Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 9 FRETTIR Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson. VÆN silungahrúga úr Arnarvatni stóra. Hár með- alþungi í Þverá og Kjarrá ÞÓTT smálaxagöngur séu að glæðast mjög í ýmsum ám suðvestan- og vestanlands og örli aðeins á þeim fyrir norðan, þá er það stórlax sem ber uppi aflann í Þverá og Kjarrá. Undir kvöld á mánudaginn voru komnir 450 laxar á land úr ánum. Að sögn Jóns Ólafssonar, eins leigutaka ánna, var meðalþungi 40 iaxa sem veiddust í ánum á tveimur vöktum um helgina 8,21 pund. Að- eins 28 laxar af heildaraflanum voru 4 punda eða smærri og aðeins tveir þeirra voru 3 pund. Þetta sýnir að smálaxinn er vænn og mjög algeng stærð á stórlaxinum er 12 pund. Stór- laxagöngur hafa víða brugðist en augljóslega ekki í Þverá og Kjarrá. Bleikjan að ganga í Víðidalsá „Það veiddust 100 bleikjur tíu fyrstu veiðidagana á silungasvæðinu í Víðidalsá og það er betri byijun en við áttum von á. Hún byrjar að ganga snemma þetta sumarið, það er ljóst,“ sagði Ragnar Gunnlaugs- son á Bakka í Víðidal í samtali við blaðið í gærmorgun. Hann sagði að einn daginn hefðu 33 bleikjur veiðst á tvær stangir. „Þetta er mest 1-3 punda bleikja, en ein 5 punda var stærst til þessa. Þá veiddist einn lax í fyrradag," bætti Ragnar við. Mokveiði í Arnarvatni stóra Margir hafa fengið ljómandi veiði í Arnarvatni stóra í sumar og eru dæmi um að tvær stangir hafi haldið af heiðinni með 150 fiska eftir þriggja daga veiði. Fiskur er af góðri stærð og hefur farið stækkandi þar sem veiðihópur í Vestur-Húnavatnssýslu, Dísin, hefur grisjað vatnið á hveiju sumri síðustu árin. Silungur sem veiddur er í grisjuninni er flakaður og frystur og síðan seldur ýmsum aðilum innan héraðsins og utan. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur bætt enn einu silungsveiði- svæðinu við, frá Sprænutanga við Þingvallavatn, niður allt Efra-Sog og út í Úlfljótsvatn að gömlum far- vegi Kaldár, skammt neðan brúar við Steingrímsstöð. Þá hefur SVFR einnig tekið í umboðssölu lausa daga á miðsvæði og efsta svæði Langár á Mýrum. Er það í samvinnu við leigutakann, Ingva Hrafn Jónsson. Útsalan er hafin 20-50 % afsldttur \ i t . 4 &iss>a -tískuhús Hverfísgötu 52, sími562 5110 byltingarkennda litalínan paroligaHeiTera Kynning Á morgun frákl. 13 - 18. NANA Hólagarði Dugguvogi 2-104 Reykjavík Lokað í dag Útsalan hefst á morgun Polarn&Pyret Vandaður kven- og barnafatnaður. Kringlunni, sími 5681822 3.969- Tilboð SÖKKAR FYLGJA í KAUPBÆTi Fleiri en bflstjórar kunna ab meta þessa einstöku sandala... Einstaklega mjúkir og þægilegir sandalar sem bæði bílstjórar og aðrir athafnamenn kunna svo sannarlega að meta. Fást í dökkbrúnu leðri. Stærðir 39-47. Góðir sumarsokkar úr 65% bómull og 35% polyamid, fylgja hverju pari í kaupbæti, til 19. júli. Grandagarði 2, Rvík, simi 552-8855. Opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-14 ENDURSKIPULAGNING SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS LOKAUTKALL A MORGUN Á morgun, fimmtudaginn 10. júlí, er lokainnlausn nokkurra flokka spariskírteina ríkissjóðs. Eigendur þessara skírteina, sem eru ekki búnir að skipta yfir í ný spariskírteini, geta nú tryggt sér góð skiptikjör á markflokkum spariskírteina til 16. júlí. Spariskírteini þessi bera enga vexti eða verðbætur eftir lokagjalddaga þeirra á morgun. Hafðu samband strax í dag við Lánasýslu ríkisins og tryggðu þér ný spariskírteini í markflokkum til 5 eða 8 ára í stað þeirra gömlu. Lokagjalddagi Flokkur 10. 07. 1997 SP1989 II8D 10. 07. 1997 SP1985 IA 10. 07. 1997 SP1985 IB 10.07.1997 SP1986 I3A 10. 07. 1997 SP1987 I2A 10. 07. 1997 SP1987 I4A LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð, sími S62 6040 ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA • SALA • ÍNNLAUSN • ASKRIFT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.