Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 40
£0 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS MÁR BJÖRNSSON + Magnús Már Bjömsson fædd- ist í Reykjavik 10. júní 1978. Hann lést af slysföram 9. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans eru Kolbrún Bergmann Magnúsdóttir, sjúkraliði, f. 21. júní 1947 í Neskaupstað, og Björn Björnsson, húsasmiður og verktaki, f. 20. maí 1944 á Hólmavík. Faðir Björns er Björn Jónsson, fyrr- verandi skrifstofumaður, f. 19. júní 1914. Systkini Magnúsar eru: 1) Olga Guðnín Sigfúsdótt- ir, arkitekt, f. 11. febrúar 1969. 2) Margrét Sigfúsdóttir, kenn- ari, f. 5. janúar 1972, eiginmað- ur hennar er Elmar Kristjáns- son, matreiðslumeistari, f. 7. október 1964, og sonur þeirra er: Róbert Ómar Elmarsson, f. 20. október 1993. 3) Birna Ósk Björas- dóttir, flugmaður, f. 14. mars 1974, unnusti hennar er Cecil King Lewis J.R., starfar hjá flugher Bandaiíkj- annna, f. 25. nóvem- ber 1958. Magnús Már læt- ur eftir sig unnustu, Lindu Björk Jónas- dóttur, f. 6. feb. 1981. Magnús dvaldi sín fyrstu ár með fjöl- skyldu sinni í Kaliformu í Bandaríkjunum, árin 1979- 1980. Síðustu árin hans hefur hann unnið sem verktaki hjá föður sínum við byggingar- framkvæmdir. Magnús Már verður jarðsung- inn frá Háteigskirkju á morgun, mánudaginn 19. aprfl, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Maggi minn, nú ert þú horfinn á braut. Mikið er erfitt að %ætta sig við það. Þú varst svo yndislegur strákur, ég vil þakka þér fyrir stundirnar sem við áttum saman. Það er sorg- legt þegar svona ungur, myndarleg- ur, hress strákur er hrifsaður i burtu. Eg var nýbúin að tala við þig þetta kvöld, þú sagðir við mig að þú elskaðir mig og að þig langaði að vera hjá mér. Það vildi ég líka og ég elskaði þig af öllu mínu hjarta. Þú gast alltaf komið manni í gott skap. Þú varst alltaf svo hress og kátur. ííg á eftir að sakna þess mikið að heyra hláturinn þinn og skynja gleði þína yfír lífínu. Eg bið góðan guð að geyma þig og varðveita þig, elsku Maggi minn, og ég vona að þér líði vel. Við hitt- umst öll einhvern tímann. Þegar mínu lífi lýkur hérna á jörðinni þá tekur þú á móti mér hress og kátur. Eg votta foreldrum þínum og systrum mína dýpstu samúð og ég vil segja þeim að mín huggun er, að þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Far þú í friði til hins eilífa ljóss og friður guðs varðveiti þig að ei- lífu. Kallið er komið, t komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin sírið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, " hans dýrðarhnoss þú hjjóta skalt. (V. Briem.) Þín unnusta Linda Björk Jónasdóttir. Elsku Maggi, litli bróðir minn. Þú varst tekinn svo fljótt frá okkur. Mig langar svo að taka utan um þig og segja þér hvað ég elska þig mik- ið, það er eitthvað sem við segjum öll allt of sjaldan hvert við annað. Þú yndislegi, litli, fallegi bróðir minn, ég vona svo heitt og trúi að >þú sért kominn í annan og betri heim. Þú varst alltaf svo góður og skilur eftir svo stórt tóm í hjarta okkar, það var svo gott að fylgjast með þér vaxa og þroskast og nú þegar þú varst orðinn svo ham- ingjusamur og ástfanginn hverfur þú á braut. Eg veit að þín bíður eitthvert hlutverk á öðrum stað og "rf.nhverjir þurfa á þér að halda. Elsku Maggi minn, mig langar svo að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, stóru systur þína, Elmar og sérstaklega hann Róbert Omar okkar. Þú varst honum sem bróðir og hann átti svo margar góð- ar stundir með þér uppi í herberg- inu þínu og alltaf varstu tilbúinn að passa hann fyrir mig. Það er svo stutt á milli gleði og sorgar, það eru aðeins fimm vikur síðan þú stóðst eins og hetja við hlið mér á brúðkaupsdaginn okkar Elmars og ég þakka fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá mér þann gleðidag. Eg var svo stolt að hafa þig sem