Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 64
ThinkPad MORGUNBLADW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Jón Asgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs hf. Opnun Bónus-verslana í Póllandi í atlmgun JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs hf., segir að Bónus sé með til athugunar í samvinnu við norskan samstarfsaðila sinn, Reitangruppen, að opna Bónus-verslanir í Póllandi og víðar. í blaðinu í dag er rætt við Jón Ásgeir um rekstrarumhverfi Baugs hf. og horfur á mark- aðnum hérlendis. Fram kemur að hann telur óhjákvæmilegt að miklar breytingar verði á ís- lenskum heildsölumarkaði á næstunni. (i m „Heildsalastéttin hefur lifað mjög góðu lífi á - íslandi. Aíkomutölur úr heildsölu hafa verið tvö- falt eða þrefalt hærri hér á við það sem hefur verið í smásöluversluninni. Annars staðar í hin- um vestræna heimi er heildsöluafkoman fjórð- ungur af því sem er að gerast í smásölunni," seg- ir hann. „Sá tími er liðinn að menn fái eitthvert umboð og lifi góðu lífi á fáránlega hárri heildsölu- álagningu. Mín sýn er sú að þetta muni breytast stórlega á mjög skömmum tíma. Heildsölumark- aðurinn verður að taka sig á, annars fer inn- kaupabattérí eins og okkar að kaupa erlendis frá. Þegar heildsalar þurfa meira tO síns reksturs en smásalamir þá er eitthvað stórkostlegt að. Við getum ekki borið uppi heildsölu, sem er með 20- 25% álagningu." I viðtali við Jón Ásgeir í blaðinu í dag kemur fram, að hann telji að íslensk sérvöruverslun geti á næstu árum orðið samkeppnisfærari en nú við erlenda sérvörusala enda sé þróun í Evrópu í átt að sameiginlegu virðisaukaskattskerfi og sameig- inlegum gjaldmiðli. Getum gert betur en Oxford Street „Þetta mun þróast þannig að við getum boðið upp á sömu gallabuxumar á sama verði og tísku- vömverslun á Oxford Street. Jafnvel ættum við að geta gert betur því það er minni tilkostnaður við að reka verslun á íslandi en á Oxford Street, einkum varðandi húsnæðiskostnað," segir hann. Jón Ásgeir segir að afkomutölur matvælafram- leiðenda hér á landi, t.d. kjúklingabænda, svína- bænda og eggjaframleiðenda, sýni að þeir hafi aldrei haft það eins gott og síðastliðin tvö ár. Hins vegar sé uppskurður á landbúnaðarkerfinu brýnni en nokkru sinni. „Annars vegar era afurðastöðvar sem fitna og fitna en skila á hinn bóginn engu til bænda. Bændur þurfa að eignast hlutabréf í sínum af- urðastöðvum,“ segir hann. „Það verður ekkert hagrætt á þessu framleiðslustigi fyrr en þetta breytist þannig að bændur fái hlutabréf og geti selt þau. Þá geta orðið til stærri bú hér sem geta orðið samkeppnisfær þegar það opnast hér fyrir innflutning á matvælum. Það er lífsnauðsynlegt fyrir þennan markað að taka sig á.“ ■ Vissi nákvæmlega/24 Morgunblaðið/Steinunn Úlfur Árnason, pró- fessor í Lundi Kenning- ar um aldur mannsins vekja athygli ÚLFI Ámasyni, prófessor í sam- eindaþróunarfræði í Lundi í Svíþjóð, hefur verið boðið að halda fyrirlestur um aldur mannsins á ráðstefnu Breska vísindafélagsins í tilefni ár- þúsundaskiptanna. Þar verður hann eini útlendingurinn í hópi merkra breskra vísindamanna eins og stjörnufræðinganna Fred Hoyle og Martin Rees og eðlisfræðingsins Stephen Hawking. Kenningar Úlfs hafa vakið mikla athygli í vísindaheiminum. í stað þess að álíta „homo sapiens", hinn vitiboma mann, um 175 þúsund ára gamlan hefur Úlfur leitt að því líkur að hann sé um 400 þúsund ára gam- all. „Fyrri kenningar gerðu ráð fyrir að maðurinn og nánasti ættingi hans, simpansinn, hefðu aðgreinst fyrir um 5 milljónum ára,“ segir Úlfur. „Okkar niðurstaða er að aðskilnað- urinn hafi orðið fyrir um 11,5 miilj- ónum ára.