóð og skruðninga. Þó lagið sé langt, tæpar átján mínútur, er ekki að finna í því dauðan punkt og víða eftirminnilegir hljómaklasar og hljóð. Endurnýjun í íslenskri tónlist fer víða fram og yfirleitt utan alfara- leiða, Stillupsteypa fer framarlega í flokki þeirra sem eru að skapa nýtt tónmál og þó tónlist sveitarinn- ar muni seint njóta vinsælda og almennrar viðurkenningar er fátt merkilegra á seyði í íslenskri tónlist um þessar mundir. Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.