bílstjórann okkar, þú með allan þinn þokka sem þú vissir ekki sjálf- ur af en allir aðrir sáu. Ég geymi augnaráð þitt í hjarta mínu, þegar ég spurði þig hvernig ég liti út sem brúður. Failegu brúnu augun þín sögðu meira en nokkur orð eins og svo oft áður þegar þú horfðir á stóru systur sem var alltaf að reyna að siða þig til á einhvern hátt. En Maggi minn, það var mín aðferð við að segja þér að ég elska þig. Elmar og Róbert Ómar elska þig líka og ég ber þér kveðju þeirra, litli bróð- ir. Elsku Maggi minn, við hittumst aftur eftir ókomin ár, við elskum þig öll og biðjum Guð að geyma þig og elska um alla tíð. Elsku mamma, pabbi, Birna, Olga og elskulega Linda sem bræddir hjartað hans Magnúsar okkar, megi Guð styrkja okkur og veita okkur styrk í sorg okkar. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar slgótt. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni eg dey. Þó heilsa og líf mér hafni hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgr. Pét.) Þín elskuleg stóra systir, Margrét. Elsku litli Maggi bróðir minn, aldrei hélt ég að ég mundi skrifa þér bréf við þessar aðstæður. Mér fínnst svo ei-fítt að trúa því að þú sért farinn frá okkur í hinn heim- inn. Þú varst minn besti vinur og ég sagði þér svo margt sem enginn annar fékk að vita. 011 mín dýpstu leyndarmál og ég gat alltaf vitað að þú segðir engum frá þeim. Mér fannst svo gott að skríða upp í rúm til þín um helgar þegar við vorum í fríi og liggja með þér og glápa á vídeó og kjafta. Og oft sagðirðu mér að ég talaði svo rosalega mikið, hvort ég gæti nú ekki farið að þegja. Enginn í heiminum sagði að ég talaði of mikið, nema þú. Allir sögðu að ég talaði of lítið og væri svo hljóðlát. En elsku Maggi, það var bara þannig að ég gat opnað mig svo mikið við þig, minn besti, besti vinur. Og oft hlógum við svo mikið sam- an. Stundum veltumst við um af hlátri. Og þú varst sá eini sem gat kitlað mig svo mikið að ég náði ekki andanum. Þegar þú varst yngri gat ég ráðið við þig og kitlað þig á móti þar til þú varst að kafna, en allt í einu varst þú orðinn svo stór og sterkur að ég réð ekki við þig. Ég var oft fúl að geta ekki ráðið við litla bróður lengur. Og svo sagðirðu stundum „Komdu og kysstu stóra bróður.“ Ég á svo margar góðar og falleg- ar minningar um þig og okkur sam- an. Ég gæti skrifað heila bók um þær. Þegar við vorum í kennaraleik og þú áttir að mæta í kennslutíma hjá mér og ég kenndi þér stærð- fræði og fleira sem þú þurftir hjálp með í skólanum. Ef þú mættir ekki þá skammaði ég þig. Og allar flugferðirnar sem við fórum í. Þú varst fyrsti farþeginn minn eftir að ég fékk flugmanns- skírteinið mitt. Þú vildir alltaf koma með mér að fljúga og þér fannst svo gaman. Mest skemmtum við okkur þegar við tókum dýfur og maginn í okkur ætlaði alveg upp í háls. Okk- ur fannst það svo gaman og fengum kitl í magann. Það var ósjaldan sem þú fékkst að taka í stýrið, ég kenndi þér að vagga vængjum og þú varst svo fljótur að læra og vissir allt um alla mælana. Ég veit að þú vaggar vængjunum þínum núna. Ein flugferð er mér mjög minnis- stæð. Það var í júlí síðasta sumar á fóstudagskvöldi og okkur leiddist, svo við ákváðum að fara í flugtúr upp í Borgarfjörð. Veðrið var svo fallegt, ekta fallegt sumarkvöld á Islandi. Við lentum á Húsafelli, lögðum vélinni og settumst svo sitt upp á hvorn vænginn og borðuðum súkkulaði og drukkum kók, og það var svo mikil kyrrð og ró, ekkert fólk, bara fuglarnir að syngja og við töluðum einmitt um það hvað þetta væri miklu skemmtilegra og heil- brigðara heldur en að vera að drekka bjór og hanga á böram. Svo seinna um haustið komst þú til mín í vinnuna og sagðir: „Fáðu frí í vinnunni og förum að fljúga því það er svo rosa gott veður.