Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 3Ö ana örlítið þegar frá þeim var sagt í kaffistofunni að veiðiferðinni lok- inni. Með þessari litlu kveðju um góð- an vin og starfsfélaga votta ég Brynhildi og fölskyldu mína dýpstu samúð. Júlíus'. Nú er Geir í. Geirsson látinn. Bi-yndís kona hans og vinkona mín, tilkynnti mér lát hans fóstudags- morguninn 9. apríl. Þó fráfall Geirs komi e.t.v. ekki á óvart erum við aldrei viðbúin. Mér var brugðið. Geir var búinn að eiga við langvar- andi veikindi að stríða og var mikið af honum dreigið. Það var þó alltaf gefandi að heimsækja hann á spít- alann, þar sem hann dvaldi síðustu vikurnar, því hann var hress í anda til síðustu stundar, ræðinn og já- kvæður. Nú hefur Bryndís mín elskulega vinkona gengið þann sama veg og ég sjálf gekk fyrir hálfu öðru ári. Gangan er þó ekki á enda, því mikla sorg og mikinn missi þarf að kljást við. Að missa maka sinn, lífs- förunaut og sálufélaga er mikið og stundum er erfítt að trúa því að líf- ið muni halda áfram. Bryndís og Geir voru samhent hjón og við hjónin vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga vináttu þeirra og samfylgd í lífinu. Við átt- um saman margar ánægjustundir, bæði hér innanlands og erlendis. Minnisstæðar eru ferðir okkar saman til Grikklands og Kanarí- eyja. Einnig höfðinglegar móttök- ur er við heimsóttum þau í sumar- bústað þeirra. Geir var einstakm- maður, ljúfur og jákvæður. Alltaf var hann hress í bragði og aldrei heyrðist hann kvarta þrátt fyrir erfið veikindi. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Elsku Bryndís, megi góðm’ guð gefa þér og fjölskyldu þinni styrk í ykkar miklu sorg. Kristín. Það er komið að kveðjustund, kær vinur er dáinn. í marga mán- uði er hann búinn að berjast \ið ill- vígan sjúkdóm, sem að lokum hafði betur. A svona tímamótum hrann- ast upp minningar um góðan vin og nágranna til margra ára. Upphaf þessarar vináttu hófst fyrir 42 ár- um þegar við hjónin hófum búskap í Skaftahlíðinni, en þá bjuggu Geir og Bryndís í næsta stigagangi. Þarna myndaðist traust vinátta og var gott að eiga þau að meðal „frumbyggja" þessa húss. Og árin liðu. 1977 langaði okkur hjónin að komast út í guðs græna náttúruna og hófum við leit að sumarbústaðarlandi. Geir tjáði okkur þá að hann væri búinn að fá land í Rangárvallasýslu, og að fengnum þessum upplýsingum fór- um við að skoða og úr varð að við byggðum okkur sumarhús í næsta nágrenni við þau Geir og Bryndísi og þannig treystust vinaböndin enn frekar. Þriðju hjón úr Skafta- hlíðinni, Magnús og Ásta, byggðu þarna líka og var þetta góður vina- hópur. Við höfum árlega haldið saman hátíð um Jónsmessu og höf- um við, þessi hjónaþrenning, haldið veislu til skiptis þar sem ekkert er til sparað í veislufóngum. Þetta hefur verið mikið tilhlökkunarefni, því eftir að Geir og Bryndís fluttu, fyrst úr Skaftahlíð og svo úr Rangárþingi í Grímsnesið, þá hefur samverustundum okkar fækkað, nema nú síðustu mánuði höfum við fylgst með honum í veikindunum. Elsku Bryndís, þetta hefur verið erfiður tími fyrir fyrir ykkur og hafið þið staðið eins og klettur við hlið hans. Guð geymi minningu Geirs og ykkur öll. Gréta og Sigurjón. MINNINGAR GERÐA ARNLEIF SIG URS TEINSDÓ TTIR + Gerða Arnleif Sigursteins- dóttir fæddist á Fáskrúðs- firði 21. júlí 1944. Hún lést af slysförum 18. