Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ s Anægjan er auði betri ✓ Anægja og auðurgeta vissulega farið saman; ekki að ég þekki þá blöndu að vísu, en mér er trúað fyrir því affólki sem ég treysti. Líklega er farsælast að fólk eigi dálítið afhvoru tveggja. Páskaegg geta, eftir allt saman, stuðlað að öðru en aukakílóum og skemmdum tönn- um. Ég komst að því um nýliðna páska að þau geta valdið vangaveltum og heilabrot- um - jafnvel hugljómun. Það er reyndar ekki hið gómsæta súkkulaði sem maður stelst ein- staka sinnum til að narta í (í þeim tilgangi einum, auðvitað, að börnin fái ekki í magann) eða slikkeríið sem leynist innan í egginu, sem þessu veldur. Það eru málshætt- VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson írmr. Kaffibrúsa- karlarnir - sem flestir hljóta að muna eftir, nema yngsta kyn- slóðin - fóru á sínum tíma í máls- háttakeppni, og þá varð þessi meðal annars til: Oft kemur málsháttur úr páskaeggi! Nokk- uð er til í þessu, eins og jafnan er með málshætti, ef vel er að gáð. í einum sem ég var svo heppinn að sjá á dögunum fannst mér fel- ast svo mikill sannleikur að hann gæti jafnvel orðið að kosningalof- orði fyrir bardagann mikla 8. maí. Líklega yrði það þá reyndar að vera hjá flokki eða samtökum sem helst vildu fá sem fæsta menn kjörna á Alþingi, jafnvel engan; í fljótu bragði virðist sú að minnsta kosti raunin, en þeg- ar öllu er á botninn hvolft þarf svo alls ekki að vera. íslendingar eru nefnilega svo hamingjusamir að fyrirbærið ánægja hlýtur að vera þeim afar mikils virði. Þó hún verði ekki beinlínis í askana látin. Anægjan er auði betri stóð sem sagt á miðanum. Mér er til efs að þetta yrði verra kosninga- slagorð en þau sem glumið hafa fyrir flestar kosningar síðan ég man eftir mér: að einhverjir vilji bæta kjör hinna lægst launuðu eða hlúa að barnafólki og öldruð- um. Anægjan er auði betri. Ég er reyndar ekki viss um að blessuð börnin skilji þessa speki, en málsháttur sem þessi þyrfti helst að vera í sem flestum for- eldrapáskaeggjum. Helst öllum. Einhver starfsfélaga minna hér á blaðinu - einn þeirra sára- fáu í þjóðfélaginu sem líklega eru ekki fyllilega sáttir við launa- umslagið sitt - gerðist svo djarf- ur að gantast með það að þetta væri í raun slagorð verkalýðs- hreyfingarinnar á Islandi, í það minnsta samninganefndar Blaða- mannafélagsins, en slíkt kaffi- stofuhjal á ekki erindi á prent. Anægjan er auði betri. I þess- ari stuttu setningu felst sem sagt mikill sannleikur, hvort sem menn líta á hana í gamni eða al- vöru. Anægja og auður geta vissulega farið saman; ekki að ég þekki þá blöndu að vísu, en mér er trúað fyrir því af fólki sem ég treysti. (Til að fyrirbyggja allan misskilning hef ég enn ekki safn- að auði, a.m.k. ekki veraldlegum, en tel mig sem sagt nokkuð lukkulegan.) Og líklega yrði það best og öllum farsælast að eiga nokkurn auð og mikla ánægju. Lykilspurningin í þessu sam- bandi er reyndar: Hvað er auð- ur? Flestum koma auðvitað pen- ingar í hug, skiljanlega. Hvort sem fólki líkar betur eða verr er sú skepna nauðsynleg til að lifa af í heimi nútímans. En mér býð- ur svo í grun að ekki sé heppilegt að stjómast algjörlega af pening- um. Og líklega er jafn slæmt að stjórnast einvörðungu af ham- ingjunni. Hinn gullni meðalvegur þar af leiðandi eflaust bestur eins og svo oft áður. Verst hve erfitt getur verið að rata hann. Býsna algengt er að þetta tvennt, auðurinn og hamingjan, fléttist saman með einum eða öðram hætti; íslenska þjóðin er gott dæmi um það. Sjóðir land- ans virðast aukast í réttu hlut- falli við hamingju hans þá stund- ina. Líklega er ekki rétt að tala um sjóði, heldur handbært fé - að meðtöldum