Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR IKONNUN, sem Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, lét gera á högum aldraðra kemur í ljós, að 94% aldraðra, sem á annað borð hafa þurft að leita til heil- brigðisþjónustunnar telja sig hafa fengið góða þjónustu. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Flestum ef ekki öllum, sem kynnzt hafa þeirri þjón- ustu, sem aldraðir fá á heil- brigðisstofnunum, ber saman um að hún sé góð og í mörgum tilvikum mjög góð. Það fer ekkert á milli mála, að þau störf, sem starfsfólk þessara stofnana innir af hendi eru oft mjög erfið. Þau krefj- ast bæði alúðar og umhyggju, mikillar þolinmæði, dugnaðar og úthalds. Það er aðdáunar- vert að fylgjast með starfsfólki á öldrunardeildum sjúkrahúsa og dvalarheimila aldraðra við störf. Þær spurningar vakna aftur og aftur, hvort það sé frambærilegt að greiða þessu fólki ekki hærri laun en raun ber vitni. Áiagið á starfsfólk þessara stofnana hefur áreiðanlega stóraukizt á síðustu áratugum. Fólk lifir lengur. Það þarf á meiri aðstoð að halda. Þetta á ekki bara við um þá, sem dveljast á sjúkrahúsum eða dvalarheimilum. Þetta á ekki Árvakur hf., Reykjavík. Hallgríraur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. síður við um þá, sem búa í eig- in húsnæði en þarfnast marg- víslegrar aðstoðar. Það er ánægjulegt fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana að fá staðfestingu á því, að eldri borgarar kunna vel að meta þá þjónustu sem þeir fá. En það er líka umhugsunar- vert fyrir skattgreiðendur, hvort ekki sé tímabært að þeir sem þessum störfum gegna hljóti umbun í samræmi við það. STÓRU ORÐIN í KJARA- DEILUM DEILUR um kjör kennara í Reykjavík blossuðu upp fyrir helgi og nánast á svip- stundu voru stóru orðin komin til sögunnar. Af hverju nota menn svona stór orð í kjara- deilum? I samtali við Morgun- blaðið í gær sagði Eiríkur Jónsson, formaður Kennara- sambands íslands: „Það er mitt mat að það sé búið að eyðileggja þessa vinnu. Ég sé ekki framtíðina í þessu máli.“ Hvaða tilgangi þjóna svona stóryrði, sem eru í fullu sam- ræmi við það, sem talsmenn bæði launþega og vinnuveit- enda viðhafa jafnan í kjara- deilum? Er markmiðið að berja sér á brjóst gagnvart umbjóðendum sínum? Sýna, að viðkomandi forystumaður sé harður í horn að taka? Eiga stóryrðin að auka traust í garð forystumannanna? Sannleikurinn er sá, að stór- yrðastraumurinn í kjaradeilum er fornaldarfyrirbæri ekki síð- ur en í stjórnmálabaráttunni. Það er umhugsunarefni fyrir forystumenn beggja vegna borðs í kjaradeilum, að þeir stjórnmálamenn, sem nota stærst orð ná minnstum ár- angri. Um kjaramál á að vera hægt að ræða málefnalega og með rökum. Sá talsmáti, sem menn hafa tileinkað sér á þessu sviði er leiðigjarn og á að heyra sög- unni til. Þótt formaður Kenn- arasambandsins telji, að nú sé búið að „eyðileggja“ allt og hann sjái „ekki framtíðina“ er jafnvíst, að samkomulag næst að lokum - ekki vegna stóryrð- anna heldur þrátt fyrir þau. SLYSAVARNA- FÉLAGIÐ OG LANDSBJÖRG SAMEINING Slysavarnafé- lags íslands og Landsbjarg- ar, landssambands björgunar- sveita, er sérstakt fagnaðarefni. Þessi samtök hafa unnið geysi- lega