Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ og Grikklandi en Makedóníumenn af slavneskum uppruna búa hins vegar flestir Júgóslavíumegin í því sem nú er kallað Lýðveldið Ma- kedónía. Hugsanlegar landkröfur af þess hálfu á hendur Grikkjum eru Grikkjum mikið áhyggjuefni, þótt þær virðist fjarlægar í augna- blikinu. Snemma á þessari öld var tvívegis barist um Makedóníu, fyrst árið 1912 er Serbar, Búlgarar og Grikkir ráðast gegn Tyrkjum til að ná landinu af þeim. Ari seinna fara sigurvegararnir svo í hár saman út af skiptingu Makedóníu sín í milli, og þar bera Grikkir og Serbar sig- ur úr býtum í stríðsátökum við Búlgara. Þetta mótar að sjálfsögðu viðhorf fólksins til nágrannanna. Opinberlega er talið að um fjórð- ungur íbúa Makedóníu sé af al- bönsku bergi brotinn. Samkvæmt óopinberum tölum er fjöldi þeirra hins vegar um fjörutíu af hundraði. Fljótlega eftir aldamótin verður fólk af albönskum uppruna þar væntanlega komið í meirihluta vegna hærra barneignahlutfalls þess en hjá kristnum íbúum lands- ins af slavneskum uppruna. Þegar svo verður er óvíst hve lengi stjórnvöldum í Makedóníu tekst að halda Albönum niðri eða hvernig þeim tekst að spila úr spilunum að öðru leyti. Slavneskir Makedóníu- menn eru ekki yfir sig hrifnir að fá til sín straum albanskra flótta- manna frá Kosovo. Dæmi um það er þegar um 30.000 albanskir flóttamenn frá Kosovo hurfu allt í einu á einni nóttu. Um þetta er lítið talað, enda þarf NATO á velvild og góðri samvinnu við Makedóníu- menn að halda ef til landhernaðar kemur. Gligorov forseti Makedóníu hefur hins vegar sagt hreint út, að Albanar ættu bara að fara til Al- baníu. Staðan er þannig nú, að Grikkir og Serbar eru fornir bandamenn gagnvart Tyrkjum og jafnvel enn í hefndarhug gagnvart öllu sem tengist múhameðstrúarmönnum. Makedóníumenn, sem Grikkir tor- tryggja svo mjög, taka síðan mál- stað Serba gagnvart Albönum og fólki af albönskum uppruna. Grikk- ir hafa líka ímugust á hinum al- banska stofni þar sem flestir eru múhameðstrúar og minna þar af leiðandi á Tyrki, eru fátækir og hafa önnur þjóðfélagsviðhorf. Al- banar eru að þessu leyti því kannski í svipaðri aðstöðu og sígaunar, að enginn vill hafa þá. Við þessa flækju Balkanskagans bætist síðan, að Serbar og Búlgarar elda enn grátt silfur saman eftir atburði síðari heimsstyrjaldarinnar svipað og Króatar og Serbar hafa gert. Líka þarf að hafa í huga, að Króatía og Búlgaría voru bæði fasistaríki á þeim árum. Sárin eru því mörg og þess vegna er engin einföld lausn á vandamálunum þarna. Flóttamenn Atlantshafsbandalagið hefur nú lent í stöðu sem aldrei átti að verða og ýtt undir þá þróun sem ekki stóð til, að íbúar Kosovo þyrftu að flýja land sitt unnvörpum. Miðað við reynslu frá öðrum átakasvæðum má gera ráð fyrir, að stærsti hluti þessa flóttafólks kjósi frekar að setjast að á Vesturiöndum, ef það á þess nokkurn kost, í stað þess að koma heim að öllu í rjúkandi rúst- um. Slíkt er eðlilegt með tilliti til betri lífskjara sem Vesturlönd hafa upp á að bjóða. Jafnvel félagslegar bætur eru hærri á Vesturlöndum en þau vinnulaun sem þetta fólk gæti borið úr býtum í sínu gamla