Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Var varað- ur við að hefja bóka- útgáfu VTOSKIPTIAIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Ólafur Ragnarsson fæddist á Siglufírði 8.9. 1944 og ólst þar upp. Hann lauk prófí frá Verslunarskóla íslands 1963 og nara dagskrárgerð í Danmörku, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Hann var kennari við Barnaskóla Siglu- fjarðar 1963-65, blaðamaður á Alþýðublaðinu 1965, frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Sjónvarpinu 1966-1976 og ritstjóri Vísis 1976-1981. Hann stofnaði ásamt konu sinni, Elínu Bergs, bókaforlagið Vöku 1981 og hefur ft-á upphafí verið fram- kvæmdastjóri þess og síðar Vöku-Helgafells, en Elín er stjórnarformaður fyrirtækisins. Þau eiga tvo syni. Fyrir utan að hafa tekið virkan þátt í félagsmálum hefur Ólafur verið aðalræðismaður Hollands á íslandi frá 1991. eftir Hildi Friðriksdóttur IKIÐ vatn hefur runnið til sjávar síðan Ólafur Ragnarsson var ung- lingur norður á Siglu- firði, þar sem hann tók myndir og sendi til dagblaðanna ásamt frétt- um af hinum ýmsu atburðum. Þetta áhugamál leiddi hann inn á svið fjölmiðlunar og árið 1981 hafði Ólafur komið nálægt flestum teg- undum fjölmiðla nema bókaútgáfu. „Eg hafði fram að þessu verið starf- andi hjá öðrum og mér fannst af- skaplega spennandi þegar ég hætti á Vísi að byrja með eitthvað upp á eigin spýtur. Það var auðvitað dáh't- ið djarft að steypa sér út í einka- rekstur, ekki síst á þessu sviði, þar sem mörg öflug útgáfufyrirtæki höfðu verið starfandi og fá ný fyrir- tæki höfðu komið inn í greinina í langan tíma,“ segir Ólafur. Niðurstaðan varð sú að stofna bókaforlagið Vöku. Ólafur var eini starfsmaðurinn framan af, en síðar hóf kona hans, Elín Bergs, einnig störf við fyrirtækið. „Mig óraði ekki fyrir því þá hver staðan yrði nú 18 árum síðar,“ segir Ólafur og vísar til kaupa Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) fyrir örfáum vikum á helmingi hlutafjár í Vöku- Helgafelli og kaupum Vöku-Helga- fells á útgáfufyrirtækinu Iceland Review í síðustu viku. Nú er velta fyrirtækisins 700 milljónir króna og 150 manns á launaskrá, þar af um 80 manns í fullu starfi. Sex vikna verkfall fyrsta útgáfuárið Aður en vikið er að framtíðará- formum fyrirtækisins er forvitni- legt að heyra hvemig fyrstu skref Ólafs í einkarekstri gengu fyrir sig. Hann rifjar upp að fyrsta bókin hafi verið gefin út vorið 1981 og þá um haustið var ráðgert að gefa út sjö titla. „Það gekk vel framan af, en í byrjun nóvember varð prent- araverkfall, eins og algengt var á þessum árum. Það þýddi að bæk- umar vom fastar inni í prent- smiðju, en við gátum náð einhverj- um þeirra út rétt áður en verkfallið skall á. Sumar vom á því stigi að einungis átti eftir að setja kápurn- ar utan um þær, svo við fluttum þær heim í kjallara og gengum frá þeim. Aðrar vom enn óprentaðar og þar á meðal viðtalsbók mín við Gunnar Thoroddsen, þáverandi forsætisráðherra," segir Ólafur. Verkfallið stóð í nærri sex vikur og komið var vel fram í desember þegar það leystist. Síðasta bókin sem varð til eftir verkfallið var við- talsbókin við Gunnar, sem kom út 