“ Svo ég fékk að fara úr vinnunni og upp í loftið fórum við og fóram allan hringinn um Snæfellsnesið, lentum á Rifi, flugum svo í bæinn og tókum fullt af myndum á leiðinni. Það var síðasta flugferðin okkar saman, en elsku Maggi, það var samt ekki sú síðasta, því þú verður alltaf hjá mér - í huganum og hjartanu. Þegar ég fluttist til Ameríku 1995 saknaði ég þín mikið. Hafði engan til að spila við. Svo komst þú í heim- sókn til mín með mömmu og pabba og varst í tvo mánuði og það var svo yndislegt að hafa ykkur. Við gerð- um svo margt saman og ég var svo montin að kynna þig fyrir öllum vinum mínum. Löngu eftir að þú varst farinn heim, þá var fólk alltaf að spyrja um þig, fólk sem hafði varla kynnst þér. Það var mikið tekið eftir þér og ég talaði mikið um þig; Ég man þegar við sátum úti á verönd seint eitt kvöldið og hlustuð- um á gólið í úlfunum. Svo komu þvottabirnimir og við gáfum þeim ailt brauðið sem var til. Og þeir góndu á okkur og vildu meira. Svo fórum við með eðluna mína í göngutúra í beislinu og fójk hélt að við værum stórskrítin. Þú og pabbi sáuð um að hún hefði alltaf nóg kál, vatn og ljós. Fluffee kisa litla fékk nógan fisk. Þið dekraðuð við dýrin mín svo mikið, enda varstu svo mik- ið fyrir dýr eins og ég. Þú vildir aldrei neinum illt og varst með svo stórt hjarta, svo stórt að þú varst búinn að gefa öllum ást þína hérna megin. Það hafa fleiri þurft að fá ást og umhyggju frá þér hinum megin. Við sem eftir eram hér meg- um ekki vera sjálfselsk. Við verðum öll að gefa og þiggja. Ég þakka þér fyrir að hafa gefið okkur þessi tæpu 21 ár með þér. Þau eiga samt eftir að verða miklu fleiri þegar okkar tími kemur. Þú munt taka vel á móti okkur og ég hlakka til að hitta þig aftur, en á meðan ætla ég að lifa lífinu hér, styrkja mömmu og pabba í sinni miklu sorg og gera hluti sem þú vildir að ég gerði. Á hverjum degi mun ég brosa fyrir þig, hlæja fyrir þig, lifa fyrir þig, gera allt fyrir þig því þú lifir í hjarta mínu. Þú munt alltaf vera hjá okkur, alltaf. Hey. Goose! Kysstu ömmu frá mér og Taffa og alla aðra. Ég veit að amma heldur þétt utan um þig og þú um hana. Þið erað hjá Guði og hann verndar ykkur og þið verndið okkm-. Ég elska þig, elsku Maggi bróðir minn. Þú ert alltaf í hjarta mínu. Þín systir, Birna Ósk. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði kiökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ijúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðm.) Blessuð sé minning þín, elsku Maggi. Þín frænka Erna. Á morgun fylgi ég til grafar frænda mínum, Magga Má, tvítug- um pilti sem framtíðin virtist blasa við. Það hefur oft verið sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Það að ungur maður í blóma lífsins sé svo snögglega tekinn burt fær mann til að hugleiða tilveruna. Það er ekki langt síðan ég átti samvera- stund með frændfólki mínu í brúð- kaupi systur hans og það var eftir- tektarvert hve lífsgleðin geislaði af Magnúsi. Þar spjallaði hann við stóra og smáa og lék á als oddi. Nokkram vikum síðar stendur maður með sama fólkinu og fylgir sama einstaklingi til grafar og hafði geislað af gleði í brúðkaupi systur sinnar. Það er sagt að gleðin og sorgin séu systur og því höfum við orðið vitni að nú á allra síðustu vik- um. Magnús var afar ljúfur drengur alla tíð, og aðdáunarvert var sam- band hans við föður sinn, en á milli þeirra var mikil vinátta allt frá því að Magnús var lítill drengur og fram til hinsta dags. Elsku Kolla, Bjössi, Olga, Magga, Bima og aðrir aðstandend- ur, guð veiti ykkur styi-k í ykkar miklu sorg. Guð blessi minningu um góðan dreng. Gunnar Oddsson. Það var árla morguns sl. laugar- dag að Kolla vinkona mín hringdi í mig. Ég átti reyndar von á símtali frá henni, en þar sem hún starfar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hafði hún lofað að líta til foður míns sem þar liggur sjúkur og láta mig vita af líð- an hans. En það voru ekki fréttir af föður mínum sem Kolla tjáði mér