yfirdráttarheim- ildunum og öðram skuldum, vit- anlega. Að minnsta kosti er aldrei braðlað meira en þegar hugtökin góðæri og hamingja era mest í tísku. Þessu mætti lík- lega snúa við og halda því fram að eftir því sem fólk eyði meiru því hamingjusamara verði það. Lykillinn að hamingjunni sé því ef til vill í veskinu. Gegnum fjár- málastofnanir, öllu heldur; þær sem lána fé í einhverri mynd, sumar með því sem einhvern tíma hefðu verið kallaðir okur- vextir. íslendingar hafa eytt óhemju miklu fé síðustu misseri í alls kyns nauðsynjar, dýra jeppa og fleira í þehn dúr, þannig að hér- lendis hlýtur að ríkja einhvers konar alsæla. Skuldir heimilanna hafa aukist með slíkum hraða að allir geta verið stoltir af, ham- ingjuský liggur yfir landinu, virðist orðið hluti af veðurfars- kerfi heimsins. Ur því drjúpa ekki hefðbundnir regndropar heldur sáldrast einhvers konar hamingjuduft ofan úr skýinu; skilaboð til landsmanna um að greidd skuld sé glatað fé; helsta dyggð samtímans sé að safna skuldum. Og best af öllu sé að skulda þjóðum hinum megin við hafið. Að hollast sé að kaupa sem mest af dóti úr útlandinu og við- skiptahallinn við þessi sömu út- lönd sé sem mestur. Það er vita- skuld ekkert vit í því að eiga af- gang, sérstaklega í góðærinu. Við eram svo hamingjusöm og bjartsýn að þegar hallar undan fæti á ný tökum við bara á vandamálinu. Það er eins og hver önnur sérviska að huga of mikið að framtíðinni. Núið er það sem skiptir máli. Mestu skiptir að lifa; lifa flott. Mig minnir vitur maður hafi einhvern tíma haldið því fram að hugtakið auður einskorðist ekki við peninga. Svei mér ef ég get ekki tekið undir þetta; jafnvel viðurkennt að dæturnar þrjár séu stærsti hluti auðæfa minna og fleiri hljóta að hafa svipaða sögu að segja. Jeppar, einbýlis- hús, skartgripir, sumarbústaðir eða lystisnekkjur? Nei, má ég þá frekar biðja um bömin mín og konuna og aðra ættingja. Sá auður dugar mér. Eða er þetta viðhorf e.t.v. barnalegt og gamal- dags? Heimskulegt hjal aums manns sem kann ekki þá list að eignast peninga á sem skemmst- um tíma, til að geta lagt hönd á skuldasöfnunarplóginn? SKODUN VINAR- OG NEW YORK-SAMN- INGURINN ERU FORSENDUR ALÞ J ÓÐAVÆÐIN GAR TILEFNI þessarar greinar er að afar mikilvægir alþjóðasamningar hafa orðið útundan í umræðunni um alþjóðavæðingu atvinnulífsins á Islandi. Meðal þeirra eru Vínar- samningurinn frá 1980 um lausa- fjárkaup og New York samningur- inn frá 1958 um viðurkenningu er- lendra gerðardóma. Er aðild að þessum samningum að mati undir- ritaðs mikilvæg forsenda alþjóða- væðingar atvinnulífsins á Islandi. Alþjóðavæðing atvinnulífsins Að undanfórnu hefur átt sér stað í þjóðfélaginu nokkur umræða um alþjóðavæðingu atvinnulífsins á Is- landi. Viðskiptaþing Verslunarráðs Islands var m.a. helgað alþjóða- væðingunni og komu þar fram for- ráðamenn nokkurra fyrirtækja sem telja má meðal framkvöðla í al- þjóðavæðingunni hér á landi. Er ánægjulegt til þess að vita að ís- lenskt atvinnulíf sé i sífellt auknum mæli að vakna til vitundar um þann markað sem það nú hefur aðgang að, þrátt fyrir að lúta ekki lögmál- um hans nema að hluta. Það er hins vegar jafn sorglegt til þess að hugsa að Islendingar ætli sér að alþjóðavæða atvinnulífið án þess að búa til forsendur til þess að atvinnulífið geti alþjóðavæðst. Menn slá ekki upp útveggjunum án þess að vera búnir að steypa sökklana. Sökkla alþjóðavæðingarinnar steypum við með breytingum á lög- gjöf og aðlögun löggjafarinnar að leikreglum hins alþjóðlega samfé- lags. Það er löggjafar- og fram- kvæmdavaldsins að skapa forsend- ur fyrir alþjóðavæðingunni með nýrri löggjöf eða breytingum á nú- gildandi löggjöf. Þannig geta raun- verulegar