Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 11/4 -17/4 ►BAUGUR hf. gekk í vik- unni frá samningi við bresku verslanakeðjuna Debenhams og Smáralind um rekstur sérverslunar undir merkjum Debenhams í verslunarmið- stöðinni i Smáralind í Kópa- vogi. Jafnhliða tókust samning- ar milli Baugs og Smáralind- ar um að Smáralind kaupi lóð Nýja bíós í Lækjargötu af Baugi og standi þar fyrir uppbyggingu verslunarhús- næðis. ►LANÐSBJÖRG, landssam- band björgunarsveita, og Slysavamafélag íslands und- irrituðu á föstudag sam- komulag um sameiningu fé- laganna undir heitinu Slysa- vamafélagið Landsbjörg. Gert er ráð fyrir að nýja fé- lagið hefji störf 1. júlí. ►SINFÓNÍUHLJOMSVEIT íslands heldur til Bandaríkj- anna á næsta ári og eru sex til níu tónleikar fyrirhugaðir í ferðinni. Gert er ráð fyrir einum tónleikum í Carnegie Hall í New York. Stjórnandi hljómsveitarinnar í ferðinni verður Rico Saccani og ein- leikari Judith Ingólfsson, ís- lenskur konsertfiðlari, sem býr í Bandaríkjunum. ►GERT er ráð fyrir tölu- verðum samdrætti í þorskafla milli ára í netaralli Hafrannsóknastofnunar, sem hófst eftir páska og lýkur væntanlega nú um helgina. Sagði Vilhjálmur Þorsteins- son, fiskifræðingur og verk- efnisstjóri rallsins, að útlit væri fyrir minni veiði en í fyrra, en vegna þess að norðanátt hefði verið ríkj- andi á veiðisvæðinu frá því fyrir páska þyrfti veiðin ekki að segja til um stofnstærð- ina. Samkomulag í Smugudeilu SAMKOMULAG var gert í Smugudeil- unni á þriðjudag eftir nokkurra ára ágreining og deilur við Norðmenn og Rússa. Samkvæmt samkomulaginu, sem sendinefndir íslands, Noregs og Rússlands gerðu um veiðar í Barents- hail, fá íslendingar árið 1999 8.900 lesta þorskkvóta, sem skiptist til helminga milli lögsögu Noregs og Rússlands. Fari leyfílegur heildarafli á þorski í Barentshafi niður fyrir 350 þúsund lest- ir falli veiðar Islendinga úr stofninum niður og sömuleiðis veiðar Norðmanna í íslenskri lögsögu. I sérstakri bókun íslands og Rúss- lands er kveðið á um að íslensk skip geti veitt 4.450 lestir af þorski í rússneskri lögsögu á þessu ári og muni Rússar þar af bjóða íslenskum útgerðum 37,5% eða 1.669 lestir til kaups á markaðsverði. Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra sagði að samningurinn væri mjög hagstæður, en Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra út- gerðarmanna, kvaðst telja hlut Islands rýran. Verðmæti þess afla, sem íslendingum er heimilt að veiða, nemur tæpum millj- arði króna. Kennarar lögðu niður kennslu GRUNNSKÓLAKENNARAR í Reykjavík lögðu klukkan 11 á fímmtu- dag niður vinnu vegna óánægju með kjör sín. Þeir kröfðust þess að launa- munurinn á þeim og kennurum á lands- byggðinni yrði jafnaður með 250 þús- und króna eingreiðslu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri harmaði að- gerðir kennara og sagði að í gildi væri kjarasamningur með tilheyrandi friðai-- skyldu. Harma loftárás á flóttamenn TALSMENN NATO viðurkenndu í vik- unni og hörmuðu, að fyrir mistök hefði verið ráðist á bflalest með aibönskum flóttamönnum en lýstu jafnframt yfír, að Slobodan Milosevic, forseti Jú- góslavíu, bæri fulla ábyrgð á harmleikn- um í Kosovo. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagði slík slys næstum „óumflýjanleg" í átökum eins og þessum en árásir á skotmörk í Júgóslavíu hafa enn verið hertar. Aðrir frammámenn á Vesturlöndum tóku í sama streng og sögðu Sérba gráta krókódílatárum yfir dauða flóttamannanna. Leiðtogar Evr- ópusambandsríkjanna funduðu í Brus- sel á miðvikudag ásamt Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, um tillögur Þjóðverja um lausn á átökunum á Balkanskaga. Kom fram hjá Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, að Rússar væru „nær al- gerlega“ samþykkir tillögunum en þær gera ráð fyrir, að loftárásum verði hætt þegar allt serbneskt herlið er farið frá Kosovo. Hafa leiðtogar