heldur þær að Magnús sonur henn- ar hefði látist í hræðilegu bflslysi. Hvernig mátti það vera? Hvernig mátti það vera að hann Maggi henn- ar Kollu væri allur? Það gat ekki verið satt að ungi myndarlegi sonur hennar bestu vinkonu minnar væri hrifinn á brott. Hann sem með ógnar hraða var að breytast úr því að vera litli kúturinn hennar mömmu sinnar í glæsilegan ungan mann sem lífið blasti við. Sú sorg og sá sársauld sem fylgja slíkum missi er meiri en nokkur fátækleg orð fá lýst. í hjarta mínu geymi ég mynd um þá miklu ást og umhyggju sem Maggi fékk frá foreldrum sínum, Kollu og Bjössa. Og ekki má gleyma systrum hans þremur, þeim Olgu, Möggu og Birnu sem um- vöfðu litla bróður sinn ást og blíðu hvenær sem færi gafst til. Sjálf fylltist ég alltaf vellíðan eftir heim- sóknir mínar í Birkihlíðina þegar Kolla var heima með dæturnar þrjár og Magga. Það vai' svo nota- legt að fá að vera áhorfandi og stundum jafnvel þátttakandi í þeim kærleik sem þau jafnan sýndu hvert öðru. Sérstaklega hvað systr- unum þótti ætíð vænt um bróður sinn. Elsku Kolla. Það verður fátt um svör á stundu sem þessari og van- mátturinn er mikill. Ég vil þó í ein- lægni biðja þann sem er okkur æðri og yfir okkur vakir að vei-ma þig og fjölskyldu þína á þessari raunalegu stundu. Lýtégþögul að leiði þínu heyri slögin í hjarta mínu, nefni í kyn'ðinni nafnið þitt. a. . Pað er kveðjan b. . og kvæðið mitt (Sigurður Grímsson.) Þín vinkona, Sigrún Grímsdóttir. Þó að það væra fimm ár á milli okkar Magga vorum við miklir fé- lagar. Þegar mamma fór í heimsókn til Kollu frænku vildi ég alltaf fara með til að leika við Magga. Hann var alltaf svo góðm' við mig og ég leit mjög upp tfl hans, en ég skildi stundum ekki hvernig hann nennti að dröslast með frænku sína með sér, sérstaklega þegar hann leyfði mér að koma út í kofa að byggja. Þá voru strákarnir vinir hans stundum líka, en alltaf fékk ég að vera með. Það var ansi margt og sniðugt sem við tókum okkur fyrir hendur. t.d. fórum í fótbolta í bflskúrnum, brennibolta á grasinu. Oft fórum við niður á skólaróló í eltingaleik og í hjólatúra, þar sem ég sat aftan á bögglaberanum hans. Sérstaklega man ég eftir þegai' Maggi var far- inn að bera út Morgunblaðið, þá hafði ég fengið að gista hjá Magga eins og svo oft áður, og við vöknuð- um kl. 6.00 og fóram út. Þegar við voram að verða búin og meira pláss var í kerrunni, fékk ég að sitja í og við fórum í rallýleik. Hávaðinn í kerranni og ópin í mér hafa sjálf- sagt vakið hálft hverfið. Já, minningarnar sem ég á um Magga frænda era allar í svipuðum dúr og þessum. Alltaf var gaman að vera með honum og ég mun ætíð muna eftir honum sem stóra frænda sem alltaf var mér svo góð- ur og kenndi mér að spila fótbolta og byggja kofa. Elsku Maggi minn, ég bið Guð að varðveita þig og takk fyrir allt. Þín frænka Tinna. Það er skrítið að þegar allt er að vakna til lífsins að vori skuli dauð- inn knýja dyra. Hvers vegna eiga sér stað hræðileg slys? Hver er til- gangurinn? Hvers vegna er ungt fólk tekið í burtu þegar lífið er rétt að byrja? Föstudagskvöldið 9. apríl á seint eftir að gleymast, en þá var hringt í okkur Birnu systur þína og við beðnar að koma strax heim, þetta gat ekki verið satt, þú hafðir lent í hræðilegu bílslysi, þetta gerðist svo óhugnanlega snöggt að erfitt er að átta sig á þessu. - Litli bróðir bestu vinkonu minnar á aldrei eftir að svara í símann aftm- og við eigum ekki eftir að skemmta okkur saman aftur, en það gerðum við oft því þú og Birna voruð mjög náin, og það fór ekki á milli mála að þú varst alltaf ofarlega í huga hennar, því að oft heyrðist í Birnu: „Er ekki í lagi að Maggi komi með?“ Það er svo stutt á milli gleði og sorgar því fyrir fjóram vikum gifti Magga systir þín sig og þá var gleð- in við völd, það var þá sem ég sá þig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.