Morgunblaðið - 22.02.1998, Side 48

Morgunblaðið - 22.02.1998, Side 48
—48 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Smáfólk BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Vanþakklátt ríkisvald Frá Guðvarði Jónssyni: UM SÍÐUSTU áramót hækkuðu almennir launataxtar um 4%. Einnig elli- og örorkulífeyrir. En vegna skattabreytinga hækkaði útborgaður ellilífeyrir nánast ekk- ert. Útborgaður ellilífeyrir, sem var kr. 28.507 í desember, hækkaði upp í 30.159 í janúar, sem er hækkun upp á kr. 1.652 á mánuði en vegna skattabreytinga myndaðist stað- greiðsluskattstofn sem gerir það að verkum að útborgaður lífeyrir varð ekki nema kr. 28.903. Útborg- uð hækkun varð því ekki nema kr. 396 á mánuði. Það er engin furða þótt okkar ástkæri forsætisráðherra og einn vinsælasti spaugari landsins sjái dýrðarljóma velsældar og upp- hrópunarverða kaupmáttaraukn- ingu í þessari tölu. Hvort sem það stafar af sjón- depru eða öðrum ellihrumleika virðast ellih'feyrisþegar ekki sjá sömu gróskuna í lífskjörum sínum vegna hækkunar hfeyris upp á eitt molakaffi á mánuði, eins og forsæt- isráðherra. Mér hefur dottið í hug, hvort ekki væri hægt að bæta aftan við þessa tölu nokkrum kvótanúllum, því þar ku vera auðvelt að finna peninga, sem ekki eru frá neinum teknir. Þegar maður lítur 70-80 ár til baka, á það þjóðfélag sem núver- andi ellilífeyrisþegar fæddust inn í, kemur upp í hugann eftirfarandi: Ekkert rafmagn til almennings- nota, sími aðeins á þjónustustöðv- um P.S., hvorki útvarp né sjón- varp, engin uppsagnarfrestur á vinnu, engar atvinnuleysisbætur, hvorki sjúkradagpeningar eða slysabætur, ekkert fæðingarorlof, engin námslán, engar flugsam- göngur, vegakerfi landsins troðn- ingar og kerruvegir og ár flestar óbrúaðar, svo stiklað sé á stóru í upptalningu á þvi sem ekki var til fyrir 70-80 árum, en er talinn sjálf- sagður hlutur í því tækniþróaða þjóðféiagi sem ellihfeyriskynslóðin hefur unnið að uppbyggingu á, í þágu þjóðfélagsins. Líti maður svo á 396 kr. lífeyris- hækkun á mánuði, sem ekki nær því að vera 10% upp í þær verð- hækkanir sem urðu á vöru og þjón- ustu upp úr áramótum, sýnist manni að laun stjórnvalda séu hreint og klárt vanþakklæti. Það fólk, sem þetta bitnar harð- ast á, eru þeir sem voru á lægstu laununum, en skiluðu hærra hlut- falli í verðmætasköpun til þjóðfé- lagsins, heldur en þeir sem voru hærra launaðir. Alþingismenn hafa seilst eftir líf- eyri úr ríkiskassanum til að fita flokkana. Væri ekki rétt fyrir þá að nota sínar eigin reiknikúnstir, sem notaðar eru við útreikning á elli- og örorkulífeyri, og reiknuðu tekjur allra flokksmanna niður í elh- eða örorkulífeyri, reiknuðu svo það sem fram yfír væri, til reksturs flokkanna og ríkið bætti svo við ef á vantaði. Eg held að fólki sé farið að finn- ast, að alþingismenn séu ekki sjálf- um sér samkvæmir þegar þeir sækja peninga í ríkiskassann sjálf- um sér til handa. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Longar ykkur oð vikko sjóndeildarhringinn og kynnast einhverju nýju? „Það eru forréttindi að fó að kynnast ungu fólk fró ýmsum heimshornum, eignast það oð vinum, deilo með því skoðunum og síðost en ekki síst, að þykja vænt um það." Honna Pólsdóllir fóslurmóðir. Alþjóðleg ungmennaskipti Hverlisgötu 8-10» 101 Reykjovík aus@isholf.is • Sími/fax: 561 4617 AUS - ICYE óskar eftir f jölskyldum til að hýsa erlenda skiptinema til lengri eða skemmri tíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.