mikilvægt starf en skipting þeiira hefur valdið erfiðleikum og stundum leiðindum. Það er til marks um víðsýni og þroskaða afstöðu þeirra, sem gengið hafa til þessa verks und- ir forystu þeirra Gunnars Tóm- assonar, fonnanns Slysavarna- félags íslands, og Ólafs Proppé, formanns Landsbjargar, að samkomulag hefur tekizt. Arangur þess verður stórefling þeirrar merkilegu starfsemi, sem fram hefur farið á vegum þessara félaga en rennur nú saman í einn, sterkan fai*veg. HEILBRIGÐIS- ÞJÓNUSTA SVÍNFELL- •INGA saga er mun áhrifameiri harmsaga en Hrafn- katla og engin ástæða til að endurtaka hana, þessa einhverja blóð- ugustu hefndarsögu Sturlunga- safnsins, í tiltölulega saklausum lykilróman þar sem aðalpersónum- ar halda lífi í hörðum átökum. Það þykir ekki mikið í fomum sögum þótt smali sé veginn eða nýútkom- inn ævintýramaður sem ríður hesti sínum inní sjónsvið illgjarnrar grið- konu. En höfundur Hrafnkötlu má þó vel hafa haft Svínfellinga sögu að einhverju leyti til hliðsjónar, því að þær spretta úr ekki ósvipuðu um- hverfi og hreyfast, ef svo mætti segja, milli Vestfjarða, Þingvalla og Austurlands einsog Hermann Páls- son hefur tíundað af hugsjónahita frumlegs ritskýranda. Og því verður ekki neitað að dulargervi Svínfell- inga fer persónum Hallfreðs sögu allvel, þegar Hermann hefur klætt þær í larfana. En með því fæ ég ekki betur séð en átakasögu Freys- gyðlinga sé breytt í heldur útþynnt- an og lítt skemmtilegan leikþátt sem verður merkingarlaus án endalausra ábendinga og ritskýringa. Hrafnkels saga nærist ekki á sögu Svínfellinga, heldur hugarflugi höfundar síns og viðhorfum hans. Þó að einhver hliðsjón sé •vafalaust höfð af umhverf- inu einsog tíðkast raunar í öllum rit- verkum frá öllum öldum, mun mörgum áreiðanlega þykja erfitt að kyngja því að virðulegur byskup einsog Brand- ur Jónsson skrifi skáldsögu um nána venzlamenn sem dul- búinn lykilróman. Það hefði þótt saga til næsta bæjar og ekki aukið virðingu byskups sem taldi menn ættu ekki að ýfast hver við annan, heldur lægja öldur og græða sár. Eða hví skyldi hann hafa haft áhuga á því að endursegja Svínfellinga sögu í duibúinni Hrafnkötlu? Svín- fellinga saga er eldri en Hrafnkatla og hann hefur kunnað á henni góð skil einsog öðrum samtímabók- menntum. Auk þess er hún svo drastískt sögulegt rit úr samtíðinni að þar þurfti engu við að auka. En hitt er svo annað mál að Brandi hefur þótt ástæða til að koma boðskap Hrafnkels sögu á framfæri og enginn vafi á því að við- horf byskups komast rækilega til skila í listaverkinu. Vondur átrúnað- ur er hættulegur hégómi og sam- tímamönnum hollt að hugleiða verk sín, ef þau voru ekld í anda kristin- dóms, heldur sprottin úr heiðnu hugarfari. Um það fjallar Hrafn- katla fyrst og síðast. Og sá boðskap- ur hefur áreiðanlega komizt til skila. Hann er áhrifamikill, þótt hann sé í heldur þunglamalegum umbúðum. Mér skilst Finnur Jónsson hafi haft svipaðar skoðanir á þessu og ég. Þær geta því varla verið útí hött, svo athugull fræðimaður sem Finnur var. En hann er víst ekki í tízku. Það hefði vart þótt sæmandi •byskupi Svínfellinga að lýsa Sæmundi bróðursyni sínum, þann veg sem gert er í Hrafnkötlu: „Vaskleiki Sáms