“ Fyrri forsendur standast ekki I viðtali við Úlf kemur fram, að þessi niðurstaða hafi leitt í ljós að mikið af tilgátum um þróun manns- ins sé einfaldlega rangt af því for- sendurnar, sem menn hafi gefið sér, standist ekki. ■ Að rannsaka/10 -------------- Vorið að koma ÞÓTT veðurfar hafí ekki verið með besta móti á landinu undanfarna daga geta menn samt kæst eilítið, því víða er sauðburður hafínn í sveitum. Greinilegt er að vorið er að koma á Suðurlandi því við Hvolsvöll voru ungmenni að leik við tvö lömb í heysátu og virðast bæði skepnur og menn una sér vel. Kennir Kínverjum - suður-amer- íska dansa Bflgreinin ein mikilvægasta tekjulind ríkisins Tekjur ríkissjóðs stefna í 30 milljarða króna ÍSLENSKUR danskennari, Þröst- ur Jóhannsson, hefur haslað sér völl í Hong Kong. Auk þess að kenna Kínverjum suður-ameríska sam- kvæmisdansa skipuleggur hann danskeppni og vinnur að gerð kennslumyndbanda fyrir byrjendur. Þröstur, sem er 27 ára, hefur starfað í Hong Kong frá 1996 og stofnaði eigin fyrirtæki þar á síð- . -^,asta ári, Top Skill Ltd. Hann segir að Kínverjar séu ekki eins þvingaðir í dansnámi og íslendingar, þeir séu miklu duglegri að hreyfa sig í dans- inum, til dæmis hnykkja til mjöðm- um. I samkvæmislífi borgarinnar sé ætlast til að allir kunni að dansa og hann fái oft byrjendur, sem þurfi að læra að dansa fyrir veislu sem halda nokkram dögum síðar. ■ Samkeppni og samba/lOB BÍLGREININ er ein mikilvægasta tekjulind ríkissjóðs og stefnir í að tekjur hans af greininni í heild verði meiri á þessu ári en nokkru sinni fyrr, eða yfir 30 milljarðar króna, miðað við 35% aukningu í innflutn- ingi á nýjum bílum. Með bflgreininni í heild er átt við innflutning, þunga- skatt, toll af hjólbörðum, varahlut- um, viðgerðir, skoðunargjald og bensíngjald. Það sem af er árinu hef- ur aukningin verið 45%. Tekjumar hafa aukist þrátt fyrir að vörugjalds- flokkum á innflutta bíla hafi fækkað og vöragjaldið lækkað. Þetta kom fram í máli Boga Pálssonar, for- manns Bflgreinasambandsins, á að- alfundi sambandsins í gær. Geir Haarde fjármálaráðherra sagði á fundinum að ekki mætti bú- ast við því að heildargjaldtaka af bíl- greininni lækkaði frá því sem nú væri. Gjöld hefðu verið lækkuð af at- vinnubflum og sagði ráðherra að stefnt yrði að enn frekari lækkun gjaldtökunnar svo að eðlileg endur- nýjun atvinnubflaflotans gæti átt sér stað. Gjaldtaka leiði ekki til neyslustýringar Fjármálaráðherra benti á að gjaldflokkum af bflum hefði verið fækkað úr sjö í þrjá en endurskoðun gjaldakerfisins væri ekki lokið. Hann sagði það sína skoðun, að gjaldtaka af bílainnflutningi ætti að vera sem hlutlausust og ekki leiða til neyslu- stýringar. Jafnframt stæðu menn frammi fyr- ir þeirri spurningu, hvort skattleggja ætti bfla við innkaup eða færa skatt- lagninguna yfir á notkun þeirra. Hann kvaðst telja að þróun undanfar- inna ára í þá veru, að flytja gjaldtök- una yfir á notkunina, væri rétt. „Við eigum frekar að gera mönnum kleift að eignast bíla og endurnýja þá með eðlilegum hætti en síðan verði af- koma þeirra að öðra leyti að ráða því hve mikið þeir nota tækin. Þama spil- ar saman tekjuöflunarþörf í-fkisins um leið og sneitt er hjá óhóflegri neyslustýringu, og tekið er tillit til umhverfissjónarmiða og öryggis- mála,“ sagði fjármálaráðherra. Hann sagði að gjöld á stærri flokka fólksbfla hefðu öðram þræði verið hugsuð sem umhverfisskattai-. Mikilvægt væri í allri umræðu um umhverfisskatta að gæta að því að þeim væri ætlað að hafa áhrif á hegðun fólks og fyrirtækja en hætt- an væri sú að litið væri á þá sem tækifæri til að afla nýrra tekna í rík- issjóð. „Umhverfisskattar eiga ekki að verða til þess að hækka heildar- gjaldtökuna heldur að færa skattana í þann farveg að þeir sem menga meira greiði meira. Umhverfisskatt- ar eru stýritæki í umhverfismálum," sagði Geir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.