breytingar átt sér stað innan ramma laganna. Alþjóðavæðing löggjafarinnar er forsenda breytinga Alþjóðavæðing löggjafarinnar þarf að beinast að tveimur þáttum: Annars vegar þarf löggjöfin að auð- velda íslenskum fyrirtækjum að at- hafna sig á erlendum mörkuðum. Hins vegar þarf löggjafarumhverf- ið að laða hingað til lands erlenda aðila. íslensk tæki hafa nú opnað sölu- og markaðs- skrifstofur víða um heim, s.s. í Bandaríkj- unum, Rússlandi, Japan, Italíu, Frakk- landi, Spáni, Þýska- landi og Bretlandi. Sölufyrirtæki hafa einnig tekið þátt í verkefnum þar sem sérþekking. Islend- inga á sjávarútvegi er nýtt, t.d. í Namibíu, Tanzaníu og Uganda, í Rússlandi, og fjár- festingar hafa m.a. átt sér stað í Noregi og Kanada. Þá má nefna framleiðslu- fyrirtæki rekið af Islendingum í Chile. Þetta er ánægjuleg þróun. Það hlýtur hins vegar að vera verk- efni okkar í náinni framtíð að leggja grandvöllinn að því að er- lend fyrirtæki sjái sér hag í því að fjárfesta og starfa á Islandi. Það dugar ekki atvinnulífinu að ísland sé aðili að EES. Bæði er að Islendingar eiga í viðskiptum við fleiri þjóðir en Evrópuþjóðir eins og ofangreind upptalning ber glögglega með sér, og eins hitt að EES er samningur um afmarkað svið alþjóðaviðskipta. Innan Evr- ópska efnahagssvæðisins gilda reglur um frjálst flæði vöru, þjón- ustu, vinnuafls og fjármagns sem eru afar mikilvægar fyrir atvinnu- lífið. Alþjóðavæðingin snýst hins vegar um miklu fleira en frjálst flæði. Hún snýst einnig og ekki síð- ur um gildistöku alþjóðlegra leik- reglna í víðara samhengi. Gildistaka alþjóðlegra leikreglna á sér stað með aðild að alþjóða- samningum, en eins og áður sagði hafa nokkrir afar mikilvægir al- þjóðasamningar orðið útundan í umræðunni. Þessi staðreynd hefur orðið til þess að erlendir aðilar líta tortryggnisaugum til íslensks markaðar er þeir meta stöðu sína í viðskiptum við íslenska aðila. Er- lend fyrirtæki og einstaklingar lesa almennt ekki íslenska löggjöf til að kynna sér leikreglur markaðarins á íslandi. Þessir aðilar þurfa því að athuga með öðram hætti hvort ís- lensk löggjöf er viðskiptavæn fyrir erlenda aðila. Þetta gerist með athugun á því hverjir alþjóða- samningar gilda hér á landi. Hér á eftir verður minnst á tvo alþjóða- samninga sem undir- ritaður telur nauðsyn- legt að Island gerist aðili að, svo hægt sé að gera atvinnu- og fjármagnsmarkað hér á landi betur sam- keppnishæfan í því al- þjóðlega umhverfi sem hann tilheyrir. Samningar þessir era reyndar nátengdir. Annar um samningsákvæði í alþjóð- legum lausafjárkaupum og hinn um viðurkenningu alþjóðlegra gerðar- dóma, en í miklum meii’ihluta samn- * Islensk fyrirtæki í al- þjóðavæðingu, segir Baldvin Björn Haralds- son, eiga einfaldlega betra skilið en að þurfa að lúta slíku lög- gjafarumhverfi. inga um alþjóðleg lausafjárkaup era ákvæði um að ágreiningur vegna þeirra verði leystur með gerðar- dómi. Vínarsamningurinn frá 1980 um lausafjárkaup Hér er um að ræða alþjóðasamn- ing - United Nations Convention on Contracts for the International Sale of Goods, oftast nefndur CISG sem samþykktur var af UNCITRAL nefndinni innan vé- banda Sameinuðu þjóðanna í Vín árið 1980 og tók gildi 1. janúar 1988. Fullgilding hans hefur síðan gengið mun betur en gerist og gengur um alþjóðasamninga, og þann 1. mars 1999 höfðu 54 þjóðir fullgilt samninginn. Þar á meðal era helstu viðskiptaþjóðir okkar Is- lendinga, s.s. Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Bandaríkin, sumtiús VtUð V samsuU húsiv SWiUm afíitSii \ t'uduð skciistufulmsgögn ivrtr iviirtti'ki t'g hoimilí l SkiiisuUtttHstuðv Anmtla 20 StMf 8J3 SSWO * Kvv S33!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.