var einungis til sýndar, hann er enn sami þreklitli hávaðamaðurinn..." Þessi sagna- sámur er annar og öllu ómerkari maður en Sæmundur og Guðmund- ur Ormssynir, einsog þeim er lýst í Svínfellinga sögu. En Sámur var á þingi og gekk mjög „uppstertur", segir í Hrafnkötlu. Þeim Ormsson- um er svo fagurlega lýst í Svínfell- inga sögu þar sem hún stendur á milli Þórðar sögu kakala og Þorgils sögu skarða, að fátítt er og hefði fremur mátt ætla að Brandur Jóns- son hefði skrifað þá sögu en Hrafn- kötlu, þótt fráleitt sé, svo vel og virðulega sem hans er þar minnzt í upphafi. Ögmundi í Kirkjubæ er einnig lýst glæsilega í Svínfellinga sögu og engin þykkja út í hann þar. En Brandur ábóti, sem til var kall- aður að Kirkjubæ að níðingsverki unnu, hallast að því að Ögmundur þurfi að fara í Þykkvabæjarklaustur til að leita samvizku sinni þess frið- ar sem umhverfið hafði svipt hana. Það þurfti ekki lítið til eftir jafn hryllilegan glæp og Ögmundur hafði gert sig sekan um, þegar hann tók þá bræður af lífi. Þegar upp var staðið var hann áhrifalítill og félaus. En Hrafnkell goði náði aftur á móti völdum sínum og áhrifum eftir að hann hafði unnið á Eyvindi Bjama- syni. Og komst enn í álnir. M. HELGI spjall REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 17. apríl HAROLD MacMillan, þáverandi forsætis- ráðherra Breta og leiðtogi íhaldsflokks- ins, vann frægan sig- ur í þingkosningum þar í landi árið 1959 undir kjörorðinu: Þið hafið aldrei haft það svona gott (You have never had it so good) og þótti mikið afrek eftir hrakfarir Breta í Súezdeilunni árið 1956 í forsætisráðherratíð Sir Anthony Edens. Flestum ber saman um, að Clinton hafi unnið forsetakosningarnar í Bandaríkjun- um árið 1992 vegna þess, að þá var lægð í efnahagslífinu þar í landi. Fullyrðingar Bush, þáverandl forseta, þess efnis, að góð- æri væri í aðsigi, sem reyndust réttar, náðu ekki eyrum fólks. En menn eru líka sammála um, að Clinton hafi náð endur- kjöri fyrir rúmum tveimur árum ekki sízt vegna þessa góðæris. Það má halda því fram, að Viðreisnar- stjórnin hafi unnið sinn fyrsta kosningasig- ur árið 1963 á svipuðum forsendum. Þá var vaxandi góðæri auk þess, sem sú ríkis- stjórn hafði valdið umbyltingu í landinu með Viðreisnarstefnunni, sem kynnt var snemma árs 1960. Þetta góðæri náði há- marki 1966 og fyrstu merki um efnahags- legt bakslag sáust ekki að ráði fyrr en eftir þingkosningamar 1967. Það er þess vegna mikið til í því, sem Davíð Oddsson, forsætisráðherra, segir í samtali við Dag í dag, laugardag: „Ég er hins vegar sannfærður um, að þegar fólk mætir á kjörstað þá kjósi það fyrst og fremst um það hvernig hag þjóðarinnar og þar með þess eigin verði bezt borgið næstu fjögur árin.