heimalandi. En slíkir búferlaflutn- ingar ef þeir eru í miklum mæli geta auðvitað skapað veruleg vandamál vegna hins ólíka menn- ingarlega arfs og uppruna bæði fyr- ir hið nýja heimaland og nýbúana sjálfa þannig, að ekki verði litið á þá sem annars flokks þjóðfélags- þegna. Reynslan frá Bosníu sýndi að mjög fáir flóttamenn þaðan kærðu sig um að fara til landa mú- hameðstrúarmanna, þrátt fyrir sameiginlega trú, einfaldlega vegna þess, að efnahagsástand þar og af- komumöguleikar þóttu enn lakari en í Bosníu. Svipaðra viðhorfa er sagt, að hafi gætt hjá þeim Kosovo- Albönum sem fluttir voru til Tyrk- lands nýlega eða til stendur að fari þangað. Aðdráttaraflið er fyrst og fremst Vestur-Evrópa. Borgarastyrjaldir Orsakir borgarastyrjalda eru yf- irleitt af tvennum toga. Annars vegar er um einhvern hugmynda- fræðilegan ágreining að ræða og hins vegar koma upp átök milli ólíkra þjóðernishópa. Gott dæmi um fyrra tilvikið er Víetnam-stríð- ið. Þar voru allir sammála um að vera Víetnamar en ósammála um æskilegt stjórnarfyrirkomulag landsins. Júgóslavíu-stríðið er hins vegar dæmi um hreint þjóðernis- stríð. Allir eru nokkurn veginn sammála um að hafa kosningar, þing og forseta, en fólkið vill ekki hafa eitt og sama þjóðernið. Grund- vallarmunurinn er sá, að í hug- myndafræðilegum átökum er hægt að skipta um skoðun, en menn eru fæddir af ákveðnu þjóðerni eða kynstofni og því verður trauðla breytt. Leiðtogi í þjóðernisstríði á þess vegna miklu auðveldara með að höfða til allrar þjóðar sinnar heldur en stjórnmálaleiðtoginn. Og það er einmitt þetta sem hefur gerst í Ser- bíu. Gamli kommúnistinn Slobodan Milosevic er ekki talinn ýkja vin- sæll af fólki sínu, en þjóðernissinn Milosevic er leiðtogi Serba og sem slíkur nýtur hann stuðnings heima fyrir í stríðinu við NATO og frelsis- her Kosovo. Mannkynssagan sýnir að flestum borgarastyrjöldum lýkur venjulega með einhverjum af þrennum hætti: með sigri annars aðilans, með skiptingu landsins milli deiluaðila eða með utanaðkomandi hernámi þar sem friði er komið á með valdi. Dæmi um þetta eru sigur Francos í borgarastyrjöldinni á Spáni, klofn- ingur Eritreu frá Eþíópíu og Bosní- ustríðið er lauk með nauðungar- samningum sem meðal annars fel- ast í friðargæslu og hersetu á veg- um NATO. Er til einhver lausn á Kosovodeilunni? Hver lausnin verður í Kosovo er óvitað og sér þar ekki fyrir endann enn. Vegna persónulegra kynna sinna af vandamálum Balkanskag- ans meðan á Króatíu- og Bosníu- stríðinu stóð hafði greinarhöfundur fullt eins gert ráð fyrir að mál þró- uðust í átt til skiptingar eða sjálf- stæðis Kosovo-héraðs. Nú er stað- an hins vegar orðin sú, að hernað- arátökunum um Kosovo gæti hugs- anlega lokið með sigri Serba nema Atlantshafsbandalagið sé reiðubúið til einhvers konar landhernaðar og þurfí síðan að sitja þar uppi með fastan her til varnar Kosovo-Albön- um um ómælda framtíð. Það verður enn að teljast ólíklegt, að Serbar fallist án frekari mótþróa á hernám Kosovo af hálfu NATO. Fari hins vegar svo getur það engan veginn talist frambúðarlausn. Það er ein- göngu verið að setjast ofan á vandamálið. Hið pólitíska fen þarna