Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ AÐ RANNSAKA MEÐ OPNUM HUG Úlfur Árnason, prófessor í Lundi, hefur undanfarin ár gjörbylt þróunarsögu hrygg- dýra, en baráttan við vísindakreddur er ekki auðveld, eins og Sigrún Davíðsdóttir fékk að heyra er hún ræddi við hann. EIR vita’ ekki að hann sem heilsar þeim oft á daginn/hjó þessa jörð af feyskinni rót - og henti/sem litlum steini langt út í myrkur og tóm,“ segir Hannes Pétursson í kvæði sínu um Kóperníkus. Ulfur Arnason pró- fessor í sameindaþróunarfræði í Lundi hefur reyndar ekki slengt jörðinni eitt né neitt með kenning- um sínum, en mannkyninu hefur hann varpað um 200 þúsund ár aft- ur í tímann. I stað þess að álíta „homo sapiens", hinn vitiboma mann, um 175 þúsund ára gamlan hefur Úlfur leitt að því líkur að maðurinn sé um 400 þúsund ára gamall. Með rannsóknum sínum, sem áður hafa hnikað til þróunar- sögu hvala, sela og annarra spen- dýra, hefur Úlfur nú snúið þróun- artré físka við og jafnframt komið med kenningar sem hafa þessi af- drifaríku áhrif á þróunarsögu okk- ar mannanna. Nú eftir að niargar veigamiklar vísindagreinar Úlfs og samstarfs- manna hans hafa birst undanfarið eru að vakna ákafar umræður um þær. Kenningarnar vekja athygli og nýlega barst Úlfí boð um að halda fyrirlestur um aldur mannsins á ráðstefnu Breska vísindafélagsins í tilefni árþúsundaskiptanna, þar sem hann er eini útlendingurinn í hópi merkra breskra vísindamanna eins og stjömufræðinganna Fred Hoyle og Martin Rees og eðlisfræðingsins Stephen Hawking. Nýjum kenning- um íylgir gjaman nokkur skjálfti í vísindasamfélaginu. I einfeldni mætti halda að vísindaheimurinn tæki nýjum og vel rökstuddum kenningum opnum örmum, en svo er öldungis ekki. „Okkur hefur tek- ist að benda á ýmsar kreddur, sem rótfestar em í þeim vísindum, sem ég fæst við,“ segir Úlfur. „Eg bendi stúdentum mínum gjaman á að þeir skuli ekki taka allt sem gefíð er stendur í fræðiritunum, heldur koma að rannsóknum með opnum hug.“ Annað en líffræði kom aldrei til greina „Það kom aldrei neitt annað til greina,“ segir Úlfur, þegar talið berst að því af hverju líffræði hafí orðið fyrir valinu. En til Lundar lá leiðin eftir að Úlfur hafði hitt Jó- hann Axelsson síðar prófessor í líf- eðlisfræði á fómum vegi og Jóhann bent honum á að Lundur væri góð borg að læra í, en hann var þar þá sjálfur. „Eg kom hingað í ágúst 1958,“ segir Úlfur. „Ég vissi ekkert hvert halda skyldi, en þegar ég gekk frá jámbrautarstöðinni sá ég tvo menn standa og skoða í bóka- búðarglugga. Ég spurði þá hvort þeir þekktu Jóhann, sem þeir gerðu og gátu vísað mér á hvar hann byggi. Hann var þá ekki heima, en Ómólfur Thorlacíus síð- ar rektor MH bjó á sama stað og hann hjálpaði mér að fínna hús- næði.“ Eftir nám í líffræði kenndi hann við MR í þrjú ár áður en hann hélt út aftur 1966 í framhaldsnám hjá Albert Levan prófessor, sem á sín- um tíma varð íyrstur til að ákvarða fjölda litninga mannsins. Svo skemmtilega vill til að þegar Úlfur varð prófessor 1993 fluttu hann og samstarfsmenn hans inn í fyrri húsakynni Levans, sem Úlfur hafði áður unnið í um 10 ára skeið. Frá hvölum til manna Það var út frá hvalarannsóknum, sem Sólveig Grétarsdóttir vann að meðal annarra, að Úlfi tókst að búa til sérstaka sameindafræðilega mælikvarða, sem nota má við að tímasetja þróunarlegan aðskilnað í þeim tilvikum sem steingervinga- fræðin