“ Þetta á þó tæpast við, þegar sérstök mál eru á ferðinni, sem fanga hug kjósenda af ýmsum ástæðum. Þannig er alveg ljóst, að Viðreisnarflokkarnir töpuðu þingkosning- unum 1971 vegna rangrar stefnu í land- helgismálinu. Að vísu hafði djúp kreppa einkennt síðasta kjörtímabil flokkanna framan af en þjóðarskútan var komin upp úr þeim öldudal. Vinstri flokkamir settu hins vegar fram stefnu í landhelgismálum, sem þjóðin skildi. Sjálfstæðisflokkurinn vann einn sinn mesta sigur í þingkosningum vorið 1974 undir forystu Geirs Hallgrímssonar ekki sízt vegna varnarmálanna. Sú óvissa, sem þjóðin hafði búið við í þrjú ár vegna áforma vinstri stjórnarinnar um að loka vamar- stöðinni í Keflavík, átti mestan þátt í þeim sigri en jafhframt hafði ríkisstjórn Olafs Jóhannessonar misst stjórn á efnahags- málunum og óðaverðbólga var skollin á, sem átti sinn þátt í kosningaúrslitunum. Kosningaósigur Sjálfstæðisflokksins vorið 1978 átti ekki sízt rætur að rekja til þess, að ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, sem hafði náð töluverðum árangri í efna- hagsmálum, missti tökin á þeim eftir kjara- samningana sumarið 1977 og samninga við opinbera starfsmenn þá um haustið. I ljósi þessarar sögu fer ekki á milli mála, að það var töluvert afrek hjá Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki að halda meirihluta á Alþingi í þingkosningunum 1995 í kjölfar einnar dýpstu efnahagskreppu á þessari öld, þótt sá árangur leiddi ekki til áframhaldandi samstarfs þessara tveggja flokka í ríkis- stjórn. Fyrir einu ári mátti ætla, að fiskveiði- stjómarkerfíð yrði aðalmál þessara kosn- inga og sl. haust var ekki fráleitt að gera ráð fyrir, að hálendismálin mundu skipa svipaðan sess í kosningabaráttunni. Fisk- veiðistjórnarkerfið er augljóslega eitt helzta umræðuefni kosningabaráttunnar en það er komið í nýjan og breyttan farveg af þeirri ástæðu, sem Steingrímur J. Sig- fússon tilgreindi í sjónvarpsumræðum fyrir tæpum hálfum mánuði, þ.e. að allir flokkar eru nú sammála um, að breytingar eru óhjákvæmilegar frá því sem nú er. Sú af- staða skapar pólitískar forsendur fyrir því, að skipuleg leit að lausn geti hafizt. Há- lendismálin hafa ekki orðið tilefni til mik- illa umræðna fyrst og fremst vegna þess, Ljósmynd/Freysteinn G. Jónsson VIÐ LANDMANNALAUGAR. að stjórnvöld hafa ekki lagt þá áherzlu á virkjanir norðan Vatnajökuls og stóriðju á Austurlandi, sem ætla mátti. Raunar ligg- ur ekkert fyrir um það, hvort Norsk Hydro hafi áframhaldandi áhuga á byggingu ál- vers þar. Stjórnarandstaðan hefur átt erfitt með að finna höggstað á ríkisstjóminni og stjórnarflokkunum. Ástæðan er augljós- lega sú, að þau stóm mál, sem íyrirfram mátti gera ráð fyrir, að yrðu mikið deilu- efni, hafa ekki orðið það í þeim mæli en jafnframt ekki síður að efnahagsástandið er gott og góðærið eitthvert hið mesta á öldinni. Við slíkar aðstæður á stjórnarand- staða alltaf erfitt með að fóta sig, hvort sem er hér á Islandi eða annars staðar. MEÐ SAMA F.r p-óóírrirí hætti og Bush tókst ' Vi ff, ? ekki að koma því til 1 ÍlcBLlU. skila í kosningabar- áttunni í Bandaríkj- unum árið 1992, að góðæri væri á leiðinni í undirdjúpum bandarísks efhahagslífs, er vonlítið fyrir stjómarandstöðuna að halda þvi fram, að það sígi á ógæfuhliðina í efna- hagsmálum, einfaldlega vegna þess, að svo er ekki. En að auki mundi fólk ekki trúa þeim málflutningi, þegar ekkert blasir við annað en góðæri og batnandi lífskjör. Morgunblaðið fjallaði töluvert um það á síðasta ári og síðari hluta árs 1997, hvort okkur væri hætta búin af efnahagsþróun- inni annars staðar í heiminum. Margir töldu að veruleg hætta væri á því en aðrir tóku