10. desember. „Það hafði verið mikil eftirvænting varðandi þessa bók vegna þess að ekkert hafði frést af útkomu hennar fyrr en í miðju verkfallinu. A þessum tíma hafði verið mikill hamagangur í Sjálfstæðisflokknum og hörkumik- ill landsfundur hafði staðið yfir um haustið. Við Gunnar bættum því ýmsu við í bókina á meðan á verk- fallinu stóð, þannig að þegar hún kom loksins út vom þar ýmsar nýj- ar upplýsingar. Þessi jólabókavertíð gekk afar vel, þrátt fyrir verkfallið. Viðtals- bókin við óunnar varð söluhæsta bók þessara jóla og seldist í nærri því 9.000 eintökum á tveimur vik- um.“ Ólafur segir að eftir á hafi þetta verið spennandi tímabil, en óneit- anlega hafi staðan verið óþægileg meðan á verkfallinu stóð. „Okkur fannst þetta spennandi svið og mjög skemmtilegt. Eg hafði um vorið rætt við formann Félags bókaútgefenda til þess að átta mig betur á greininni, en fékk ekki mikla hvatningu úr þeirri átt. Eg var varaður við því að fara út á þessa braut, því hún væri afar hættuleg og vandlifað væri í bóka- útgáfu, en taldi að með réttum hugmyndum væri hægt að finna grandvöll í þessari grein.“ Fjölþætt starfsemi Ólafur segir að starfsemin haíi færst jafnt og þétt úr hinni hefð- bundnu útgáfú yfir í fjölþættari starfsemi. Nú er almenn bókaútgáfa tæplega helmingur af rekstrinum og er því ekki lengur talað um útgáfu- fyrirtæki heldur útgáfu- og miðlun- arfyrirtæld. „Stöðugur vöxtur fyrir- tældsins - sem hefur verið 15-30% á ári frá upphafi - hefur fyrst og fremst tengst því, að við höfum verið tilbúin með nýja hluti áður en farið var að draga saman í þeirri starf- semi sem fyrir var. Þetta á til dæmis við um tikomu nýrra bókaklúbba, tónlistarklúbbs og fleira.“ Að sögn Ólafs áttu kaup Vöku á Helgafelli árið 1985 stóran þátt í auknum vexti fyrirtækisins. „Með Morgunblaðið/RAX VINNUHÓPUR starfsmanna við útgáfu og hönnun hjá Vöku-Helga- felli þingar um bækur sem eru á Iokastigi í vinnslu. því styttum við okkur auðvitað leið, því í tengslum við kaupin náðust samningar við eigendur höfunda- réttar að verkum Halldórs Lax- ness, Steins Steinarr, Davíðs Stef- ánssonar og fleiri. Fyrir örfáum áram keyptum við bókaklúbba Almenna bókafélags- ins, sem við höfum sameinað bóka- klúbbi Vöku-Helgafells og nefndur er Stóri bókaklúbburinn. Með því náðum við ákveðinni hagræðingu í klúbbarekstrinum. Við keyptum einnig nafn Al- menna bókafélagsins, sem við ætl- um að endurvekja með því að gefa út bækur í þess nafni. Fyrir nokkr- um vikum var einnig tilkynnt um kaup okkar á Bókaútgáfunni Lög- bergi, en útgáfuefni þess forlags er frábragðið því sem við voram með fyrir. Um er að ræða ljósprentaðar útgáfur af mörgum gömlum hand- ritum, sem unnar vora í samstarfi við Ámastofnun. Einnig gaf Lög- berg út Guðbrandsbíblíu í ná- kvæmri eftirgerð af frumútgáfunni frá 1584. Þessar bækur eru fyrst og fremst í samkeppni við stór, vegleg málverk og aðrar slíkar gjafir. Þetta er því gott dæmi um hvemig við reynum að breikka út- gáfusvið okkar.