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 29. mars. Kæra ljósmóðir. Þú ert farin frá okkur svo skyndilega og gast ekki séð börn okkar allra úr foreldra- fræðslunni des. ‘98. Þú sem varst búin að fylgjast með þeim öllum í móðurkviði og strjúka allar kúlurn- ar, undirbúa okkur fyrir fæðinguna með öndunar- og slökunaræfingum. Annars kynntist ég þér svo náið og vel sumarið ‘96 þegar við hjónin komum heim af fæðjngardeildinni með ekkert barn því Osk okkar lifði svo stutt. Þú hringdir þá fljótt í okkur og komst oft í heimsókn eða bauðst mér í te að spjalla þá sex mánuði sem ég var heima. Það var því mikil gleði að geta sýnt þér Þor- geir okkar og sjá hvemig þú vigtað- ir hann í bleiunni. Þín er og verður sárt saknað þeg- ar foreldrafræðslan hittist í síðasta sinn, foreldramir með öll nýfæddu börnin. Gerða, takk fyrir góð kynni, hlýju og stuðning þau ár sem við þekkt- um þig. Guðmundur, Geir, Siggi og Unn- ar, Guð blessi ykkur og veiti ykkur styrk á erfiðri stund. Guðbjörg Sólveig Sigurðardóttir og fjölskylda. Formáli minning- nrgreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsing- ar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. + Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGLJÓT JÓNASDÓTTIR, Útgarði 6, Egilsstöðum, lést á Arnarholti, Kjalarnesi, mánudaginn 12. apríl. Jarðarförin fer fram frá Valþjófsstaðarkirkju laugardaginn 24. apríl kl. 14.00. Þórhaliur Björgvinsson, Þórarinn Þórhallsson, Anna Halldórsdóttir, Sólveig Björk Jónsdóttir, Björn Hrafnsson, Jón Ingi Jónsson, Monika Steingrímsdóttir, Þórmar Jónsson, Gísli Örn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HUGLJÚF JÓNSDÓTTIR, Garðatorgi 17, Garðabæ, verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 21. apríl kl. 15.00. Dana Kristín Jóhannsdóttir, Lárus Þór Pálmason, Örn Jóhannsson, Karen Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir mín, amma og langamma, HALLDÓRA SVEINBJÖRNSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn 15. apríl sl. Ásdís Hafliðadóttir, Hafliði Skúlason, Valdís Kristjánsdóttir, Snorri Már Skúlason, Ragnheiður Halldórsdóttir, Svava Skúladóttir, Skúli Þórisson og langömmubörn. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN GUÐJÓNSSON, Sunnubraut 19, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 20. apríl kl. 14.00. Börn, tengdasynir og barnabörn. + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÚLÍANA K. BJÖRNSDÓTTIR, Blikastíg 7, Bessastaðahreppi, sem andaðist á Sólvangi Hafnarfirði laugar- daginn 10. apríl, verður jarðsungin frá Bessa- staðakirkju þriðjudaginn 20. apríl kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarsjóð Bessastaðahrepps, sími 565 3130. Erlendur Sveinsson, Svava Guðmundsdóttir, María B. Sveinsdóttir, Bjarni Guðmundsson, Auður Sveinsdóttir, Gunnar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTJÁN B. GUÐJÓNSSON pípulagningameistari, Bakkaseli 3, Reykjavík, sem andaðist sunnudaginn 11. april, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 21. april kl. 13.30. Guðlín Kristinsdóttir, Kristinn G. Kristjánsson, Aðalheiður Dúfa Kristinsdóttir, Guðjóna Kristjánsdóttir, Ásgeir M. Kristinsson, Kristján Erik Kristjánsson, Margrét I. Hallgrímsson, Guðlín Erla Kristjánsdóttir, Hálfdán Ægir Þórisson, afa- og langafabörn. + Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir og afi, REYNIR V. DAGBJARTSSON, Merkurgötu 10, Hafnarfirði, sem lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur þriðjudaginn 13. apríl, verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni, Hafnarfirði, miðvikudaginn 21. apríl kl. 15.00. Fjóla V. Reynisdóttir, Guðlaug Reynisdóttir, Michael Cox, Bryndís Reynisdóttir, Eiríkur Haraldsson, Sverrir Reynisson, Soffía Matthíasdóttir, Guðbjartur Heiðar Reynisson og barnabörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Rauðagerði 24, sem lést mánudaginn 12. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. apríl kl. 13.30. Óskar Hansson, Hans Lórents Óskarsson, Guðmundur Auðunn Óskarsson, Guðrún Bára Gunnarsdóttir, Óskar og Ingiberg. + Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS SIGURJÓNSSONAR frá Stórólfshvoli, Gljúfraseli 11, Reykjavík. Kristín Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + SÓLVEIG KAROLÍNA KJARTANSDÓTTIR, Reynihvammi 23, Kópavogi, lést mánudaginn 5. aprfl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ástvinir þakka vinarhug og hlýjar kveðjur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.