virðist því álíka botnlaust og Pa- lestínuvandamálið með enga fram- tíðarlausn í sjónmáli, sem allir muni sætta sig. Það er vissulega erfítt fyrir Atlantshafsbandalagið að draga í land úr því sem komið er og hætta áður en Milosevic er úr leik. Trúverðugleiki bandalagsins gæti beðið alvarlegan hnekki og litið yrði á það sem lítilfjörlegt pappírstígris- dýr. Ef hernám Serbíu er nauðsyn- legt til að koma Milosevic frá gæti það leitt til beinna eða óbeinna af- skipta Rússa, sem erfitt er að sjá nákvæmlega fyrir. Frá Rússlandi hafa til dæmis borist misvísandi fregnir um, að nú væru menn þar teknir að dusta rykið af kjarnorku- eldflaugunum. Menn spyrja sjálfa sig því hvað sé eiginlega á seyði og efasemdir vakna um hvort afvopn- un og minnkandi spenna geti tryggt áhrif, raunverulegt öryggi og frið um alla Evrópu, eða hvort hugtakið „vopnaði friðurinn“ verði endurvakið. Serbar líta á Rússa sem eins kon- ar stóra bróður sökum sameigin- legra trúarbragða og að nokkru leyti menningar líka enda báðar þjóðir Austur-Slavar. Þessar til- finningar eru þó ekki nauðsynlega endurgoldnar þar sem Rússar eiga nóg af vandamálum heima fyrir til að glíma við. Hugsanleg viðbrögð af hálfu Rússa við auknum aðgerðum NATO á Balkanskaga geta samt orðið með þrennu móti: 1) að Jeltsín geti áfram staðið gegn kröfum harðlínumanna heima fyrir um beinan stuðning við Serba og leiðtoga þeirra Milosevic. Hon- um gæti reynst þetta erfitt ef NATO grípur til landhernaðar. 2) að Rússar, vegna pólitískra og menningarlegra tengsla við Serba, geti miðlað málum fyrir Atlants- hafsbandalagið og þannig aukið hróður sinn á alþjóðavettvangi þrátt fyrir að hafa verið sniðgengn- ir af Vesturveldunum. Hvernig þeir geta það svo að allir muni vel við una liggur ekki í augum uppi. Þetta á sérstaklega við ef NATO leggur ekki höfuðáherslu á vernd Kosovo en gerir þess í stað Milosevic að persónugervingi óvinarins á svipað- an hátt og bandarísk stjómvöld hafa persónugert Saddam Hussein sem óvininn í írak. Hættan er engu að síður sú, þótt Rússum tækist að miðla málum milli NATO-ríkjanna og Serba, að Kosovo yrði áfram óleyst afgangsstærð. Þetta á sér- staklega við ef hugsanlegt friðar- gæslulið í Kosovo yrði undir rúss- neskri yfirstjórn eða skipað Rúss- um að stórum hluta. 3) að rússnesk stjórnvöld láti fljótlega undan þrýstingi bæði heima fyrir og þrýstingi frá Ser- bum um beina aðstoð með vopna- sendingum og í versta tilfelli jafn- vel með herliði. Afleiðingar þessa eru ófyrirsjáanlegar en tilhugsunin veldur bæði mörgum leikmönnum og ráðamönnum verulegum áhyggj- um. Þjóðernishreinsanir Ekki má gleyma þvf, að í Serbíu einni er um hálf milljón flótta- manna sem þangað hraktist undan nágrönnum sínum í Ki’óatíu og Bosníu og að litlum hluta líka frá Kosovo. Arið 1995 voru tvö hund- ruð þúsund Serbar hraktir frá Kra- jina-héraði í Króatíu án athuga- semda af hálfu Vesturveldanna. Þá hét þetta lögregluaðgerð enda þótt „lögreglan" hefði bæði þurft að beita skriðdrekum og orustuþotum. I þessu tilviki heyrðist lítið frá stríðsglæpadómstólnum í Haag. Það er því engin furða, að Serbai' kalli Haag-dómstólinn pólitísk sýndarréttarhöld. I