“ Nokkurra ára undirbúningur Endurskipulagning hefur átt sér stað innan Vöku-Helgafells á und- anfórnum áram með það fyrir aug- um, að fyrirtækið geti stækkað mikið á tiltölulega stuttum tíma. Starfsviðin hafa verið skerpt og munu að sögn Ólafs verða enn skýrari í framtíðinni, þar sem ábyrgðin og sjálfstæðið verður meira innan ákveðinna hópa eða sviða. „Þá á ég við svið eins og bókaút- gáfuna, tímarita- og safnefnisút- gáfu, tónlist og efni á myndbönd- um, snældum og geisladiskum. Við rekum þegar klassískan plötuklúbb og höfum verið að fikra okkur áfram með lesið efni á geisladisk- um og snældum. Einn þátturinn í starfseminni er dreifingin, sem er í rauninni rekin í tiltölulega sjálf- stæðri dreifingamiðstöð. Síðasti þátturinn er salan, sem styður í rauninni öll hin sviðin." Stefnt á hluta- bréfamarkað Ólafur tekur fram, að það hafi lengi verið stefnan að gefa almenn- ingi kost á að eignast hlut í fyrir- tækinu þegar það væri komið í ákveðna stærð. „Þess vegna var stigið það skref að selja FBA vera- legan hlut í Vöku-Helgafelli. FBA mun síðan miðla því hlutafé til fleiri aðila á síðari stigum. Þegar við mörkuðum þá stefnu á sínum tíma, að Vaka-Helgafell ætti að vera alhliða útgáfu- og miðlun- arfyrirtæki tókum við mið af ýms- um þeim fyrirtækjum í nágranna- löndunum, sem náð hafa hvað bestri stöðu á þessu sviði eins og Egmont í Danmörku og Bonnier í Svíþjóð. Þau hafa orðið mjög öflug, einmitt með því að kaupa fyrirtæki og sameinast öðram. Þau byrjuðu bæði í bókaútgáfu en hafa í aukn- um mæli farið inn á miðlunarsviðið. Þau byrjuðu að efla starfsemi sína á heimamarkaði en stigu svo út fyrir landsteinana þegar þau höfðu náð ákveðinni stærð og starfa nú í tugum landa,“ segir Ólafur. Hann bætir við að þó að starfs- menn Vöku-Helgafells geri sér ekki vonir um að ná sama árangri og þessi stórfyrirtæki eigi ekki að útiloka þá hugsun, að fyrirtældð geti haslað sér völl erlendis. Hann segir að það geti verið á hvaða sviði sem er, en nærtækast sé að tala um almenna bókaútgáfu og klúbb- areksturinn, þar sem þeir hafi ákveðna sérþekkingu. „Kaupin á Iceland Review era skref í áttina til að breikka hóp við- skiptavina okkar, því fyrirtækið gefur umfram allt út efni sem ætl- að er útlendingum á erlendum tungumálum. Sérstaða fyrirtækis- ins felst ekki síst í tengingu við ferðamál og hefur Haraldur Ham- ar og hans fólk unnið mikið og merkilegt starf á þessu sviði und- anfarna áratugi. Þetta útgáfustarf ætlum við að efla og leggja áherslu á markaðssókn erlendis á fleiri sviðum.“ Ekkert er útilokað Spurður hvort Vaka-Helgafell stefni að því að setja upp bóka- og ritfangaverslanir svarai- Ólafur brosleitur að ekkert sé útilokað í þessu sambandi, en forgangsmálin séu á allt öðram sviðum. „Allt sem við teljum styrkja þessa starfsemi munum við taka til athugunar. Hugsunin er sú að efla og styrkja þá starfsemi sem fyrir er. Það sem FBA þótti áhugavert við framtíðarsýn okkar var að Vaka-Helgafell er tilvalinn grann- ur að stærra og öflugra útgáfu- og miðlunarfyrirtæki, sem tiltölulega auðvelt er að bæta við fleiri sviðum þyki það fysilegur kostur." Þegar Ólafur er spurður um næstu skref segir hann, að verið sé að skoða ýmislegt. Annars vegar geti verið um samstarfsverkefni að ræða á dreifingasviðinu, þar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.