því víðs fjami. Þá varð efnahagslegt hrun í Asíu eins og menn muna og í kjöl- farið fylgdi efnahagshrun í Rússlandi. í framhaldi af því gerðist hið sama í Brasil- íu. I ljósi þess hve efnahagskerfi þjóða heims eru orðin nátengd og að bankar og önnur fjármálafyrirtæki á Vesturlöndum eiga mikilla hagsmuna að gæta í öðrum heimshlutum var ekki fráleitt að ætla, að þessi þróun mála mundi hafa neikvæð áhrif hér. Svo hefur ekki orðið enn sem komið er a.m.k. Asíuríkin eru smátt og smátt að rétta við. Menn þykjast sjá fyrstu merki um umskipti í Japan. Fyrrverandi aðstoð- arutanríkisráðherra Þýzkalands, sem hingað kom á síðasta ári, taldi, að úrslit- um gæti ráðið, hvort Kína kæmist í gegn- um þennan vetur án gengisfellingar, sem virðist hafa orðið. Ekkert lát er á upp- gangi í bandarísku efnahagslífi og efna- hagsleg staða Evrópuríkjanna er sterk, þótt einhver samdráttareinkenni sjáist í Bretlandi. Þótt nokkrar sveiflur hafi orðið í sjávar- útvegi á undanfórnum mánuðum, minnk- andi rækjuveiði og léleg loðnuvertíð m.a. vegna verðfalls á loðnuafurðum, hafa nýir vaxtarbroddar skotið upp kollinum í efna- hagslífi okkar sem munar um. Þar má nefna bæði aukin umsvif íslenzkra sjávar- útvegsfyririækja í öðrum löndum. í því sambandi eru athyglisverð þau ummæli Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja hf., að vaxtarmöguleikar í sjáv- arútvegi séu meiri í Evrópulöndunum en hér sem bendir til þess, að Samherjamenn sjái íyrir sér aukna möguleika í rekstri fýr- irtækjanna, sem þeir hafa fjárfest í þar. Þá fer ekki á milli mála, að nýja vaxtar- brodda er að finna í starfi íslenzku tölvu- fyrirtækjanna, íslenzkrar erfðagreiningar og öðrum rannsóknarstörfum á borð við þau, sem Hjartavemd hefur gert samninga um. Það eru m.ö.o. mikil umbrot og miklir vaxtarmöguleikar í annarri atvinnustarf- semi en sjávarútvegi, sem gæti bent til þess, að smátt og smátt verði þjóðin ekki jafn háð sjávarútveginum um afkomu sína og verið hefur alla þessa öld. Stóraukin menntun er að skila sér. Auk- ið sjálfstraust til athafna í öðrum löndum er að skila sér. Stóraukið frelsi í viðskipt- um er byrjað að hafa hvetjandi áhrif og síð- ast en ekki sízt byltingin í fjármálaþjón- ustu, sem er forsenda margs af því, sem er að gerast í atvinnulífi okkar. Það er því full ástæða til bjartsýni og sú bjartsýni hefur áreiðanlega áhrif á kjós- endur í komandi þingkosningum. Þeir Dav- íð Oddsson og Halldór Ásgrímsson geta þess vegna með sterkum rökum tekið sér í munn orð Harolds MacMillans: Þið hafið aldrei haft það svona gott. ÞÓ ER ÞAÐ SVO í öllu þessu góðæri, að margir þeir sem eldri eru hafa vissar áhyggjur af framtíð- arsýn ungu kynslóð- arinnar. Það er eng- in spuming um að hún er betur menntuð. Hún hefur dvalizt lengur í öðrum löndum en foi'verar hennar. Hún telur sig jafnhæfa til allra verka og jafnaldrar í öðrum löndum. Hún er full sjálfstrausts og trúar á eigin getu. Og þetta er gott. Þetta er drifkrafturinn á bak við margt af því, sem þetta unga fólk er að gera. Á hápunkti góðæris Viðreisnaráranna á árunum 1964-1967 hugsaði unga kynslóð þess tíma alveg eins. Hún var að vísu ekki eins vel menntuð. Hún hafði ekki sama sjálfstraust