getur ekki komið til hjálpar. Annar mælikvarðinn byggir á sam- eindafræðilegum mun klaufdýra og hvala og tímasetningunni, 60 millj- ónir ára, á þróunarlegri aðgrein- ingu þeirra. Hinn mælikvarðinn er munurinn milli hestdýra og nas- hyminga og aðskilnaður þeirra í stað þess að álíta „homo sapi- ens“, hinn viti- borna mann, um 175 þúsund ára gamlan hefur Úlf- ur leitt að því lík- ur að maðurinn sé um 400 þúsund ára gamall. fyrir um það bil 50 milljónum ára. Með þessa mælikvarða í höndunum var unnt að halda áfram og beina athyglinni að öðrum tegundum og þróun þeirra. Það er tímasetning Úlfs á þróun mannsins, sem nú vekur hvað mesta athygli, en hún er algjörlega frábrugðin því sem hefur verið tek- ið gott og gilt um meira en 30 ára skeið. „Fyrri kenningar gerðu ráð fyrir að maðurinn og nánasti ætt- ingi hans, simpansinn, hefðu að- greinst fyrir um 5 milljónum ára síðan," segir Úlfur. „Okkar niður- staða er að aðskilnaðurinn hafí orð- ið fyrir um 11,5 milljónum ára.“ Þessi byltingarkennda niðurstaða hefur orðið til þess að mikið af til- gátum um þróun mannsins er ein- faldlega rangt af því forsendurnar, sem menn hafa gefíð sér, standast ekki. Steingervingafundir og -rann- sóknir styðja þessar nýju kenning- ar. Steingervingar af frummönn- um hafa verið tímasettir eldri en fímm milljón ára mörkin, sem fyrri kenningar gerðu ráð fyrir og í Norður-Grikklandi hafa fundist 9,5 milljón ára gamlir steingervingar sem taldir eru til þeirrar þróunar- línu, sem maðurinn er á eftir að þróunarbraut hans greindist frá þróunarbraut simpansans. „Homo sapiens“, hinn vitibomi maður, er samkvæmt niðurstöðum Úlfs líka rúmlega tvöfalt eldri sem tegund en álitið var. „Frum-Eva hefur hingað til verið álitin 175 þúsund ára gömul, en samkvæmt okkar niðurstöðum er hún um 400 þús- und ára,“ segir Úlfur. Enginn vafí er á að kenningar Úlfs eiga á næstu árum eftir að hafa mikil áhrif á kenningar um þróun mannsins, mannfræði og menning- arsögu. Þróunarfræðin gefur ekki einhlít svör „Það er ótrúlegt að okkur tókst að snúa þróunartré físka við,“ segir Úlfur glaðbeittur, þegar tal- inu víkur að byltingarkenndum kenningum hans. „En það er nokkurn veginn sama hvar við tökum á. Það kemur alltaf eitt- hvað í ljós. Astæðan er fyrst og fremst sú að sameindaþróunar- fræðin er ung vísindagrein. Mest- öll greining nú orðið liggur á sam- eindasviðinu og þá hefur komið í ljós að tegundir, sem áður voru álitnar skyldar eru það ekki og skyldleiki finnst með tegundum, sem áður voru álitnar óskyldar." Rannsóknirnar hafa að sögn Úlfs beinst að tvennu. „í fyrsta lagi höfum við reynt að ákveða skyld- leika tegunda og síðan aldurs- greina hvenær einstakar þróunar- línur hafa skipst, það er hvenær ákveðin tegund greinist í tvær tegundir. I öðru lagi höfum við reynt að ákveða rótina á öllum þróunartrjám, sem við látum frá okkur, þannig að það fáist heild- stæð mynd.“ En Úlfur er fyrstur manna til að undirstrika að þróunarfræðin sé ekki afdráttarlaus vísindi og gefí því ekki einhlít svör. „Það liggur alltaf ákveðið mat í niðurstöðunum. Við höfum sýnt fram á að margt af því sem gert hefur verið á sam- eindasviðinu stenst ekki. Þegar við athuguðum gaumgæfilega hvað gert hefði verið kom í ljós að for- sendurnar eru rangar.