annarra ESB- rílqa tekið tillögunum vel en þó með nokkurri varfæmi. Talsmaður Flótta- mannastofnunar SÞ sagði á fóstudag, að Serbar hefðu eftir nokkurt hlé hafið aft- ur brottrekstur albansks fólks frá Kosovo og ætluðu sér augljóslega að reka það allt frá héraðinu. Óeirðir í Kuala Lumpur ÓEIRÐIR brutust út í Kuala Lump- ur, höfuðborg Malasíu, eftir að Anwar Ibrahim, fyrrverandi aðstoðarforsæt- isráðherra, var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir spillingu. Hafa stjóm- málamenn í nágrannaríkjunum gagn- rýnt dóminn og alþjóðleg mannrétt- indasamtök segja hann af pólitískum rótum runninn. Ymsir telja, að dóm- urinn muni veikja stöðu Mahathirs Mohammads forsætisráðherra en ekki styrkja. ►JACK Straw, innanríkis- ráðherra Bretlands, hefur ákveðið að leyfa breskum dómstólum að taka fyrir beiðni um framsal Augustos Pinochets, fyrrverandi ein- ræðisherra í Chile, til Spán- ar. Baltasar Garzon, spánski dómarinn, sem krefst fram- salsins, kveðst vera „sæmi- lcga ánægður" með ákvörð- unina en stjórnvöld í Chile hafa fordæmt hana. ►BENAZIR Bhutto, fyrrver- aridi forsætisráðherra Pakistans, og eiginmaður hennar, Asif Zardari, voru dæmd á fimmtudag í fimm ára fangelsi fyrir spillingu. Þá voru þau dæmd til að greiða um 600 millj. ísl. kr. fyrir að hafa tekið við mútum frá svissnesku fyrirtæki. Bhutto, sem er stödd í London, kveðst saklaus og segir vera um að ræða póli- tíska ofsókn í því skyni að binda enda á stjómmálaferil sinn. ►PAKISTANAR hafa svarað eldflaugatilraunum Indverja með því að skjóta á Ioft tveimur meðaldrægum eld- flaugum, sem borið geta kjarnorkuvopn. Ekkert lát er þvi á kjarnorkuvopnakapp- hlaupi ríkjanna en stjórnvöld í Pakistan hafa þó hvatt til, að ríkin semji um það sín í milli að takmarka það. ►FORSETAKOSNINGAR vom í Alsír á fimmtudag og var í raun aðeins einn maður í kjöri þar sem sex af sjö frambjóðendum drógu sig í hlé. Sökuðu þeir stjórnvöld og herinn um að hafa úrsltin í hendi sér og samkvæmt fréttum fékk Abdelaziz Bou- teflika, sem hcrinn styður, 73,79% atkvæða. Sagt var, að 10,5 millj. manna af 17,5 millj. á kjörskrá hefðu kosið. FRÉTTIR Framkvæmdum við Kringluna fleygir fram FRAMKVÆMDUM við byggingu Kringlunnar miðar vel áfram, sprengingum ásamt jarðvinnu er lokið að mestu og aðrar fram- kvæmdir vel á veg komnar, að sögn Gísla Kristófei-ssonar verk- sljóra hjá ístaki. Þokkalega hef- ur viðrað til verka í vetur og tíð- arfarið ekki unnið gegn fram- kvæmdum. 40 manns eru við vinnu á svæðinu nú, þar af 18 trésmiðir. Verið er að slá upp undir gólf í torgbyggingu, en við gólfið er notuð ný tækni frá Bretlandi. Járnplötueiningum er raðað undir gólfið, járna- binding og lagnir settar í þær og gólfíð steypt þar beint of- aná. Byrjað verður að reisa stál- virki bflageymslu upp úr 20. aprfl. Jarðvinnu við tengibygg- ingu Borgarleikhúss er að mestu lokið og frálagnir komn- ar útfyrir vegg. Gísli segir að áætlanir standist og verkið sé jafnvel heldur á undan áætlun. Framkvæmdum eigi að Ijúka að mestu næsta haust og þá verði bflastæðahús og torgbygging tekin í notkun. Aðeins verði eftir að klára tengibyggingu Borgarleikhúss en sá hluti verði þó að fullu steyptur upp í haust. Gísli segir að nokkurt rask kunni að verða þegar lagnir frá byggingunni verða lagðar en þær liggja út í götuna milli Kr- inglunnar og Morgunblaðshúss- ins og verða tengdar inn á meg- inlögn við hús Sjóvár-Almennra. Þess vegna má búast við nokkrum umferðartöfum vegna þess að önnur akrein götunnar til norðurs verður grafín upp vegna framkvæmdanna. „ _ Morgunblaðið/Golli GISLI Kristófersson verkstjóri hjá ístaki við framkvæmdasvæði ný- bygginganna í Kringlunni. NÝ TÆKNI er notuð við gólf nýbyggingarinnar, valsaðar járnplötur eru Iagðar í gólfstæðið og steypt ofaná þær þegar lagnir hafa verið lagðar niður í þær. Gunnþór Oddgeirsson og Atli Bryngeirsson voru að vinna við gólfið í gær. Smjörfjall