ljósi sögunnar og þjóðfélags- gerðar og hefða í mannlegum sam- skiptum, sem okkur eru framandi, þarf því ekki að koma á óvart, að tvær milljónir Albana skuli hraktar brott í miklu hasti. Þjóðemis- hreinsanir hafa verið framkvæmd- ar með tvennum hætti innan fyrr- verandi Júgóslavíu. Önnur aðferðin er að byrja á því að segja fólki, að skynsamlegast sé fyrir það að koma sér eitthvert burt, síðan kem- ur atvinnumissir, fólk er svipt ým- issi félagslegri þjónustu og börn fá ekki kennslu á eigin móðurmáli, ungir menn þurfa að greiða hærri mútur til að komast hjá herskyldu auk ýmiss konar annarra minni háttar mannréttindabrota. Hin að- ferðin er að reka fólkið burtu með valdi og byssukjöftum. Síðan eru hús þess jöfnuð við jörðu til að hindra flóttafólkið í að snúa til baka að stríði loknu þar sem það hafi ekki að neinu að hverfa. Þetta eru gamalkunnar aðferðir, sem flestum Vesturlandabúum nú- tímans þykja ógeðfelldar, svo að ekki sé meira sagt. Stalín beitti þessum aðferðum á sínum tíma í ríkum mæli. Nasistar beittu þess- um aðferðum einnig og líka má minna á að nánast engir Þjóðverjar urðu eftir í þeim hluta Þýskalands sem lagður var undir Pólland eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Og svona má lengi telja. Það sem er nýtt í þessu er að fréttaflutningur er opnari nú en áður og sumt gerist nú orðið nánast í beinni útsendingu. Þrátt fyrir það vitum við ekki enn hversu áreiðanlegur og vandaður fréttaflutningurinn frá Kosovo og Serbíu er. Sagan sýnir að stórveldunum reynist auðvelt að flytja landa- mæri til ef hagsmunaaðilar á svæðinu fá sem minnst um það að segja en breytingar á einum stað kalla líka á breytingar annars staðar. Keðjuverkunin gæti orðið óstöðvandi. Það er flestum ljóst, að lítill pólitískur áhugi er í Evrópu fyrir því að breyta þeim landa- mærum sem ákvörðuð voru við lok heimsstyrjaldarinnar árið 1945 vegna hættunnar á, að breyting- arnar mundu leiða til átaka. Sú tregða er meðal annars ein margra og vafasamra ástæðna fyrir því að halda Bosníu og Hersegovinu sam- an með hervaldi eins og nú er gert. Þessi pólitíska tregða gerir það líka erfitt fyrir Vesturveldin að fallast á algjört sjálfstæði Kosovo. Samt sem áður verða menn að skilja, að það er sitthvað að leyfa ríki að liðast í sundur eða að breyta landamærum þess með ut- anaðkomandi valdi. Svona deilur snúast um hvort semja skuli um ný landamæri og hvað gera skuli við minnihlutahópa sem kunna að myndast. Mannkynssagan hefur sýnt það aftur og aftur, að engar leikreglur duga aðrar en yfirgang- ur og valdbeiting þegar upp er staðið. Þó er engin regla án undan- tekninga. Samt skyldu menn hafa í huga hve mjög þátttökuríkjum Sameinuðu þjóðanna hefur fjölgað undanfarin ár og að lítið lát virðist vera á stofnun nýrra ríkja um all- an heim. ÓLAFU R GRÉTAR GUÐMUNDSSON AUGNLÆKNIR, DR. MED, TILKYNNIR Hef flutt augnlækningastofu mína úr Borgarkringlu (Suðurturni) í Kringluna (eldri), Uppsali, 3. hæð. Tímapantanir í síma 588 4740 (kl. 10-18). Símaviðföl við lækninn mónudaga og miðvikudaga kl. 11.30-12.30. 1 Geymið auc lýsinguna 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.