“ Styrkur kenninga Úlfs og samstarfsmanna hans liggur einkum í að þær eru studdar mun meira gagnasafni en fyrri kenningar. „Þegar ráðist er á rótgrónar kenningar þýðir ekki að koma með einhverja smámuni því þá er einfaldlega hægt að segja að safnið sé of lítið til að vera hald- bært.“ Nýjar kenningar: Ekki stundar- hugljómun heldur vinna Vísindastarfíð og góð uppskera nýrra kenninga hefur gefíð Úlfí næg tækifæri til að velta fyrir sér hvernig nýjar kenningar verði til og hvernig þeim sé tekið í vísinda- heiminum. „Nýjar kenningar verða ekki til í - stundarhugljómun, heldur liggja að baki þeirra miklar rannsóknir," segir Úlfur. „Rannsóknirnar felast meðal annars í því að athuga gögn og skrif um gamlar kenningar. Það dugir ekki að lesa aðeins það sem verið er að gera á líðandi stund, heldur er nauðsynlegt að fara aftur í ritgerðirnar, sem eru undirstaða ríkjandi kenninga, til að átta sig á í hverju veikleiki aðferðafræðinnar liggur og hvar þeim er ábótavant. Ætli ég kunni ekki betur skil á þessum skrifum en höfundar þeirra," bætir Úlfur við með bros á vör. „Það gildir að læra á hugsun- arhátt þeirra til að sjá hvar villurn- ar lágu.“ En það kemur fleira til en hörð vinna og yfirlega, því einnig í vís- indavinnu á heppnin sinn hlut, full- yrðir Úlfur. „Heppnin skiptfr máli að því leyti að vera tímalega á réttu róli. Fyrr eða síðar hefði ein- hver annar litið á það, sem ég og samstarfsfólk mitt álítum rangar niðurstöður. Það var viss heppni að við skyldum gera þetta áður en aðrir urðu til þess.“ En þegar góð- ar kenningar koma fram vildu allir Lilju kveðið hafa. Nýlega birti breskur fræðimaður niðurstöður rannsókna, þar sem hann kemst að sömu niðurstöðu og Úlfur um ald- ur mannsins. Viðkomandi var á fyrirlestri hjá Úlfí um þetta efni fyrir tveimur árum og var þá öld- ungis ekki trúaður á niðurstöður hans. Nýjum kenningum ekki tekið átakalaust Úlfur og rannsóknarhópur hans urðu fyrstir til að taka fyrir niður- stöður vísindamanna frá 1967, sem hingað til hafa verið forsenda þróunarkenninga og aldursgrein- inga. Það hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig að kollvarpa viðurkenndum kenningum og þar hefur Úlfur einnig rekið sig ræki- lega á hve vandasamt það getur verið að stýra fjármögnun rann- sókna þannig að hún örvi rann- sóknir, en haldi ekki aftur af þeim. „Við vorum fyrsti hópurinn, sem fórum í saumana á niðurstöðunum. Það er borin von fyrir bandaríska þróunarfræðinga að reyna að gagnrýna þær niðurstöður sem rannsóknarhópar Allan Wilsons eða Morris Goodmans hafa haldið fram, gagnrýnendur fá einfaldlega ekki fé til þess frá þeim sjóðum, sem deila út styrkjum. A Islandi væri þetta væntanlega hægt, en peningarnir væru varla fyrir hendi. Hér í Svíþjóð er tiltölulega auðvelt að fá peninga í þróunar- rannsóknir, þar sem Linné-hefðin er sterk. Auðvitað verða mistök hér eins og annars staðar en þau hafa hingað til ekki verið jafn stór- brotin og afdrifai-ík og gerst hefur í þróunarfræðum í Bandaríkjun- um, þar sem vísindamenn hafa skipst í tvo hópa, taglhnýtinga og þá sem þegja. Reyndar þagna menn sjálfkrafa, því þeir fá enga styrki," bætir Úlfur við. Móttökur nýrra kenninga skýrast af því að þegar sýnt er fram á galla í fyrri kenningum þá missa ekki bara þeir æruna sem hafa mótað gallað- ar kenningar, heldur einnig þeir sem hafa tekið kenningunum gagnrýnislaust. Vísindatímaritin eru hluti af þessu mynstri, þar sem ritdæm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.