en það lék allt í lyndi og hvergi nokkurs staðar vísbendingar um að neitt mundi fara á hinn verri veg. En það gerðist og fyrstu merki þess voru fréttir um minniháttar verðlækkun á fisk- blokk í Bandaríkjunum, sem var undanfari verðhruns á erlendum mörkuðum. Síðan hvarf síldin og alvarlegur aflabrestur varð á vetrarvertíð. I kjölfarið komu tveir áratugir óðaverðbólgu, sem segja má, þegar litið er til baka, að hafi rústað efnahag þjóðarinnar. Það þýðir ekkert að hafa uppi þessa þulu fyrir þá ungu kynslóð, sem fjárfestir í hús- um, bílum og hlutabréfum, að nokkru leyti út á þá góðu lánamöguleika, sem nú eru fyrir hendi, og hugsar kannski ekki út í hvað gerist ef hlutabréfin falla í verði en lánin lækka ekki. Það þýðir ekkert að hafa uppi þau varnaðarorð, að þrátt fyrir þær ótrúlegu breytingar, sem orðið hafa á Is- landi á þessum áratug, sé nánast óhjá- kvæmilegt að til þess komi, að það verði bakslag með einhverjum hætti, þegar fram líða stundir. í gi-undvallaratriðum hafi eng- ar þær breytingar orðið í íslenzku atvinnu- lífi, sem komi í veg fyrir það, þótt okkur hafi tekizt eins og að framan er rakið að skjóta fleiri stoðum undir afkomu okkar. Þeir sem hafa ekki kynnzt því af eigin raun trúa því ekki í góðærinu að það verði. Það er út af fyrir sig jafn mikið umhugs- unarefni og alltaf áður hvað valdi því, að hver kynslóð lærir svo lítið af þeirri, sem á undan fór. Hvers vegna hver og einn þarf alltaf að læra af eigin reynslu en horfir lítið til reynslu þeirra, sem á undan komu. En þannig hefur það alltaf verið og sennilega verður það alltaf með þeim hætti. Þegar þessi hlið málsins er skoðuð í samhengi við kosningarnar í byrjun maí er hins vegar ljóst, að þeir sem hafa augun opin fyrir því, að góðærið verður ekki endalaust, munu fremur hneigjast til stuðnings við stjórnarflokkana en stjórnar- andstöðuna á þeirri forsendu, að þeir viti hvað þeir hafa og vilji ekki taka mikla áhættu við núverandi aðstæður. Þótt vígstaðan í kosningabaráttunni sé stjórnarflokkunum þess vegna hagstæð skyldu menn ekki gleyma því að það eru þrjár vikur til kosninga og reynslan hefur sýnt, að margt getur gerzt á styttri tíma, þegar kosningar eru annars vegar. Ög jafnframt er vert að hafa í huga, að í þessum kosningum kemur til sögunnar nýr aðili, sem er Samfylkingin. í stað fjögurra framboða á vinstri vængnum í síðustu kosningum eru nú tvö og af þessum tveim- ur er Samfylkingin mun stærri. Atkvæða- magnið sem Samfylkingin fær nýtist þess- um flokkum betur en atkvæðamagn margra lítilla flokka fyrir fjórum árum. Þótt skoðanakannanir gefi ákveðnar vís- bendingar um hvernig landið liggur að þessu leyti verður það þó fyrst, þegar úr- slitin liggja fyrir sem við sjáum hver áhrif þessarar nýju þróunar verða. Framtíðar- sýn ungu kynslóð- arinnar „Stjórnarandstað- an hefur átt erfitt með að finna höggstað á ríkis- stjórninni og stjórnarflokkun- um. Ástæðan er augljóslega sú, að þau stóru mál, sem fyrirfram mátti gera ráð fyrir, að yrðu mikið deiluefni, hafa ekki orðið það í þeim mæli en jafnframt ekki síður að efnahags- ástandið er gott og góðærið eitt- hvert hið mesta á öldinni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.