að myndast en það er flutt út til Mið-Austurlanda Framleiðsla á mjólk er langt umfram sölu HORFUR eru á að framleiðsla á mjólk á þessu verðlagsári verði 7-8 milljónir lítra umfram innanlands- neyslu, en heildarneyslan er um 102 milljónir lítra á ári. Oskar H. Gunn- arsson, formaður Samtaka afurða- stöðva í mjólkuriðnaði, segir að þessi miklu munur á framleiðslu og sölu muni koma niður á afkomu mjólkurframleiðenda á næstu tveimur árum. Búið er að lofa bændum að þeir fái greitt fyrir alla umframmjólk á þessu verðlagsári og virðist þetta loforð eiga stóran þátt í framleiðsluaukningunni. Neysla á mjólk hefur á síðustu ár- um verið að færast yfir á magrari mjólkurvörur. Þetta hefur leitt til þess að meiri þörf er fyrir prótein- ríka mjólk en fitumikla mjólk. Óskar sagði að í haust hefði verið ljóst að auka þyrfti framleiðslu á mjólk um 1-1,5 milijón lítra á þessu verðlags- ári til að hægt væri að anna eftir- spum eftir próteinríkum mjólkur- vörum. Þess vegna hefðu afurða- stöðvar lýst því yfir að þær myndu greiða fyrir alla umframmjólk. Greitt yrði að fullu fyrir próteinhluta mjólkurverðsins, sem er 75% af verðinu, en ekkert fyrír fitu. Mjólk- ursamlag KEA á Akureyri hefði að vísu ákveðið að greiða einnig fyrir fituna. Óskar sagði að þetta ásamt góðum heyjum og mjög lágu verði á kjamfóðri hefði leitt til mikillar framleiðsluaukningar á mjólk. „Áætlanir benda til að umfram- mjólkin verði 7-8 milljónir lítra á þessu verðlagsári, sem lýkur 1. september. Bændur hafa því tekið ansi hressilega við sér og langt um- fram það sem æskilegt er. Við mun- um auðvitað reyna að selja eins mikið og við getum á innlendum markaði, en það er ljóst að við get- um ekki selt þetta allt og reiknum með að flytja út smjör á erlenda markaði," sagði Óskar. A undanförnum ámm hafa ís- lendingar flutt út smjör á markaði í A-Evrópu. Óskar sagði að þessir markaðir væm mjög lélegir nú um stundir. Bæði væri verðið lágt og eins væri mjög erfitt að eiga við- skipti á þessu svæði núna. Hann sagði að í næsta mánuði yrðu 100 tonn af smjöri seld til Mið-Austur- landa. Islenskt smjör hefði aldrei áður verið selt þangað. Hann sagði að verðið væri lágt og því óvíst hvort framhald yrði á þessum út- flutningi, en nauðsynlegt væri að flytja út 400-500 tonn af smjöri til að birgðastaðan yrði viðunandi. Kemur niður á framleiðendum síðar „Eg tel að þetta vandamál sem við stöndum nú frammi fyrir komi niður á framleiðendum á næstu tveimur áram því þá verður ekki þörf fyrir neina umframmjólk. Það væri mjög æskilegt að bændur drægju úr framleiðslu núna því það er þeim ekki í hag að safna upp verðlitlum smjörbirgðum,“ sagði Óskar. Síðastliðið haust tók ný reglugerð um fmmutölu í mjólk gildi sem fól í sér hertar kröfur um gæði mjólkur- innar. Reglugerðin leiddi til þess að bændur urðu að farga miklu af kúm sem voru annaðhvort orðnar gamlar eða vom með gölluð júgur. Óskar sagði að af þessum sökum hefðu margir haft efasemdir um að bænd- ur gætu aukið framleiðsluna svona mikið eins og nú hefði komið á dag- inn. Margir hefðu þvert á móti reiknað með að það drægi úr mjólk- urframleiðslu vegna reglugerðar- innar. M.a. þess vegna hefðu mjólk- ursamlögin gefið yfirlýsingar um fulla greiðslu fyrir umframmjólk. Eftir á að hyggja hefði verið skyn- samlegra að hafa þak á þessum greiðslum, t.d. við 1-1,5 milljónir lítra. Mjólk sem framleidd er á haustin er greidd hærra verði en mjólk sem framleidd er á öðrum árstímum. Þetta er gert til að reyna að stuðla að jafnari framleiðslu yfir árið. Ósk- ar sagði að þetta ætti sinn þátt í mikilli framleiðslu í haust. Fram- leiðslan í sumar gæti því ráðið miklu um útkomu ársins. Óskar sagði að sala á mjólkurvör- um hefði gengið allvel að undan- fömu. Sala á ostum hefði t.d. aukist um 6-7% á einu ári, en sala á neyslumjólk hefði hins vegar aðeins dregist saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.